Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1985næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 25.01.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 25.01.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 Húsnæði Blikksmiöj- unnar Vogs til sölu: Einhell vandaöar vörur Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 Einhell vandaöar vörur Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 SjálfsUeðishúsið á Höfn í Hornafirði er teiknað af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Sjálfstæðishús vígt á Höfn Sjálfstæðisfélag Austur-Skafta- fellssýslu tók í notkun nýtt hús á Höfn í Hornafirði á sunnudag. Húsið er á tveimur ha ðum og er grunnflötur þess rúmir 100 m2. Hafist var handa við byggingu hússins í júlímánuði árið 1983. Sjálfstæðisfélagið hafði lengi verið í húsnæðishraki, en fengið inni með fundi sína hjá Slysa- varnafélaginu á Höfn. í ávarpi Egils Jónssonar, þingmanns, við vígslu hússins kom það fram, að félagar í Sjálfstæðisfélaginu hefðu strengt þess heit á kosn- ingadaginn, 23. apríl 1983, að ef þingmenn Sjálfstæðisflokks í Austurlandskjördæmi yrðu áfram tveir, þá yrði gert átak í húsnæðismálum félagsins. Þing- mönnunum héldu þeir Austfirð- ingar og hefur hús félagsins nú risið af grunni. Egill Jónsson þakkaði þeim fjölmörgu, sem lagt hafa hönd að verki, en húsið er allt byggt í sjálfboðavinnu. Telst mönnum svo til, að 4250 vinnustundir hafi farið í bygg- inguna. Húsið er metið á 3 millj- ónir króna og er að mestu greitt. Sigþór Hermannsson er for- maður Sjálfstæðisfélagsins. Hann sagði, að félagið væri nú vel í stakk búið til að takast á við verkefni komandi ára. „Á neðri hæð hússins verða fundir og samkomur, en á efri hæðinni, sem ekki hefur verið gengið frá að fullu verða fundarherbergi, setustofa og snyrting. Notkunin verður að ráðast til að byrja með, enda hafa félagar í Sjálf- stæðisfélaginu ekki haft tíma til þess undanfarið að skipuleggja reksturinn. Það hefur allur tími farið í að ljúka við bygginguna," sagði Sigþór. Bygging hússins var fjár- mögnuð með tekjum af sölu Múla, blaðs sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu. Einnig hefur Sjálfstæðisfélagið fengið að halda eftir ágóða af sölu happdrættismiða Sjálfstæðis- flokksins í sínu umdæmi. Sigþór Hannesson óskaði eftir að koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra er lagt hefðu þeim lið, bæði með vinnuframlagi og fjárframlagi. Hann sagöi, að 70—80 manns hefðu unnið við bygginguna, en félagar í Sjálf- stæðisfélaginu eru um 250 tals- ins. Við vígslu hússins á sunnudag var haldið kaffisamsæti og voru um 150 manns þar saman komn- ir. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, óskuðu félögum í Sjálfstæðisfé- laginu til hamingju með nýja húsið og sagði Þorsteinn m.a.: „Framtak ykkar eflir þær hug- sjónir, sem við berjumst fyrir. Það eflir starfsemi félagsins hér og þar með Sjálfstæðisflokkinn allan.“ Að kveldi sunnudags var fyrsti almenni stjórnmálafundurinn í Sjálfstæðishúsinu á Höfn. Frummælendur voru þeir Þor- steinn og Sverrir og sóttu fund- inn um 80 manns. Morgunblaðið/Haukur. Hornflrdingar þáðu kaffiveitingar við vígslu hússins og komu alls um 150 manns. „Ætlum að flytja í hentugra húsnæði“ — segir Rúnar Steinsen forstjóri „VIÐ ÆTLUM alls ekki að leggja fyrirtækið niður — hugmyndin er að selja það húsnæði, sem við erum í núna og kaupa nýtt, sem hentar okkur betur,“ sagði Rúnar Steinsen, forstjóri Blikksmiðjunnar Vogs hf. í Kópavogi er Mbl. spurðist fyrir um framtíðaráform