Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 UUnríkisráðherrar Norðurlanda, Uffe Ellemann-Jensen, Danmörku, Paavo VSyrynen, Finnlandi, Geir Hallgrímsson, íslandi, Svenn Stray, Noregi, og Lennart Bodström, Svíþjóð. Lj6am. Mbi / Bjarní Utanríkisráðherrar Danmerkur, Noregs og íslands: Bruni á Kárastíg: Tvær konur á slysadeild TVÆR fullorönar konur voru fluttar á Slysadeild Borgar- spítalans eftir að eldur kom upp í íbúð við Kárastíg 3 í Reykjavík seint í gærkvöldi. Konurnar reyndust lítið brenndar og fengu að fara heim að lokinni aöhlynningu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarps- tæki en greiðlega gekk að slökkva hann. Skömmu eftir að slökkviliðið lauk störfum á Kárastíg fór sjálfvirkur brunaboði í Faxaskála í gang, en þegar komið var á staðinn reyndist um bilun í brunaboðanum að ræða. Leita samkomulags um stjórn loðnuveiða Jóhannvann Karl JÓHANN Hjartarson hefur tekið for- ustu á Skíkþingi íslands. Hann vann Karl Þorsteins í gærkvöldi og hefur hlotið 2V4 vinning. Af öðrum úrslitum skal nefna, að Dan Hansson vann Lárus Jóhannesson, Hilmar Karlsson vann Ágúst Karlsson og jafntefli gerðu Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson. Skákir Margeirs Pét- urssonar og Hauks Angantýssonar og Halldórs G. Einarssonar og Scvars Bjarnasonar fóru í bið. Utanríkisráðherrar Norðurland- anna héldu árlegan haustfund sinn í Reykjavík í g«r og í fyrradag. Geir Hallgrímsson sagði að fundur þessi hefði verið gagnlegur og treyst samvinnu Norðurland- anna. Hann sagði að utanríkis- ráðherrar Danmerkur, Noregs og íslands, þeir Uffe Ellemann-Jen- sen, Svenn Stray og hann sjálfur, hefðu haldið sérstakan fund um Jan Mayen-málíð. „Við ræddum annars vegar um veiðar á loðnu úr íslenska loðnustofninum og hins vegar um mörk efnahagslögsögu milli Grænlands og Jan Mayen," sagði Geir. „Varðandi fyrri þátt- inn, þá munu Danir taka við samn- ingsumboði fyrir hönd Grænlend- inga frá og með næstu áramótum, en hingað til hefur þetta samnings- umboð verið í höndum Evrópu- bandalagsins. Það hefur ekki tekist aö koma á samningum milli banda- lagsins fyrir hönd Grænlendinga annars vegar og íslendinga og Norðmanna hins vegar um kvóta- skiptingu á loðnuveiðum, en ákveð- ið var að efna til samningsum- leitana milli þessara þriggja landa hið fyrsta og voru menn bjartsýnir á aö unnt væri að ná samkomulagi um stjórn á veiðum úr loðnustofn- inum. Það hefur ekki verið ákveðið enn hvenær þingað verður um það, en við höfum samband fljótlega." Varðandi mörk efnahagslögsögu milli Grænlands og Jan Mayen sagði Geir Hallgrímsson, að Islend- ingar og Norðmenn vildu sem áður að miðað væri við miðlínu, en Dan- ir að miðað væri við 200 mílur frá Grænlandi. Danir og Norðmenn ákváðu á þessum fundi, að gera enn eina tilraun til að ná samkomulagi, en ef það næst ekki verður málið lagt fyrir gerðardóm. „Ég lýsti því yfir, fyrir hönd íslendinga, að við teldum okkur hafa hagsmuna að gæta í þessu máli og óskuðum þvi eftir að fá að fylgjast með því,“ sagði Geir. „Úrslit þessarar deilu um mörk efnahagslögsögunnar eru mikilvæg fyrir okkur lslendinga, en þó er það strax bót í máli, ef samkomulag næst um heild- arstjórn