Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 ^Vericí mjög \/a.rlcö\ro.r frá, þegar þér imÁtið þer\f\an kjól. er mjög gömul b^ggirvg." ^ísí er ... ... að lofa honum aö borða tertuna. TM R«o U.S. Pat. Off — ail rights reserved • 1979 Los Angetee Times Syndicate Til Hong Kong í fragt og utaná- skriftin? Með morgunkaffinu Jæja, þú hefur verið að hlera rétt einu sinni. HÖGNI HREKKVÍSI Úðum ekki garða Kæri Vclvakandi. Mér þykir timi til kominn að einhver færi Hafliða Jónssyni garðyrkjustjóra og félögum hans þakkir fyrir að hafa tekið forystu í því mikla vandræðamáli sem garðaúðunin var síðustu ár. Þann- ig var málum komið að hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu keppt- ust menn allt sumarið við að úða margskonar eitri á plöntur í þeirri veiku von að hægt yrði að útrýma skordýrum, sem virtust vera að bera þær ofurliði. Svo var komið í fyrra að ég hafði keypt tvær mis- munandi eiturtegundir, úðað sam- kvæmt örletursleiðbeiningum á dönsku, í allt fimm sinnum. Allt án árangurs. Þá var mælirinn full- ur hjá mér. Ég sagði við sjálfan mig: „Ég er ekki að rækta nytja- skóg, mér sýnast tré í þeim görð- um sem hirðuleysi ríkir hér í inn- bænum þrífast dável. Nú hætti ég að úða. Ef trén ekki lifa þetta af, fæ ég mér nýjar plöntur og reyni þar til garðurinn er ónæmur." Hafliði og félagar virðast hafa haft næmi til að skynja að hér hafi fjöldi manna verið sama sinn- is. Þeir tóku sig saman og gáfu út leiðbeiningar þar sem fólki var leiðbeint svo hægt væri að af- leggja eitrun hér á höfuðborgar- svæðinu. Þetta var einstakt atriði, saga til næsta bæjar í borgarlífinu því í vor kviknaði af þessu al- mannahreyfing þar sem svo til engir úðuðu garða sína. Nema kannski einstaka sendiráð, sem ekkert fylgdist með hvað var að gerast, og svo, „mærkeligt nokk“, kirkjugarðarnir. Þessi hreyfing var svo sterk að garðyrkjumenn hreyfðu sig ekki með úðasprautur, þeir lögðu tank- bílum. Stórmiklir efnahagsmunir viku fyrir hreyfingu fólksins. En þeir sátu ekki auðum höndum. Skrúðgarðafræðingar, garðyrkju- fræðingar, ráðunautar á öll um sviðum, sjúkdómafræðingaplönt- urnar eða hvað sem þeir nú ann- ars heita komu saman og hófu að gera hróp að Hafliða og félögum. Almenningur lét þetta ekki hafa áhrif á sig og lét ósprautað. Nú þegar haustar má sjá að gróður í borginni er ekki lakari en áður, fuglarnir leika við hvern sinn fingur. Þeir hafa náð sáttum við mannfólkið. Hafðu þökk fyrir Hafliði. Þetta er glæsilegur punktur í 40 ára garðræktarferli þínum. En látið ekki deigan síga. Næsta vor verður enn gerð tilraun til að hefja eiturúðun. Þá er ykkar enn þörf því á þessu sviði er al- menningur áhugasamur og metur gerðir ykkar. En varla er annars staðar forystu að vænta. Til hamingju Reykvíkingar. Jónas Hjartarson Mannréttindi gleymast umræðum um fjölmiðla í Kæri Velvakandi. Ég get ekki sagt annað en að mér hafði brugðið ónotalega þegar upphófust umræður um fjölmiðl- ana og dómstólana. Sumir tóku málið svo óstinnt upp að mér varð hugsað. Skyldu þeir sem snúast svo harkalega til varnar fyrir eig- in málstað vera næmir á þau ótal- mörgu smáatriði sem í samfé- laginu mynda eina heild sem kall- ast mannréttindi. Mér verður ætíð minnisstætt þegar Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari hélt erindi um mannréttindi í hljóðvarpi fyrir mörgum árum, ungur lögfræðing- ur. Þá