Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Aflcvemin ... þrír af fímm hvolpum silfurrefsleóu og platínurefs, en eins og sjá má ern hvolparnir annað hvort hreinir silfurrefír eóa platínurefir. Um blöndun er ekki að reða hjá afkvemum silfur- og platínurefs. „Bjartsýnir á íslenska silfurrefarækt“ — Hefur hvolpadauða gætt hjá ykkur í vor í líkingu við það sem gerðist hjá blárefabændum í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu? „Nei, ekki er hægt að segja það. Að vísu gutu tvær læður, í lok gottímans, mjög líflitlum hvolpum sem allir drápust á fyrsta sólar- hring, rétt eins og gerðist hjá blárefum. Það má telja líklegt að þau vanhöld séu af svipuðum ástæðum og hjá nágrönnum okkar, án .þess þó að það verði nokkurn tíma sannað. Enda er slíkt erfitt á meðan að enginn veit ástæðuna fyrir þessum mikla hvolpadauða. Hins vegar fengum við samskonar fóður og aðrir refa- bændur hér og frá sömu fóðurstöð, Melrakka h/f á Sauðárkróki." — Hversu langt er líklegt að líði þar til got silfurrefa á ykkar búi verður sambærilegt við það sem gerist annars staðar á Norður- löndum? „Eiginlega er ómögulegt að segja til um það,“ sagði Jón. „Á silfurrefabúum sem hafa verið starfandi lengi er tala hvolpa mjög breytileg, allt frá tveimur upp í fjóra hvolpa á hverja læðu. Þannig getum við allt eins átt von á að fá 2'A hvolp á læðu á næsta ári, jafnvel tvo og jafnvel enga aukningu í hvolpafjölda. Það er mjög eðlilegt að refirnir séu ekki eins frjósamir hér og annars stað- ar í framhaldi af röskuninni sem varð vegna flutninganna. Þá eru þetta nánast allt dýr á fyrsta ári, auk þess sem að það hefur tölu- verð áhrif á frjósemi dýranna að koma í nýtt hús þar sem refir hafa ekki verið áður. Þá er engin lykt í húsinu. Lyktin skiptir höfuðmáli því að hún hefur örvandi áhrif á hormónastarfsemi refanna og mest á starfsemi kynhormóna. Svipaða sögu er að segja af blá- refum sem komu til landsins með sömu flugvél. Hjá þeim gekk pör- unin mjög illa og trúlega verða þar lítið fleiri hvolpar á hverja læðu en hjá okkur, þrátt fyrir að blárefurinn sé frjósamari. Við gerum okkur hins vegar góðar vonir um að fá fleiri hvolpa eftir læður strax næsta vor, þar sem dýrin verða áfram í sama húsi, auk þess sem læður verða þá að gjóta í annað sinn. Frjósemi árs- gamalla læða er töluvert minni en hjá eldri dýrum." — Geta áhrif ferðarinnar haft varanleg áhrif á dýrin sem hingað voru flutt? „Nei. Dýrin hafa róast frá því að þau komu hingað fyrst, en þá voru þau skiljanlega nokkuð tauga- veikluð. Núna er lyktin komin f húsið og allar aðstæður orðnar eins og þær eiga að vera, þannig að flutningurinn situr ekki eftir i refunum. Dýrin eru farin að þekkja umhverfið hér og fólkið sem umgengst þau, en það skiptir miklu máli. Þó eru það örfá dýr sem eru mjög óróleg og taugaveikluð, jafn- vel árásargjörn. Þeirra bíður ekk- ert annað en dauðinn strax í haust. Þau eru afleit undaneldis- dýr og geta auk þess skemmt út frá sér með því að gera önnur dýr í húsinu óróleg." — Hvenær sleppir sóttkví á bú- inu? „Dýrin eru í 16 mánaða sóttkví, sem lýkur 15. apríl 1985. Um það leyti verður got hins vegar að hefjast og þvi ekki um að ræða að flytja dýrin burt af búinu. Það verður ekki hægt fyrr en búið verður að taka frá alla hvolpa sem fæðast vorið ’85, sem verður í ág- úst sama ár.