Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 59
Aukum notkun öryggisbelta
Kæri Velvakandi:
Eftir reynslu sumarsins af
notkun bílbelta, fjölgandi fréttum
um að fólki hafi verið forðað frá
stórslysum vegna bílbeltanotkun-
ar vil ég hér með skora á dóms-
málaráðherra: Að leggja fram
breytingartillögu við umferðarlög
þar sem hert verði skylda á notk-
un bílbelta með sektarákvæðum
þar um, og að skylda verði lögð á
bílbeltanotkun farþega í aftursæt-
um.
1. Nú eru allflestar þjóðir sem
hingað flytjast til lands með
bílbelti í aftursæti.
2. Allflestar þær þjóðir sem við
eigum skipti við og þar sem
íslendingar ferðast mjög á
meðal hafa bílbeltaskyldu.
3. Nú berast fréttir í þeim löndum
sem ekki hafa skyldu á bíl-
beltanotkun í aftursæti, að al-
varlegustu slysin á farþegurn
í framsæti séu högg þar sem
lausir farþegar í aftursæti
kastast á þá. Það þarf ekki að 7
taka það fram að þeir eru
oftast dauðans matur þegar
það gerist.
4. Ég aðhyllist þá meginstefnu að
menn skuli eigi þvinga um of,
og þeir skuli ákveða sín örlög.
1 þessu tilviki er ekki einungis
um það að ræða að leggja
skyldur á herðar heldur er
líka verið að forða óvitum og
þeim sem ekki geta ákveðið
sitt val, fara jafnvel eftir því
sem aðrir gera.
* 5. Ef skyldan verður ekki hert er
hitt nauðsynlegt að stórauka
kennslu og eftirlit, einnig á
götum úti.
6. Þjóðfélagið verður fyrir allt of
miklum útgjöldum vegna
langvarandi sjúkrameðferðar
og endurhæfingar þeirra sem
alvarlega slasast, þar má
einskis láta ófreistað við að
draga úr kröm.
Kröm þeirra einstaklinga sem
slasast (hafa haft frjálst val,
og nota bílbelti ekki) er einnig
og ekki síður áfall þeirra og
fjölskyldna sem þurfa hjálpar
við, oft ævina á enda, vegna
þess að þeir kusu frelsið á
kostnað hinna.
Magnús Gunnarsson
Þessir hringdu . .
Hvað er vika?
Hvað er ár?
B.G. skrifar.
Það virðist vera mikið
feimnismál hjá þulum útvarps-
ins við kynningu dagskrár
sjónvarps, er kemur að kynn-
ingu dagskrárliðsins „Sjónvarp
næstu viku“. Stundum segja
>eir: dagskrá vikunnar, þáttur-
inn um dagskrána, sjónvarp
vikunnar, kynning á sjónvarpi
vikunnar framundan og svo
framvegis. Að mínu mati staf-
ar það af því að fyrsti dagur
kynningar dagskárinnar er
mánudagur. Þeir líta svo á að
ekki geti talist vika nema
fyrsti dagur hennar sé sunnu-
dagur, fyrsti dagur almanaks-
vikunnar. Ég spyr: Hvað er
vika og hvað er ár? Sólarlanda-
ferðir eru auglýstar í vikum
burtséð frá því á hvaða viku-
degi ferðin hefst. Dvöl í sumar-
bústöðum félagasamtaka er
talin vika, en fyrsti dagur
þeirrar viku er föstudagur. Sjö
daga gamalt barn er yfirleitt
talið vikugamalt og svo tveggja
vikna, þriggja vikna, fjögurra
vikna og úr því er farið að tala
um mánuði. Ekki munu allir
vera fæddir fyrsta janúar á
fyrsta degi almanaksársins, en
þrátt fyrir það eru æfiárin tal-
in frá fæðingardegi viðkom-
andi, hver svo sem vikudagur-
inn er og hvenær sem er á al-
manaksárinu. Happdrættisár
DAS hefst 1. maí ár hvert.
Leikár leikfélaga og skólafé-
laga hefjast að hausti til. Fjög-
urra ára kjörtímabil forseta
íslands hefst 1. ágúst. Með til-
vísan til þess sem að framan
greinir, hvað varðar vikur og
ár, og hina fjölbreytilegu
myndun þeirra í daglegu tali
getur það þá nokkurn skaðað
þó hann segi „Sjónvarp næstu
viku“ því að sjálfsögðu er það
dagskrárvika sjónvarpsins?
