Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 * KK í sunnudagsviðtali um gamla daga og nýja T7"T7"_ sextettinn, sera MjMrítsði flest snngnu lögin á Gulláraplötunum. IV JV" Frá vinstri: Guðmundur Steingrímsson, Kristján Magnússon, Ellý Vilhjálms, KK, Ólafur Gaukur, Ragnar Bjarnason, Árni Scheving og Jón urðsson. Myndin var tekin 28. október ugri framför hætta svo Mj Það var alveg ' Ijóst hvað vakti fyrir mér þegar ég kom heim frá námi í New York forðum: ég ætl- aði að ná mér í hljómsveit. Ég neita því þó ekki, að ég var hálf svartsýnn á að það tækist. Bæði var ekkert of mikið af hljóðfæraleikurum á lausu, nema þá eldri mönnum, og svo hafði verið hálfgerður losara- og óreglu- bragur á hljómlistar- mönnum. Þeim þótti ansi mörgum sopinn góður. |uuiiicHai 99 Það er Kristján Kristjánsson, fyrrum hljómsveitarstjóri, núver- andi verslunarmaður, fimmfaldur afi og fluguhnýtingameistari, sem talar um gamla daga og nýja í til- efni af því, að fyrir þessi jól er tveggja platna albúm, „Gullárin", með 25—30 ára gömlum upptökum með KK-sextettinum ein sölu- hæsta hljómplatan. Nýr tónn í Mjólkur- stöðinni Það var Svavar Gests, félagi Kristjáns frá tónlistarnáminu í Juillard-skólanum í New York, sem átti hugmyndina að nafni hljómsveitarinnar. KK-sextettinn lék í fyrsta sinn fyrir dansi í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar við Laugaveg í Reykjavík 3. október 1947. „Við byrjuðum á „Sunday Kind of Love“, sem alla tíð var kynningarlag hljómsveitarinnar," segir Kristján. „Við Svavar höfð- um heyrt það á tónleikum með Claude Thornhill í Paramount Theatre í New York og féllum marflatir fyrir því sem kynn- ingarlagi. í Mjólkurstöðinni var troðfullt hús og við nervösir. Það hafði spurst út, að við værum með öðruvísi hljómsveit, öðruvísi hljóm. Margir strákar komu þarna kvöld eftir kvöld og hlust- uðu.“ — Af öllum hljóðfæraleikurum sem þú varst með á ferlinum, hver heldurðu að hafi verið bestur þeirra? „Ertu brjálaður, maður? Hvern- ig á ég að fara að segja þér það? Það var svo misjafnt. Stundum tókst vel upp, stundum miður. Það er ekki hægt að dæma um það — það fer alveg eftir við hvað maður miðar hverju sinni. Ég er til dæm- is viss um að ég hef aldrei heyrt Jón Pál (Bjarnason, gítarleikara) eins góðan og hann var stundum hjá okkur. Hann var kornungur en mjög þroskaður músíklega. Okkar besti tími var oft frá níu til hálftíu á kvöldin, um það leyti sem fólkið var að byrja að koma í salinn. Þá nutu þeir sín stundum, strákarnir, þegar við djömmuðum. Spiluðu eins og englar ... “ Auglýst eftir söngyaraefnum — Það voru þarna fleiri ungir menn, Árni Scheving til dæmis mjög ungur ... Kristján Kristjánsson: Lengi langað til að koma á laggirnar styrktarsjóði fyrir ungt tónlistarfólk. „Já, seinna. Árni var ekki nema 17 ára þegar hann kom i hljóm- sveitina. Eg held að ég hafi rekið hann i tónlistarskóla og þar lærði hann á óbó, þessi afbragðsgóði víbrafón- og bassaleikari. Hann hefur lítið spilað á óbóið, sem hef- ur svona töfrandi austurlenskan tón — og þó, hann spilaði á óbó með Ellý Vilhjálms í laginu Ég vil fara.“ — Hvar skaut Ellý upp kollin- um? „Ellý var árangur auglýsingar! Við auglýstum stundum eftir söngvaraefnum og héldum skemmtanir með þeim í Tjarnar- kaffi eða þá hljómleika. Við héld- um oft hljómleika á þessum tíma enda vorum við ekki farnir að spila sex kvöld í viku. Adda örn- ólfs, Ólafur Briem og fleiri voru í Rokkugla" sjónvarpsins fyrir f tíu árum. Þá kom KK-sext- éftinn saman í laumi og spilaði fyrír Kristján sem sat í sjónvarpssaí og hafði ekki hugmynd um hvað var á bak við tjaldið. Frá vinstri: Kristján Magnússon, Jón Sigurðsson, Ragn- ar Bjarnason, Guðmundur Stein- grímsson (á bakvið), Ellý Vilhjálms, Gunnar heitinn Ormslev (á bak við hana), KK, Óðinn Valdimarsson, Ólafur Gaukur og Árni Scheving. Mynd/sjónvarpiö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.