Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Formaður Vélstjórafélags Suður- nesja svarar Páli Vilhjálmssyni — eftir Jón Kr. Olsen 1 Morgunblaðinu 18. júlí sl. birt- ist ritsmíð eftir einhvern Pál Vilhjálmsson úr Keflavík. Efni greinarinnar átti að fjalla um samskipti Ásgeirs Torfasonar við mig sem starfsmann stéttarfélags, þar sem ég hafi átt að bregðast hlutverki mínu í því starfi. En þótt greinin hafi átt að fjalla um samskipti Ásgeirs við mig, snýst hún upp í að vera að meginefni til persónulegt níð um mig, en ég mun koma að þeim þætti síðar í þessari grein en snúa mér fyrst að því að gera grein fyrir samskipt- um okkar Ásgeirs varðandi upp- sögn hans í starfi á mb. Stafnesi KE. Ég ætla ekki að endursegja það sem kom fram í grein Páls um atburðarásina í þessu máli, ekki heldur að bæta nokkru við það sem Páll segir varðandi hlutverk og tilurð stéttarfélaga, ég mun leitast við að draga fram nokkrar staðreyndir sem máli skipta í samskiptum minum f.h. míns stéttarfélags og Ásgeirs Torfason- ar þar sem greinilega vantar inn í grein Páls. Páll liggur mér á hálsi fyrir hvernig ég stóð að fundinum með deiluaðilum. Ég boði til fundarins eins og kemur fram í grein Páls. Þegar deiluaðilar voru allir mætt- ir, gerði ég grein fyrir með nokkr- um orðum hvað hér væri á ferð- inni, hversu alvarlegt mál væri hér um að ræða fyrir þá sem þarna voru mættir. Bað menn að ræða málin í rólegheitum og reyna að jafna þann ágreining sem væri á milli þeirra. Eftir atvikum fannst mér rétt að Ásgeir hæfi fyrst máls og greindi frá sínu sjónarmiði. Að ég hafi þarna á einhvern hátt skotið mér undan mínu hlutverki er rangt. Ég var með þessum fundi einnig að fá fram hjá deiluaðilum hvað á milli bæri ef hægt yrði að bera sáttar- orð á milli. Eg hugsa að vegna minna orða hafi matsveinninn á mb. Stafnesi boðið fram sáttar- hönd f.h. skipstjóra og vélstjóra, en Ásgeir hafnaði öllu slíku. Þá segir Páll einnig: „1 stað þess að taka röggsamlega afstöðu með skjólstæðingi sínum eins og hon- um ber skylda til þá var hann frá öndverðu tvöfaldur i roðinu." Ég hef tamið mér þær sjálf- sögðu siðareglur að kynna mér málsatvik í hverju tilviki áður en ég legg endanlegan dóm á eitt- hvert mál. í þessu tilviki sýndist mér málið þannig vaxið að mögu- legt væri að Ásgeir væri ekki með algjörlega hreinan skjöld varð- andi samskipti við skipsfélaga sína og leitaði því eftir saman- burði með því að boða til þess fundar sem ég hélt með deiluaðil- um. Ég tel rétt að fram komi að ég „Ég hef tamið mér þær sjálfsögðu siðareglur að kynna mér málsatvik í hverju tilviki áður en ég legg endanlegan dóm á eitthvert mál.“ var búinn að eiga löng símtöl við Ásgeir áður en ég boðaði til fund- arins og verð ég að segja eins og er að þau samtöl styrktu mig enn frekar í þeirri skoðun að nauð- synlegt væri að leiða deiluaðila saman. Ég vil ekki meiða Ásgeir með þessum skrifum mínum, það er svo fjarri mínu eðli að veitast að mönnum sem ég á í sjálfu sér ekk- ert sökótt við, en þó verð ég að láta það koma fram, að á fundinum fann ég greinilega fyrir því að fyrrum skipsfélagar Ásgeirs sögðu ekki allt sem þeir hefðu getað sagt við Ásgeir að mér fjarstöddum, svo þau tvö atriði sem Páll nefnir í grein sinni er kannski ekki nema hluti þess