Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Krabbameín önnur algeng- asta dánarorsök íslendinga — sagði Matthías Bjarnason við opnun húss Krabbameinsfélagsins Matthías Bjarnason, heilbrigöisráðherra, flutti ræðu við opnun húss Krabbameinsfé- lagsins í Skógarhlíð sl. föstudag og fer hún hér á eftir: Forseti íslands, góðir gestir. Krabbameinsfélag íslands held- ur hátíð í dag og við samfögnum félaginu yfir þeim stóra áfanga, sem náðst hefur, þegar þetta nýja hús hér í Skógarhlíð 8 er tekið í not. Krabbameinsfélag íslands á sér innan við 30 ára sögu, en á þessum tíma hefur því tekist að marka sér spor í sögu íslenskrar heilbrigðis- þjónustu og vinna sér álit þjóðar- innar og þakklæti eins og stuðn- ingur almennings sýndi, þegar áformin um að koma starfseminni í húsakynni, bar vott um. Forgöngumenn að stofnun Krabbameinsfélaganna höfðu það markmið að stofna félagsskap, sem gæti unnið gegn þeim mikla vágesti, krabbameini, og höfðu þá að sjálfsögðu til hliðsjónar erlend félagasamtök, sem hafa unnið að svipuðum markmiðum. Krabbameinsfélögin eru stofnuð á þeim tíma, þegar veruleg bylting er að verða í allri heilbrigðisþjón- ustu, bæði hér á landi og annars staðar, og þau hafa verið þátttak- endur í þeirri miklu sókn í heil- brigðismálum, sem staðið hefur síðustu áratugi. Krabbameinsfélag íslands hef- ur brotið ísinn á sérstöku sviði heilsuverndarstarfs þar sem um er að ræða sjúkdómaleit, því skipulögð leit að ákveðnum teg- undum krabbameins hefur verið og er eitt aðalverkefni félagsins. Ég held að þeir sem stofnuðu krabbameinsfélögin á sínum tíma hafi gert ráð fyrir því að þau yrðu á hverjum tíma forgönguhópur, sem reyndi fyrir sér um nýjar leiðir í forvarnarstarfi og sjúk- dómaleit, svo ef til vill má segja að starfsemi krabbameinsfélaganna hafi að vissu marki farið út fyrir þann ramma, sem í upphafi var markaður. Þetta er ekki sagt til að gagn- rýna, heldur til að benda á að hin almenna heilsugæsla hefur ekki haft bolmagn til að tileinka sér þá reynslu, sem krabbameinsfélögin hafa öðlast, og því hefur sjúk- dómaleitin enn ekki að marki orð- ið eitt af verkefnum heilsugæsl- unnar, eins og lög um heilbrigðis- þjónustu þó gera ráð fyrir. Með þessum nýju húsakynnum, sem við sjáum hér í dag, skapast enn auknir möguleikar fyrir krabbameinsfélögin til nýrrar starfsemi, en nú er svo komið í íslensku heilbrigðiskerfi, að það vantar sennilega ékki aðstöðu til nýrrar starfsemi, heldur vantar rekstrarfé til þess að reka þá starfsemi, sem við þegar höfum. Fjárfestingin í stofnunum og tækjum er vissulega dýr þáttur, en þó hvergi nærri eins kostnaðar- söm og rekstrarskostnaðurinn frá ári til árs og því er það að full- trúar ríkisvaldsins og fulltrúar rekstraraðilanna verða enn á ný að setjast niður og gera sér grein fyrir því, hvernig rekstrinum verður háttað, hver kostnaðurinn verður og hvernig hann dreifist milli þeirra sem þjónustunnar njóta og opinberra sjóða. Ég geri ráð fyrir að forgöngu- menn að stofnun Krabbameinsfé- lags íslands hafi eygt þá von að búið yrði að ná tökum á krabba- meini innan þriggja áratuga frá stofnun félagsins. Óskir af þessu tagi hafa ekki ræst og enn stönd- um við gagnvart því að krabba- mein er önnur algengasta dánar- orsök íslendinga, sem í sjálfu sér Mælsku- og rök- ræðukeppni fram- haldsskólanna Sérstök framkvæmdanefnd hefur undanfarið undirbúið fyrstu mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskóla sem tekur til landsins alls. Undirbúningur og framkvæmd keppninnar er alfarið í höndum nemendafélaga skólanna og stefnt er að því að keppni þessi verði hér eftir árlegur viðburður. Rétt til þátttöku hafa allir skól- ar sem útskrifa stúdenta. Haft hefur verið samband við þá all- flesta og hafa undirtektir verið jákvæðar. Helgina 5.-7. október er ráð- gerð ráðstefna þar sem tveir full- trúar koma frá hverjum skóla ásamt framkvæmdanefnd til að ráða ráðum sínum, fínpússa og reka endanlegt smiðshögg á undir- búning keppninnar. Samhliða ráðstefnunni verður dómaranám- skeið fyrri verðandi dómara í keppninni og hefur J.C. verið beðið um að leiðbeina dómaraefnum og jafnframt boðið að skipa odda- dómara í hverri keppni, þó dæmt uerði eftir sérstökum reglum Meppninnar. (Frétutiikyniim,) RAÐGJAFINN FARARSUÓRIÞINN í FRUMSKÓGIVAXTA 5FYmU MANfí Ifífí A MVAÐA fíf/TOQ ÞÚ EKjlfí AÐ LEOQJA RAÐGJAFim 5ÉR FUÓTT fíVAÐ ÞÉfí ER EYRIR BE5TU. fíAfífí B/EÐUB ÞÉR MEILT. Inn á hvaða reihning átt þú að leggja? Lagðir þú inn á réttan reiHning í gær7 Hwort hentar þér betur hjá oHHur sparireiHningur með 26% ársávöxtun eða sparisHírteini með 26% ársávöxtun? Wið erum eHHi undrandi þótt þú standir ráðþrota í vaxtamálum. 5purningarnar um ávöxtun fjár hafa aldrei werið eins erfiðar og einmitt nú. Með þwí að spyrja Ráðgjafann í ÚtwegsbanHanum færðu 5wör sem sHýra hwað þér er fyrir bestu. tlann ræður þér heilt. RÁÐQJAFINfí EF TVÍM/ELALAU5T FARAR5TJÓRI ÞINN i WAXTAFNUM5KÓQINUM. tiomdu á einhvern afgreiðslustað ÚtvegsbanHans og spyrðu eftir fíáðgjafanum. ÚTVECSBANKINN J-------»------i- EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.