Morgunblaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
Ný arðbær búgrein:
Ræktun lækningajurta
eftir Þorvald
Friðriksson
Nú eru þeir tímar er fjárupp-
tökur tíðkast af gamalmennum og
sjúklingum á íslandi og þannig á
að skrapa inn einhverja aura í
galtóman ríkissjóð. Frá mánaða-
mótum maí/júní sl. eiga sjúkl-
ingar að greiða þrefalt meira en
áður, bæði fyrir læknishjálp og
fyrir lyf.
Það er ákaflega táknrænt, að
ráðist er að því fólki, sem verst er
sett, þegar bæta á úr því eymdar-
ástandi sem skapast hefur á ís-
landi, vegna óarðbærra fjárfest-
inga misviturra stjórnmála-
manna. Fé skal hafa af því fólki,
sem oft er andlega og líkamlega
þjakað af sjúkdómum og van-
heilsu og hefur minnsta mögu-
leika til að afla sér tekna. Þá gíf-
urlegu fjármuni, sem ausið hefur
verið í óarðbærar fjárfestingar,
t.d. virkjunarframkvæmdir og
stóriðju, svo að eitthvað sé nefnt,
verður einhver að borga, og það er
eflaust þessum stjórnmáia-
mönnum til sóma, að hafa nú
fundið borgunarmenn fyrir mistök
sín.
Smáiðnaður
Það hefur lengi verið vitað, að
smáiðnaður ýmiss konar hentar
okkur tslendingum betur en stór-
iðja, sem að meira eða minna leyti
er í höndum alþjóðlegra auð-
hringa, þar sem Islendingar eru
upp á náð auðhringanna komnir,
hvort hægt sé að selja afurðirnar
eða ekki.
Fjárfesting í smáiðnaði skilar
sér yfirleitt fyrr og öruggar en
fjárhættuspil með málmbræðslu
og smáiðnaður, fyrst og fremst
matvælaframleiðsía hentar betur
en flest annað á tslandi, þar sem
notkun heita vatnsins i fram-
leiðslunni gerir tslendinga mjög
samkeppnishæfa t.d. í fiskirækt
og í ræktun allri í gróðurhúsum.
Þetta er og iðnaður, sem getur
viðhaldið byggðarjafnvægi, en
raskar því ekki, og iðnaður, sem
ekki eyðileggur líf og heilsu fólks
né náttúrugæði, með mengun.
Einn er sá iðnaður, sem hugs-
anlega gæti gert hvort tveggja, að
létta fjárhagsbyrðar sjúklinga á
tslandi og gefið margfalt meira fé
í ríkissjóð en það fé, sem reynt er
nú að hafa af sjúku fólki, en það er
lyfjaiðnaður.
I>aramjöl og hrossablóð
Framleiðsla lyfja er einhver
arðbærasti iðnaður í heiminum í
dag og það vita allir, sem þurfa
illu heilli að kaupa lyf, að þau eru
ekki beinlínis gefin.
tslendingar flytja eflaust inn lyf
fyrir tugi milljóna árlega, sem er
skattheimta, sem rennur að mestu
í vasa erlendra lyfjaframleiðenda,
sem að hluta til framleiða sín
dýrmætu lyf úr íslensku hráefni,
t.d. þaramjöli og hrossablóði.
Ekki virðist það fjarstæðu-
kennd hugmynd, að nýta þá lyfja-
gerðarþekkingu, sem til er á Is-
landi, til framleiðslu lyfja t.d. úr
þaramjöli og hrossablóði og fleira
kemur til.
Gamlar lækningajurtir
Stærsu lyfjafyrirtæki leggja nú
æ meiri rækt við að leita uppi
fornar lækningajurtir, sem gætu
orðið undirstaða framleiðslu
nýrra arðbærra lyfja. Þekkt dæmi
er að hið nýja krabbameinsiyf Is-
cador, sem er að vísu umdeilt, en
það er framleitt úr mistli, sem alla
tíð hefur verið talinn gæddur
miklum lækningamætti.