vanda sem var á ferð- inni. Eg á t.a.m. mjög erfitt með að ímynda mér að Ásgeir sé upp- hafsmaður að því að Páll skrifaði sína makalausu grein, en hann hafi hreinlega verið plataður til að samþykkja að um málið yrði skrif- að án þess að gera sér grein fyrir hvernig um málið yrði fjallað, sem ræðst náttúrlega af þeim sem á pennanum heldur. Svo ég víki að því að ég hringdi í lögfræðing vegna málsins er skemmst frá að segja, að þegar Ásgeir kemur til mín daginn eftir að við funduðum með fyrrum skipsfélögum hans, taldi ég að best sé að afhenda lögfræðingi málið til meðferðar. Ég gerði mér grein fyrir að ég kæmist ekki sjálfur lengra, en vildi Ásgeirs vegna að hann fengi að njóta alls þess réttar sem hann ætti, en að- eins lögfróður maður gæti úr- skurðað. Ég spurði Ásgeir hvort ég ætti að reyna að fá þann lög- fræðing sem ég nefndi við hann, sem Ásgeir samþykkti. Ég vélrit- aði síðan bréf til lögfræðingsins meðan Ásgeir sat hjá mér á skrifstofunni, við lásum síðan bréfið saman og lýsti Ásgeir sig samþykkan uppsetningu bréfsins, ég setti það síðan í umslag, frí- merkti það og bað Ásgeir sjálfan að póstleggja það. Að um orða- hnippingar hafi verið að ræða á milli okkar Ásgeirs er ekki heldur rétt, að ég hafi hallað réttu máli í bréfinu til lögfræðingsins er ekki heldur rétt. Mér fannst gott að tala við Ásgeir og okkar samtöl fóru fram án nokkurra stóryrða eða skapbrigða merkjanlegra í orði eða háttum. Eftir að Ásgeir tók við bréfinu sem ég skrifaði og Ásgeir póst- lagði til lögfræðingsins hef ég hvorki heyrt frá honum eða lög- fræðingnum. Það næsta sem ég veit af þessu máli er grein þessa Páls Vil- hjálmssonar úr Keflavík. Hann er sagður sagnfræðinemi við Há- skóla Íslands. Hann tilheyrir þeim hópi manna sem eiga að teljast betur uppfræddir en almennt ger- ist. Ég verð að viðurkenna, að þeg- ar ég las grein hans, varð ég að lesa hana hvað eftir annað, ég vildi ekki trúa mínum eigin aug- um, var möguiegt að siðaður mað- ur gæti skrifað annan eins óhróð- ur um mann sem hann þekkti ekki, að menntaður maður gæti ekki komið til skila því efni sem átti að vera uppistaðan í grein- inni, án þeirra stóryrða sem hann setur fram. Ég vona að grein Páls sé til enn hjá mörgum og vona ég að þeir lesi greinina það oft að þeir átti sig á hverju orði sem þar stendur. Eg tel persónulega að manni með slíkt og þvílíkt hugar- far ætti tafarlaust að víkja úr skóla, hann á ekki heima með sið- uðu fólki. Ég vil ekki leggja það á það fólk sem kemur til með að lesa grein mína, að taka saman stór- yrði Páls í minn garð. Ég vil einn- ig benda Páli á að geyma grein sína, geyma hana til yfirlestrar eftir nokkur ár, þegar hann hefur náð þeim andlega þroska að geta skilið það sem hann setti á prent í þessari grein sinni, ef hann er þá það andlega heill að von sé til að hann nái meiri þroska. Ég tel enga ástæðu til að skrifa meir um þetta mál Ásgeirs Torfa- sonar, tel reyndar engan hafa hag af frekari skrifum, og betur hefði farið á, að þessi blaðaskrif hefðu aldrei orðið. Jón Kr. Olsen er formaður Vél- stjórafélags Suðurnesja. MllO-eldavéla- samstæðan fyrir aðeins kr. 12.500,- Helluborð: með 4 plötum þar af 2 hraðsuðuplötum. Ofn: m.a. stillanlegur hvort sem er með undir- og yfirhita og blæstri. ÞÝSK GÆÐAVARA. TAKMARKAÐ MAGN Á ÞESSU VERÐI. nmo eldhús Grensásvegl 8 (áður Axminster) síml 84448 Er þetta sagnfræði framtíðarinnar? Páli Vilhjálmssyni sagnfræðinema svarað — eftir Odd Sœmundsson „Ekki minnist ég þess að hafa átt við þig við- ræður og ekki munt þú þá hafa falast eftir upp- Íýsingum frá formanni Vélstjórafélags Suður- nesja, sem þú veitist svo harkalega að í grein þinni.