Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
7
Sæmilegt í
Leirársveitinni
„Þetta hefur gengið svona all-
sæmilega, það eru komnir vel á
sjöunda hundrað laxar á land og
veiðimenn segja talsvert líf vera í
ánni, hann taki hins vegar illa,
sérstaklega í bjartviðrinu að und-
?.nförnu,“ sagði Sigurður Sigurðs-
son, hreppstjóri i Stóra-Lamb-
haga, í gær, aðspurður um lax-
veiðina í Laxá í sumar.
Sigurður sagði þetta heldur
betri veiði en á sama tíma í fyrra,
hins vegar langt frá meðaltali
Laxár á góðu árunum eigi alls
fyrir löngu, en þá fór áin sjaldan
niður fyrir 1200 laxa sumar hvert.
Nú veiða íslendingar á stangirnar
sjö og fyrstu dagana eftir að út-
lendingar hættu veiðum var veið-
in góð, 15 til 20 laxar voru þá
fangaðir að jafnaði dag hvern og
nær allir á maðk. „Hann leit ekki
við flugunni þessa daga,“ sagði
Sigurður. Sigurður sagði jafn-
framt, að laxinn hefði verið ágæt-
lega vænn framan af og fyrstu
mánuðina hefði nær eingöngu
veiðst tveggja ára lax úr sjó, ekki
undir 10 pundum og sá stærsti 18
punda. Síðan smækkaði laxinn að
meðaltali og þó að smálaxagöng-
urnar hafi verið veikar hefði
smælkið verið mun smærra en
venja er til, 3—4 punda tittir í
stað 5—8 punda í venjulegu ári.
Veiði stendur yfir til 13. sept-
ember og er lax enn að ganga.
Talsvert kom af nýrunnum fiski
með Höfuðdagsstraumnum.
Gljúfurá
Mbl. hefur eftir veiðimönnum
sem voru fyrir stuttu í Gljúfurá
að heldur léleg veiði hafi verið í
ánni í sumar, miklu lakari en í
fyrra, en þá veiddust þar nokkuð á
þriðja hundrað laxar og var upp-
sveifla frá síðustu sumrum. Nú
hafa laxarnir rétt losað eitt
hundrað og herma fregnir að lítið
sé af fiski í ánni og mikið sé staðið
yfir hausamótunum á sömu fisk-
unum, sem hafa nú trúlega séð
flestar þær flugutegundir sem
hnýttar hafa verið, og maðk að
auki í ríkum mæli, en þeir eru
yfirleitt hver öðrum líkir.
Heldur dauft
í Srartá
Mbl. hefur fregnað að komnir
munu um 120 laxar á land úr
Svartá, sem rennur sem kunnugt
er í Blöndu. Veiðin hefur gengið
misjafnlega og hafa tveggja
stanga hollin fengið á tveimur
dögum frá engum laxi upp í
10—12 stykki. Laxinn hefur verið
ákaflega vænn í Svartá í sumar,
allt upp í 18 pund og þar sveimar
trúlega enn þessi risastóri sem
slapp af flugu veiðimanns i stð-
asta mánuði. Smálax hefur verið
heldur fáséður og meðalþunginn
góður. Aðeins er veitt í tvo mán-
uði í Svartá og veiði nú lokið.
Hallá
Við höfum ekki sagt frá Hallá í
sumar, en þar hefur verið alveg
hreint viðunandi veiði, tæplega
100 laxar komnir á land á tvær
stangir og margir þeirra mjög
vænir.
Tónleikar í Stykkishólmi
Sinfóníuhljómsvcit íslands heldur
í dag í tónleikaferð um Vesturland
og Vestfirði. Einleikari í ferðinni er
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, og
einsöngvari er Kristinn Sig-
mundsson.
Fyrstu tónleikar hljómsveitar-
innar verða í kvöld í Stykkishólmi
en á Búðardal annað kvöld. Þaðan
heldur hljómsveitin til Þingeyrar,
Bolungarvíkur, ísafjarðar og Suð-
ureyrar, en lokatónleikarnir eru á
Patreksfirði nk. þriðjudagskvöld.
Á efnisskránni er m.a. sinfónía í
G-moll og íslensk sönglög. Krist-
inn Sigmundsson syngur aríur úr
óperunum Rigoletto, eftir Verdi,
og Faust, eftir Gounod. Rut Ing-
ólfsdóttir leikur balllöðu og pólón-
esu eftir Vieuxtemps.
Þetta er fyrsta tónleikaferð
hljómsveitarinnar á nýbyrjuðu
starfsári. Meðfylgjandi mynd var
tekin á æfingu hljómsveitarinnar í
gærmorgun.
Fyrst lent uppi á Bárðarbungu 1984
— segir Baldur Sigurðsson hjá Jöklaferðum á Akureyri
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Baldri
Sigurðssyni hjá Jöklaferðum á Akur-
eyri:
„Það er rangt, sem Einar B.
Pálsson sagði í grein í Morgun-
blaðinu þann 28. ágúst síðast-
liðinn, að DC-3 Gunnfaxi, hafi lent
á Bárðarbungu og flogið þaðan
aftur 1972.
Ég var með snjóbílaferðir um
Vatnajökul þetta sumar, og var
ekið í Grímsvötn, upp á Bárðar-
bungu, en sjaldnar í kverkfjöll.
Það var vinsælt að koma við hjá
Jöklarannsóknarmönnum, þeim
Braga Árnasyni, Páli Theódórs-
syni og starfsfólki, sem unnu við
djúpborun í 1.780 metra hæð,
sunnan í Bárðarbungu. Það tók
mig hálfan tíma að aka frá bor-
stað, og upp á suðurbrún Bárðar-
bungu, og jafnlangan tíma í viðbót
uppi á Bungunni, á þann stað sem
hún er hæst, upp af Vonarskarði.
Það vissu flestir, sem unnu að bor-
verkefninu og hinir er áttu leið
um, í hvaða hæð var unnið, og að
DC-3-flugvélin lenti sunnan við
borstaðinn, eins og mynd Einars
sannar, sem kom með greininni
hans, og líka að Gunnfaxi lenti
undir 1.780 metra hæðarlínu.
Eftir stendur sú staðreynd, að
Víðir Gíslason á TF-LEO lenti
fyrstur flugmanna, uppi á Bárð-
arbungu þann 24.8.’84 og ómar
Ragnarsson annar á TF-FRÚ.
Áð endingu. Hafa skal það er
sannara reynist."
er nú loksins komin
í bæinn og byrjar á
bæjarins besta stað
Broadway um næstu
helgi.föstudag
og laugardag.
Sumargleöin meö öllum toppskemmti-
kröftum landsins sló svo sannarlega í
gegn úti á landsbyggöinni í sumar og nú
fá höfuöborgarbúar aö njóta gleöinnar í
öllu sínu veldi. JÉ
Sumir segja aö Sumargleöin í ár sé sú besta frá upphafi og
aörir aö hún sé sú langbesta.
Komiö, sjáiö, hlustiö og dansiö meö Sumargleöinni, í
Broadway.
Matseðill:
Koníakslöguö humarsupa
Fyiltur grísahryggur Bordelalse framreiddur meö
rjómasoönu blómkáll, gláöum gulrótum, sykur-
brúnuöum jaröeplum og hrásalati.
fs meö perum, heftrl klrsuberjasósu og rjóma.