Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 51

Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 C 51 Hundur beit svo að segja hálft andlitið af COSPER JOAN COLLINS Farin að vera tíður gestur í Hvíta húsinu Joan Collins ætlar að gera það gott á síðunni okkar þessa dag- ana. Hún hefur ekki aðeins verið valin fallegasta kona Bandaríkj- anna, heidur einnig komist á hinn eftirsótta gestalista Hvíta húss- ins. Frú Nancy Reagan er sögð mikill aðdáandi Dynasty-þáttanna og einnig „Alexis“. Er Joan Collins var boðið fyrst til Hvíta hússins var það vegna þess að forseti Ven- ezuela hafði sett hana á óskalist- ann yfir gesti. Er Joan var spurð út í ferðir sínar til Hvíta hússins sagði hún: „Ég er glöð og stolt yfir boðinu. Og þó að ég hafi verið dá- lítið taugaóstyrk fyrst, varð þetta indælt kvöld með heimsins bestu gestgjöfum." Hún og Nancy töluðu um kvik- mynda- og sjónvarpspersónur og Nancy lofaði að íhuga möguleik- ann á að heimsækja þau í Dynasty þætti. Joan hefur síðan verið tvisvar í miðdegisverðarboði og einu sinni i kvennamorgunverði hjá frú Reagan og hún segir: „Maður verður aldrei þreyttur á að hitta nýtt fólk.“ Frankie, drengurinn á með- fylgjandi myndum, er ellefu ára gamall, kemur heim úr skól- anum og fagnar hundunum sínum sex, sem flaðra upp um hann og sleikja. Þetta gæti samt verið öðruvísi og drengurinn þá hatað hunda, því fyrir fimm árum réðst hundur á hann og beit svo að segja hálft andlitið af honum. Þegar komið var með drenginn á spítala í Florida fengu læknarnir næstum áfall. Það eina sem skýrt var hægt að greina í andlitinu voru tennur og tunga. Lýtalæknirinn hans þá- verandi, Robert Fabric sagði að það hefði á þeirri stundu ekkert verið hægt að fullyrða um hvort drengurinn myndi lifa hörmung- arnar af. En hann lifði. Það átti samt ekki að linna ógnaratburðum hjá drengnum, því aðeins mánuði seinna hurfu móðir hans og stjúpfaðir af sjónarsviðinu og létu þau skilaboð eftir liggja, að þau gætu ekki afborið að sjá Frankie aftur. Þau gátu þó þegið pen- ingana sem komu frá eigend- um hundsins. Sorgin var mikil og drengurinn fékk létt hjartaslag, sem gekk þó fljótt yfir er hjón komu og tóku Frankie í fóstur. Þekktur Bandarískur lýta- læknir Felix Freshwater I bauð honum að gera allt sem í hans valdi stæði til að hann fengi nýtt andlit án endurgjalds. Hann gerði á drengnum alls 28 aðgerðir og segir nú allt ganga vonum framar. Frankie verður þó að gangast undir tvo til þrjá upp- skurði hvert ár, þangað til hann verður 18 ára. Fósturforeldrarnir fóru strax að leita að hinum raunverulega föður Frankie og er hann fannst vildi hann gera allt sem í hans valdi stóð til að létta undir. Ákveðið var að Frankie skyldi búa hjá föður sínum i Alabama i sjö mánuði á ári, en hjá fósturforeldrum sínum hina fimm. Það er einmitt faðir hans sem átti sex hunda og vildi selja þá, en Frankie mátti ekki heyra minnst á það. Hann sagðist elska hunda og ekkert gæti breytt því. Hundurinn sem hefði bitið hann hefði aðeins verið mikið veikur. Fyrstu þrjú árin eftir slys- ið var Frankie alltaf með hettu til að illt kæmist ekki í sárið og enn hefur honum ekki vaxið hár og vinstra eyrað vantar. Frankie kvartar aldrei, segir fósturmóðir hans. Hann segir ekkert þegar að nýjum uppskurði kemur. Það er ótrú- legt hvað drengur- inn hefur mikinn viljastyrk. Nei, kemur þú þá ekki, óg hélt aö þú sætir hér inni hjé mér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.