Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Skíðaskáli í Oddsskarði EskifirAi, 3. september. Allt sorp vigtað ALLIR sorpbflar í Reykjavík eru vigtaðir fjónim sinnum á ári í hálfan mánuð í senn. Þetta er gert til þess að finna út hve mikið magn af sorpi kemur á öskuhaug- ana dag hvern. í síðustu viku var allt sorp vigtað, bæði úr sorpbílunum og einnig það sem kom með öðrum hætti. Þetta er liður í athugun á því hvað eigi að gera í þessum málum í framtíðinni. Að sögn Hilmars Magnússon- ar hjá hreinsunardeild Reykja- víkurborgar vinna nú öll sveit- arfélögin á suðvesturhorninu að því að finna framtíðarlausn á þessum málum. Nú er allt sorp urðað í Gufunesi, en verið er að athuga hvort sá háttur verði hafður á áfram eða hvort sorp- inu verði brennt. Þessi athugun er enn á frumstigi. ÞOTT sumar sé og menn hafi ekki hugann við skíðaíþróttina er samt verið að undirbúa og bæta aðstöðu skíðafólks í skíðalandinu í Odds- skarði, sem er sameiginleg eign Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. í sumar hefur staðið yfir bygging skiðaskála á svæðinu, hið myndarlegasta hús, sem nú er komið undir þak. Skál- inn gerbreytir allri aðstöðu í skíðalandinu því menn hafa ekki haft neitt afdrep þar. Vonandi verður skálinn tilbúinn fyrir veturinn. Meðfylgjandi myndir eru af hinum nýja skíða- skála. Hann stendur á góðum stað með fögru útsýni, bæði yfir skíða- brekkurnar og yfir í firðina. Ævar. Mál Arkitektafélagsins gegn félagsmálaráðherra: „Vísum röksemdum arki- tektanna alfarið á bugu — segir Ingi G. Þórðarson, formaður Byggingafræðingafélagsins VEGNA fréttar í Morgunblað- inu í gær, varðandi mál Arki- tektafélags íslands gegn Alex- ander Stefánssyni félagsmála- ráðherra og þremur bygginga- fræðingum, hefur Bygginga- fræðingafélag íslands óskað að koma á framfæri sjónarmiði byggingarfræðinga í þessu máli. Málavextir eru þeir að ár- ið 1983 veitti félagsmálaráð- herra Inga Gunnari Þórðarsyni, Sigurði Hallgrímssyni og Sig- urði Jónssyni byggingafræðing- um löggildingu til að gera aðal- uppdrætti að byggingum. Arki- tektar telja að löggildingin sé ólögmæt efnislega og ennfrem- ur séu í henni formgallar. Því hafa þeir höfðað mál og krafist þess að byggingafræðingarnir missi réttindi sín til að gera að- aluppdrætti. Ingi Gunnar Þórðarson, for- maður Byggingafræðingafélags- ins, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær, að byggingafræðingar hefðu mótmælt vinnureglum Skipulagsstjórnar ríkisins á sín- um tíma, en arkitektar byggja málsóknina að hluta til á þeim reglum. „Við höfum þær upplýs- ingar frá félagsmálaráðuneytinu að þessar reglur hafi aldrei verið samþykktar þar,“ sagði Ingi Gunnar. „Þetta eru vinnureglur sem ekki hafa hlotið samþykki nema innan Skipulagsstjórnar, en þessir menn hafa engan rétt til að raða mönnum niður á bása og ákveða verksvið þeirra. Við vísum þessum rökum arkitektanna því alfarið á bug. Hluti sóknar arkitekta byggir á meintum formgalla löggildingar- innar, þar sem félagsmálaráð- herra hafi ekki leitað álits Arki- tektafélagsins. í byggingalögum er kveðið á um að leitað skuli álits viðkomandi stéttarfélags, sem arkitektar vilja meina að sé Arki- tektafélagið. Venjan hefur aftur á móti verið sú að álits hefur verið leitað hjá því stéttarfélagi sem viðkomandi hefur verið í, í þessum tilfellum hjá Byggingafræðingafé- lagi íslands. Þess er meðal annars krafist í byggingareglugerð að þeir sem sækja um rétt til að undirrita teikningar og leggja þær fyrir bygginganefndir til samþykktar, hafi tveggja ára starfsreynslu hjá löggiltum aðilum áður en þeim er veitt slík löggilding. Þetta á við um arkitekta, byggingafræðinga, byggingatæknifræðinga og verk- fræðinga," sagði Ingi Gunnar Þórðarson að lokum. Lögmaður byggingafræð- inganna í þessum málum er Jón Steinar Gunnlaugsson, en lögmað- ur arkitekta er Hjalti Steinþórs- son. Mál þessi voru þingfest í bæj- arþingingu í Reykjavík í gær. Japanskar fyrirmyndir — eftir Gunnar H. Guðmundsson Á undanförnum árum hafa jap- anskar vörur unnið sér sess á vest- rænum mörkuðum. Áður voru þær taldar lélegar