Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 Sigurvin Helgi Baldvinsson - Kveðja Fsddur 7.nóvember 1953 Dáinn 28. desember 1984 „Mönnunum er ekki ætlað ör- yggi himnanna." (J.F. Kennedy.) Það voru mér sem öðrum mikil harmatíðindi er sú frétt spurðist að kvöldi hins 28. des. sl. að Sigur- vin á Brekku hefði látist eftir bif- reiðaslys þann sama dag, skammt frá ólafsdal. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum þessa vinar míns og fyrrverandi mágs. Sigurvin Helgi fæddist á Gils- fjarðarbrekku 7. nóvember 1953. Hann var sonur hjónanna Ólafíu Magnúsdóttur og Baldvins Sigur- vinssonar er þar bjuggu megin- hluta sinnar búskaparævi. Hann var næstyngstur sex alsystkina en átti tvo hálfbræður frá fyrra hjónabandi föður síns. Hann elst því upp á frekar mannmörgu heimili, þar, sem vinátta og glað- værð situr i öndvegi. Mótaði sú dýrmæta æskugjöf líf hans síðan. Þrátt fyrir að ekki mikil fjar- lægð skildi að heimili okkar, minnist ég ekki að hafa séð hann svo ég veitti honum eftirtekt fyrr en hann var kominn yfir ferm- ingu, enda samgöngur á milli bæja norðan og sunnan Steinadalsheið- ar minni og tímabundnari áður en bifreiðaeign til sveita varð eins al- geng og nú hin síðari ár. Kynni okkar hefjast þegar hann og yngsta systir mín, Bjargey, byrj- uðu sambúð haustið 1971. Hann gengur þá í föðurstað ungum syni hennar, Sigurði Rúnari Bergdal, sem þrátt fyrir aðskilnað þeirra bar til hans hlýju upp frá því svo og foreldra hans. Þau búa saman á Gilsfjarðarbrekku í nær fjögur ár en þá skilur leiðir. Vorið 1975 kemur hann og býður mér sam- starf um búskap hér í Miðhúsum. Hann komi með sínar skepnur og saman ynnum við að búinu eftir því sem verkefni kalli að, ég verði þó áfram eigandi jarðarinnar. Þessu boði hans tók ég fegins hendi. Til hafði staðið um nokkurt skeið að hafin yrði hér bygging útihúsa en lítið orðið úr fram- kvæmdum. Við komu hans óx mér kjarkur til að hefjast handa um framkvæmdir, enda gerir nokkur bústofnsaukning þær nauðsynleg- ar. Hann var þessa mjög hvetjandi svo og að auka ræktunina. Lagði hann nokkuð á sig til þess að af þessu hvorutveggja gæti orðið og gekk að hverju starfi af kappi miklu. Ræktunin er hafin strax en útihúsabyggingar hefjast svo vor- ið 1977. Með Sigurvin kemur ákveðinn ferskleiki, sem ég hygg að fleiri hafi fundið og notið í þessari byggð en við á þessu heimili. Hann hafði mikla þörf fyrir félagsskap enda félagslyndur, ætíð tilbúinn að taka þátt í leikjum og skemmt- unum, oft einnig hvatamaður að þeim. Yfir honur var ætíð létt, aldrei logn, deyfð né drungi. Hann ávann sér traust fólks hér um slóðir enda bæði bónþægur og oft með ólíkindum viðbragðsfljótur væri hans aðstoðar leitað. Sér- staklega laðaðist ungt fólk að hon- um sem eðlilegt var. Sumarið 1978 verða enn þátta- skil í lífi hans. Foreldrar hans hafa ákveðið að draga saman segl- in og minnka við sig og hætta sauðfjárbúskap að mestu en vera áfram með nokkrar kýr. Hann hefur oft farið til hjálpar foreldr- um sínum, sérstaklega i sambandi við heyskap og smalanir. Nú leitar hugurinn til átthaganna á nýjan leik enda hefur þá ung og indæl stúlka, Hugrún Hersilía Einars- dóttir í Hvítárhlíð, gefið honum alla ást sína og heitið honum ævi- fylgd. Verður það að ráði að þau hefja búskap á Gilsfjarðarbrekku, fyrst í sambýli við foreldra hans en 1981 taka þau við allri jörðinni. Ólafía og Baldvin flytja þá suður. Heilsu Baldvins hrakar nú skjótt. Hann deyr í nóvember 1982. Fáir af okkar kynslóð höfðu, sem þau Sigurvin og Hugrún, aðeins búið hin mestu samfelldu harðindaár, sem komið hafa á þessari öld að því síðasta frátöldu. En þrátt fyrir erfitt árferði og lítil efni höfðu þau hafið myndarlega uppbygg- ingu á jörðinni enda bæði sam- hent og áhugasöm. Ekki blandaðist kunnugum hug- ur um hneigð Sigurvins til bú- skapar, þá sérstaklega fjárbú- skapar. Því verður samt ekki neit- að að sjórinn átti einnig allmikið af huga hans. Féll honum sjó- mennskan vel. Reri hann nokkrar vertíðir frá höfnum sunnanlands einnig eftir að hann hóf búskap. Þeim þætti í lífi hans er ég ókunn- ugur. Veit aðeins að ekki hefur á hann hallað í þeim störfum frekar en öðrum er hann lagði hönd að. Á sjómannsárum hans seildist dauð- inn a.m.k. tvívegis til hans. Slapp hann naumlega í bæði skiptin. Eftir hina síðari viðureign þeirra bar hann merki til hinstu stundar. Hann hafði í nokkrar vikur beðið eftir skiprúmi er áfallið mikla reið yfir hinn dimma desemberdag. Það er mikil blóðtaka fámennu byggðarlagi