Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Húsnæði Blikksmiöj-
unnar Vogs til sölu:
Einhell
vandaöar vörur
Loftpressur
FYRIR LIGGJANDI
ALLTAF SAMA LÁGA
VERÐIÐ
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
RYKSUGUR
LÉTTAR - HANDHÆGAR
SJÚGA EINNIG VATN
HAGSTÆTT VERÐ
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
Einhell
vandaöar vörur
Léttar
handhægar
steypu
hrærivélar
Á MJÖG
GÓÐU VERÐI
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
SjálfsUeðishúsið á Höfn í Hornafirði er teiknað af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall.
Sjálfstæðishús
vígt á Höfn
Sjálfstæðisfélag Austur-Skafta-
fellssýslu tók í notkun nýtt hús á
Höfn í Hornafirði á sunnudag.
Húsið er á tveimur ha ðum og er
grunnflötur þess rúmir 100 m2.
Hafist var handa við byggingu
hússins í júlímánuði árið 1983.
Sjálfstæðisfélagið hafði lengi
verið í húsnæðishraki, en fengið
inni með fundi sína hjá Slysa-
varnafélaginu á Höfn. í ávarpi
Egils Jónssonar, þingmanns, við
vígslu hússins kom það fram, að
félagar í Sjálfstæðisfélaginu
hefðu strengt þess heit á kosn-
ingadaginn, 23. apríl 1983, að ef
þingmenn Sjálfstæðisflokks í
Austurlandskjördæmi yrðu
áfram tveir, þá yrði gert átak í
húsnæðismálum félagsins. Þing-
mönnunum héldu þeir Austfirð-
ingar og hefur hús félagsins nú
risið af grunni. Egill Jónsson
þakkaði þeim fjölmörgu, sem
lagt hafa hönd að verki, en húsið
er allt byggt í sjálfboðavinnu.
Telst mönnum svo til, að 4250
vinnustundir hafi farið í bygg-
inguna. Húsið er metið á 3 millj-
ónir króna og er að mestu greitt.
Sigþór Hermannsson er for-
maður Sjálfstæðisfélagsins.
Hann sagði, að félagið væri nú
vel í stakk búið til að takast á við
verkefni komandi ára. „Á neðri
hæð hússins verða fundir og
samkomur, en á efri hæðinni,
sem ekki hefur verið gengið frá
að fullu verða fundarherbergi,
setustofa og snyrting. Notkunin
verður að ráðast til að byrja
með, enda hafa félagar í Sjálf-
stæðisfélaginu ekki haft tíma til
þess undanfarið að skipuleggja
reksturinn. Það hefur allur tími
farið í að ljúka við bygginguna,"
sagði Sigþór.
Bygging hússins var fjár-
mögnuð með tekjum af sölu
Múla, blaðs sjálfstæðismanna í
Austur-Skaftafellssýslu. Einnig
hefur Sjálfstæðisfélagið fengið
að halda eftir ágóða af sölu
happdrættismiða Sjálfstæðis-
flokksins í sínu umdæmi. Sigþór
Hannesson óskaði eftir að koma
á framfæri innilegu þakklæti til
allra þeirra er lagt hefðu þeim
lið, bæði með vinnuframlagi og
fjárframlagi. Hann sagöi, að
70—80 manns hefðu unnið við
bygginguna, en félagar í Sjálf-
stæðisfélaginu eru um 250 tals-
ins.
Við vígslu hússins á sunnudag
var haldið kaffisamsæti og voru
um 150 manns þar saman komn-
ir. Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, og Sverrir
Hermannsson, iðnaðarráðherra,
óskuðu félögum í Sjálfstæðisfé-
laginu til hamingju með nýja
húsið og sagði Þorsteinn m.a.:
„Framtak ykkar eflir þær hug-
sjónir, sem við berjumst fyrir.
Það eflir starfsemi félagsins hér
og þar með Sjálfstæðisflokkinn
allan.“
Að kveldi sunnudags var fyrsti
almenni stjórnmálafundurinn í
Sjálfstæðishúsinu á Höfn.
Frummælendur voru þeir Þor-
steinn og Sverrir og sóttu fund-
inn um 80 manns.
Morgunblaðið/Haukur.
Hornflrdingar þáðu kaffiveitingar við vígslu hússins og komu alls um 150
manns.
„Ætlum að
flytja í
hentugra
húsnæði“
— segir Rúnar
Steinsen forstjóri
„VIÐ ÆTLUM alls ekki að leggja
fyrirtækið niður — hugmyndin er að
selja það húsnæði, sem við erum í
núna og kaupa nýtt, sem hentar
okkur betur,“ sagði Rúnar Steinsen,
forstjóri Blikksmiðjunnar Vogs hf. í
Kópavogi er Mbl. spurðist fyrir um
framtíðaráform fyrirtækisins. Fast-
eignir þess í Auðbrekku í Kópavogi
hafa verið auglýstar til sölu, samtals
rúmlega 2000 fermetrar.
