Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 52

Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 Þegar strákarn- ir sneru aftur Ekki eru mörg ár síðan hungursneyð var útbreidd í Nígeríu. Með tilkomu olíuauðsins batnaði afkoma landsmanna til muna, en nú virðist allt benda til þess að hungurvofan fari á stjá að nýju. Fyrir rúmu ári var tveimur milljónum útlendinga vísað frá Nígeríu þar sem atvinnuleysi var farið að gera vart við sig í auknum mæli. Myndin sýnir fjölda Ghanamanna bíða komu skipa á hafnarbakkan- um í Lagos. Af byltingunni í Nígeríu og vandamálunum, sem herstjórnin á við að glíma Shehu Shagari, fyrrum forseti Níg- eríu. Mohammed Buhari, hershöfðingi, yf- irmaður herstjórnarinnar í Nígeríu. Að kvöldi þess 30. desember fór Inua Wushishi, hershöfðingi, í háttinn að vanda. Að þessu sinni sofnaði hann þó ekki. í íburðarmiklu opinberu aðsetri sínu í Ikoyi-hverfínu í útborg Lagos beið yfírmaður hersins komu óvelkominna gesta. Yngri bróðir hershöfðingjans hafði varað hann við því á miðnætti, að herinn, herinn hans, myndi láta til skarar skríða um nóttina og steypa borgaralegri stjórn þessa fjölmennasta ríkis svörtu Afríku. Wushishi, hershöfðingi, varkár maður, gerði ekkert til þess að hindra ráðagerðina. Þeir komu að sækja hann um kl. 2 um nóttina. Hópur ungra liðsfor- ingja gekk inn í húsið og lét senda eftir Wushishi, þar sem hann lá andvaka í rúmi sfnu á efri hæð þess. Kuldalega og blátt áfram var honum skýrt frá því að aðstoðar hans væri hvorki þðrf né óskað. Það eina sem þeir kröfðust af hon- um var að hann segði tafarlaust af sér. Reyndi hann að hindra valda- ránið með einhverjum hætti yrði honum rutt úr vegi. Hershöfðing- inn, sem aðeins tveimur stundum áður hafði ekki minnsta hugboð um eitthvert umsvifamesta og jafn- framt best skipulagða valdarán f sögu Afríku, sagði af sér á staðn- um. Skriðdrekarnir af stað Hálfri klukkustundu síðar, kl. 2.30 að morgni laugardagsins 31. desember, sá hópur blaðamanna, sem var á leið heim af kvöldvakt, fyrstu skriðdrekana skrölta af stað út úr höfuðstöðvum hersins í Ikeja, skammt frá flugvellinum, áleiðis niður f miðborgina. Þeir skildu strax hvað um var að vera, rétt eins og þeir hefðu beðið þessa augnabliks. „Við vissum strax að það hlaut að hafa verið gerð bylt- ing,“ sagði einn þeirra eftir á. Herfylkingin tók stefnuna á ráðhúsið, opinbert aðsetur Shehu Shagari, forseta, í miðborg Lagos. Sem fylkingin dreifði sér um borg- ina og tók sér stöðu á lykilstððum fylgdist hópur góðglaðra nátt- hrafna með hermönnunum án minnstu sjáanlegrar undmnar. Einn úr hópnum spurti metra ad Það var Sani Abacha, foringi 9. vélaherdeildarinnar i Ikeja, sem stýrði aðgerðunum f Lagos. Þær heppnuðust áfallalaust. Ráðhúsið var hertekið án nokkurrar mót- spyrnu. Skipt hafði verið um varðmenn kvöldið áður og þeir, sem gættu hússins, voru allir á bandi uppreisnarmanna. Alex Ekwueme, varaforseti, og Sunday Adewusi, yfirmaður lögreglunnar, voru handteknir á heimilum sínum og fluttir til Bonny Camp-herbúð- anna. Kl. 7 að morgni laugardagsins heyrðu útvarpshlustendur þjóð- sönginn leikinn og síðan ávarp Ab-' acha, þar sem hann tilkynnti að borgaraleg stjórnarskrá frá árinu 1979 hefði verið numin úr gildi. Jafnframt tilkynnti hann, að öll stjórnmálastarfsemi í Iandinu væri bönnuð. Öllum æðri embættis- mönnum ríkisins var skipað að gefa sig fram við lögreglu hið fyrsta og afhenda öll opinber skjöl, sem þeir kynnu að hafa undir höndum. Herráð, undir stjórn Mo- hammed Buhari, var nú við stjórn- völinn. Eftir fjögurra ára borgara- lega stjórn voru strákarnir komnir aftur. Flugvöllurinn í Lagos var lokað- ur. Flugstjóra flugs WT 801 hjá flugfélagi Nígeríu á heimleið frá London skömmu eftir birtingu var fyrirskipað af flugturninum í Lag- os aö snúa til nágrannarikisins Benin og lenda þar. Uba Ahmed, aðalritari Þjóðarflokks Nígeríu (flokks Shagari) var um borð í vél- inni, tók völdin af flugstjóranum og skipaði honum að lenda i Lagos hvað hann gerði. Ahmed var hand- Shagari tekinn Eitt vandamál varðandi Shagari var óleyst. Hann hafði haldið til forsetasetursins i borginni Abuja og ætlaði að eyða þar helginni. Þar var hinn 58 ára gamli leiðtogi þjóð- arinnar að brasa við að berja sam- an nýársávarpið til þjóðarinnar. Shagari, fyrrum skólastjóri og skáld, lét eins og ekki væri óveð- ursský að sjá á himni. Þó hafði hann verið varaður við. Nokkrum dögum áður hafði lisforingi úr ör- yggissamtökum landsins rætt við hann um ókyrrð