fyrirtækisins. Fast- eignir þess í Auðbrekku í Kópavogi hafa verið auglýstar til sölu, samtals rúmlega 2000 fermetrar. Rúnar sagði að af hálfu fyrir- tækisins væri vilji fyrir því að fara í ódýrara og hentugra hús- næði, núverandi aðstaða væri á of mörgum hæðum og þar að auki í hverfi, sem væri smám saman að breytast í verslunar- og skrif- stofuhverfi. Það hentaði ekki rekstri blikksmiðjunnar. „Við er- um með annaö húsnæði í Kópa- vogi í sigti enda viljum við ekki fara úr bænum ef kostur er á að vera hér áfram,“ sagði hann. „Þessu húsnæði okkar hefur þegar verið sýndur nokkur áhugi, svo ég hef ekki trú á öðru en að áætlanir okkar gangi eftir." Rangt farið með nafn Hjörleifs ÞAU leiðu mistök urðu í viðtali er birtist sl. sunnudag við Hjörleif Hallgríms, sem starfar að ferða- mannaþjónustu í London, að hann var sagður Hallgrímsson. Er beð- ist velvirðingar á þessum slæmu mistökum. Afhenti trúnaðarbréf HINN 17. þ.m. afhenti Niels P. Sigurðsson, sendiherra, ólafi V. Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Noregi. Frá Utanríkisráðuneytinu. 45. einvígisskákin: Karpov skipti upp til jafnteflis Skák Margeir Pétursson 45. einvígisskák þeirra Karpovs og Kasparovs iauk með jafntefli í 36 leikjum í Moskvu á miðviku- dag. Karpov lék kóngspeðinu í fyrsta leik og er þetta þriöja ein- vígisskákm í röð sem hafin er þannig. Aður í einvíginu hefur drottningarpeðsbyrjun notið mun meiri vinsælda, en kóngspeðsbyrj- anir eru yfirleitt tvísýnni og bendir byrjanaval kappanna til þess að þeir vilji fara að höggva á hnútinn. Skákin í gærkvöldi var ekki sérlega athyglisverð, því heims- meistarinn, sem hafði hvítt, tefldi ekki af miklum innblæstri. Eftir nokkurt þóf í miötaflinu tók hann af skarið í 23. leik og fylgdu mikil uppskipti í kjölfar- ið. Sem sagt enn ein rökrétt jafnteflisskák. Að lokum ein leiðrétting: Þess var getið í grein um einvígið sem birtist hér í Morgunblaðinu á þriðjudaginn að Jury Balashow, einn af aðstoðarmönnum Kar- povs, hefði teflt á fyrsta borði hjá sovézku ólympíusveitinni í Saloniki. Þetta er rangt, Balash- ow hefur vart vikið frá hlið Kar- povs allt einvígið, enda komst hann ekki í sovézka ólympíuliðið. Á fyrsta borði í liðinu tefldi hins vegar Beljavsky. 45. skákin: Hvítt: Antoly Karpov. Svart: Gary Kasparov. Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 — e6, 7. 0—0 Be7, 8. f4 0—0, 9. Khl — Dc7, 10. a4 — I 43. skákinni tefldi Karpov mun hvassar: 10. Del — b5, 11. Bf3 - Bb7,12. e5 - Re8,13. f5!? — Rc6, fl. Be3 — He8, 12. Bf3 — Hb8,13. Dd2 — Rxd4,14. Bxd4 — e5, 15. Ba7 — Með þessum innskotsleik þvingar hvítur Hb8 á verri reit. — Ha8, 16. Be3 — Bd7, 17. a5 — Hac8, 18. Be2 — Bc6, 19. Dd3 — I)d8 Merkilegur leikur, senni- legasta skýringin er sú að Kasp- arov hefur ekki viljað hafa drottninguna í skotlinu hvíta svartreitsbiskupsins eftir upp- skipti á f4. 20. Hfdl - exf4, 21. Bxf4 - Bf8, 22. Bf3 — De7 Pressa svarts gegn e4 vegur upp á móti veikleika hans á d6, en hvítur stendur þó heldur bet- ur vegna yfirburða sinna í rými. Nú tekur Karpov hins vegar þá ákvörðun að leysa taflið upp: 23. Bxd6 — Dxd6, 24. Dxd6 — Bxd6, 25. Hxd6 — Rxe4, 26. Hxc6 — Hxc6, 27. Rxe4 — Hce6! Þvingar fram jafnt hróksendatafl. 28. Kgl - Hxe4, 29. Bxe4 — Hxe4, 30. Hdl - g5, 31. Hd5 - h6, 32. c3 - He6, 33. Kf2 - Kg7, 34. g4 — b6, 35. h3 — Kg6, 36. Kf3 — h5. Jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 20. tölublað (25.01.1985)
https://timarit.is/issue/119916

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

20. tölublað (25.01.1985)

Gongd: