Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
C 39
FÖNG
Bolli Gústavsson
nú eru menn hættir að hlæja á
báðum stöðum, fyrir sunnan og
norðan. Helst þurfa menn að
koma hingað. Þeir fara þá með
aðra hugmynd. Samvinna við
Ríkisútvarpið í Reykjavík er mjög
góð. Ég sit þar fundi, þegar fjallað
er um sumar- og vetrardagskrár.
Mæti þar eins og skreiðarkaup-
maður, sem fær ákveðinn kvóta.
Síðan ræð ég því hverjir koma
fram í útvarpi hér fyrir norðan.
Við höfum haft þann hátt á, að
afmarka útsendingar héðan
greinilega, með ákveðnu „signali".
Ég var lengi að semja það stef,
sem nú er notað. Og dagskrárat-
riðum fjölgar. Nú er í ráði að taka
hér upp leikrit eftir áramót í sam-
ráði við Jón Viðar Jónsson leiklist-
arstjóra. Þá er það draumur minn,
að koma á fót kennsluútvarpi.
Hefi ég haft samráð við Tryggva
Gíslason skólameistara um það.
Gerum við ráð fyrir, að það geti
staöið í stundarfjórðung í senn,
ákveðna daga í viku hverri yfir
vetrarmánuðina.
Þegar eru sendir fimmtán út-
varpsþættir héðan, auk þátttöku
okkar í morgunútvarpi og einnig í
síðdegisútvarpi fjóra daga vikunn-
ar. Fastir starfsmenn auk mín eru
Sigrún Sigurðardóttir kona mín,
sem annast allt skrifstofuhald,
Erna Indriðadóttir fréttamaður
og tæknimennirnir Björn Sig-
mundsson, er starfað hefur frá
upphafi deildarinnar, og Berg-
steinn Gíslason, sem er hér í hálfu
starfi. Annars eru hér þegar alls
nítján dagskrárgerðarmenn að
störfum.
VIII
Engin kyrrstaöa
Ennþá hef ég fengið neitun um,
að deildinni verði jafnframt
breytt í staðbundið útvarp, sem
flytur dagskrá og fréttir fyrir
nágrennið. Ég hef þegar gert
a.m.k. þrjár alvarlegar tilraunir
til þess að fá því framgengt, en
þeim hefur verið hafnað. í sam-
bandi við sjálfstæðan fréttatíma
var ég spurður að því fyrir sunn-
an, hvað við gætum sagt hér, sem
aðrir mega ekki vita. En hinsvegar
trúi ég því, að sá dagur sé ekki
langt undan, þegar þessi ósk mín
rætist. Raunar hef ég gengið með
þetta útvarp eins og fóstur. Það
hafa komið þær stundir, að hvarfl-
að hefúr að mér að láta eyða því,
en sem betur fer stríðir það gegn
samvisku minni og sterkustu löng-
un. Aðstaðan hér í húsinu býður
upp á ótal möguleika. Ennþá hefur
helmingur þess ekki verið innrétt-
aður. Þar verður góð aðstaða, bæði
fyrir hljóðritun á tónlist og leik-
ritum. Einnig verða þar skilyrði
fyrir upptökur á sjónvarpsefni.
Það er svo sem engin ástæða til
þess að láta sér leiðast eða að
hjakka í sama farinu. Það á engan
veginn við mig. Ég er ákaflega
„impulsivur". Stundum finnst mér
heimurinn vera að falli kominn
um hádegisbilið, en það bregst
ekki, að þá er kominn nýr heimur
um kaffileytið.
Þegar við horfum út um glugg-
ann á skrifstofu deildarstjóra
RÚVAK, niður yfir óræktarmóa
milli nýbygginga, þá blasir við dá-
lítið kjarr, sem einhver gleymdur
maður hefur plantað forðum.
Kannski hefur hann ætlað sér að
reisa sér sumarbústað þarna þeg-
ar hér var sveit. Nú standa þessar
hríslur og naktar greinar ber við
fölan skammdegishimin. Þær eru
lifandi og njóta skjóls af nýjum
veggjum og athafnalífi, sem forð-
ar þeim frá því að verða bitnar af
búfé. Við vonum, að hin nýja út-
varpsstöð njóti þess einnig, hve
vel hefur verið að henni hlúð og að
enginn biti nýgræðinginn lffvæn-
lega.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
KÓS tölvudeild
_>fer andi
4 4-^
SÖLU- OG MARKAÐSSVIÐ:
X
♦ Markaðsfulltrúi fyrir DIGITAL-tölvubúnað. ■
Starfssviö: Markaössetning, kynning og sala á PDP-og VAX-tölvukerfum. Fjölbreytt starf
í góöum félagsskap og í nánum tengslum viö hinn ört vaxandi hóp DIGITAL-tölvunot- ■
" enda.
Þú hefur áhuga og staögóöa þekkingu á tölvum, ert röggsamur, fljótur aö tileinka þér
® nýjungar, samningalipur og hefur yndi af mannlegum samskiptum.
Upplýsingar veitir Gísli Már Gíslason í síma 24120.
X
X
Starfssviö: Viöhald á tölvuskjám, prenturum og einkatölvum hjá viöskiptavinum okkar. ■
Þú ert menntaöur á rafeindasviði, þægilegur í umgengni og hefur áhuga og helst ♦
þekkingu á einkatölvum. ■
2. Tæknímaður (DIGITAL/ERICSSON-búnaður) ♦
Starfssviö: Viögerðir á tölvuskjám, prenturum og einkatölvum á verkstæði.
Þú ert menntaður á rafeindasviöi, vandvirkur og vanur viögeröum á „component level“.
Æskileg þekking á stýrikerfum einkatölvu. \
3. Tæknimaður (ERICSSON-búnaöur) ■
Starfssviö: Viögeröir á stjórneiningum og útstöövum tengdum IBM tölvubúnaöi.
Þú ert menntaöur á rafeindasviöi og lipur í samskiptum. Æskileg þekking á fjarvinnslu- ■
tengingum og IBM umhverfi.
Upplýsingar veitir Jóhann Þ. Jóhannsson í síma 24120. ^
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
ÞJONUSTUSVIÐ:
1. Tæknimaður (DIGITAL-búnaður)
E23
ericsson 5 TfeRtronix ■
mMMI Tf O TO ( xaLKNC*
KRISTJÁN Ó. f
SKAGFJÖROHF. j
Hólmaslóð 4 P.O. BOX 906 — 121 Reykjavík.
BONDIER BUSTOLPI
Guðmundur Jónsson,
fyrrverandi skólastjóri á
Hvanneyri, gjörþekkir
sögu íslensks landbúnaðar,
og sér nú um útgáfu
fimmtu bókarinnar í
bókaflokknum Bóndi
er bústólpi.
í þessari bók eru frásagnir
af tíu bændum, skráðar af
jafnmörgum höfundum.
Allir voru þeir „bústólpar"
meðan þeir lifðu, mörkuðu
spor í sögu íslensks
landbúnaðar eða voru
þekktir af félagsstörfum.
. v $ -
-
■ II. .
Þessir menn eru:
Björn Hallsson á Rangá,
Einar Eiríksson á Hvalnesi,
Gísli Helgason í Skógar-
gerði, Jónas Magnússon í
Stardal, Júlíus Björnsson í
Garpsdal, Ketill Indriðason
á Ytra-Fjalli, Oddur
Oddsson á Heiði, Ólafur
GUÐMUNDUR JÓNSSON
ITiTTJ I •íi
BÚSTOLPI
SAGTFRA NOKKRUM
GOÐBÆNDUM
Finnsson á Fellsenda, Skúli
Gunnlaugsson í Bræðra-
tungu og Þorleifur Eiríksson
í Bæ.
Bókhlaðan
Maður, kona, bam er eftir höfund
„Love Story“ Erich Segal.
Fullkomnu hjónabandi, sem allir
öfunda, er skyndilega og óvscnt ógnað
af rödd frá fortíðinni. Bob Beckwith
stærðfræðiprófessor er hamingjusamur
Qölskyldufaðir, þar til í ljós kemur að
eina hliðarspor hans í hjónabandinu
hefur haft óvæntar afleiðingar.
Maður, kona, barn er langbesta
skáldsaga Erich Segals, og jafnvel
ennþá áhrifameiri en „Love Story“.
Skáldsagan TIM er eftir Colleen
McCullough höfund Þymifuglanna
sem nú er framhaldsmynd í sjónvarp-
inu. Bókin segir frá Mary sem var
komin yfir fertugt, menntuð kona sem
naut velgengni í starfi og bjó ein. Tim
'var tuttugu og fimm ára og glæsileg-
ur eins og grískur guð en með bams-
huga....
Hjartnæm og fullkomlega trúverðug
saga sem yljar manni um hjartaræt-
umar án þess að verða væmin.
Margir þeirra, sem hlustað hafa á
bamasögur Guðrúnar Sveinsdóttur í
útvarpinu á liðnum árum, hafa beðið
þess meðóþreyju að sögur hennar birt-
ust á prenti. Jólasveinafjölskyldan á
Grýlubæ segir frá Grýlu, Leppalúða og
jólasveinunum. Þetta er auðvitað
alþekkt fjölskylda, en við verðum þess
þó vör, þegar við lesum söguna, að
okkur hefúr verið margt óljóst um lífið
á Grýlubæ og annars staðar í Trölla-
byggð.
Margar myndir prýða bókina og
gerir það hana enn skemmtilegri fyrir
yngstu lesenduma.
ÍSAFOLD