varð mér ljóst og hefur ætíð síðan verið hugfast, hve mikilvægt er við alla lagasetningu að haft sé í huga mikilvægi grundvallar lýð- réttinda og friðhelgi einstaklings- ins. Ýmis atriði sem teljast til und- irstöðu lýðréttinda eru svo sann- arlega sameiginlegt áhugamál bæði blaðamanna og almennings. Þar má sérstaklega nefna prent- frelsisrétt en hluti af þeim rétti er skylda yfirvalda til að láta í té upplýsingar sem þau búa yfir. Skyldum öllum fylgja réttindi og réttindum skyldur ef vel á að vera. Rétti blaðanna til að koma upplýsingum á framfæri fylgir skylda að gera það með nærfærni þegar það varðar persónulega hagsmuni, einkalíf manna. Það liggur í augum uppi að nauðsynlegt er að setja einhverjar reglur um mörk milli þess þar sem trúnaðar ber að gæta og hins sem opinbert er. Freistingar hljóta að vera margar. Það verður að teljast mikilsvert fyrir blaðamannastétt- ina sem heild að þessi atriði séu skýr. Blöðum fjölgar um allt land Skapta sjálfsala svarað Kæri Velvakandi: Fyrir nokkru birtist í dálkum þínum grein frá persónu sem kall- ar sig „Skapti sjálfsali". Vil ég hér með taka undir hans orð, en þá sérstaklega hvað varðar sölu miða í almenningsfarartæki. Ég vil kalla það seinagang hjá þeim aðil- um sem standa að rekstri stræt- isvagna að ekki skuli hafa verið teknir upp betri þjónustuhættir. Þar á ég við þá aðferð sem víða erlendis tíðkast að fólk geti keypt kort sem gildi í mörg skipti og stimpli þau sjálft í viðurvist vagn- stjóra. Þetta gæti flýtt fyrir af- greiðslu fólks og komið í veg fyrir allt umstangið sem fylgir miða- menningunni. Ekki eru miðar úr sjálfsölum það eina sem betur mætti fara. Einnig er brýnt að gefa út mánaðar- eða vikukort sem fólk gæti notað takmarkað eða ótakmarkað. Þá væri hægt að gefa út afsláttarkort fyrir fólk sem ekki hefur yfir miklum fjár- munum að ráða svo sem skólafólk á öllum aldri. Ef þetta fengist fram væri mun ánægjulegra að nota strætisvagna á ferðum sínum um bæinn. Einar og þar af leiðandi aukin hætta ef úrskurður um vafaatriði er að fullu og öllu í hóndum einstakra blaðamanna. Mikilvægi lagasetningar á þessu sviði hlýtur að vera mikilvægt vegna framtíðarinnar, og skiptir þá iitlu máli hvað gerðist í fortíð- inni. Okkur má öllum ljóst vera að með því að setja reglur núna erum við að girða fyrir öfugþróun t.a.m. ef hér yrðu breytingar á opinberri réttarvitund. Það hefur þó vakið mesta at- hygli mína í þeim orðaskiptum sem áttu sér stað á sunnudaginn í Mbl. þegar þingmaður sem hefur verið málsvari þeirrar stefnu að ríkisvaldið skuli setja almennar reglur til þess að þurfa ekki að grípa fram í við einstök tækifæri gerir sér ekki grein fyrir megin- reglum réttarfarsins. Alþingi (þar á meðal þingmaðurinn) setur lög og dómstólar dæma skv. þessum lögum. Þingmenn mega ekki ganga í þá gildru að veitast að dómstólum fyrir túlkun þeirra á lögunum. Þeir þurfa að kynna sér dómana, og ef ástæða er til, gera breytingar á lögunum í réttiætis- átt. Þarna er munur á löggjafar- valdi og dómsvaldi. Ef löggjafar- valdið ætlar að veitast að dóms- valdinu þá er það enn einu sinni komið út á hálan ís, hvort sem það er út af Spegilsmálinu eða ein- hverju öðru. Fyrir alla muni bið ég ykkur: Ræðið þið mannréttindi án þess að gerast persónulegir, pólitískir eða hagsmunasinnar. Jón Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.