Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 29 John Turner í kosningabaráttunni. Einstakur hrakfailabálkur. klappa henni á rassinn? John Turner er lögfræöingur að mennt. kominn af efnuðu fólki og varð fyrst kunnur i Kanada á sjötta áratugnum þegar blöðin birtu af honum myndir þar sem hann var að dansa við Margréti Bretaprinsessu. Hann var fjármálaráðherra um tíma í stjórn Trudeaus en þeim samdi ekki og hann sagði af sér árið 1975. Einstakur mælskumaður Brian Mulroney er að mörgu leyti ólíkur Turner. Hann er ekki fæddur með silfurskeið í munninum eins og hann lagði mikla áherslu á í kosn- ingabaráttunni, heldur eitt af sex börnum fátæks rafvirkja í af- skekktu þorpi í Quebec og varð fljótt að fara að vinna fyrir sér sjálfur. Hann er lögfræðingur eins og Turner en hins vegar er forsæt- isráðherraembættið fyrsta opin- bera embættið, sem hann er kosinn til. Brian Muironey er mælskumaður með afbrigðum og hann gekk til kosningabaráttunnar eins og þar væri um hans höfuðlausn að ræða. Hann var stöðugt á ferðinni um landið þvert og endiiangt og segja sumir, að sú borg sé ekki til, ekki sá bær, skóli, félagsheimili, samkoma eða hús, sem hann hafi látið fram hjá sér fara. Hann talaði við verka- menn og sjómenn sem jafningja og hellti sjálfur upp á könnuna á með- an hann sagði frá stefnumálum íhaldsflokksins. Hann mætti fyrst- ur á fundina og fór síðastur. Ekki róttæk stefnubreyting? Mulroney gekk til kosninganna með það að einkunnarorðum, að ef íhaldsflokkurinn kæmist til valda yrði stjórnarstefnunni gjörbreytt. Nú hefur hann fengið tækifæri til að efna það loforð sitt en þeir, sem vel þekkja til, sjá ekki fyrir sér um- talsverða breytingu til hægri. Frá því hann varð formaður íhalds- flokksins á fyrra ári hefur hann raunar þokað ýmsum stefnumáium hans til vinstri og í kosningabarátt- unni hét hann að lögleiða ákveðinn lágmarksskatt fyrir hina efnameiri samtímis þvf sem hann ætlaði að standa vörð um félagsmálakerfið og jafnvel að auka það. 1 þessum efn- um eru margir samflokksmenn hans á öðru máli og það á eftir að koma I ljós hvernig honum gengur að hafa taumhald á þeim. Í utanríkis- og varnarmálum er aftur á móti lftill ágreiningur um stefnuna I íhaldsflokknum. Mulron- ey vill efla kanadíska herinn og varnir vestrænna þjóða, endur- skoða mjög umdeilda orkumála- stefnu Trudeaus og gera erlendum fyrirtækjum auðveldara um vik með að fjárfesta í Kanada. Kanada- menn hafa lengið verið á varðbergi gagnvart nágranna sfnum f suðri, Bandaríkjamönnum, en um Mul- roney er sagt, að með honum hafi þeir loksins eignast einlægan sam- herja. Þá Reagan mun því lfklega greina á um fátt nema eitt: súru rigninguna. Mengunarvarnir eru Brian Mulroney mikið hjartans mál og hann hefur heitið þvf, að hvað sem líði góðum grannskap muni verða látið sverfa til stáls um það mál. (Heimildir: Times, News- week, Time, The Economist, AP.) Treholt áfram í (M6, S. september. AP. DÓMSTÓLL f Osló framlengdi í dag um átta vikur gæsluvarðhaldsvist Arne TreholLs, fyrrum starfsmanns norska utanríkisráðuneytisins, sem sakaður er um njósnir í þágu Sovétríkjanna. Óskað hafði verið eftir 12 vikna fram- lengingu. Hins vegar úrskurðaði dómstóll- inn aö dregið skyldi úr einangrun Treholts og að héðan i frá skyldi hann fá að lesa norsk blöð og tíma- rit, horfa á sjónvarp og hlýða á út- varp, jafnvel þótt þar sé fjallað um mál hans. Bréf, sem honum berast í fangels- ið í Drammen, verða þó enn um sinn skoðuð af lögreglu og heimsóknir til hans verða áfram bannaðar. Þegar gæsluvarðhaldsvist Tre- holts var framlengd um 12 vikur 19. verður gæslu júní sl. var honum leyft að lesa út- lend blöð og tímarit um efnahags- mál og hlusta takmarkað á útvarp. Oslóarblöðin Aftenposten og Dagbladet skýrðu bæði frá því í dag að Treholt hefði við yfirheyrslur viðurkennt að hafa átt leynilega fundi með útsendurum KGB og leyniþjónustu Iraks, þar sem hann hafi afhent leynileg skjöl norska ríkisins. Bæði blöðin segjast hafa það eftir heimildarmönnum sinum að Treholt stæði -fast á þeirri full- yrðingu sinni að hann teldi athæfi sitt ekki hafa skaðað norska öryggishagsmuni og að hann væri aðeins sekur um yfirsjón f starfi hjá hinu opinbera. Enn hafa yfirvöld engar vísbend- ingar gefið um hvenær réttarhöld yfir Arne Treholt hefjast. Mótmæli vegna heim- sóknar Chun til Japan Tókýó, 4. september. AP. MIKLAR óeirðir urðu bæði í Seoul í S-Kóreu og Tókýó ( dag, þegar háskólanemar og fleiri hópuðust sam- an til að mótmæla fyrirhugaðri heim- sókn forseta S-Kóreu, Chun Doo- Hwan til Japan. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar fyrir heimsókn Chun og er áætlað að rösklega 3 milljónum Bandarfkjadala verði varið i örygg- isgæslu meðan á þriggja daga heim- sókn forsetans stendur. Ræðismaður Japan í Suður- Kóreu, Tozhikazu Maeda, sagði á fundi með fréttamönnum að mót- mæli þar væru fremur takmörkuð, þar sem flestir íbúanna litu á heim- sókn forsetans til Japan sem upphaf á bættri sambúð ríkjanna. Hins veg- ar lita andstæðingar Chun á ferðina sem tilraun til að koma á hernað- arsamkomulagi milli S-Kóreu, Jap- an og Bandarikjanna. Því hafa jap- önsk yfirvöld þverneitað. Um 500 háskólanemendur áttu í átökum við lögregluna í Seoul sem beitti táragasi á nemana. Fleiri höfðu ætlað sér að taka þátt f mót- mælaaðgerðunum, en lögrelgan kom f veg fyrir að stærri hópur safnaðist saman, með þvf að setja upp vegar- tálma. I Tókýó söfnuðust um 1.300 manns saman f skemmtigarði til að mótmæla heimsókninni. Flest var fólkið af japönsku eða kóresku bergi brotið og fylgir N-Kóreu að málum. Chun Doo-Hwan fer til Japan á fimmtudag og stendur heimsóknin í þrjá daga. Konstantin Chemenko: Kom fram opinberlega eftir átta vikna hlé MwkTU, 5. Meplember. AP. Konstantin U. Chernenko, leið- togi Sovétríkjanna, kom fram opinberlega í dag, í fyrsta skipti í átta vikur. Tilefnið var að heiðra þrjá geimfara sem tóku þátt í Soy- us T-12 áætluninni og í ræðu sinni notaði hann tækifærið til að gagn- rýna hervæðingu í geimnum. Sá orðrómur var lengi á kreiki að Chernenko gengi ekki heill til skógar, þar sem hann hafði ekki sést opinberlega í nær tvo mán- uði. Þegar hann kom til Kremlin-hallarinnar í dag, gekk hann hægt en örugglega og hélt ræðublöðum sínum rétt við and- litið. Hann flutti síðan ræðuna stirðum, en skýrum rómi. Chernenko virtist við góða heilsu, en þegar ræðu hans var lokið dró hann andann ótt og títt. Vitað er að hann á við önd- unarörðugleika að stríða, sem geta haft áhrif á hjartað og lungun. Orðrómurinn um slæma heilsu leiðtogans hefur senni- lega sprottið vegna þeirra leyndar, sem hvíldi yfir heilsu- fari Yuri Andropovs, sem ekki kom fram opinberlega í sex mánuði áður en hann lést í febrúar sl. I ræðunni sem Chernenko flutti í dag, notaði hann tæki- færið til að biðla enn á ný til Bandaríkjamanna að sækja ráð- stefnuna í Vín og ræða bann við geimvopnum. Eftir hina stórkostlegu 35% verðlækkun á lambalifur er vart hægt að gera betri matarkaup á íslandi. Til dæmis kostar allt hráefni í þennan Ijúffenga franska rétt aðeins um 33 krónur. (200 g lifur á um 18 kr. og allt meðlæti á um 15 kr.) Lambalifur a'la fíersillade Fyrir einn Matreiðslumaður Francois Fons, Grillið Hótel Saga Skáskerið tvær til þrjár þunnar sneiðar af lambalifur og veltið uppúr hveiti. Bræðið smjör á vel heitri pönnu, kryddið lifrina á báðum hliðum með salti og pipar og steikiö létt beggja vegna. Færið síðan lifrina á fat. Bætið smjöri á pönnuna ásamt steinselju og hvítlauk. Hellið síðan ediki á pönnuna og heyrist þá yndislegur söngur. Eftir því sem hann er fegurri hefur betur tekist til með réttinn. Bragðbætið sósuna eftir smekk með salti og pipar og hellið henni siðan yfir lifrina á diskinum. Berið fram með soönum kartöflum og e.t.v. öðru grænmeti. Þennan óvenjulega og Ijúffenga rétt tekur aöeins nokkrar minútur að laga. Hversvegna lifur? Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent Lifur er ein þessara afurða úr lífríkinu sem næringarfræðingar telja svo holla að hún er oft - ásamt nokkrum öðrum - sett í sérstakan flokk sem kallast hollustuvörur eða bætiefnagjafar. En hvers vegna er lifur holl? Vegna þess að hún er að jafnaöi bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar aðrar algengar matvörur sem á boðstólum eru. Lifur er t.d. frábær uppspretta járns og kopars, fólasins og Bi2, A, og D-vitamíns. Hún er einnig fremur fitusnauð og því mikið notuð i megrunarfæði. Fððu uppskriftabækling í næstu verslun Framleiöendur Stórkostleg verðlækkun á lambalifur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.