þegar bóndi í blóma lífsins fellur frá svo skyndilega sem hér hefur orðið. öllum er það kunnugt, sem við sauðfjárbúskap fást, hversu góð samvinna um fjallskil er mikilvæg. Land á Gilsfjarðarbrekku er ekki þægi- legt til smölunar, klettabelti mikið skilur að fjalllendi og byggð. Þar hagar og svo til að margt afbæj- arfé gengur þar í landi. Ekki var hægt að hugsa sér kappsfyllri og duglegri mann til smölunarstarfa en Sigurvin. ósérhlífni hans og áræði stuðlaði að góðum skilum á fé, sem við mátum ekki alltaf sem skyldi er þess nutum. Margri kindinni bjargaði hann með hin- um mikla vilja sínum og glöggri eftirtekt. Hjá honum var það aukaatriði, hver skepnuna átti, sem bjarga þurfti frá hættum. Við fráfall hans hefur nú einn sterkasti hlekkurinn í þeirri veigamiklu keðju slitnað. Skarð það verður vandfyllt. Á sl. hausti kom fyrst rafmagn að Gilsfjarðarbrekku. Jók það vonir allra góðra manna um að með því yrði byggð þar treyst, benti reyndar ekkert til annars, þau enda samtaka um að gera allt hvað hægt væri til að búskap mætti stunda þar með þægilegum hætti, þó það kostaði mikið vinnu- álag þar til því takmarki væri náð. Strax eftir slysið tók Hugrún ekki annað í mál en að fara heim að Gilsfjarðarbrekku því hún gat ekki hugsað sér að hafa þar allt ljóslaust. Sá kjarkur er aðdáunar- verður og ekki öllum ungum kon- um gefinn. Engan hefi ég fyrirhitt á lífsleið minni, sem fljótar og betur hefur svarað fyrir sig þegar honum fannst ómaklega að sér vegið frá þeim, sem uppfullir voru af að- fengnu viti og hugðust nota það til að snúa á fávísan sveitamanninn. Þennan hæfileika notaði hann ekki nema í nauðvörn og aldrei gegn börnum og unglingum svo ég yrði vitni að. Honum var gefinn sá fágæti hæfileiki að sjá margt það sem flestum öðrum er hulið. Þrátt fyrir nokkurra ára náin kynni okkar minntist hann aldrei á þetta við mig. Ég vissi þó af þessum hæfileika hans. Það var ekki fyrr en á síðustu samverudögum okkar er við unnum saman vestur í Múla í Gufudalssveit á sl. hausti að við ræddum þessi mál. Varð ég þá margs vísari. Hann fjallaði um þau af gætni hins hyggna manns. Þó missir okkar samstarfs- manna hans og vina sé mikill er hann þó smávægilegur í saman- burði við það sem ung ekkja hans, tvær litlar dætur, öldruð móðir og systkini hans þurfa að bera. Til þeirra leita hugur okkar. Elsku Hugrún. Ég óska þess að þér veitist hjálp til að bera byrðar sem svo skyndilega hafa verið lagðar á þínar ungu herðar. Til þess hjálpi þér guð. Blessuð sé minningin um þenn- an góða dreng. Guófinnur Finnbogason t Dóttir min og systir okkar, KRÍSTÍN JÓNA STEFÁNSDÓTTIR, Furugerói 1, lést í Landakotsspitala 23. janúar sl. Oddný V. Guðjónsdóttir, Jóhanna Stefónsdóttir, Hermann Stefánsson. t Frænka okkar, ABIGAEL JÓNSDÓTTIR STEINHÓLM fré Noröurbotni, Tólknafiróí, er látin. Systkinabörn. t MARGRÉT DANÍELSDÓTTIR frá Reykjum á Reykjabraut, Austur - Húnavatnssýslu, er látin. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks Vifilsstaöaspitala fyrir hlýja umhyggju og frábæra hjúkrun. Fyrir hönd vandamanna. Kristfn S. Björnsdóttir. Eiginmaöur minn, t LARSEFAABERG, Kollerudveien 24b, Konnerud, Drammer, andaöist 22. janúar. Sigrföur Pétursdóttir Faaberg. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, TEITUR SVEINBJÓRNSSON, Öldugötu 6, andaöist aö morgni 23. janúar i Borgarspitalanum. Benedikta Bjarnadóttir, Guólaug Teitsdóttir, Ársæll Másson t Eiginmaöur minn, JÓHANNES REYKJALÍN TRAUSTASON, Ásbyrgi, Hauganesi, lóst i Fjóröungssjúkrahúsínu Akureyri 22. þessa mánaðar. Jaröarförin auglýst siöar. F.h. vandamanna, Hulda Vigfúsdóttír, t Móöir okkar, tengdamóöir, dóttir og amma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Njálsgötu 81, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13.30. Benedikt Guömundsson, Bergdis Ottósdóttir, Einar Guömundsson, Erla Magnúsdóttir, Birgir Guömundsson, Marfa Gfsladóttir og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaöir minn, GUÐJÓN GUDMUNDSSON, Brekkukoti, Reykholtsdal, áöur Melkoti, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju, laugardaginn 26. janúar kl. 14.00. Sigurjón Guöjónsson, Guömundur Guöjónsson, Helga Laufey Hannesdóttir. t Útför eiginmanns mins og fööur okkar, EGGERTS GUÐMUNDSSONAR, Laufási 4a, Garóabæ, fer fram frá Garöakirkju, laugardaginn 26. janúar kl. 1.30. Heiórún Magnúsdóttir, Guölaug H. Eggertsdóttir, Frföur Eggertsdóttir, Helgi Már Eggertsson, Björgvin örn Eggertsson, Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.