Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
19
Jón Gísiason með platínuhvolp.
Þeir eiga vissan fjölda læða, án
þess að eiga einhverjar sérstakar
Iæður. Þannig fær nú hver eigandi
1,6 hvolp fyrir hverja læðu sem
hann á í búinu."
— Verður þörf á að kynbæta
stofninn með tímanum?
„Já, ég held að nauðsynlegt
verði að fá nýtt blóð í stofninn á
2—3 ára fresti, ef við ætlum okkur
að rækta góðan silfurrefastofn á
íslandi," sagði Gísli. „Sú aðstaða
er ekki fyrir hendi að fara á annað
bú til að fá högna eða læður, þann-
ig að við verðum að flytja inn góð
undaneldisdýr frá völdum búum í
Noregi. Slíkur innflutningur er
auðvitað háður samþykki stjórn-
valda, en hann er nauðsynlegur til
þess að forðast skyldleikarækt
innan stofnsins. Hún er sjaldan til
góðs, einkum og sér í lagi í loð-
dýrarækt."
— Af hverju frá Noregi?
„í fyrsta lagi vegna þess að
norskir refir, þar með taldir silf-
urrefir, eru þeir bestu í heimi,"
sagði Jón. „t öðru lagi vegna þess
að Norðmenn eru nágrannar
okkar og flutningskostnaður þar
með í lágmarki. Og í þriðja lagi
íslenskur silfurrefur, tíu vikna gam-
all.
vegna þess að í norska refastofn-
inum er lítið um skæða sjúkdóma.
Þannig eru þessir 69 refir, sem
komu til okkar í desember, allir
frá sama búinu. Völdu búi, bæði
með tilliti til gæða, hrausts og
heilbrigði stofnsins. Enda verður
að vanda valið þegar menn leggja
út í jafn fjárfrekan innflutning."
— Hvað er síðan að frétta af
platínurefunum í búinu?
„Undan þessum tveimur plat-
ínuhögnum sem voru fluttir
hingað í desember komu 15 hvolp-
ar, þar af 7 platínuhvolpar.
Platínurefurinn er afbrigði af
silfurref, sem varð til með
stökkbreytingu í Noregi um 1930
og allir platínurefir eru komnir
undan þessum sama stökkbreytta
forföður. Platínurefir eru mun
ljósari að lit en silfurrefir. Þetta
afbrigði er ríkjandi yfir silfurref,
en er þó, eins og svo mörg önnur
litaafbrigði á meðal loðdýra, ekki
til í arfhreinni mynd. Þeir hvolpar
sem verða arfhreinir platínurefir
deyja strax í fósturkviði. Þess
vegna eru platínurefir alltaf par-
aðir með silfurref til þess að forð-
ast þennan hvolpadauða. (Jt úr
þeirri pörun koma siðan jafn
margir platínuhvolpar og silfur-
refahvolpar."
— Er Hof fyrsta silfurrefabúið
á fslandi?
„Nei, það er ekki svo, þó að þetta
sé eina silfurrefabúið sem núna er
starfrækt hérlendis,“ sagði Jón.
„Silfurrefarækt hófst hér um 1930
og var í hámarki um 1940. Búin
voru víðsvegar um landið, flest lít-
il, með allt niður í þrjár læður. Sá
refur kom allur frá Noregi, bæði
silfurrefur, blárefur og platínu-
refsafbrigðið. Þessi ræktun lagðist
síðan niður með seinni heims-
styrjöldinni, bæði voru þá settir
tollar á innflutning skinna til ann-
arra landa, auk þess sem skinnin
seldust ekki á stríðstíma, enda
lúxusvara sem naumast uppfyllir
frumþarfir neytenda.
Gísli Pálsson, á Hofi í Vatnsdal.
Síðasta búið, sem var nú reynd-
ar blárefabú, var lagt niður í
Stykkishólmi á 6. áratugnum. Silf-
urrefabúin höfðu verið lögð niður
nokkru fyrr. Frá þeim tíma hefur
silfurrefarækt ekki verið stunduð
hér á landi fyrr en nú.“
— Eruð þið feðgar bjartsýnir á
silfurrefaræktunina, að fenginni
reynslu?
„Já, það erum við, enda ekki
ástæða til annars. Sem stendur
eru góðar markaðshorfur með silf-
urrefaskinn. Verð á þeim er að
vísu nokkuð sveiflukennt, eins og
er með önnur skinn, en við sjáum
ekki ástæðu til annars en að horfa
björtum augum á framtíðina í
silfurrefarækt á íslandi."
„J.R.“ nefnist þessi silfurrefur, sem er heldur betur í vígahug
Faðir ... platínurefanna tveggja á Hofi.
Búr og fiór í silfurrefabúinu á Hofi.
Ljósm./Jón Gislason