Önnur forn lækningajurt er
garðabrúða (Valeriana officinal-
is), sem vex víða í görðum á ts-
landi. Af rótum garðabrúðu var
áður gert taugaróandi te. Nú hafa
lyfjafyrirtæki hafið framleiðslu
róandi lyfja úr garðabrúðu, t.d.
lyfið Baldrían, sem er eitt mest
selda róandi meðalið, selt án lyf-
seðils, á Norðurlöndum, enda eitt
fárra slíkra lyfja, sem er með öllu
laust við aukaverkanir.
Hvannaræktun
Hvönn er ein af þessum fornu
lækningajurtum, sem á síðustu ár-
um hafa verið dregnar fram í
dagsljósið, en hvönn hefur frá ör-
ófi alda verið ein af mestu nyt-
semdarjurtum manna á norður-
hveli jarðar, bæði sem matjurt og
lækningajurt.
Nú hafa framsýnir menn í
Finnlandi tekið að rækta hvönn í
stórum stíl, aðallega til lyfjagerð-
ar. í Mið-Evrópu hafa menn lengi
unnið eftirsótta og mjög verð-
mæta olíu úr hvönn, en olían er
síðan notuð í ilmvötn, sælgæti og
lækningalyf. t Ijós hefur komið, að
gæði hvannarótarolíu sem unnin
er á norðlægari breiddargráðum
er mun meiri en gæði h'vannarót-
arolíu frá suðlægari slóðum. Því
hyggja menn í Finnlandi á fram-
leiðslu hvannarótarolíu í stórum
stíl og í bígerð mun einnig, að
kynna hvönn á matseðlum bestu
hótela í Finnlandi, sem lapplensk-
an lúxusrétt.
Hvönn vex og dafnar víðast
hvar á íslandi, ekki sist í strjál-
býlum sveitum og á eyðijörðum,
t.d. á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Gæði hvannarótarolíu úr íslenskri
hvönn eru líklegast engu minni en
gæði lapplenskrar hvannarótar.
Því gæti íslensk hvönn eflaust
orðið undirstaða arðbærs iðnaðar
Úr Hvannalindum
hér á landi, ef áhugi er fyrir
hendi.
Hvönn handa konungi
Hvanna og hvannanytja er víða
getið í íslenskum fornbókmennt-
um. Ræktun hvanna til matar og
lyfjagerðar virðist hafa verið mik-
ilvæg, því í Gulaþingslögum eru
nefndir hvannagarðar og viðurlög
eru við því, að skemma þá fyrir
mönnum.
f Ólafssögu Tryggvasonar er
hvannavöxtur talin dæmi um ein-
staka árgæsku og blessun guðs al-
máttugs yfir mönnum. Þar segir:
„Þat viljum vér ok rita, at á þeim
fimm árum, er ólafur konungur
réð Noregi, þá lét almáttugur guð
svá mikla farsælu skína yfir land-
it í öllum góðum hlutum, bæði
ávexti jarðarinnar ok blíðleik
loftsins, at aldri fengu þeir hvárki
áður né síðan þvílíka farsælu. En
þat mark var til, at á þeiri helgu
tíð pálmasunnudag, er konungur
Þorvaldur Friðriksson
„Hvönn er ein af
þessum fornu lækn-
ingajurtum, sem á síð-
ustu árum hafa verið
dregnar fram í dagsljós-
ið, en hvönn hefur frá
örófi alda verið ein af
mestu nytsemdarjurtum
manna á norðurhveli
jarðar, bæði sem mat-
jurt og lækningajurt.“
gekk frá messu, þá sá hann einn
mann standa fyrir kirkju ok hafði
á baki sér mikla byrði af grasi því,
er vér köllum hvannnjóla. Kon-
ungurinn rétti til hönd sína ok
vildi reyna þenna sumarávöxt, svá
sem hann var þá at sjá með mikl-
um blóma ok algerleik. Ok sjá
maðr, er borit hafði, setr niðr
byrðina ok fékk konungi einn
hvannnjóla, ok konungur bar
hann inn í drykkjustofuna, þar er
hirðin var haldin. Hann settist í
hásæti sitt ok skar af hvannnjól-
anum nokkurn hlut ok sendi
dróttningu ... “
Heilsulind Sama
Hvannir voru að fornu ein meg-
in heilsulind Sama, í Norður-
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Hvannastilkar voru mikið etnir
hráir á sumrum, einnig voru þeir
skornir í strimla og þurrkaðir í sól
eða við ofn og geymdir til vetrar-
ins.
