Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
21
Endurskoóun framkvæmda- og rannsóknaáætlunar Landsvirkjunar:
Ekki ráðlegt að fresta fram-
kvæmdum við Blöndu að sinni
í október sl. samþykkti stjórn Landsvirkjunar framkvæmda- og rann-
sóknaáætlun Landsvirkjunar fyrir áriö 1985 og þá miðað við gildandi
orkuspá orkuspárnefndar hvað snertir tímasetningar virkjanaframkvæmda.
Jafnframt var í þeirri áætlun tekið fullt tillit til þeirrar öryggiskröfu, sem
Landsvirkjun setti sér á árinu 1982 og felst í því að hafa um 250 GWst af
forgangsorku óráðstafaðar í orkugetu Landsvirkjunarkerfisins til að mæta
orkueftirspurn þegar illa árar í vatnsbúskapnum og geta þannig komið sem
mest í veg fyrir orkuskort sem þann er ríkti hér á árunum 1979—1982. A
grundvelli þessara forsenda gerði áætlunin ráð fyrir því að framkvæmdum
við Kvíslaveitu þyrfti að Ijúka 1986 og fyrsta vél Blönduvirkjunar að koma í
rekstur haustið 1988. Voru niðurstöður áætlunarinnar þær að fjárþörf Lands-
virkjunar yrði um 1400 m.kr. vegna framkvæmda og rannsókna á árinu 1985.
Myndin sýnir þær breytingar sem orkuspár gerðar 1981 og síðar hafa tekið
fram til þessa dags. Spáin frá 1981 var gerð og gefin út að lokinni endurskoð-
un á þeim spáraðferðum sem notaðar eru, en spárnar frá 1982 og ’83 voru
ekki sérstaklega gefnar út. Á síðasta ári, 1984, hefur farið fram viðamikil
endurskoðun á forsendum orkuspárinnar og leiddi hún til þess, að nú er
álitið að orkunotkun á almennum markaði verði lægri en áður var álitið.
Orkuspárnefnd hefur í des. sl. látið Landsvirkjun í té drög að næstu spá, eins
og hún gæti litið út þegar tekið hefur verið tillit til breyttra viðhorfa.
Samkvæmt þessum drögum verður spáin allmiklu lægri en endurreiknaða
spáin frá 1983 og vöxtur hins almenna markaðar mun hægari.
við að byggja 1986 og sem tæki að
fullu til starfa árið 1987. Vitað var,
þegar framkvæmdaáætlun var gerð,
að orkuspáin var í endurskoðun og
líkur á að hún myndi lækka eitt-
hvað, en á sl. sumri lá þó ekkert
ákveðið fyrir um það hversu miklu
lækkunin myndi nema, auk þess
sem beðið var eftir ákveðnum áætl-
unum um tilkomu nýrrar stóriðju.
Þegar líða tók á nóvembermánuð fór
að verða ljóst að orkuspáin myndi
e.t.v. verða lækkuð mjög verulega og
það ásamt því að ekki virtist sem
nein örugg vissa fengist um aukn-
ingu í orkufrekum iðnaði fyrr en
e.t.v. með vori 1985 þótti rétt að
setja framkvæmdaáætlanir Lands-
virkjunar fyrir yfirstandandi ár í
gagngerða endurskoðun. Á fundi
sínum 6. des. sl. samþykkti stjórn
Landsvirkjunar með hliðsjón af
ofanrituðu að lækka framkvæmda-
áætlun Landsvirkjunar fyrir árið
1985 úr 1400 milljónum króna í 1200
milljónir. Jafnframt var iðnaðar-
ráðherra tilkynnt að Landsvirkjun
ynni að endurskoðun framkvæmda-
áætlunarinnar.
Endurskoðun framkvæmdaáætl-
unar Landsvirkjunar fyrir árið 1985
stendur nú yfir með það fyrir aug-
um að fresta eins miklu af fram-
kvæmdum á yfirstandandi ári og
unnt er, en ganga þó ekki lengra en
svo að halda megi nægilegum
sveigjanleika í framkvæmdum
þannig að ný stóriðja (þ.e.a.s.
stækkun álbræðslunnar i Straums-
vík og kísilmálmverksmiðjan) gæti
fengið orku á árunum 1987—1988 ef
þörf krefði.
Af ofanskráðu má sjá að sú grein-
argerð sem hér er til athugunar var
ekki nauðsynleg til að hrinda
ofangreindri endurskoðun af stað,
þar sem hún var þegar hafin í byrj-
un desember sl. eins og höfundur
hennar mátti glöggt vita.
