Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 17

Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 17
C 17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 ORÐABÓRin sem svo margir hafa beðið eftir Enska er alþjóðlegt tungumál sem gegnir mikilvægara hlutverki í samskiptum manna, menntun og störfum en nokkur önnur tunga nútímans. Mvju ensk-íslensku orðabókinni er ætlað að bæta úr brýnni þörf. I henni er svo mikiil orðaforði að hún mun fullnægja þörfum allflestra íslendinga sem lesa eða nota ensku. Lögð hefur verið rík áhersla á að íslenska orðaforða margvíslegra sérgreina sem til þessa hefur einkennst af enskuslettum. Auk þessa er almennur orðaforði bókarinnar margfalt yfirgripsmeiri og nákvæmari en þekkst hefur í íslenskum orðabókum yfir erlend tungumál fram að þessu. Á því er enginn vafi að með útgáfu þessarar bókar er brotið blað í íslenskri orðabókagerð. Nýja orðabókin er ætluð ÖLLUM sem nota þurfa ensku. / þeim hópi eru: — námsfólk á öllum stigum náms. — Þeir sem starfa við kennslu, þýðingar, rannsóknir, viðskipti, iðnað og stjórnun. — Allir aðrir sem lesa eða hlusta á ensku, hvort heldur er í bókum, dagblöðum eða tímaritum, í sjónvarpi, útvarpi eða kvikmyndum. Við teljum að það skipti höfuðmáli að hafa eftirfarandi átta atriði í huga, þegar valin er orðabók: 1. Að bókin hafi að geyma það sem þig fýsir að vita. 2. Að bókin sé í takt við tímann. 3. Að megináhersla sé lögð á notagildi. 4. Að vísindum, lækni ogöðrum sérsviðum, t.d. lagamáli. séu gerð full skil. 5. Að öll hugtök sem þurfa skýringar við séu á sínum stað í bókinni. 6. Að merkingar margræðra orða séu vandlega aðgreindar. 7. Að allar orðskýringar séu settar fram á eðlilegu og skiijanlegu máli. 8. Að orðabókin sé alhliða hjálpartæki við lestur. Við hvetjum þig til þess að gera samanburð, það getur borgað sig Verð bókarinnar er sem hér segir: Fyrstu 2000 eintökin eru seld á sérstöku kynningarverði, með tvö þúsund króna afslætti á kr. 7.904,00 eintakið. Síðan hækkar verðið íkr. 9.904,00 eintakið. Hægt er að kaupa bókina í öllum bókabúðum og í forlagsverslun okkar. BÓKAÚTGÁFAn ÖRN St ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.