loðnuveiðanna." Geir Hallgrímsson lagði á það mikla áherslu, aö íslendingar ættu að leggja rækt við að ná góðri sam- vinnu við Grænlendinga og Færey- inga um veiðar hér í Norður- Atlantshafl og raunar Norðmenn og Kanadamenn einnig. Það væri nauðsynlegt að fá heildaryfirsýn yfir hagkvæmustu og skynsamleg- ustu nýtingu auðæfa hafsins. Geir sagðist einnig hafa átt sérstakar viðræður við utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jen- sen, varðandi réttindi Islendinga á Rockall-svæðinu. „Við höfum gert það að tillögu okkar, að þær fjórar þjóðir sem gera tilkall til réttinda á þessu svæði, þ.e. Danir fyrir hönd Færeyinga, írar, Bretar og fslend- ingar héldu fund og könnuðu Flugleiðin Fyrsta flug til Orlando 26. okt. möguleika á að skipta auðlindum, sem kynnu að finnast í hafsbotnin- um á sama grundvelli og gert var í samkomulaginu við Norðmenn um Jan Mayen. Áður en til slíks fjög- urra þjóða fundar kæmi myndu Danir og íslendingar efna til sér- stakra viðræðna sín á milli. Við stefnum að því að þær viðræður fari fram við fyrsta hentuga tæki- færi,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra að lokum. Auk ofangreindra mála ræddu utanríkisráðherrar landanna fimm stöðu aiþjóðamála og sérstaklega undirbúning allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. FYRSTA flug Flugleiða til Orlando- flugvallar í Bandarfkjunum verður 26. október nk. Flogið verður föstudaginn 26. október frá Luxemborg til Balti- mor og þaðan til Oriando og til baka laugardaginn 27. október frá Orlando til Baltimor og síðan Luxemborgar. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða verður a.m.k. fyrst í stað flogið til Orlando einu sinni í viku, en Flugleiðir hafa leyfi til að fljúga þessa leið tvisvar I viku. Sagði Sig- fús að undirtektir söluaðila væru góðar en reynslan ætti eftir að skera úr um hvernig þetta gengi. Hann sagðist reikna með að heim- ildin til flugs tvisvar í viku yrði helst nýtt á vorin og haustin til að lengja háannatlmann, en auðvitað færi það eftir undirtektum á mark- aðinum. Samningayiðræður við Alusuisse: Fundað í Amsterdam í dag Stjórnarfundur ÍSAL þar að loknum samningafundum Samningavióræður milli íslendinga og Alusuisse fara nú fram í Amster- dam í Hollandi og er reiknað með að þeim Ijúki I dag, flmmtudag. Að lokn- um samningafundinum fer fram stjórnarfundur ÍSAL í Amsterdam. Fulltrúar íslenzkra stjórnvalda I viðræðunum eru þeir Jóhannes Nordal formaður samninganefnd- arinnar, Gunnar G. Schram, Guð- mundur G. Þórarinsson, Garðar Ingvarsson ritari nefndarinnar og Páll Flygenring ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Einnig þeir Árni Kolbeinsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og Halldór Kristjánsson deildarstjóri í iðnað- arráðuneytinu. Frá Landsvirkjun taka þátt í viðræðunum þeir Jó- hann Már Maríusson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjunar og Baldvin Jónsson, sem sæti á í stjórn Landsvirkjunar. Af hálfu Alusuisse sitja samn- ingafundina þeir Halldór H. Jóns- son stjórnarformaður ÍSAL, Ragn- ar Halldórsson forstjóri ÍSAL, dr. Ernst, dr. Muller, dr. Bohner, einn- ig þeir Werle og Huber. Jarðskjálfti á Suðurlandi: „Ógnvekjandi