eftirlíkingar en á fáum áratugum hefur þetta snúist við og nú þykja þær oft betri og jafnframt ódýrari en vörur sem gera sama gagn en eru framleidd- ar á Vesturlöndum. í ýmsum greinum, t.d. í bílaiðnaði, hafa vestrænir framleiðendur lent í erfiðleikum vegna samkeppninn- ar. í stöku tilfellum eru fá fyrir- tæki eftir til að keppa við jap- anska framleiðendur eins og t.d. hvað varðar myndsegulbandstæki og mótorhjól. Fyrstu viðbrögð Vesturlanda- búa voru að leita afsakana. Japan- ir voru taldir vinnusamari en að- rir, þeir bjuggu við ógurlegan aga, ríkisstyrkir áttu að vera ástæðan fyrir samkeppnishæfninni og þar fram eftir götunum. Eftir því sem árin hafa liðið hefur komið betur í ljós, að ekkert af þessu fékk stað- ist. Engar afsakanir dugðu. Lausnin lá að verulegu leyti í betri stjórnun en gerist á Vesturlönd- um. Galdurinn er geta fyrirtækj- anna til að taka við nýjungum og þróa þær, að breyta og bæta. Á ýmsum sviðum stjórnunar hafa japönsk fyrirtæki verið að taka upp sömu aðferðir og vest- ræn fyrirtæki á svipuðum tíma. Hins vegar eru aðferðirnar ekki teknar upp án mjög náinnar at- hugunar og aðlögunar. Hvort sem um er að ræða markmiðastjórnun, hugmyndabanka eða núllgallaher- ferðir voru aðferðirnar endur- bættar og skila betri árangri en gengur og gerist á Vesturlöndum. Niðurstaðan er betri en fyrir- myndin. Þetta er sérstaklega áberandi hvað varðar eftirtalin atriði: f markaðsmálum og stefnumót- un hafa þeir byggt á þvl sem aðrir kunnu og bætt við japanskri her- stjórnarhefð. Á mörgum sviðum hafa þeir skapað nýjar neysluvör- ur og ný markaðstækifæri þar sem aðrir sáu engin. í gæðamálum hafa Japanir heimsforystu hvað varðar fram- leiðslugæði. Þeim hefur tekist að koma á núllgallastjórnun og þann- ig fækkað göllum f einn þúsund- asta af því sem áður var og mörg vestræn fyrirtæki sætta sig við. f stjórnun framleiðslu hafa Jap- anir komið á kerfum sem eiga hvergi sinn líka. Þeir framleiða beint til notkunar eða Just in time“ eins og það heitir á ensku. Þar er byggt á ýmsum aðferðum sem áður voru þekktar að verulegu leyti, en þeir hafa bætt við, sam- hæft og endurbætt. Allt byggist þetta á því ein- stæða samstarfi sem á sér staö í japönskum fyrirtækjum. Starfs- menn fá kennslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að taka þátt í að bæta fyrirtækið. Síðan eru þeir þátttakendur i umbótum og nýj- ungum. Mikil umræða fer einnig fram um stefnumótun innan hvers fyrirtækis og mikil áhersla lögð á aö starfsmenn skilji þá stefnu sem unnið er eftir og jafnvel leggi sitt af mörkum við mótun hennar. Upplýsingamiðlun og fræðsla er mjög mikil. Samskiptaleiðum er haldið opnum gegnum hugmynda- banka, gæðahringa, verkefnishópa og upplýsingafundi. Með því að auka samskiptin og byggja upp þekkingu. starfsmanna hafa Jap- anir verið að reyna að lækna það sem þeir kalla velferðarsjúkdóm- inn. Hann lýsir sér í kæruleysi og áhugaleysi starfsmanna og firr- ingu sem fór að bera á þegar hörmungar eftirstríðsáranna voru yfirstignar og meiri velmegun varð almenn. Auðvitað eiga japanskt þjóðfé- lag og japönsk fyrirtæki sínar dökku hliðar og menn verða að þekkja þær líka til að varast þær. Stórþjóðir og stórborgir eiga allt- af slíkar hliðar. Japanskt þjóðlíf er alls ekki til fyrirmyndar að öllu leyti. Eins og venjulega verða menn að velja og hafna þegar leit- að er fyrirmynda. Aðferðir Japana eiga við á ís- landi. Vel menntuð og víðlesin þjóð eins og íslendingar ætti að búa yfir kröftum til að taka við nýjungum og tækni og aðlaga að íslenskum aðstæðum. öll sam- Vandi vestrænna i sljómendavið að! nytasérjapanskar sqómunaraðferðir HÁDEGISFYRIRLESTUR Prófessor Naoto Sasaki frá Sophia University, Tokyo heldur fyrirlestur þriðjudaginn 11. septeinber, er nefnist „Vandi vestrænna stjómenda við að nýta sér japanskar stjórnunaraðferðir“. Fyrirlesturinn fer fram í Kristalssal Hótels Loftleiða og hefst kl. 12:00 með hádegisverði. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 AsmÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS líSSJi,”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.