Þegar leið á nóvember sl. þótti
orkuspárnefnd sýnt að orkuspáin
mundi ekki standast og eftirspurn
hins almenna markaðar verða mun
minni en áður var áætlað í orkuspá
þeirri, sem þá gilti og gefin var út
1981 og endurreiknuð 1982 og 1983.
Olli hér einkum mun minni rafhitun
en ráð hafði verið fyrir gert, sam-
dráttur í efnahagslífinu o.fl. Stjórn
Landsvirkjunar samþykkti því þeg-
ar á fundi hinn 6. desember sl. að
leitast við að lækka framkvæmda-
áætlun fyrirtækisins vegna ársins
1985 um 200 m.kr. og voru iðnaðar-
ráðherra tilkynnt þau áform sam-
dægurs. Jafnframt ákvað stjórnin
að endurskoða framkvæmda- og
rannsóknaáætlun ársins endanlega
að fengnum niðurstöðum yfirstand-
andi endurskoðunar orkuspár og
mats á áðurnefndri öryggiskröfu.
Nú liggur fyrir að orkuspárnefnd
ljúki ekki fullnaðarendurskoðun
orkuspár sinnar fyrr en á vormán-
uðum. Hefur stjórn Landsvirkjunar
því ákveðið að leggja til bráðabirgða
nýjan framreikning orkuspárinnar
til grundvallar endurskoðaðri áætl-
un Landsvirkjunar um framkvæmd-
ir og rannsóknir á þessu ári, en
framreikningur orkuspárinnar fór
fram í desember sl.
Á árinu 1982 var að frumkvæði
Landsvirkjunar skipuð nefnd sér-
fræðinga Landsvirkjunar, Orku-
stofnunar og Rafmagnsveitna ríkis-
ins til að vinna að mati á þörfinni
fyrir fyrrnefnda öryggiskröfu. Hér
er um flókið mat að ræða sem bygg-
ist m.a. á rennslis- og veðurfarsleg-
um forsendum. Mat þetta er eins og
hjá öðrum þjóðum mjög vandasamt
og tímafrekt og liggja niðurstöður
þess því enn ekki fyrir. Athuganir
sérfræðinganna til þessa benda þó
til þess að umrædd öryggiskrafa
eigi fullan rétt á sér. Stjórn Lands-
virkjunar telur því ekki tilefni til að
slaka neitt á í þessu efni eins og
sakir standa.
Samkvæmt áðurnefndum fram-
reikningi orkuspárinnar bendir allt
til að umframorkan í landskerfinu
geti á þessu ári numið um 450 GWst
þegar tekið hefur verið tillit til ör-
yggiskröfunnar. Hefðu fyrri orku-
spár hinsvegar staðist væri orkueft-
irspurnin 250 GWst meiri í ár en
líklegt má nú telja að hún verði og
væri þá umframorkan aðeins 200
GWst í stað 450 GWst sem samsvar-
ar aðeins um tveggja ára aukningu í
orkueftirspurn hins almenna mark-
aðar. Þessi þróun var að sjálfsögðu
ekki fyrirsjáanleg við tímasetningu
Hrauneyjafossvirkjunar og sama
máli gegnir um Sultartangastíflu,
sem auk þess hefur þá sérstöðu að
hafa verið reist sem öryggisráðstöf-
un vegna Búrfellsvirkjunar, en ekki
gagngert til aukningar á orkugetu
kerfisins. Það er því ekki fyrr en nú
nýverið að unnt er að taka tillit til
breyttrar orkuspár við tímasetn-
ingu orkuöflunaraðgerða, en að
sjálfsögðu verður engu breytt hvað
snertir virkjanaframkvæmdir sem
byggt hafa á fyrri spám.
Miðað við hinn nýja framreikning
orkuspárinnar og óbreytta kröfu um
afhendingaröryggið virðist mega
fresta bæði 5. áfanga kvíslaveitna
um óákveðinn tíma og Blönduvirkj-
un um eitt ár, ef ekki þyrfti að gera
ráð fyrir nýjum orkufrekum iðnaði
veturinn 1988—89. Með hliðsjón af
þessu samþykkti stjórn Landsvirkj-
unar á fundi sínum í dag að fella
niður þær framkvæmdir, sem fyrir-
hugaðar hafa verið á þessu ári við 5.
