Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1984 55 Minning: Ólafur Eyjólfur Guðmundsson Fæddur 28. september 1964. Dáinn 15. júlí 1984. í dag er til moldar borinn ungur frændi okkar og vinur, ólafur Eyjólfur Guðmundsson, sonur hjónanna Guðmundar Gissurar- sonar og Hildar Snæbjörnsdóttur Ottesen, fæddur þann 28. sept- ember 1964. Var hann yngri sonur þeirra, eldri sonurinn, Gissur, er aðeins tæpu ári eldri og eina hálfsystur átti Óli búsetta á ísafirði. Hann Óli er dáinn, bráðkvadd- ur, tæplega tvítugur að aldri. Það er erfitt að sætta sig við að horfa á eftir svona ungum og efnilegum manni yfir móðuna miklu. Á stundu sem þessari vakna svo margar spurningar og maður finnur hve það er margt sem mað- ur ekki skilur. Minningarnar streyma fram í hugann, minn- ingar um góðar samverustundir, bæði á okkar heimili og heimili foreldra hans og bróður, þar sem ætíð er gott að koma, en mikill er missir þess heimilis. Óli dvaldist mikið á okkar heim- ili sem barn og unglingur, var hann þar í sveit á sumrin. Má með sanni segja að Óli var góður drengur og hvers manns hugljúfi, léttur í lund var hann, bóngóður og lipur. Þar sem orð fá svo lítið sagt á stundu sem þessari, er gott að eiga góðar minningar, þær getur eng- inn tekið. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þennan unga frænda okkar og megi minningin um góð- an dreng lifa. Sendum við vinkonu, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og veita ykkur huggun. Fjölskyldan Efstadal. Hann óli er látinn. Okkur hjón- unum brá mjög, er við fréttum lát hans að kvöldi 15. júlí sl. Margar fagrar minningar eigum við um þennan elskulega pilt. Fyrst minn- umst við hans, er hann var lítill. drengur vestur á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Hildur Ottesen og Guðmundur J. Gissurarson, Jörfabakka 28, Reykjavík. Þau eru góðir vinir okkar hjóna. Það sem einkenndi Óla var hans bjarta bros og þægilega fram- koma. Árin liðu og fjölskyldan fluttist í Kópavoginn. Þangað komum við oft og var hann boðinn og búinn að leika sér við eldri son okkar og lána honum bíla. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á bifhjólum, vél- um og bílum. Við sáum hann síð- ast á lífi í byrjun júní sl. í vinnu- galla að fást við bílvél. Það er erfitt að sætta sig við, að ungur maður í blóma lífsins sé kallaður burt. Við verðum bara að vona, að minningin um góðan dreng hjálpi hans nánustu að komast yfir sársauka og söknuð. Elsku Hildur og Gummi og aðr- ir ættingjar og vinir! Megi góður Guð blessa ykkur og styrkja á þessum erfiðu raunastundum. Veldu lífið! Getið þér sagt mér, hvernig hægt er að fá meira út úr lífinu? Eg er ungur og skal hugsa alvarlega um ráðleggingar yðar. Þá skal ég gefa þér ráðið, sem mér var sjálfum bent á, þegar eg var unglingur. Það er úr gamalli bók, sem heitir Biblía. „Veldu þá lífið ... með því að elska Drottin Guð þinn, hlýða raustu hans og halda þér fast við hann, því að undir því er líf þitt komið" (5. Mós. 30,19-20). Til er lífgandi máttur í heiminum. Það fer illa fyrir þér, ef þú hleypir því að lífi þínu, sem lokar Guð úti, hann, sem er lífgjafinn. Þar sérðu ástæðuna til þess, að margt fólk er órólegt, kvíðið og þunglynt. Það lifir í ósamræmi við Guð. Jafnvel geðlæknar ráðleggja mönnum að fara í guðshús, af því að þeir vita, að fólk þarfnast þessarar lífgandi orku. Carl Jung, hinn heimskunni sálfræð- ingur, lét fyrstur í ljós þá skoðun, að trú væri nauð- synleg til að halda heilsu á huga og sál. Veldu lífið! Taktu