Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
5
FIAT 127 STATION
TVÖ GILDI
Andrés
Björnsson
lætur af
störfum
ANDRÉS Björnsson, útvarpsstjóri
hefur sagt starfi sínu lausu frá og
með næstu áramótum. Andrés hefur
verið útvarpsstjóri frá árinu 1968 en
hann hefur verið starfsmaður út-
varpsins frá árinu 1944. Andrés
Björnsson varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1937 og
lauk cand. mag. prófí frá Háskóla
íslands í íslenskum fræðum árið
1943.
Kona Andrésar er Margrét
Helga Vilhjálmsdóttir.
Samningamálin:
Blaöa- og
bókagerðar-
menn á fund-
um í dag
TVEIR samningafundir hafa verið
boðaðir hjá ríkissáttasemjara i dag.
Fyrri fundurinn verður með blaða-
mönnum og Félagi íslenska prent-
iðnaðarins árdegis og hinn síðari kl.
16 með bókagerðarmönnum og við-
semjendum þeirra.
Að sögn ríkissáttasemjara,
Guðlaugs Þorvaldssonar, voru
engir samningafundir haldnir i
gær. Bókagerðarmenn hafa boðað
til verkfalls og kemur það til
framkvæmda mánudaginn 10.
september nk. ef samningar hafa
ekki náðst, en þeir héldu árang-
urslausan samningafund í fyrra-
dag.
NOTAGILDI OG VERÐGILDI eruþau tvö atriöi sem mestu máli skipta
í bílakaupum. Ekki þarf að fjölyröa um notagildi FIAT 127 STATION,
hann er framhjóladrifinn lúxusfjölskylduhill sem
jafnframt getur brugöið sér í gerfi sendibíls þegar
á þarf að halda. Verðgildi þessa bíls er raunar
einnig augljóst því verðið er frábært, mikið
er í bílinn borið og
endursöluverð er með
því hæsta sem þekkist
hér á landi.
NOTAGILDI
Fiat 1S7 station sameinar þægindi fólksbílsins og flutn-
ingagetu sendibílsins á sérstaklega smekklegan hátt.
Heil ósköp af plássi til flutninga; afturhurðin opnast al-
veg niður að gólfi og með því að leggja aftursætið fram er
hægt að flytja mikið magn af plássfrekum varningi,
verkfærum eða efni.
VERÐGILDI
í Fiat 127 station færðu ekki bara afburða fjölskyldubíl
heldur líka vel búinn og duglegan vinnuhest. Innifalið í
verði bílsins er m.a.: höfuðpúðar á framsætum, hiti í
afturrúðu, afturrúðusprauta- og þurka, læst bensínlok,
fimm gira kassi, hanskahilla, sígarettukveikjari,
tveggja hraða þurkur, bakkljós, hliðarspeglar báðum
megin, opnanlegar hliðarrúður afturí, pjatt spegill,
stokkur milli framsæta, tauáklæði á sætum og hurðum,
teppi á gólfum, opnanlegar hliðarrúður frammí, hlifðar-
listar á hliðum.
kr. 194.000.- á götuna
EGiLL
VILHJÁLMSSON hf.
Smidjuvegi 4, Kópavogi Simar 77200 - 77202
MADE IN DANMARK
FRYSTIK/STUR frábært veró
DERBY frystikistur hafa vandað yfirbragð,
með lausn á hverju smáatriði.
★ Ytrabirði, rafzinkhúðað stál með hita-
rörum gegn daggarmyndun.
★ Innrabirði, hamrað ál, góður varma-
leiðari, gott að þrífa.
★ Lok með innra Ijósi, læsingu, jafn-
vœgisgormum og plastklœtt.
★ Sérstœtt djúpfrystihólf.
★ Viðvörunarljós, kœlistilling.
★ / DERBY er BOTNINN auðvitað frysti-
flötur ásamt veggjum.
★ Árs ábyrgð.
ÞEKKING — REYNSLA —ÞJÓNUSTA
FÁLKIN N
■VíPÐ'
TILBOÐ
200 Ltr. kr. 13.999
300 " " 14.999
350 " " 15.999
410 " " 16.999
510 " " 18.999
ái mmiíW
SUÐURLANDSBRAUT 8 105 REYKJAVÍK S. 84670