Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Níunda eldgosiö við Kröflu frá 1975 Mjog haföi dregiö úr gosinu sfðdegis í gsr. Þá gaus mest á tveimur stööum, norður f Gjástykki og við Rauöból. Svo sem sjá má er Kröfluvirkjun skammt undan. „Tilkomumikið að sjá eldtungurnar stíga upp“ Rætt við Ásgrím Guðmundsson jarðfræð- ing, sem ásamt fleiri vísindamönnum varð vitni að upphafi gossins og Axel Björnsson „ÞAÐ var tilkomumikil sjón aö sjá eldtungurnar teygja sig mót himni. Hver gígurinn á fstur öönim opnaðist og eldtungurnar risu upp. Eldsum- brotin hófust á tveimur stööum, norður í Gjástykki og í Rauðkolli, sem er í um 3 kflómetra fjarlsgð frá þeim stað þar sem viö vorum. Umbrotasvsöiö fsröist suður á bóginn og rúmri klukkustund eftir að eldsumbrotin hófust var farið að gjósa í Leirhnjúk. Spurningin var hve langt suður eldvirknin teygði sig, hvort virkjun og byggö yröu í hsttu, hvort eldvirknin teygði sig sunnar en í fyrri gosum. Svo gerðist raunar — gossprungan teygði sig nokkur hundruð metrum sunnar í Leirhnjúk en áður hafði gerst, en lét þar staðar numið. Hraun teygði sig til suð-austurs og var nokkur beygur í fólki, því hamfarirnar voru miklar og hraunelfurinn var ógnvekjandi í náttmyrkr- inu. En í birtingu kom í ljós að við höfðum miklað þetta verulega fyrir okkur, sem betur fer,“ sagði Asgrímur Guðmundsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun í samtali við blaðamann á umbrotasvæðinu í gær. Ásgrímur fylgdist með upphafi gossins ásamt tveimur öðrum vís- indamönnum frá Orkustofnun, þeim Benedikt Steingrímssyni, eðlisfræðingi og Guðjóni Guð- mundssyni, landfræðingi. Þegar ljóst var að eldgos var að hefjast fóru þeir upp á hól skammt frá Kröfluvirkjun og urðu vitni að upphafi gossins. Áxel Björnsson, jarðeðlisfræð- ingur vann að kvöldi gossins við að bora og grafa fyrir mælum til þess að mæla hreyfingar á sprungum í Leirhnjúk þegar hann var kallaður til byggða — ekki væri vert að bora mikið þvf kvikan væri á leið upp og borhol- urnar gætu endað í logandi eldsprungum! „Undanfarnar vikur hefur land verið að rísa hægt og rólega og samfara því jókst skjálftavirkni. k r- . MorgunblaðiA/ FriAþjófur Ármann Reynisson I Reynihlíð með línuritið, sm sýnir aðdraganda og upphaf gossins. Þetta hafði gerst áður og því voru menn ekki mjög ugga ndi þar sem 3 ár voru liðin frá síðasta gosi og vonast til að eldsumbrotum væri lokið. Um 20.30 á þriðjudags- kvöldið kom fram landsig á halla- mælum og um leið órói á skjálfta- mælum. Þá var ljóst að umbrota- hrina var í uppsiglingu," sagði Axel Björnsson í samtali við blaðamann. „Gera mátti því skóna að kvikuhlaup væri fremur norðar- lega, í Gjástykki. Um klukkan 23.40 steig vatnsborð í borholum á Kröflusvæðinu og um leið kom fram á mælum svokallaðir lágtíð- niskjálftar, sem verða þegar yfir- borðsjarðlög rifna. Þetta benti ótvírætt til þess að kvika væri að brjótast upp og ljóst var að stutt var í eldgos. Enda kom í Ijós að 10 mínútum síðar — um átta mínút- ur í tólf — byrjaði að gjósa." Axel sagði að gosið hefði hagað sér mjög svipað og fyrri gos. Eld- virkni hefði verið mikil fyrstu klukkustundirnar á samfelldri gossprungu en fljótlega hefði gos- ið einskorðast að mestu við tvo gíga. „Ef gosið hagar sér eins og undangengin gos þá má búast við að eldvirknin einskorðist við einn til tvo staði og geti haldist í nokkra daga. Hins vegar er ómögulegt að spá nokkru um hve lengi," sagði Axel. „Það eina sem er frábrugðið gosinu nú er hve langt hefur liðið milli gosa, eða þrjú ár — svo langur tími að menn voru farnir að gera því skóna að Kröflueldum væri jafn- vel lokið,“ sagði Axel Björnsson. „Gosið í upphafi ákafara en fyrri Kröflugos“ — Rætt við Guðmund Sigvaldason, forstöðu- mann Norrænu eld- fjallastöðvarinnar „VIÐ vorum á leið norður í flug- vél, vorum skammt frá Akureyri, þegar bjarminn kviknaði; fyrst stigu eldtungur upp úr einum gíg og skömmu síðar öðrum. Það var tilkomumikil sjón og þegar við komum yfir svæðið gaus úr tveim- ur gígaröðum en þær uxu saman og teygðu sig til beggja enda — suðurs og norðurs,** sagði Guð- mundur Sigvaldason, forstöðu- maður norrænu eldfjallastöðv- arinnar þegar blaðamaður ræddi við hann í Reynihlíð í gærmorgun. Ármann Reynisson hafði samband við Guðmund úr Reynihlíð og tjáði honum að land sigi hratt og skjálftavirkni væri mikil. Guð- mundur fór ásamt félögum sínum á rannsóknarstofur eldfjallastöðv- arinnar í Háskóla íslands til þess að athuga mælitæki þar. „Það var ótvírætt mikill hamagangur fyrir norðan og því fórum við í loftið,“ sagði Guðmundur. * „Gosið