Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANtJAR 1985 13 Rætt við Ingu Jónu Þórðardóttur formann útvarpsráðs verður áfram með gerð þjóðlegs og menningarlegs efnis, tel ég að sjónvarpið verði að auka hlut ís- lensks skemmti- og afþreyingar- efnis. Þar eru ótal möguleikar til og við eigum að gefa okkar lista- mönnum og skemmtikröftum tækifæri á þessu sviði. Það dugar ekki eitt skaup á ári. Af öðrum málum, sem eru á döf- inni má nefna, að það er brýnt, að gengið verði frá höfundaréttar- málum varðandi það efni, sem sjónvarpið framleiðir sjálft, svo að hægt verði að gefa út t.d. ís- lensk leikrit á myndböndum, að ekki sé talað um allt það efni í eigu sjónvarpsins, sem hægt væri að nota. við kennslu. Svo megum við ekki gleyma sjómönnum, sem greiða sín afnotagjöld. Til þeirra væri hægt að dreifa efni á mynd- böndum og sömuleiðis til íslend- inga erlendis," sagði Inga Jóna. Að lokum barst talið að þjónustu Ríkisútvarpsins við landsbyggð- ina. „Útibúið á Akureyri, RÚVAK, hefur gefið það góða raun, að það er vel þess virði að athuga hvort ekki mætti koma svipuðum útibú- um upp annars staðar," sagði hún. „Nú er verið að ræða mögulega aukningu á starfsemi RÚVAK með staðbundinni útsendingu og það er ef til vil tímanna tákn, að nú heldur útvarpsráð sinn fyrsta fund á Akureyri á föstudaginn kemur." „Bruðlum ekki við bensínstöðva- byggingar“ — segir Þórður Ás- geirsson forstjóri Olís vegna ummæia forsæt- isráðherra „ÞAÐ ER fráleitt að setja máliö þann- ig fram. Reikningar þessa fvrirtækis, sí ðan ég réöst til þess, sýna að gas- olía og svartolía hafa ekki myndað hagnaö þegar hann hefur á annað borð verið, það hefur verið bensínið og sérstaklega þó aðrar vörutegund- ir,“ sagði I»órður Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslunar íslands hf., í samtali við Mbl. í fyrradag þegar leitað var álits hans á ummælum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í Mbl. Forsætisráðherra spurði þar meðal annars hvort „allar þessu er stóru bensínstöðvar" séu byggðar fyrir peninga frá útgerðinni. „Ég vísa því einnig alveg á bug að við séum að bruðla í bensínstöðva- byggingum. Hvað Olís varðar get ég upplýst það að við höfum aðeins byggt tvær bensínstöðvar frá grunni síðan ég kom til fyrirtækis- ins og það eru ekki dýrar stöðvar. Bensínstöðin á Ánanaustum kost- aði til dæmis ekki nema 2,5 milljón- ir kr. Umsókn okkar um hækkun á bensíni og olíum snýst einfaldlega um að skera þann skuldahala sem er á innkaupajöfnunarreikningnum frá. Hann er neikvæður um rúmar 200 milljónir kr. og er það sú upp- hæð sem við eigum inni hjá verð- laginu og viljum fá til baka á 3 mánuðum. Við viljum líka fá tH baka álagninguna sem var skert við síðustu verðákvörðun, að því er við teljum á röngum forsendum. Þetta er allt og sumt sem við biðjum um,“ sagði Þórður einnig. orramatur 1ÍS5| Blandaður iM siírmatur í, í(AU' m/mysu (Lundabaggi-Sviðasulta Hrútspungar - Bringur -Lifrapylsa og blóðmör) fe}ls295-°° Nettó innihald ca. 1,3 kg. HRÚT<S P uÚáHtl Blandaður súrmatur (Lundabaggi — Sviðasulta— r "■ | ■ Hrútspungar— Bringur— J m/mysu Nettó innihald ca. 1,1 kg Fatan Þorrabakki og gefum ; að smakka Hreinsuð svið okkar gómsæta Súrmat Kynnum Sfldarrétti frá Islenskum matvælumh.f. 20% afsláttur Cosas Harðfiskur 20% LÆGRA VERÐ Opið til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti en til kl. 21 í Mjóddinni AUSTURSTRÆT117 — STARMYRI 2 MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.