að sjá ljósakrónuna sveiflast" Jarðskjálftakippur fann.st á Suð- urlandi rétt fyrir kl. 9 ( gærmorgun. Að sögn Sveinbjörns Björnssonar, eðlLsfræðings hjá Raunvísinda- stofnun, mældist skjálfti þessi 3,9 stig á Richterkvarða. Hann kvað upptök skjálftans vera vestast í Ölf- usinu, á mörkum Suðurlandsundir- lendis og Hengilssvæðis. „Það er ekkert bægt að fullyrða um sam- band milli skjálftans og eldgossins í Kröflu,“ sagði Sveinbjörn. „Vega- lengdin á milli er allt of mikil til að hægt sé að segja til um tengsl. Skjálftinn í gær lýsir sér allt öðru vísi en byrjun á Suðurlandsskjálft- um, því þeir byrja með skjálftarun- um austast á svæðinu, en ekki með einum skjálfta vestast." Brynhildur Jónsdóttir, garð- yrkjubóndi í Hveragerði, var að störfum í einu þriggja gróður- húsa sinna þegar skjálftinn kom. Hún sagðist hissa á þvi að talað væri um mjög harðan skjálfta. „Mér finnst óþarfi að vera að hræða fólk með slíku tali,“ sagði Brynhildur. „Hérna hafa oft komið skjálftar, svo við erum vön öðru eins. Að vísu var þessi skjálfti ólíkur þeim sem yfirleitt finnast hér, ég fann meiri og Þorvarður Þórðarson lengri hreyfingu, mest neðan í ilj- unum, en oftast eru kippirnir sneggri.* Brynhildur sagði að lít- ill titringur hefði heyrst í glerinu í gróðurhúsunum og ekki væri hægt að líkja þessum skjálfta við þann sem kom 1965, en þá hefðu blómapottar fallið niður úr hill- um og gler sprungið. Dagmar Einarsdóttir Þorvarður Þórðarson, sem býr á Selfossi, kvaðst ekki hafa orðið var við neinn skjálfta. „Ég var í skúr við hús mitt og fann alls ekki neinn titring,” sagði Þor- varður þegar blaðamaður Morg- unblaðsins innti hann frétta. „Það var ekki fyrr en ég heyrði af þessu í útvarpinu að ég vissi að Brynhildur Jónsdóttir ^W Árni Möller Ljósm. Mbi./ Júlíus hér hafði orðið jarðskjálfti. Kon- an mín varð heldur ekki vör við neitt, svo varla hefur þetta verið mjög stór kippur." Bóndinn á Þórustöðum í Olfusi, Árni Möller, varð hins vegar greinilega var við kippinn. „Skjálftinn var ekki mikill, frek- ar eins og ekið væri á húsið,“ sagði Árni. „Það hrikti dálitið í húsinu og við hjónin reyndum að gera okkur grein fyrir því hvort húsið þyldi stærri skjálfta, en við getum alltaf átt von á einum slík- um hér á Suðurlandi. Fjölskyldan hélt ró sinni og meira en það, bornin voru meira að segja him- inlifandi, því þau sáu kvikmynd um jarðskjálfta fyrir stuttu og fannst þetta spennandi." Árni Möller hefur búið á Þórustöðum í átta ár og sagði hann þennan jarðskjálfta vera þann öflugasta sem hann hefði fundið fyrir á þeim tíma. I Skíðaskálanum í Hveradölum urðu starfsmenn greinilega varir við skjálftann. Dagmar Einars- dóttir, starfsstúlka, sagðist hafa verið nývöknuð og liggjandi í rúmi sínu. „Ég hélt að ég væri eitthvað rugluð þegar ljósakrón- an fór að sveiflast til í loftinu, því ég hef aldrei fundið jarðskjálfta áður. Mér fannst þetta dálitið ógnvekjandi, en sem betur fer stóð þetta ekki lengi." Samstarfsmaður Dagmar var steinsofandi, þegar skjálftinn kom, rumskaði og svaf síðan sem fastast áfram. Virðist því sem ekki hafi allir kippt sér mikið upp við jarðskjálftann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.