Þurkkuð rót af eins árs gamalli
hvönn, sem ekki hefur vaxið stilk-
ur, var rómað læknis- og heilsulyf
meðal Sama, sem gaf mönnum
hestaheilsu til hárrar elli.
Hvannarótin var talin sérstaklega
áhrifaríkt meðal við magakvillum,
þá var rótin þurrkuð og möluð og
notuð til að drýgja með mjölið,
sem einnig mun og hafa verið gert
á íslandi.
Englajurt
Snemma á öldum fluttu munkar
með sér hvönn frá Norðurlöndum
og ræktuðu sem lækningajurt i
klausturgörðum víða í Evrópu.
Hin ýmsu nöfn sem notuð voru
á hvönn fyrr á tímum benda til
þess að hvönn hafi verið talin bera
í sér sérlega mikla og góða eigin-
leika, t.d. nöfn eins og fjallaengill,
erkiengilsrót og heilagsandarót.
Latneska nafnið „angelica arch-
angeli" tengist þeirri helgisögn, að
engill hafi opinberað munkunum
notkunargildi hvanna sem lyfs
gegn pest og drepsóttum.
Hvönn sem drep-
sóttarlyf
Hvanna er víða getið í elstu
lækningabókum, sem varðveist
hafa. I bók kínverska læknisins
Ko Hung, sem skrifuð er um 300
e.Kr., segir m.a., að hvönn geti
læknað magakrampa, jafnvel þó
að ýmsir dragi það í efa og trúi
frekar á lækningamátt galdra.
Munkurinn Henrik Harpestreng
(d. 1244) í Hróarskeldu, nefnir
hvönn í lækningajurtabók sinni
„Liber Herbarum". Hann telur
hvönn einstakt læknislyf, sem
lækna megi með nánast alla
sjúkdóma, en fyrst og fremst sé
hvannarótin besta læknislyfið við
pestum og drepsóttum.
Um aldir mun hvannarótin hafa
verið aðallæknislyf manna í far-
sóttum, sem geisuðu í Evrópu.
Menn tuggðu hvannarótina, en
einnig bökuðu lyfjagerðarmenn
kökur, sem í var blandað olíu úr
hvannafræjum og gefið sem pest-
arlyf.
Hvönn er nefnd sem læknislyf í
pestarfaraldrinum í Mílanó 1510
og í Lopdon 1665 og hvannarót var
notuð í spönsku veikinni 1918—19
m.a. í Danmörku.
Mikið var flutt út af hvönn frá
Noregi fyrr á öldum aðallega frá
verslunarstaðnum í Bergen.
Hvönnin var seld til landa, þar
sem farsóttir voru landlægar. Svo
blómleg var þessi sala um skeið,
að við lá að hvönn yrði útrýmt á
vissum svæðum í Noregi.
Hvannalíkjör
Olíuna úr hvannafræjunum not-
uðu munkarnir ekki einvörðungu
til lyfjagerðar, heldur og við fram-
leiðslu eftirsóttra líkjöra. Það er
sú olía, sem nokkrir þekktir líkjör-
ar eru bragðbættir með, t.d.
DOM-líkjör (dominikana-líkjör)
og Munk- og Benediktiner-líkjör.
