Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
Við bjóðum þér \ikuferð
London
ámánu-
dagbm
kemur!
frá kr. 15.573.- pr. mann.
ínnifalið flug, gisting og morgunmatur.
Ferðaskrifstofan Farandi verður
með sérstakar vikuferðir (pakkaferðir)
til Lundúnaborgar á hverjum mánu-
degi í allt sumar.
Verðið er afskaplega gott, — frá kr.
15.834.-pr. mann. Innifalið í verðinu
er flug, gisting og morgunmatur. Auk
þess útvegum við aðgöngumiða á
hljómleika, í leikhús, á íþróttaleiki
næturldúbba o.m.fl.
Hægt er að velja á mifli eftiríarandi
hótela: Cavendish, Regent Crest,
Leinster Towers, Park Lane.
Komið og rabbið við okkur sem
fyrst Pað er alltaf gaman að fá gott
fólk í heimsókn.
Ííaiandi
. Vesturqötu q, sími 17445
MiUiveggjasteinn w Cm. 1 cm. 5 cm
STEYPUIÐJAN
Austurmörk 20-810 Hveragerði - S/mi 99-4605
SA-steinn
(heimke yrs/us teinn)
Smárasteinn
(heimke yrs/us teinn
Gangsté ttarheiiur
50 x 50 cm
25 x 50 cm
40 x 40 cm
20 x 40 cm /
Sexkantur
32 x 32 cm
32 x 16 cm
Brotasteinn
55 x 40 cm
Munkasteinn
Skákþing íslands 1984:
V aramaður-
inn er efstur
Skák
Margeir Pétursson
HALLDÓR G. Einarsson, 18 ára
gamall Bolvíkingur, er einn efstur
í landsliðsflokki á Skákþingi ís-
lands, sem fram fer þessa dagana
á Hótel Hofi í Reykjavík. Byrjun
Halldórs á mótinu er ævintýri lík-
ust. Hann átti ekki rétt á sæti í
flokknum, en fékk tækifæri vegna
þess að Pálmi Pétursson frá Akur-
eyri varð að hætta við þátttöku á
síðustu stundu. Það var ekki fyrr
en sama kvöld og fyrsta umferðin
var tefld að Halldóri var boðin
þátttaka. Hann þáði boðið strax og
varð þar með yngsti þátttakandinn
á mótinu. Síðan hóf hann keppni
með því að sigra íslandsmeistar-
ann Hilmar Karlsson og í fyrra-
kvöld vann hann skák sína við
Hauk Agnantýsson sem frestað
var úr fyrstu umferð.
Að loknum tveimur umferðum
var Halldór eini keppandinn sem
hafði fullt hús vinninga þannig
að útlit er fyrir að keppnin um
efstu sætin verði mjög jöfn og
spennandi. Staðan var þá þann-
ig: 1. Halldór G. Einarsson 2 v.
2.-5. Helgi Ólafsson, Jón L.
Árnason, Guðmundur Sigur-
jónsson og Jóhann Hjartarson
l‘/i v. 6.—10. Dan Hansson,
Margeir Pétursson, Haukur
Angantýsson, Sævar Bjarnason
og Björgvin Jónsson 1 v. 11,—12.
Karl Þorsteins og Hilmar
Karlsson % v. 13,—14. Ágúst
Karlsson og Lárus Jóhannesson
0 v.
Auk frábærrar frammistöðu
Halldórs hefur það einna helst
komið á óvart í upphafi mótsins
að Björgvin Jónsson skyldi
leggja Karl Þorsteins að velli, en
fyrirfram var Karl álitinn sá
þátttakandi sem myndi veita tit-
ilhöfunum mesta keppni. Þeir
Halldór og Björgvin eiga margt
sameiginlegt sem skákmenn.
Þeir eru báðir ungir að árum,
ekki sérlega vel skólaðir í stöðu-
baráttu en geysilega sókndjarfir
og óhræddir við að taka áhættu.
Áður en mótið er á enda munu
þeir vafalaust tefla margar æsi-
spennandi skákir.
