Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 37 Einbeitingín leynir sér ekki á svip þessara hnáta sem bér sjást leysa eina af þrautunum í kassabílarallýinu. Þessir strákar tóku þátt í keppni í kajakróðri og fylgdust áhorfendur spenntir með eins og sjá má á myndinni. Vertu samferða í sumar. Síminn er 26900 FERDOSKRIFSmaN ÚRVOL Ein Úrvalsferð til Parísar er ennþá ófarin: 19. september. Þetta er sannkölluð lúxusferð og aðeins boðið það allra besta. Flogið er til Luxemborgar, ekið rakleitt til Parísar í úrvalsgóðum langferðabíl og gist 7 nætur á lúxushótelinu Lutetia Concorde. Fararstjóri er Jóhanna Tómasdóttir, margreyndur stjórnandi Parísarferða og starfsmaður utanríkisþjónustunnar í borginni. Auk skoðunarferða um borgina og Versali skipuleggur Jóhanna ferðir hvert sem farþegana lystir, svo sem á kaffihúsin frægu á Boulevard Montparnasse, í veitingastaðinn á 56. hæð /'Tour Montparnasse, á Rauðu mylluna eða /'Crasy Horse. Jóhanna eröllum hnútum kunnug ÍParfsarborg. Það ersama hvort þú hefur áhuga á að líta á útsölurnar í stóru vöruhúsunum Gallery Lafayette eða Forum, kanna það nýjasta hjá tískukóngunum við rue Faubourg St Honoré, snæða kvöldverðinn í fljótandi veitingahúsi á Signu, skoða impressionistasafnið Jeu de Paume, líta á Monu Lisu /'Louvre, grafhvelfingu Napóleons / Invalidunum, fara ímessu / Notre-Dame eða borða ostrurá Brasseri Flo, — Jóhanna mun greiða götuna. Verð kr. 19.500,- ítvfbýli. Innifalið erflug, akstur, morgunveröur og gisting á lúxushóteli með öllu sem því tilheyrir, skoöunarferðir um París og Versali og fararstjórn. Reykjavíkurmót barnanna: Margt til gamans SÍÐASTLIÐINN sunnudag var haldið Reykjavíkurmót barnannna í Hljómskála- garðinum og var það skátafé- lagið Árbúar í Árbæjar- hverfi sem hafði veg og vanda af því. Blíðskaparveð- ur var á mótsdaginn og voru gestir um tíu þúsund, að sögn Benjamíns Axels Árnasonar, framkvæmdastjóra mótsins. Um 1270 manns tóku þátt í fimmtar- og tugþrautar- keppni. Þá var keppt í í tíu íþróttagreinum, s.s. kassa- bílarallíi, snú-snú, sprett- hlaupi, reiðhjólakvartmílu og kajakróðri á Tjörninni og voru þátttakendur um 660. Karatefélag Reykjavíkur, Þjóðdansafélagið, Glímu- deild KR, Júdódeild Ár- manns og Félag farstöðva- eigenda á íslandi voru með margvíslegar sýningar og hópur frá Djasssporinu Hverfisgötu dansaði ballet. Söng- og skemnitidagskrá var í gangi allan mótstímann og kenndi þar ýmissa grasa. Gísli Guðmundsson 12 ára söng lög af barnaplötunni „Óli prik“ og Sverrir Guð- jónsson, Páll Sveinbjörnsson, Jónas Þórisson og fjöldi ann- arra krakka sungu lög af plötunni „og það varst þú“. Bergþóra Árnadóttir söng og skemmti ásamt ýmsum furðuskepnum úr ævintýrinu „Frá Nykurtjörn" og skrykkbræðurnir bandarísku „New York City Street Brothers" birtust óvænt og sýndu ýmsar skrykklistir fyrir áhorfendur. Síðari hluta dags voru haldnir tæplega þriggja klukkustunda langir rokk- tónleikar þar sem fram kom fjöldi íslenskra hljómsveita s.s. Bubbi Morthens og Das Kapital. Skemmtidagskrá Reykjavíkurmóts barnanna lauk kl. 16.30 en þá hófst verðlaunaafhending og Reykjavíkurmeistarar voru krýndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.