Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 23 Reagan á fyrsta blaðamannafundi nýs kjörtímabils: Styður ekki skæru- liðana opinberlega Washington, 24. janúar. AP. RONALD REAGAN forseti Bandaríkjanna veitti sitt fyrsta fréttaviðtal á nýja kjörtímabilinu í nótt, er hann sat fyrir svörum fréttamanna AP. Eitt það helsta sem fram kom í viðtalinu var sú skoðun forsetans að Bandaríkin ættu að halda áfram leynilegum stuðningi við Contra-skæruliða í Nicaragua, sem berjast gegn stjórn sandinista. Hins vegar megi alls ekki vera um beina og opinbera aðstoð að ræða, því þaö flokkaðist undir „stríðsgerðir“. Umræðan um stuðning til grafgötur með það, en Reagan seg- um stjórnarandstöðuskæruliðanna er á viðkvæmu stigi í Bandaríkjun- um um þessar mundir og Reagan getur jafnvel búist við því að þing- ið hafni því að veita meiri aðstoð í þá átt. Ýmsir þingmenn telja til muna hreinlegra að veita skæru- liðunum aðstoð og fara ekkert i Veður víöa um heim Lsgal Akureyri Hsaat vantar Amsterdam +2 3 skýjað Aþena 7 18 skýjaó Barcelona 14 skýjað Berlin +2 +4 skýjaö BrUasel +3 5 bjart Chicago +10 +4 skýjaó Oublin +2 8 skýjaó Feneyjar 3 skýjað Frankfurt +2 3 skýjað Qenf 1 10 skýjaö Helsinki -13 -12 anjók. Hong Kong 16 20 skýjaó Jerúsalem 7 15 akýjaó Kaupm.höfn 0 2 skýjaó Las Palmas 21 skýjaö Lissabon 9 13 rigning London 0 6 rigning Los Angales 10 19 bjart Malaga 14 skýjað Mallorka 15 þokum. Miami 4 19 skýjaó Montreal +11 +6 bjart Moskva 4« +« skýjaó New Vork +4 +2 skýjaó Ostó +11 -6 snjókoma Paris 0 6 bjart Peking Reykjavík +10 3 bjart vantar Bio de Janeiro 21 33 rigning Rómaborg 8 18 skýjað Stokkhólmur +2 1 skýjaó Sidney 19 24 akýjaö Tókýó 3 6 skýjaó Vínarborg +1 +4 akýjaó bórshöfn vantar ir það muni binda skó Banda- ríkjastjórnar mjög að gera það með þeim hætti, auk þess sem Bandaríkin hafi aldrei viðurkennt opinberlega að aðstoð frá þeim renni til Contra-manna, enda er stjórnmálasamband milli Banda- ríkjanna og Nicaragua. Reagan var spurður um vænt- anlega afvopnunarfundi með Sov- étmönnum og hví hann teldi að Sovétmenn væru jafnan seinir til að svara til um fundarstað, dag og fleira sem varðar kjarnorku- vopnamálin. Reagan sagðist hafa þegar stungið upp á Genf í Sviss sem fundarstað og einhvern tíma snemma í mars, en Sovétmenn hefðu ekki svarað enn. „Þeir verða þó varla sakaðir um seinagang enn að minnsta kosti, því fundur Shultz og Gromyko var i þessum mánuði," sagði Reagan. Hann benti einnig á, að ráðamenn eystra væru í raun svo margir, að það þyrfti því trúlega lengri umhugs- unartíma. Svo væri að sjálfsögðu sú staðreynd fyrir hendi, að í for- setatíð sinni hefðu verið jafn margir forsetar í Sovétríkjunum og í 48 ár þar á undan. „Það segir sig sjálft, þegar æðstu menn eru sjúkir langtímum saman og deyja svo, þá þarf talsverðan aðlögun- artíma áður en ástandið verður eðlilegt á ný. Ég tala nú ekki um þegar þannig lagað endurtekur sig. Nú er engin leið að gera sér grein fyrir ástandinu í Sovétríkj- unum, Chernenko er greinilega heilsuveill, en hve alvarlegt ástandið er vitum við ekki. Eg vona þó að við fáum svar innan tíðar,“ sagði Reagan. Hann bætti við þetta að það væri engin leið að vita hvort heilsa Chernenkos, góð eða ill, myndi hafa áhrif á gang afvopnunarviðræðna. Þá var Reagan spurður um af- drif fimm Bandaríkjamanna sem eru i gíslingu öfgamanna í Líban- on. Forsetinn sagði, að besta ráðið til að hjálpa þeim væri að gera ekki stórmál úr gíslingu þeirra og vinna heldur ötullega að því að endurheimta þá á bak við tjöldin. „Það versta sem við myndum geta gert væri að blása málið út, því hryðjuverkamenn þrífast á at- hygli, þeir verða að hafa athygli og það er það sem þeir keppa að með gerðum sínum. Við gerum því allt sem í okkar valdi stendur, en annars vil ég ekki ræða málið," sagði forsetinn. ERLENT Glistrup óskar eftir að verða látinn laus — er hann hefur afplánað helming fangelsisvistarinnar 1. júní Kaupm&nnahöfn, 24. jan. Frá fréttaritara Morjjunbl., NJ. Bruun. MOGENS Glistrup, leiðtogi Fram- faraflokksins í Danmörku hefur farið þess á leit við