Hver gerir
svona lagað?
I.ilja Magnúsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
14. ágúst kom sonur minn, 15
ára, heim úr vinnu klukkan sex.
Hann var á léttu bifhjóli sínu,
rauðri Hondu MT 50, R-1253.
Lagði hann því fyrir neðan eld-
húsgluggann að heimili okkar,
Kleppsvegi 50, og búum við á
fyrstu hæð. Hann stansaði við í
um það bil hálfa klukkustund og
er hann kom út var hjólið horfið.
Mig langar að spyrja, hver gjörir
svona nokkuð? Ekki vitum við
mæðgin það, en okkur langar að
koma þeim tilmælum á framfæri
við foreldra viðkomandi að þeir
athugi hvað bðrn þeirra hafi í
höndunum, hvort þar sé um illa
fengna hluti að ræða.
Þeir sem verða hjólsins varir
eru yinsamlegast beðnir að hafa
samband við lögregluna eða
hringja í heimasíma minn,
36850. Allar ábendingar eru vel
þegnar.
Meira popp
Sófus Auðunn Sigfússon og
Imrsteinn Örn Finnbogason
hringdu og höfðu eftirfarandi að
segja.
Við viljum kvarta yfir því að
sjónvarpið sýni ekki fleiri popp-
þætti. Til dæmis mætti Skon-
G3P SIGGA WúGPt g
DONN
MILLIVEGGJA-STOÐIR
eru eldvörn. Meö götum
fyrir raflagnir. Vinnuspar-
andi í uppsetningu.
Óskemmt efni, þegar
taka þarf niöur vegg.
DONN veggir hafa sann-
aö ágæti sitt hér á landi
undangengin 10 ár.
Ávallt fyrirliggjandi.
Einkaumboösmenn
DONN PRODUCTS.
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Armula 16 sími 38640
rokk vera lengra og oftar. Einnig
mætti sýna fleiri upptökur af
tónleikum ýmissa hljómsveita.
Sjónvarpið mætti líka endur-
sýna fleiri poppþætti.
Úrbætur þarf
á gangbraut
Bergþóra Jóhannsdóttir hringi
og hafði eftirfarandi að segja.
Fyrir nokkru voru íbúar
Hjallabrautar í Hafnarfirði að
skrifa um þann umferðarhraða
sem viðgengst á þessum slóðum.
Ég tak af heilum hug undir þau
orð, þar er sannarlega ekki
ofmælt. Um tíma hefur því hag-
að þannig til vegna búsetu minn-
ar í norðurbæ Hafnarfjarðar, að
leið mín liggur nær daglega yfir
umrædda götu. Til þess að ná
Hafnarfjarðarvagninum til
Reykjavíkur er yfir gangbraut
að fara, og skyldi maður halda
að þær veittu manni forgangs-
rétt til þess að komast heill yfir
og án nokkurs ótta. En svo er
alls ekki. Sem betur fer eru til
ýmsir ökumenn sem sýna tillit-
semi, en því miður eru þeir fleiri
sem eru í tímahraki og kemur
það niður á gangandi fólki.
Þarna er um að ræða unga og
aldna sem eiga erfitt með að
reikna út hraða ökutækisins sem
kemur þjótandi. Þarna þarf úr-
lausnar við og það hið bráðasta,
og beini ég því orðum mínum til
bæjaryfirvalda Hafnarfjarðar.
Sömuleiðis er annað sem brotist
hefur um í huga mínum eins og
margra annarra sem leið hafa
átt um gangbraut, sem er á móts
við Þjóðminjasafnið og Félags-
stofnun stúdenta. Þar eru stað-
sett gangbrautarljós sem loga
svo stutt að aðeins tekst að kom-
ast yfir á umferðareyjuna áður
en þau slokkna.
ÞAD ER
DEGINUM LJÓSARA
að bestu kaupin eru í
J0LLY þegar þú vilt leöur.
5 ára ábyrgð
Útborgun 10.000.-
rest á 6 mánuöum.
BDSB&6N&I0LL1N
BlLDSHÖFOA 20 -110 REYKJAVlK « 91-0119» OQ »1410
MÉR ÞVKIR PW LBTT, PÓRDÍ5
MÍN,ENN^l REK5TRRRFRÆÐIN6
URINN þRRF VÍST W HUND-
SKHMMR ÞI&. HONUM ,
FINNST VÍST W W
JRKIR HLUTUNUM
LRNGTUM OF
R’ÓLEGR