Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 17 Matthías Bjarnason við opnun húss Krabbameinsfélagsins. væri ekkert við að athuga, ef ekki væri um að ræða verulegan fjölda ótímabærra dauðsfalla, þ.e.a.s. dauðsfalla fólks á miöjum aldri og yngra. A hverju ári deyja um og yfir 300 manns úr krabbameini, en um 600 ný tilfelli eru skráð á ári hverju. Þessar tölur hafa ekki breyst verulega síðustu ár, a.m.k. ekki lækkað verulega. Upplýsingar Krabbameinsfé- lagsins sjálfs sýna að nýgengi til dæmis brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu 30 ár; hins vegar hefur nýgengi leghálskrabba- meins minnkað og dánartíðni af völdum þess hefur lækkað mjög verulega, sem rennir sterkum stoðum undir gagnsemi þeirrar sjúkdómaleitar sem Krabba- meinsfélagið hefur rekið. Á síðustu árum hefur af hálfu ríkisvaldsins verið reynt að bæta aðstöðu til krabbameinsmeðferðar og hefur verið gert átak til að koma upp meðferðaraðstöðu á Landspítala sem er í líkingu við það sem annars staðar gerist. Deild með sérstökum yfirlækni hefur verið stofnuð vegna þessa verkefnis, en það skortir bæði hús- næði og tækjabúnað til að deildin geti verið rekin með þeim krafti og myndarbrag sem þarf. Vissulega eru ekki allir sann- færðir um að krabbameinsmeð- ferðin skili þeim árangri sem til er stofnað, en eins og er er það sú eina leið sem við þekkjum til að berjast við sjúkdóminn þegar hann er kominn. Það er spurt víða í heiminum í dag hvar lausnarorðið liggi í sam- bandi við krabbamein og margar getgátur eru á lofti. Við höfum ekki getað lagt mikinn skerf í þær rannsóknir, en ég tel að sú rann- sóknarstarfsemi sem fram hefur farið á Rannsóknastofu Háskólans i frumulíffræði á eðli illkynja ástands krabbameinsfrumna sé þess eðlis að hann eigi aö styðja, því til mikils er að vinna sé lausn- arorðið þar. Margir telja að með ákveðnu forvarnarstarfi sé hægt að seinka tilkomu krabbameins, eða ef til vill fyrirbyggja það, og því hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið þetta mál upp sérstaklega í samvinnu við nokkrar þjóðir, þar á meðal ísland. Fyrr á þessu ári undirritaði ég samning við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina um þátttöku ís- lands og samvinnu við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina um forvarnarstarf vegna langvinnra sjúkdóma. Hér er um að ræða verkefni, sem spannar ekki aðeins það svið, sem Krabbameinsfélag íslands hefur fengist við, heldur einnig fleiri sjúkdómasvið og vill Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með þessu nýja verkefni kanna, hvort forvarnarstarf á í framtíð- inni að beinast að einstökum sjúk- dómum eða sjúkdómaflokkum. Ráðuneytið hefur þegar leitað samvinnu við Krabbameinsfélag fslands í þessu máli og væntir það góðs af því samstarfi. Alveg á næstu dögum mun þetta starf hefjast en hér er að sjálf- sögðu um langtímamarkmið að ræða og til verður að koma sam- vinna fjölmargra aðila til þess að sá árangur náist, sem til er ætlast. Ég óska Krabbameinsfélagi Is- lands til hamingju með þessi glæsilegu nýju húsakynni og ég óska starfsfólki félagsins til ham- ingju með gjörbreytta starfsað- stöðu. Ég vænti þess að sú góða sam- vinna, sem verið hefur milli heil- brigðisyfirvalda og Krabbameins- félagsins, haldist, því vissulega vinnum við öll að sama markmiði. 1 , A Í| \ - ‘ ‘Jm v wr fíJapíj&S'. BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA VASALJÓS LUKTIR FJÖLBREYTT ÚRVAL ARINSETT FÍSBELGIR VIOARKÖRFUR NEISTAHLÍFAR ARINVIÐUR SLONGU- KLEMMUR nota hinir vandlátu. Stæröir trá ^“—12“. YALE KRAFT- BLAKKIR % TONN Vh TONN 3TONN 6TONN ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opið iaugardaga 9—12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.