áfanga kvíslaveitna og Þórisvatns-
stíflur. Þar sem endurskoðun orku-
spárinnar er enn ekki lokið telur
stjórnin hinsvegar ekki ráðlegt að
fresta Blönduvirkjun að svo stöddu,
auk þes sem hún telur mikilvægt að
Landsvirkjun verði enn um sinn i
aðstöðu til að sjá nýjum orkufrekum
iðnaði fyrir verulegri orku á næstu
árum. Mun stjórnin taka tímasetn-
ingu Blönduvirkjunar til frekari at-
hugunar þegar ný orkuspá liggur
endanlega fyrir í vor og horfur í
stóriðjumálum hafa skýrst. Komi þá
ekki til neinnar verulegar hækkunar
á orkuspánni að teknu tilliti til stór-
iðjumöguleika í náinni framtíð kem-
ur mjög til álita að fresta fyrstu vél
Blönduvirkjunar til 1989 eða jafnvel
lengur.
Vegna umræddrar lækkunar
orkuspárinnar samþykkti stjórn
Landsvirkjunar jafnframt á fundi
sínum í dag að draga úr virkjana-
rannsóknum í ár miðað við fyrri
áætlanir. Gerir hin nýja fram-
kvæmda- og rannsóknaáætlun
Landsvirkjunar ráð fyrir því að var-
ið verði alls um 950 m.kr. í ár til
framkvæmda og rannsókna í stað
um 1200 m.kr. samkvæmt áætlun
fyrirtækisins frá í desember sl.
Alyktun stjórnar Landsvirkjunar
Stjórn og yfirmenn Landsvirkjunar i fundi í gær.
í GREINARGERÐ, sem Finnbogi
Jónsson lagði fram á fundi í stjórn
Landsvirkjunar hinn 10. þ.m., um
umframorkugetu Landsvirkjunar
og framkvæmdaáætlun fyrirtækis-
ins vegna ársins 1985 koma fram
fullyrðingar um óþarfar öryggis-
ráðstafanir í orkuöflunarkerfi
Landsvirkjunar og of mikla fjár-
festingu í orkuöflunaraðgerðum,
sem leitt hafi til þess að orkuverð
Landsvirkjunar til almennings-
rafveitna sé allt að 50% hærra en
vera mundi ef rétt hefði verið á
haldið. Stjórn Landsvirkjunar hef-
ur haft greinargerð þessa til athug-
unar og fengið álit forstjóra og að-
stoðarforstjóra Landsvirkjunar á
fyrrnefndum fullyrðingum og sér-
staka greinargerð verkfræði- og
þróunardeildar fyrirtækisins um
fjárfestingar og orkujöfnuð í kerfi
Landsvirkjunar. Að öllu þessu at-
huguðu ályktar stjórn Landsvirkj-
unar eftirfarandi:
1. Á árinu 1982 ákvað Landsvirkj-
un að halda 250 GWst óráðstöf-
uðum í orkugetu Landsvirkjun-
arkerfisins til að geta komið
sem mest í veg fyrir orkuskort
þegar illa árar í vatnsbúskapn-
um svo sem varð á árinu
1979—1982. Jafnframt var þá
að frumkvæði Landsvirkjunar
skipuð nefnd sérfræðinga
Landsvirkjunar, Orkustofnunar
og Rafmagnsveitna ríkisins til
að meta öryggiskröfu þessa.
nefndin hefur ekki enn lokið at-
hugun sinni, enda um mjög
vandasamt og tímafrekt verk
að ræða. í athugun hennar hef-
ur hins vegar ekkert komið
fram, sem bendir til annars en
að umrædd öryggiskrafa eigi
fullan rétt á sér. Stjórn Lands-
virkjunar telur því ekki ástæðu
til að slaka neitt á henni að svo
stöddu.
2. Að teknu tilliti til fyrrgreindr-
ar öryggiskröfu er nú áætlað,
að framleiðslugeta Landsvirkj-
unarkerfisins verði á árinu 1985
um 450 GWst meiri en orkusal-
an. Þessi umframorka væri
hins vegar aðeins 200 GWst, ef
þær orkuspár hefðu rætzt, sem
lagðar voru til grundvallar við
tímasetningu síðustu orku-
framkvæmda Landsvirkjunar,
þ.e.a.s. Sultartangastíflu og
1.—4. áfanga Kvíslaveitu.
Vissulega er það fjárhagslega
mikilvægt, að aukning orku-
vinnslugetu og eftirspurnar
haldist sem mest í hendur, svo
að óseld orka í kerfinu sé á
hverjum tíma sem minnst, og
hefur stjórn Landsvirkjunar
ætíð haft þetta markmið að
leiðarljósi. Fullkomnum jöfnuði
milli framleiðslugetu og
raforkusölu verður þó aldrei
náð frá ári til árs af tveimur
ástæðum. í fyrsta lagi eru
virkjanir byggðar í stórum
áföngum, sem aðeins nýtast til
fulls á nokkurra ára bili, svo að
veruleg umframorka hlýtur að
vera fyrir hendi, unz fullnýt-
ingu er náð. 1 öðru lagi verður
að byggja ákvarðanir um orku-
framkvæmdir á meira eða
minna óvissum spám um orku-
sölu nokkur ár fram í tímann
vegna þess hve langur bygg-
ingartími orkumannvirkja er.