Rúnar sagði að af hálfu fyrir-
tækisins væri vilji fyrir því að
fara í ódýrara og hentugra hús-
næði, núverandi aðstaða væri á of
mörgum hæðum og þar að auki í
hverfi, sem væri smám saman að
breytast í verslunar- og skrif-
stofuhverfi. Það hentaði ekki
rekstri blikksmiðjunnar. „Við er-
um með annaö húsnæði í Kópa-
vogi í sigti enda viljum við ekki
fara úr bænum ef kostur er á að
vera hér áfram,“ sagði hann.
„Þessu húsnæði okkar hefur þegar
verið sýndur nokkur áhugi, svo ég
hef ekki trú á öðru en að áætlanir
okkar gangi eftir."
Rangt farið
með nafn
Hjörleifs
ÞAU leiðu mistök urðu í viðtali er
birtist sl. sunnudag við Hjörleif
Hallgríms, sem starfar að ferða-
mannaþjónustu í London, að hann
var sagður Hallgrímsson. Er beð-
ist velvirðingar á þessum slæmu
mistökum.
Afhenti
trúnaðarbréf
HINN 17. þ.m. afhenti Niels P.
Sigurðsson, sendiherra, ólafi V.
Noregskonungi trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra Islands í Noregi.
Frá Utanríkisráðuneytinu.
45. einvígisskákin:
Karpov skipti upp til jafnteflis
Skák
Margeir Pétursson
45. einvígisskák þeirra Karpovs
og Kasparovs iauk með jafntefli í
36 leikjum í Moskvu á miðviku-
dag. Karpov lék kóngspeðinu í
fyrsta leik og er þetta þriöja ein-
vígisskákm í röð sem hafin er
þannig. Aður í einvíginu hefur
drottningarpeðsbyrjun notið mun
meiri vinsælda, en kóngspeðsbyrj-
anir eru yfirleitt tvísýnni og bendir
byrjanaval kappanna til þess að
þeir vilji fara að höggva á hnútinn.
Skákin í gærkvöldi var ekki
sérlega athyglisverð, því heims-
meistarinn, sem hafði hvítt,
tefldi ekki af miklum innblæstri.
Eftir nokkurt þóf í miötaflinu
tók hann af skarið í 23. leik og
fylgdu mikil uppskipti í kjölfar-
ið. Sem sagt enn ein rökrétt
jafnteflisskák.
Að lokum ein leiðrétting: Þess
var getið í grein um einvígið sem
birtist hér í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn að Jury Balashow,
einn af aðstoðarmönnum Kar-
povs, hefði teflt á fyrsta borði
hjá sovézku ólympíusveitinni í
Saloniki. Þetta er rangt, Balash-
ow hefur vart vikið frá hlið Kar-
povs allt einvígið, enda komst
hann ekki í sovézka ólympíuliðið.
Á fyrsta borði í liðinu tefldi hins
vegar Beljavsky.
45. skákin:
Hvítt: Antoly Karpov.
Svart: Gary Kasparov.
Sikileyjarvörn.
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,
6. Be2 — e6, 7. 0—0 Be7, 8. f4
0—0, 9. Khl — Dc7, 10. a4 —
I 43. skákinni tefldi Karpov
mun hvassar: 10. Del — b5, 11.
Bf3 - Bb7,12. e5 - Re8,13. f5!?
— Rc6, fl. Be3 — He8, 12. Bf3 —
Hb8,13. Dd2 — Rxd4,14. Bxd4 —
e5, 15. Ba7 —
Með þessum innskotsleik
þvingar hvítur Hb8 á verri reit.
— Ha8, 16. Be3 — Bd7, 17. a5
— Hac8, 18. Be2 — Bc6, 19. Dd3
— I)d8
Merkilegur leikur, senni-
legasta skýringin er sú að Kasp-
arov hefur ekki viljað hafa
drottninguna í skotlinu hvíta
svartreitsbiskupsins eftir upp-
skipti á f4.
20. Hfdl - exf4, 21. Bxf4 - Bf8,
22. Bf3 — De7
Pressa svarts gegn e4 vegur
upp á móti veikleika hans á d6,
en hvítur stendur þó heldur bet-
ur vegna yfirburða sinna í rými.
Nú tekur Karpov hins vegar þá
ákvörðun að leysa taflið upp:
23. Bxd6 — Dxd6, 24. Dxd6 —
Bxd6, 25. Hxd6 — Rxe4, 26. Hxc6
— Hxc6, 27. Rxe4 — Hce6!
Þvingar fram jafnt
hróksendatafl.
28. Kgl - Hxe4, 29. Bxe4 —
Hxe4, 30. Hdl - g5, 31. Hd5 -
h6, 32. c3 - He6, 33. Kf2 - Kg7,
34. g4 — b6, 35. h3 — Kg6, 36. Kf3
— h5. Jafntefli.