fyrstu tvo til þrjá tím- ana var ákafara en fyrri gos. Þegar leið á nóttina dró nokkuð ört úr kraftinum. Aðdragandi gossins nú er ólíkur fyrri gosum. Þrjú ár voru liðin frá síðasta gosi. Eftir síðasta gos reis land hratt og náði fyrri stöðu en síð- an hafði lítið í raun gerst. Þrýst- ingur hafði aukist af og til og í kjölfarið fylgdu skjálftahrinur, en vægar og fólk varð lítið vart við þær. Þetta hafði gerst þris- var, fjórum sinnum og við veitt- um því ekki sérstaka eftirtekt. Menn voru að vona að Kröflu- eldum væri lokið, án þess þó að geta nokkuð um það fullyrt. Menn höfðu Mývatnselda í huga, sem stóðu frá 1724 til 1729. Kröflueldar hófust sem kunnugt er í desember 1975 og síðasta gos — fram að þessu var 1981. Hafandi þetta í huga vonuðust menn til að eldvirkni væri lokið. Þetta gos setur strik í reikn- inginn, því er ekki að neita. Við verðum að setjast niður á nýjan leik, meta stöðuna, þá á ég eink- um við öryggisráðstafanir á svæðinu og þróa áfram kerfi til þess að fylgjast með svæðinu," sagði Guðmundur Sigvaldason. „Vona að þetta sé síðasta gosið“ — segir Arnaldur Bjarnason sveitarstjóri í Mývatnssveit Reykjablíð, 5. september. Frá Helga Bjarna- syni, blaðamanni Morgunblaðsins. „Um klukkan 21 í gærkvöldi fengum við tilkynningu frá mæla- vaktmanninum í Reykjahlíð um að gjósa myndi eftir klukkutíma. Við vorum mætt hingað í stjórnstöð Al- mannavarna 19 mínútur yfir og Al- mannavarnarnefndin að mestu um kl. 21.30. Fyrstu viðbrögð okkar voru þau að láta lögreglu, Almanna- varnir ríkisins í Reykjavík og jarð- vísindamenn í Reykjavík, vita,“ sagði Arnaldur Bjarnason sveita- stjóri í Mývatnssveit og varaformað- ur Almannavarnanefndar sveitar- innar í samtali við blaðamann í dag, þegar hann var spurður hvernig gos- ið hefði borið að. Sagði hann að þær þrjár rann- sóknastofnanir sem einhverja starfsemi hefðu á Kröflusvæðinu, hefðu verið látnar vita, því áríð- andi hefði verið fyrir nefndina að fá sem fyrst vitneskju um hvað væri að gerast. Sagði hann að fólk í Reykjahlíð og Vogum hefði verið varað við um kl. 22.20 með sjálf- virku viðvörunarkerfi sem tengt er við símana í sveitinni. „Síðan var ekki annað að gera en að bíða og sjá hver framvindan yrði,“ sagði Arnaldur. „Um kl. 23.45 fóru að koma fram lágtíðniskjálftar sem bentu til að kvikan væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aðeins um mínútu síðar sáum við bjarmann norðurfrá, og vissum þá að gosið væri hafið. Eftir það fylgdumst við með þróun gossins, en það gát- um við gert mjög vel strax vegna þess að ómar Ragnarsson frétta- maður var á flugvél sinni hér rétt vestan við svæðið þegar gosið hófst. Við fylgdumst þannig með framvindunni til kl. 3 í nótt,“ sagði Arnaldur. — Hvernig varð ykkur við, þeg- ar gosið hófst? „í fyrstu var dálitill kvíði í okkur þegar við fréttum af gosi í Leirhnjúk sjálfum og hraun- straumunum sem runnu í austur og vestur frá honum. Þeir stöðv- uðust síðan á trjávegg en ef gosið hefði staðið lengi, hefði getað skapast hætta við Kröfluvirkjun og jafnvel hvar sem er hér í byggðinni. Það var okkur því mik- ill léttir að strax í upphafi stefndi í kvikuhlaup eða eldgos. Einkenn- in voru augljós og hægt að sjá að eldvirknin var að færast norður á bóginn. Þetta gerði öll viðbrögð Almannavarnanefndarinnar auð- veldari og markvissari." — Hvernig reyndist við- búnaður ykkar og er hann nægj- anlegur? „Maður hefur haft áhyggjur af því að viðbúnaðurinn væri orðinn ryðgaður, því langt er síðan hann hefur verið notaður. Þetta gekk hins vegar eins og vel smurð vél. Kerfið reyndist vel og er í lagi, að minnsta kosti ef ekki gerast vá- legri atburðir. Ég tel að þessi viðbúnaður sé nægjanlegur enda hefur þurft að grípa til hans nokkrum sinnum áður.“ — Hvernig taka íbúarnir hér svona atburðum? „Maður veit það varla enn, ég held þó að flestir hafi gert ráð fyrir að eldsumbrotunum hér væri lokið. Þetta kom því nokkuð á óvart og olli vonbrigðum. Ég held þó að þetta hafi engin áhrif á fólkið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ísland er eld- fjallaland og fólk býr alls staðar við einhverja óvissu og hættu. Þetta svæði okkar er líka orðið býsna eldrunnið. Við sjáum til dæmis hraun frá fjórum mismun- andi eldstöðvum hér út um glugg- an. Við vonum bara að þetta sé síðasta gosið.“ Aðspurður um tjón af völdum gossins, sagði Arnaldur að það væri ekki enn fullkannað en bjóst við að eitthvað af því sauðfé sem þarna var hafi farist og skemmdir hefðu orðið á vegum og troðning- um um þetta svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.