Morgunblaðið - 24.07.1984, Page 49

Morgunblaðið - 24.07.1984, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 49 Reyðarfjörður: Fyrsta ættar- mót Stuðlaættar ReyAarfirði, 17. júlí. ÆTTARMÓT Studlaættar var hald- ið hér dagana 6. til 8. júlí. Þar komu saman 4—500 afkomendur hjón- anna Bóasar Bóassonar (f. 1855) og Sigurbjargar Halldórsdóttur (f. 1856) frá Stuðlum I Reyðarfirði. Þessi heiðurshjón eignuðust 11 börn og komust 10 upp. Árið 1974 voru afkomendur orðnir 590. Mótið hófst á Hallormsstað föstudagskvöldið 6. júlí. Á laug- ardagsmorguninn kom fjölskyldan saman við Reyðarfjarðarkirkju. Séra Davíð Baldursson flutti bæn og blómsveigur var lagður að minnisvarða um drukknaða sjó- menn. Að þessari athöfn lokinni var ekið inn í Stuðla. Þar flutti Hjalti Gunnarsson ávarp og bauð ættingjana velkomna. Bóas Em- ilsson lýsti örnefnum og staðhátt- um á æskuslóðunum. Þá flutti Kristín Jónasdóttir bæn og færði Reyðarfjarðarkirkju að gjöf borðfána unninn úr sex viðarteg- undum. Fáninn er gjöf til minn- ingar um þetta fyrsta ættarmót Stuðlaættar. Á Stuðlum var reist tjald og boðnar veitingar. Klukkan sex um kvöldið var sameiginlegt borðhald í Valaskjálf. Þar tóku margir til máls og var fólkið mjög ánægt yfir viðurgjörning öllum. Þarna borð- aði á fimmta hundrað manns. Að kvöldverði loknum var ekið inn í Atlavík og skemmti fólk sér vel við upprifjanir og söng. Eðvald B. Malmquist, skipuleggjandi móts- ins hafði samband við fréttaritara og sagði að burtfluttir ættingjar væru mjög stoltir og þakklátir fyrir það framtak sem frændur þeirra hér á Reyðarfirði hefðu sýnt í atvinnumálum á staðnum. — Gréta. Hluti ættingjanna við Búðareyrarkirkju á Reyðarfirði. Vegna vart sjáanlegra útlitsgalla seljum viö nokkra 340 I. ísskápa á einstöku veröi AÐEINS KR. 13.990.- HUÐM*HEIM!LIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Combi Camp—Benco E 10 ára COÍVIBICAJVIP ■ COÍVIBICAJVIPI COMBICAMP Verö 68488/48.560. Verö T8*86/69.700. í tilefni af 10 ára samstarfi Benco og Combi Camp gefum viö kr. 10.000 í afslátt af öllum 3 geröum tjald- vagna til mánaöarmóta. Einnig 10% afslátt af fylgihlutum. Verö 96466/86.800. iíi i'.n i '-í n ii iiin.i i Benco Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945 / 84077.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.