þá ákvörðun að lifa Guði og lifa með honum. Kristur sagði, að hann hefði komið til þess að við hefðum líf og nægtir. t Eiginmaður minn og faðlr okkar, GUNNARTRYGGVASON fré Skrauthólum, Teígaseli 5, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju, miövikudaginn 25. júlí kl, 13.30. Hallfrföur Ásmundsdóttir, Halldór Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson. Við hjónin sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Nanna og Valdimar. í dag verður óli frændi borinn til grafar, aðeins tæplega tvítugur að aldri. Það var sem reiðarslag þegar mamma hringdi til að segja mér að Óli væri dáinn. Það var erfitt að trúa því að svo ungur og hraustur maður væri dáinn, svo snöggt og svo óvænt. Aldrei grunaði mig, hálfum mánuði áður, er við frændur bár- um afa til moldar, að einn okkar færi svo fljótt á eftir honum. Þegar maður lætur hugann reika til baka og rifjar upp liðnar samverustundir, man ég aldrei eftir óla einum. Alltaf var Gissi bróðir hans með honum. Þeir voru alveg sérstaklega miklir vinir og félagar. Það var alltaf gaman þeg- ar bræðurnir komu að vestan í heimsókn til okkar og afa með for- eldrum sínum. Þeir voru svo mikl- ir grallarar og alveg með ólíkind- um liðugir og hugaðir í leikjum sínum. Þeir voru oftast brosandi eða hlæjandi og að reyna að stríða einhverjum. Ég mun aldrei gleyma því er við Óli fórum saman út í mýri með brauð handa hestunum. Við náð- um þeim og ég lyfti Óla á bak og skreið síðan sjálfur á bak fyrir aftan hann. Við skemmtum okkur konunglega við að þeysa hnakk- og beislislaust um mýrina á harða- stökki, uns hestarnir snarstopp- uðu eða tóku krappa beygju og þá kútveltumst við af baki. Strax var tekið til við að ná hestunum og farið á bak aftur. Aldrei sá ég hræðslumerki á óla, hvernig sem við flugum af baki. Þær voru margar ánægjustund- irnar sem við ðli áttum saman bæði í Efstadal, Suðureyri eða Úlfljótsvatni. Því miður hittumst við æ sjaldnar er árin liðu og við eltumst. Óli var kvikur og fljótur til alls er hann tók sér fyrir hendur. Hann var laglegur, nettvaxinn, fimur og sterkur. Áhugi hans beindist einkum að vélum og bílum. Hann var ekki gamall er hann eignaðist fyrstu skellinöðruna, og æ síðan var hann dútlandi við hjól eða bíla. Aldrei óraði mann fyrir því að Óli yrði svo stuttan tíma meðal okkar, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Ég votta unnustu hans, foreldr- um og systkinum mína dýpstu samúð. Snæi Jón Vilberg Jónsson -Kveðja Fæddur 22. desember 1922 Dáinn 12. júlí 1984 Okkur setti hljóða, þegar við komum til vinnu og fréttum and- lát Jóns Vilbergs. Við lítum með söknuði inn eftir gólfinu þar sem hann vann yfir þrjá áratugi við rafsuðu og smíð- ar. Jón var verklaginn og vann verk sín af samviskusemi. Hann var fljótur til að hjálpa þar sem með þurfti, enda var oft kallað á hann. Hann fór úr sínu verki eins og ekkert væri sjálfsagðara. Margir eru þeir sem fengið hafa hlýju frá kötlunum sem Jón smíð- aði ásamt Gunnlaugi Hólm. Þeir unnu saman í fjölmörg ár, en Gunnlaugur lést fyrir nokkru, svo ekki var langt á milli þeirra vin- anna. Frá Jóni stafaði hlýja er ylja mun minninguna um hann. Við þökkum honum samveruna og færum eftirlifandi móður hans og systrum samúðarkveðjur. Starfsmenn Stálsmiðjunnar — Eyðslugrannur — Stór smábíll með mikla aksturseiginleika Framhjóladrif Verð frá 260.000.- Hagstæðir greiösluskilmálar ! .. ! ! i ! i ! H0FÐABAKKA~9 124 REYKJAVIK 5IMI 687300 !!!!!!!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.