Hvort tveggja þetta hefur kom-
ið til að undanförnu. Eftir að
Hrauneyjafossvirkjun var tekin
í notkun á árunum 1981—1983
hlaut að verða um að ræða all-
verulega umframorku um nokk-
urra ára skeið. Sú umframorka
hefur þó orðið meiri en við var
búist vegna þess, hve óvænta
stefnu þróun orkueftirspurnar
hefur tekið undanfarin tvö ár.
Eftir tiltölulega jafna aukningu
almennrar raforkueftirspurnar
um áratuga skeið virðist nú
hafa hægt mjög á þróuninni,
sem kemur fram í því, að raf-
orkusala í ár er nú áætluð 250
GWst minni en hún var áætluð
aðeins fyrir hálfu öðru ári. Auk
þess hefur orðið veruleg breyt-
ing á fyrirætlunum um orku-
frekan iðnað, en fyrir aðeins
tveimur árum var gert ráð fyrir
því, að kísilmálmverksmiðja
gæti tekið til starfa á næsta ári,
en hún ein mundi nota megin-
hluta þeirrar umframorku, sem
nú er fyrir hendi.
3. Það er auðvelt að vera vitur eft-
ir á og vafalaust hefði verið far-
ið hægar í framkvæmdir við
kvíslaveitur, ef þá hefði verið
vitað um þá þróun raforkueft-
irspurnar, sem nú liggur fyrir.
Það hefði hins vegar verið full-
komið ábyrgðarleysi af stjórn
Landsvirkjunar, ef hún hefði
hvorki tekið tillit til beztu upp-
lýsinga, sem þá voru fyrir hendi
frá Orkuspárnefnd um þróun
raforkueftirspumar innanlands
né fyrirætlana stjórnvalda um
þróun orkufreks iðnaðar og
aukna notkun raforku bæði til
húshitunar og aukinnar notk-
unar raforku í iðnaði í stað olíu.
Það hlýtur ætíð að vera frum-
skylda Landsvirkjunar að sjá
þjóðarbúinu fyrir nægri raf-
orku miðað við stefnu stjórn-
valda í orku- og iðnaðarmálum
og beztu upplýsingar, sem fyrir
hendi eru á hverjum tíma, um
þróun raforkumarkaðarins í
framtíðinni. Komi það hins
vegar í ljós, að eftirspurn eftir
raforku hafi verið ofmetin, ber
þegar að taka tillit til þess í
áætlunum um nýjar fram-
kvæmdir. Þetta hefur stjórn
Landsvirkjunar þegar gert.
Fyrst með því að ákveða fyrir
ári að fresta framkvæmdum við
Blönduvirkjun og 4. áfanga
Kvíslaveitu um eitt ár með til-
liti til vaxandi óvissu um
orkueftirspurn. Síðan með því
að ákveða í byrjun desember sl.,
þegar fyrstu upplýsingar um
nýja orkuspá lágu fyrir, að
framkvæmdaáætlun fyrir árið
1985 skyldi tekin til algerrar
endurskoðunar. Þessi endur-
skoðun var því langt á veg kom-
in, þegar stjórninni barst um-
rædd skýrsla til umfjöllunar.
4. Með vísan til þess, sem að fram-
an segir, vísar stjórn Lands-
virkjunar algerlega á bug full-
yrðingum um að umframorku-
getu í Landsvirkjunarkerfinu,
megi rekja til ákvarðana um
framkvæmdir á liðnum árum
sem hafi verið órökstuddar
miðað við aðstæður á þeim
tíma. Sömuleiðis telur hún þær
tölur, sem fram hafa verið sett-
ar um kostnað Landsvirkjunar
og viðskiptamanna hennar
vegna þessarar umframorku,
rangar. Sú umframorka, sem
nú er fyrir hendi, mun nýtast á
næstu árum og spara þá frekari
fjárfestingar, og er kostnaður
Landsvirkjunar vegna þess, að
þessi orka er nú tiltæk fyrr en
þörf væri á, aðeins brot af því,
sem fullyrt er í umræddri
greinargerð. Til dæmis má
taka, að aukakostnaður vegna
flýtingar á fjárfestingu Kvísla-
veitu um fjögur til fimm ár hef-
ur í för með sér aukakostnað
fyrir Landsvirkjunarkerfið,
sem nemur 200—250 milljónum
króna, og mun aðeins valda um
1% hækkun á raforkuverði til
almenningsrafveítna, til lengri
tíma litið.