dómsmálaráð- herrann þar í landi, Erik Ninn Han- sen, að verða látinn laus úr fang- elsi, er hann hefur afplánað helm- inginn af refsivist þeirri, sem hann var dæmdur í. Giftingarhringar geta borið sýkla London, 24. janúar. AP. HRINGAR sem hjúkrunarfólk ber geta verið hættulegir, ef sýklar ná að þrífast í skjóli þeirra, aö sögn rannsóknastofnunar bresku heilbrigðis- þjónustunnar. í grein sem birtist í nýjasta tölublaði vikuritsins British Medical Journal, er haft eftir talsmanni stofnunarinnar, að 20 af 50 manns sem rannsakaðir voru á spitala nokkrum í norður- hluta London, hafi reynst vera með urmul sýkla undir hringum, sem þeir báru. Fram kom einnig, að aðeins einn úr hópi hjúkrun- arfólksins hafði svipaðan sýkla- gróður á öðrum fingrum. Tekið var fram, að eftir væri að meta niðurstöðurnar fyrir daglegt starf sjúkrahússins. „Meðal sóttkveikjanna sem fundust reyndust sumar vera meðal þeirra, sem oftsinnis valda ígerðum á sjúkrahúsum," sagði í greininni. Og enn fremur: „Sá möguleiki, að slíkur sýklagróður geti haft stöðuga búsetu á höndum starfs- fólks á sjúkrahúsum, ætti a.m.k. að vera mönnum ofarlega í huga, þar sem áhætta er mikil, t.d. á skurðstofum. Glistrup var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik og byrjaði að afplána dóminn 1. sept. 1983 sem fangi nr. 8817. Þá varð hann að afplána hálfs árs I fangelsi til viðbótar, sökum þess að hann gat ekki greitt sekt að fjárhæð 3 millj. d. kr. Venjulega eru fangar í Dan- mörku látnir lausir úr fangelsi, eftir að þeir hafa afplánað tvo þriðju hluta af refsivist sinni, ef þeir hafa hegðað sér vel, en sá möguleiki er fyrir hendi að verða látinn laus, þegar helmingur fangelsisvistarinnar er liðinn. f bréfi sínu til dómsmálaráð- herrans heldur Glistrup því fram, að með tilliti til fjölskyldu sinnar skipti það mjög miklu máli að hann komist úr fangelsinu til þess að geta unnið fyrir fjöl- skyidu sinni. Kona hans, Lene Glistrup, hefur til þessa starfað hjá ferðaskrifstofu Spies, en varð að hætta því til þess að sjá um dótturina Evu, sem er bundin við hjólastól. Varð Eva fyrir alvar- legu umferðarslysi í Vestur- Þýzkalandi fyrir einu ári. Hinn 1. júní nk. verður fangels- isvist Glistrup hálfnuð, þannig að það er nægur tími fyrir danska dómsmálaráðherrann til þess að taka ákvörðun í málinu, en samt er talið víst, að það verði ekki auðvelt. Forsprakkinn og driffjöðrin Bob Geldorf. Nú safna banda- rískir popptón- listarmenn fyrir Eþfópíu BRESKI rokkhljómlistarmaður- inn Bob Geldorf, sem safnaði saman flestum af helstu popp- og rokkmúsíköntum Bretlands til hljómplötugerðar rétt fyrir jólin undir heitinu „Band Aid“, hefur lagt drög að því að leika sama leik fyrir vestan haf. Það vakir það sama fyrir Geldorf og sam- starfsfólki hans, aö láta allar tekjur af hljómplötunni renna til hungraða í Eþíópíu. Geldorf hefur fengið 32 fræga bandaríska hljómlista- menn til liðs við sig og munu allir leggja hönd á plóginn við samningu tónlistar á plötuna. Allir eru þátttakendurnir í fremstu röð, má nefna Michael Jackson, Bruce Springsteen, Tinu Turner, Lindu Ronstadt, Stevie Wonder og Lionel Ritch- ie. Mogens Glistrup leiðtogi Framfara- flokksins í Danmörku. GENGI GJALDMIÐLA Staða pundsins batnaði Lundúnum, 24. janúar. AP. STAÐA breska sterlingspunds- ins á gjaldeyrismörkuðum batn- aði í dag og í lok viðskipta fékkst 1.1175 bandaríkjadalur fyrir hvert pund. Staða bandaríkjadals gagn- vart öðrum helstu gjaldmiðl- um var þessi í lok gjaldeyris- viðskipta í dag: Fyrir hvern dal fengust 254,08 japönsk yen, (í gær 254,07), 3,1615 vestur-þýsk mörk (3,1785), 2,6670 svissneskir frankar (2,6762), 9,7015 franskir frank- ar (9,7115), 3,5855 hollensk gyllini (3,5880), 1.952,75 ítalsk- ar lírur (1.951,00), 1,3236 kanadadalur (1,3258). Fyrir hverja gullúnsu fékkst í dag 301 bandaríkjadalur (í gær 300,75). vandaóaðar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margargerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 ■ I ■ vandaðaðar vörur Einhell vandaöar vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.