Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 56

Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 56
56 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 //FjórtAn. dwzc gamaU Og L&ikur íer " ást er ... ... að snyrta sig fyrir partíið TM Rm U.S. PlL 0*1-1* rtghti rewvw) •1984 Lot Angitit Tknn Symttciti Með morgunkaffínu J í n Ég sem sótti karate-námskeið. I'ú ættir að liggja hér í svaðinu. HÖGNI HREKKVlSI Víðistaðaskóli í Hafnarfirði. Bætum aðstöðu skóla- barna í Hafnarfirði Foreldri í Ilafnarfirði skrifar: Kæri Velvakandi. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf er sú að mér svíður sú aðstaða sem skólabörnum er búin í Hafnarfirði. Þannig er að ég bý í gamla Vest- Inga . Einarsdóttir sjúkraliði á Kleppsspítala hringdi: Ég bý í stærsta hverfi borgar- innar, Breiðholtinu, og þarf að fara til vinnu á Kleppsspítalann á hverjum degi. Þessi leið virðist í fljótu bragði bein og greið, en er það ekki ef maður þarf að ferðast Enn um vítamín Anna hringdi: Ég vil taka undir það sem kom fram í þessum dálki miðvikudag- inn 12. desember í sambandi við verðmun á vítamínum. Ég hef keypt Gingsoplex og er verðmunur á einu slíku glas allt að 114 krón- um. Ég athugaði hvort um sömu sendingu væri að ræða og reyndist svo vera. Mér finnst þessi verð- munur mjög mikill og ráðlegg fólki eindregið að athuga þetta vel áður en það kaupir vítamín. Formið yrkir Velvakandi. Formið yrkir er fyrirsögn á ritdómi Sveinbjarnar Bald- vinssonar um Ljóðabók mína í Morgunblaðinu 11. des. sl. Af því tilefni varð eftirfarandi vísa til: Listin efld við orðastorm ýmsu þarf að hafna; því vill ekkert ærlegt form yrkja fyrir Nafna. Sveinbjörn Beinteinsson, Draghálsi. urbænum í Hafnarfirði og sex ára dóttir mín sækir Víðistaðaskóla. Sex ára börnum er ætlaður sér- inngangur á suðurhlið skólahúss- ins en aðrir ganga inn að norðan- verðu. Fyrir börnin úr Vesturbæn- um er um dálítið langa leið að fara með strætisvagni. Raunin er sú að það gengur enginn strætisvagn úr Breiðholtinu og niður í Elliðavog, þar sem eru fjöldamörg fyrirtæki auk Hrafnistu og Kleppsspítala. Það segir sig sjálft að fjöldi fólks úr Breiðholti þarf að fara þessa leið. En eins og málum er háttað í dag, þarf að taka tvo vagna og ganga auk þess drjúgan spöl til þess að komast til vinnu. Ég hef oft skrifað Strætisvögn- um Reykjavíkur, en þeir svara mér ekki. Það eru margir sam- mála mér í þessu, þar sem okkur finnst þetta vera bein lína úr Breiðholtinu og niður í EUiðavog og Kleppsveg. Ég spyr því þá hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur hvort þeir vilji ekki svara mér? Jóna Guðmundsdóttir hringdi: Hjartans þakkir til Sveins Sveinssonar á Hrafnistu fyrir notaleg orð í okkar garð í Velvak- anda. Við konurnar í Ellimála- nefnd Bandalags kvenna í Reykja- vík höfum verið með dagskrá í kvöldvökuformi í þrjú ár og farið með hana á milli dvalarheimila aldraðra í borginni. Einnig höfum við fengið til liðs við okkur ýmsar konur og menn og reynt að hafa með okkur harmónikkuleikara, svo hægt sé að dansa á eftir. í yfir hraun gamla Víðistaðatúnsins að þessum dyrum. Þessi leið er ómalbikaður en akfær vegarslóði, vart svo breiður að hægt sé að mæta bíl þar. En það sem verst er, er að vegur þessi er algjörlega óupplýstur og það á reyndar einn- ig við um allan innganginn í skól- ann. Þar er ekki einu sinni útiljós. Ég hef ekki treyst dóttur minni að ganga þessa leið í skólann í svartasta skammdeginu og ek henni því á morgnana. Ég sé að þannig er með fleiri foreldra að þau fylgja börnum sínum. En leið- inlegt finnst mér^ að sjá alla glampana frá endurskinsmerkjun- um á veginum þegar ég ek þar um og veit að krakkarnir sjá vart niður fyrir fætur sér vegna myrk- urs. Manni svíður einnig þegar barn- ið kemur heim úr skólanum með sundurhöggvið hnéð á buxunum og segist hafa dottið um stein við skólann vegna þess „að það eru engin ljós hjá okkur". Ég vona að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og rafveitan sjái nú sóma sinn í því að lýsa upp þessa leið og skólaanddyrið og láti ekki minnstu skólabörnin paufast þetta áfram í myrkrinu mikið lengur. Það virðist alltaf hallað á þá sem minnst mega sín og mynda ekki þrýstihópa en það gera sex ára börn ekki. þessu tilfelli, sem Sveinn Sveins- son minnist á, var með okkur Sig- ríður Hannesdóttir leikari, sem söng gamanvísur við undirleik Aage Lorange við mikinn fögnuð fólksins. Við bandalagskonur skemmtum okkur alltaf mjög vel og kannski ekkert síður en eldra fólkið. Einnig vil ég færa Rafni Sig- urðssyni forstöðumanni á Hrafn- istu og starfsfólkinu þar mínar bestu þakkir fyrir móttökuna. Strætó úr Breið- holti í Elliðarvog Góðar móttökur á Hrafnistu Misskilningur leiðréttur Jóhann Þórnlfsson skrifar: Ég tel nauðsynlegt að leiðrétta þann leiða misskilning, sem fram kemur í viðtali DV við Guðmund Einarsson frá Eskifirði nú nýlega. Þar nefnir hann bágborna læknis- þjónustu sem orsök brottflutn- ings. Ég þekki vel til þessara mála og vil upplýsa að einn og sami læknir þjónar bæði á Eskifirði og Reyðarfirði og við mjög góðan orð- stír á báðum stöðum. Hann hefur það umfram aðra lækna suma hverja, að ef hann getur ekki vegna tækjaleysis eða annarrar aðstöðu rannsakað sjúkling nógu rækilega, þá sendir hann viðkom- andi til sérfræðings, á Norðfjörð eða til Reykjavíkur. Ef læknir sá sem sonur minn leitaði til hefði sent hann á sínum tíma í rann- sókn suður, þá hefði ég ekki misst hann svo sviplega. Orð margra hefi ég fyrir þessu. Ómaklega árás á lækninn á Éskifirði er því furðu- leg. Umdæmið er fjölmennt og þar eiga lögum samkvæmt að vera tveir læknar. Það er engum einum lækni ætlandi að komast yfir það starf, sem því tengist. Hversu góð- ur sem læknirinn er er það útilok- að. Það eru takmörk fyrir því álagi sem hægt er að leggja á einn mann og hve lengi hann þolir slíkt álag. Ég veit ekki betur en Helgi Seljan hafi fengið samþykkta lagabreytingu um tvo lækna í stað eins. Á fjárlögum þarf því nú þeg- ar að bæta úr þessu og fá tvo lækna að heilsugæzlustöðinni á Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.