“ Páli Vilhjálmssyni sagnfræði- nema svarað. Við lestur greinar þinnar í Morgunblaðinu 18. júlí, þar sem þú greinir frá samskiptum mínum við fyrrverandi starfsmann mirin, Ásgeir Torfason, á mjög svo óvæg- inn og hlutdrægan hátt, greinilega einvörðungu eftir framburði Ás- geirs, setti að mér hroll, er mér varð hugsað til þess, ef sagnfræði framtíðarinnar á allt sitt undir mönnum eins og þér, sem ekki hirða um upplýsingasöfnun nema eftir eigin geðþótta, áður en þeir skrá atburði samkvæmt frásögn- um sem allt eins geta reynst ósannar. Ekki minnist ég þess að hafa átt við þig viðræður og ekki munt þú hafa falast eftir upplýsingum frá formanni Vélstjórafélags Suður- nesja, sem þú veitist svo harka- lega að í grein þinni. Vegna þessa ætla ég að skýra hér minn mál- stað. Seinni hluta föstudagsins 20. janúar sl. hringdi ég í Ásgeir Torfason og bar upp við hann þær óánægjuraddir skipsfélaga hans, sem mér hafði þá verið kunnugt um nokkra hríð, en haft til íhug- unar. Þær ástæður sem þú nefnir sem valdar að óánægju þessari eru ekki umræðu verðar og til skamm- ar að tína fram slíka smámuni. í símanum bregst Ásgeir þannig við, að hann segist „þá bara vera hættur". (Þín skrif, að ég hafi hringt og sagt honum upp starfi.) Það, að Ásgeiri hafi orðið að orði: „Þú getur ekki rekið mig si svona," er því uppspuni. Við þessi viðbrögð Ásgeirs, féll ég í þá freistni, að álíta þessi málalok auðvelda lausn. E.t.v. var þar fíflsku minni um að kenna sem þú tíundar í pistli þínum, en mál þetta var óskemmtilegt og ég hafði ekki komið auga á lausn við allra hæfi. Þó fannst mér tilhlýði- legt, að Ásgeir fengi greidd ein vikulaun að skilnaði. Þessi laun túlkar Ásgeir svo sem viku upp- sagnarfrest. Áðurnefnt föstudagskvöld hringir Jón Ólsen í mig og spyr, hvort ég hafi rekið Ásgeir Torfa- son. Ég kvað svo ekki vera og rakti okkar samtal. Jón spurði þá hvort Ásgeir mætti koma í róður? Ég kvað svo vera að sjálfsögðu þar sem honum hafði ekki verið sagt upp. Jón benti síðan Ásgeiri rétti- lega á, að án þess að hann mætti um borð og léti reyna á hvort hann yrði rekinn, hefði hann fyrirgert rétti sínum til 3ja mánaða upp- sagnarfrests. Ásgeir átti greini- lega í baráttu við sjálfan sig, sem engan undrar, því farangur hans, sem hann hafði fjarlægt frá borði, var settur þangað aftur, en þegar farið var í róður snemma að morgni, mætti Ásgeir ekki og hef- ur ekki gert síðan. Minn framburður fór síðan fyrir lögfræðing þann, sem mér var stefnt til, en um niðurstöður hans er þér eflaust kunnugt, a.m.k. að jafn miklu leyti og annað er þú berð fyrir almenning í skrifum þínum um þetta leiðindamál, sem ég tel best lokið með úrskurði sér- fróðra manna í stað þess fleipurs og rógburðar sem birt hefur verið og skaðar alla málsaðila. Ikldur Sæmundsson er skipstjóri á Stafnesi KE 130. Gódan daginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.