Og sem kunnugt er er það nánast
eingöngu sem brennivínskrydd,
sem hvönnin er nýtt á íslandi i
dag.
Heilsute og taugalyf
Rót hvannarinnar hefur ávallt
verið talin verðmætasti hluti jurt-
arinnar, en bæði í rót, blöðum og
fræjum er að finna nytsöm efni,
svo sem kumarin-efnasambönd og
olíu.
Af rót, oft blandaðir saman við
fræ, var soðið te, sem var upp-
frískandi og örvandi, en ekki
skyldi drekka meira en tvo bolla á
dag til þess að forðast svefnleysi.
Rótin, sem er tekin á haustin, er
og víða gefin sem lyf við harðlífi
og gyllinæð. Blöðin eru tekin fyrir
blómgun og eru gefin sem lystauk-
andi og taugaróandi meðal. Fræin
eru tekin í september og gefin sem
svita- og þvagdrífandi meðal.
Notuð eru 2—3 g af þurrkaðri
rót og 2 g af þurrkuðum blöðum og
1—2 g af möluðum fræjum allt til-
reitt sem te í bolla með sjóðandi
vatni. Drukkið tvisvar til þrisvar
sinnum á dag við ofannefndum
kvillum.
Hvönn sem heim-
ilismatur
Hvönn er almennt mjög holl til
matar, enda ákaflega c-vítamínrík
jurt og bragðgóð, sem allir sem
tök hafa á ættu að nýta sér og
sínum til heilsubótar og búdrýg-
inda. Hér á eftir fara nokkrar
uppskriftir hvernig ■ nota má
hvönn til matar. Flestar upp-
skriftirnar eru úr merkri viðtals-
grein Þórunnar Sigurðardóttur
við Birgittu Spur Ólafsson,
„Hvönn fyrsta nytjajurt íslend-
inga“, sem birtist í Þjóðviljanum
14/9 1975.
Hvannate
Eitt bragðbesta hvannateið, að
dómi margra, er gert á þann ein-
falda hátt, að nokkur fersk
hvannablöð eru klippt niður í tek-
önnu og sjóðandi vatni hellt á, teið
er síðan látið standa í fimm mín-
útur. Þetta lyktargóða hvannate
líkist mest kínversku blómatei á
bragðið. Hvannate má og gera
þannig, að blanda þurkkuðum
hvannablöðum saman við blóð-
berg, smárablöð og vallhumal og
láta standa í fimm mínútur í sjóð-
andi vatni.
Hvannasælgæti
t Frakklandi og víðar í Evrópu
er selt sælgæti, sem kallað er ang-
elica, en það eru sykraðir hvanna-
stönglar. Skerið unga hvanna-
stilka langsum. Setjið í pott með
þéttu loki og sjóðið þar til stilk-
arnir eru meyrir. Takið þá upp og
þurkkið í klæði, setjið leirpott
(ekki ál) og stráið sykri yfir. Eitt
pund af sykri á móti einu pundi af
stilkum. Látið standa í 2 daga.
Sjóðið stilkana síðan þar til þeir
eru glærir og sigtið. Stráið einu
pundi af sykri yfir, leggið á fat og
látið standa í volgum ofni, þar tií
stilkarnir eru vel þurrir.
Hvannasulta
í hvannasultu eru notaðir þvegnir
hvannastönglar og rabarbari,
skorið í bita og soðið með sykri.
Einnig gott í grauta og kökufyll-
ingar. Hlutfallslega er betra að
nota meira af rabarbara en
hvannastönglum í sultuna. t
Norður-Finnlandi tíðkast að
blanda hvönn saman við epli eða
gulrætur í sultur.
Hvannamauk
Jafn skammtur af hvanna-
stönglum og appelsínum soðið
hvort í sínu lagi án sykurs. Hakk-
að og soðið saman með sykri. Gott
á brauð og kex.