innan hersins. Liðsforingjaefni í Kadua höfðu baulað á forsetann, þar sem hann stautaði sig í gegnum litlausa ræðu um tryggð við ríkið, en allt kom fyrir ekki. Hann virtist ekki gera sér neina grein fyrir ástandinu. Þessa sömu helgi var 500 manns, óvenjulega fjölmennu gæsluliði, komið fyrir í Abuja til verndar Shagari. Snemma á laugardags- morgninum bárust sundurlausar fréttir af atburðunum i Lagos til forsetasetursins í Abuja. Greini- legrar taugaveiklunar gætti í röð- um varðliðsins, sem var að búa sig undir að takast á við vandann, þeg- ar herfylking undir stjórn eins uppreisnarmanna, Ibraim Bako, sem reyndar var fjölskylduvinur Shagari, renndi í hlaðið. Bako gekk óvopnaður inn í húsið til þess að tilkynna Shagari að hann hefði verið settur af. Verðir forsetans skutu hann til bana. Þetta er eina dauðsfallið, sem vitað er um, í öll- um aðgerðunum. Menn Bako þustu inn í húsið er þerr heyrðu skothvellina, gráir fýrrr jámum. Upphófnt þegar en enginn félL fiför skamma stund lýsti varðlið forset- ans sig sigrað. Shagari virðist hafa sloppið úr orrahríðinni, en náðist skammt frá setrinu og var sendur með einkaþyrlu sinni til Lagos. Eftir smáþjark á flugvellinum, þar sem yfirmenn flughersins vildu senda forsetann með þyrlu til gæslustaðarins, varð Shagari, sem fáum dögum áður hafði pantað flota Mercedes Benz-bifreiða til af- nota fyrir stjórnina, að sætta sig við að vera ekið í lélegu eintaki af Audi í fangavistina. Flóttamanna leitað Aðrir flýðu. Um leið og Buhari tilkynnti á fyrsta fréttamanna- fundi sínum, að „sumra flótta- manna væri leitað meira en ann- arra“ fóru flestir þeirra, sem auðg- ast höfðu stórlega á ríkisjötunni f spillingunni { valdatíð Shagari, í felur eða reyndu að komast f frið- land evrópskra bankareikninga sinna. Einskis er þó leitað jafn ákaft og Adisa Akinloye, formanns Þjóðarflokksins og einhvers hatað- asta manns landsins. Sögusagnir herma ýmist, að hann hafi flúið til Liechtenstein eða Bandaríkjanna. Annar flóttamaður, en öllu geð- þekkari og siðfágaðri, er Yakubu Gowon, sem var sjálfur yfirmaður herstjórnarinnar í Nígeríu á árun- um 1966—1975. Hann bjó f útlegö í Bretlandi og lagði stund á nám við háskólann í Warwick þar til hann sneri skyndilega heim þann 5. des- ember sl. Tveimur dögum fyrir valdaránið, greinilega eftir að hann hafði haft pata af þvl sem koma skyldi, flaug hann til Togo. Ein skýringin á hinum undarlegu og jafnframt óvæntu ferðalögum hans er talin sú, að hcmum hafi verið boðið til heimalandsins af byltingarmönnum til þess að veita þeim upplýsingar um bjwkainni- stæður ráðherra Sha ” um. Talið er, að hann 1 ar yfirgefið landið kynni að fara, aA í heppnaðist, en myndi snúa fljótt aftur. Enn annar maður á flótta er Em- eke Ojukwu, sem var forsprakki byltingarmanna í Biafra fyrir rúm- um 13 árum. Hann sneri aftur heim í fyrra eftir útlegð og bauð sig fram til öldungadeildarinnar f nafni flokks Shagari, en náði ekki kjöri. Hann er nú sagður vera kom- inn til Abidjan, höfuðborgar Fíla- beinsstrandarinnar. Nígeríumönnum, sem fögnuðu grönnum sfnum á nýja árinu með kveðjunni: „Gleðilega nýja stjórn", kemur það sem gerðist ekki á óvart. Þetta stóra land, sem um tíma naut góðs af skjótfengnum olíuauði áður en öll fjármálastjórn fór úr böndunum, var nánast á barmi gjaldþrots þegar herinn lét til skarar skríða. Sterkur orðrómur er á kreiki í Nígeríu þess efnis, að herforingjarnir undir stjórn Bu- hari hafi litið á aögerðir sínar sem hreinar og klárar björgunaraðgerð- ir og það í tvennum skilningi. Vissulega gripu þeir til róttækra efnahagsaðgerða, sem á allan hátt eru í anda íhaldssamra stjórnenda, en sá orðrómur er einnig á kreiki, að þeir hafi óttast valdarán ungra vinstrisinnaðra liðsforingja í hern- um á fyrstu mánuðum þessa árs og ákveðið að verða fyrri til. Fyrstu viðbrögð stórfyrirtækja og olíusamsteypa i Bretlandi og Bandarfkjunum, sem eiga hags- muna að gæta f Nfgerfu, hafa verið frekar jákvæð. Sérstaklega gætir nokkurs léttis f röðum frammá- manna olfuiðnaðarins, sem óttuð- ust um tíma, aö Shagari hygðist segja skilið við OPEC-ríkin, lækka verð á eigin olfu og auka fram- leiðsluna að rniklum mun f viðleitni sinni til þess að leysa efnahags- vanda þjóðarinnar. Þeir hinir sömu eru nú bjartsýn- ir á, að Buhari haidi samkomulag OPEC-rfkjanna. Buhari, sem áður gegndi st.öðu oHuméáaráðherra og var m.a. forstjóri i’éhiaelfnfélagsins ntgeriska, innan •HHMW wmwscqwAmn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.