Hvítt: Björgvin Jónsson.
Svart: Karl Þorsteins
Drottningarbragð
I. d4 — RfG, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
d5, 4. cxd5 — exd5, 5. Bg5 — c6, 6.
e3 — Be7, 7. Bd3 - 0—0, 8. Dc2
— Kbd7, 9. Rf3 — He8, 10. 0—0
— Rf8, 11. Habl
Nú er komin upp þekkt staða
úr uppskiptaafbrigði hefðbund-
ins drottningarbragðs. Afbrigði
þetta þykir afar traust fyrir
hvítan en með nákvæmri tafl-
mennsku getur svartur jafnað
talfið. Nú er venjulega leikið 11.
— a5,11. - Bd6, eða 11. - Re4!?
sem kemur sterklega til greina. í
staðinn reynir Karl að flækja
taflið og leggur meira á stöðuna
en hún þolir.
II. — g6, 12. b4 — Re6, 13. Bh4 —
»6, 14. Hfcl — Rg7, 15. a4 — a5,
16. b5 — Ba3,17. bxc6 — bxc6,18.
Hel — Rf5, 19. Bg5 — h6?!, 20.
Bf4 — Rh5, 21. Be5! — f6, 22. Bg3
Svartur nær nú að skipta upp
á þessum biskup hvíts en sá
ávinningur er allt of dýru verði
keyptur, því auk þess að hafa
stakt peð á c6, sem svartur fær
oft í þessu afbrigði, hefur hann
einnig veikt kóngsstöðu sína
meira en góðu hófi gegnir.
22. - Bb4, 23. Rh4! - Rhxg3, 24.
hxg3 — rxh4, 25. gxh4 — f5, 26.
h5!
Eyðileggur svörtu peðastöð-
una, því 26. — g5 má augljóslega
svara með 27. Bxf5 — Bxf5, 28.
Dxf5 — Bxc3, 29. Hb7! og vinnur.
26. — Dg5, 27. hxg6 — Ha7
Svartur vonast eftir að ná
kóngssókn eftir g-línunni.
28. Hecl — hg7, 29. Re2 — Bd7,
30. Rf4 — Bd6, 31. Hel — h5
Svartur sættir sig ekki við að
láta betri biskup sinn af hendi
fyrir riddarann á f4.
32. Ddl — h4, 33. Df3 — He4?!
Örvæntingarfull tilraun til að
blása til sóknar.
34. Bxe4 — fxe4, 35. Dh5!
Líklega hefur Karli yfirsézt
þessi öflugi leikur. Nú virðist 35.
— Bxf4 í fljótu bragði vinna
mann, en hvítur á svarið 36.
Dxg5 — Bxg5, 37. Hb8+ og mát-
ar.
35. — Dxh5, 36. Rxh5 — Hxg6, 37.
g3! — Bg4, 38. Rf4 — Bxf4, 39.
gxf4 — Bf3+, 40. Kh2 — Hg2+,
41. Kh3
Hér fór skákin í bið. Svarta
staðan er vonlaus.
41. — hxf2, 42. Hb7 — Hg2, 43.
Hebl - Hg3+, 44. Kxh4 — Hg6,
45. He7 — Hh6+, 46. Kg3 —
Hg6+, 47. Kh4 og svartur gafst
upp.
Halldór G. Einarsson frá Bolung-
arvík hóf keppni fyrirvaralaust, en
fékk samt óskabyrjun.
Þriðju umferð mótsins átti að
tefla í gærkvöldi, en í kvöld verð-
ur fjórða umferð tefld. Þá tefla
saman: Helgi — Dan, Jón L. —
Guðmundur, Lárus — Halldór,
Sævar — Ágúst, Hilmar —
Margeir, Haukur — Karl og
Björgvin — Jóhann.
Á mótinu er ávallt teflt um
helgar kl. 14, en á virkum dögum
á milli 18 og 23. Á þriðjudögum
og föstudögum eru tefldar bið-
skákir frá 18—24, en að öðru
leyti eiga keppendur frí á þeim
dögum.