“ — Hver er þá líkleg tala þeirra dýra sem fara héðan? „Það veltur auðvitað á því hvernig got heppnast á næsta ári. Dýrin sem héðan fara til eigenda í ágúst 1985 yerða þeir hvolpar sem þegar eru komnir og þeirra af- kvæmi. Upprunalegu dýrin, sem komu i desember, fara aldrei af búinu, en hvolpafjöldinn skiptist hlutfallslega jafnt á eigendurna. Bændur á Hofí í Vatnsdal heimsóttir, en þar er starfrækt eina silfurrefabúið á íslandi Á HOFI í Vatnsdal hefur nú verið starfrækt síðan 15. desember sl. eina silfurrefabúið i íslandi. Þann dag komu dýrin flugleiðis frá Noregi og eru þau í 16 mánaða sóttkví. Um er að ræða 56 læður og 13 högna, þar af 2 platínuhögna. Hús og aðstaða er í eigu Hofsbænda, Gísla Pálssonar og Jóns Gíslasonar, en 16 einstakl- ingar víðs vegar af landinu eiga þar dýr, auk heimamanna á Hofi. Um- sjón með dýrunum sl. vetur hafði Hannes Sigurgeirsson, en þann 15. júní sl. tók Jón Gíslason frá Hofí við hirðingu þeirra. Blm. Mbl. átti ný- lega leið um Vatnsdal og ræddi við feðgana á Hofí um silfurrefarækt á íslandi. „Þetta hefur gengið þokkalega enn sem komið er, þannig að við erum bjartsýnir á silfurrefarækt á íslandi," sagði Gísli Pálsson. „í vetur pöruðust 43 læður og þar af gutu 36. Af þeim voru 9 sem ýmist drápu eða misstu alla sína hvolpa. Núna eru lifandi 89 hvolpar undan þeim 27 læðum sem á annað borð komu upp lifandi hvolpum. Af þessum 89 hvolpum eru 45 læður og 44 högnar. Þetta gefur að meðaltali 1,6 hvolp á hverja ásetta læðu, en um 2,5 á hverja gotna læðu. Við telj- um það vel viðunandi miðað við aðstæður, þó að meðalfrjósemi silfurrefa á hinum Norðurlöndun- um sé yfirleitt um 3 hvolpar á hverja ásetta læðu. Frjósemi hjá silfurrefum eru að öllu eðlilegu mun minni en hjá bláref." Myndarlegur platínubvolpur. Synt á Selfossi Morgunblaiið/Snorri Snorrason Nú síðsumars hefur gefið góða sólardaga á sunnan- og vestanverðu landinu. Sundlaugarnar hafa mikið verið stundaðar og æskufólkið lætur forláta rennibraut eins og þá sem sjá má á myndinni ekki ónotaða. Myndin var tekin á Selfossi í síðasta mánuði. Þorskafliim hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur fyrstu 7 mánuði ársins: 51 % minni en á sama tíma í fyrra Heildarsamdrátt- ur í afla tæp 30% FYRSTU 7 mánuði þessa árs hefur þorskafli hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur dregizt saman um 51 % miðað við sama tímabil á síðasta ári. Alls er aflasamdrátturinn hjá HÚR miðað við þetta tímabil 29,9%. Á síðasta iri var hlutur þorsks í afla skipa útgerð- arinnar 16,7% fyrstu 7 mánuði árs- ins en nú var hann 11,9%, Hlutur karfa þetta tímabil í fyrra var 57,7 % en 69,7 % nú. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri BUR, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins, að vegna þess að tvö skipa útgerðarinnar hefðu verið tekin úr rekstri hefði orðið umtalsverður aflasamdráttur auk almenns sam- dráttar í veiðum. Á fyrstu 7 mán- uðum ársins hefði meðalafli á veiðidag verið tæpar 15 lestir, en í fyrra rúmar 16. Skip útgerðarinn- ar hefðu því veitt ágætlega miðað við aðra á þessu svæði. Staðreynd- in væri bara almennt tregfiskirí og mun óhagstæðari aflasamsetn- ing. Vegna þessa hefðu tekjur út- vegsins lækkað ef eitthvað væri en á móti hefði ýmis kostnaður hækkað. Kostnaðarliðir væru einkum þrír: „Kostnaður við að ná í fiskinn, en nú eru of mörg skip að elta of fáa fiska; kostnaður við vinnslu, þar sem eflaust má með ýmsum framleiðniaukandi aðgerð- um bæta sig og ýmis kostnaður, sem fellur á fyrirtæki I þessari at- vinnugrein og gengur til sameig- inlegra þarfa þjóðfélagsins og veit að hinu opinbera. Þegar allir þess- ir kostnaðarliðir eru lagðir saman, eru þeir hærri en tekjurnar. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að annaðhvort verður að auka tekjurnar, en markaðir gefa ekki til kynna, að það sé hægt, eða að lækka kostnaðinn. Með þessu vil ég meðal annars svara launakröf- um Verkamannasambandsins," sagði Brynjólfur Bjarnason. Klausturhólar: Jón Stefáns- son sleginn á 150 þúsund Á uppboði hjá Klausturhólum á mánudagskvöld var málverk eftir Jón Stefánsson selt á 150 þúsund krónur fyrir utan söluskatt. Mál- verk eftir Jóhannes Kjarval seld- ist á 110 þúsund, Þórarin B. Þor- láksson á 110 þúsund og Gunnlaug Blöndal á 100 þúsund. Uppstilling eftir Jón Engilberts seldist á 47 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.