Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 36
7f> í8gifl/OHaai m auOAauTMMi’í cna/ ih/íio'iov
36 r~ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. FEBRÚAR1985
Verður ríkisein-
okun á tóbaks-
vörum afnumin?
Mælt fyrir afnámi einokunar á
eldspýtum og vindlingapappír
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, sagði í efri deild í gær að
þingflokkar stjórnarinnar hefðu nú
til athugunar frumvarpsdrög frá sér
sem gerðu ráð fyrir afnámi einka-
sölu ríkisins á tóbaksvörum. Kíkið
tæki áfram skatthlut sinn af verði
tóbaks í tolli.
KARL STEINAR GUÐNASON
(A) mælti fyrir frumvarpi um af-
nám einkasölu rikisins á vindl-
ingapappir og eldspýtum. Hann
sagði enn viðgangast ýmiss konar
forneskju í viðskiptaháttum hér á
landi, sem ástæða væri til að
brjóta upp. Einkasala á eldspítum
og vindlingapappír væri eitt dæmi
þessa. Þessa forneskju ætti að af-
leggja.
EYJÓLFUR KONRAÐ JÓNS-
SON (S) fagnaði þessu frumvarpi.
Það þjónaði í þá átt að tryggja
fólki betri vöru í fjölbreytilegra
framboði og á lægra verði. Tíma-
bært væri að breyta til í frjáls-
ræðisátt hér og víðar.
ALBERT GUÐMUNDSSON,
fjármálaráðherra, tók í sama
streng. Hann mælti með sam-
þykkt frumvarpsins og það enda
þótt, eins og hann komst efnislega
að orði, þingflokkar stjórnarinnar
hefðu nú til skoöunar frumvarps-
drög frá sér sem gengju til sömu
áttar; væru að vísu víðtækari,
næðu einnig til innflutnings og
dreifingar á tóbaksvörum. Ríkið
tæki áfram sinn skatt af tóbaks-
vörum í tolli, ef þessi sjónarmið
gengju fram.
Útvarpslagafrumvarp Kvennalistans:
„Hægt andlát
í þingnefnd"
— sagði Eiður Guðnason
Framhaldsumræóa um útvarps-
lagafrumvarp Sigríðar Dúnu Krist-
mundsdóttur (Kvl.) fór fram í efri
deild í gær. Að umræðunni lokinni
gekk frumvarpið til menntamála-
nefndar þingdeildarinnar.
Sigríður Dúna Kristmundsdótt-
ir (Kvl.) taldi lýsingarorðið „vit-
laust“ hafa einkennt viðbrögð Eiðs
AIÞIftGI
Námskeið Bind-
indisfélagsins:
20 hættu
að reykja
AF KÚMLEGA 40 einstaklingum,
sem sóttu námskeið íslenska bind-
indisfélagsins fyrir reykingafólk,
hafa 28 hætt að reykja og 7 eru svo
til hættir, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá félaginu.
Námskeiðið var haldið í Há-
skóla íslands dagana 3. til 7.
febrúar sl. og stóð í fimm daga.
Fyrsta kvöldið voru 37 hættir, en
flest varð 41 og var samanlagður
reykingatími þeirra 738 ár. Dag-
legur reykingakostnaður hópsins
var rúmar 2.700 krónur en eftir
einn sólarhring var þessi upphæð
komin niður fyrir 100 krónur. Síð-
asta kvöldið útskrifuðust 35
manns og af þeim voru 28 alveg
hættir og höfðu flestir ekkert
reykt frá því fyrsta kvöldið. Hin 7
voru svo til hætt.
(Ór fréttatilkynninjoi.)
Guðnasonar við frumvarpi þessu.
Því orði vísaði hún til föðurhúsa,
þar sem það sómdi sér vel. Hún
vitnaði til fréttatilkynningar
Starfsmannafélags RÚV, þess efn-
is, að frumvarp hennar væri ekki
samið á þess vegum. Þá sagði hún
að frumvarpið væri annarsvegar
kallað afturhaldsfrumvarp en
hinsvegar sagt leiða til stjórnleys-
is í stofnuninni, en þessi hugtök,
afturhald og stjórnleysi, ættu ekki
samleið.
Hún kvað Stefán Benediktsson
hafa krafizt skilgreiningar á orð-
unum íslenzk menning og sam-
ræmd fjölmiðla- og menningar-
stefnu. Islenzk menning höfðaði
til islenzks þjóðlífs yfirhöfuð.
EIÐUR GUÐNASON (A) kvað
Sigríði Dúnu hafa forðazt að svara
gagnrýnisatriðum sínum. I fyrsta
lagi hafi hann haldið því fram að
innheimtufyrirkomulag, sem
Kvennalistinn vildi viðhalda, væri
ónýtt. í annan stað héldi hann því
fram að fjármálahlið frumvarps-
ins væri í brúnamyrkri, þar sem
stefnt væri í víðfeðm útgjöld án
samsvarandi tekna. I þriðja lagi
hafi hann sýnt fram á að meint
„valddreifing" innan stofnunar-
innar væri að „hugmyndafræði"
til sótt til svokallaðra „græningja"
í þýzkum stjórnmálum. Breyting-
in stefndi hinsvegar í hreint
stjórnleysi.
Eiður vitnaði til forystugreinar,
sem Jónas Kristjánsson reit í DV,
en þar væri því haldið fram að
„kvennalistakonur„ hefðu verið
gabbaðar til að flytja þetta frum-
varp. Ritstjórinn hefði kallað
frumvarpið „vitlausasta plagg"
sem fram hefði verið lagt á þessu
þingi. Þessi lýsing væri sannmæli.
Hinsvegar hafi það verið Sigríður
Dúna sjálf sem nafngreint hefði
Elinborgu Stefánsdóttur, starfs-
mann RÚV, og Ingibjörgu Hafstað
sem höfunda frumvarpsins. Hann
hafi ekki annað gert en byggja á
hennar orðum. Þessvegna væri yf-
irlýsing Starfsmannafélags RÖV
út í hött.
Frumvarpi þessi á að vísa til
nefndar, sagði Eiður, og þar á það
að fá hægt andlát.
Hér sjást nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á „fundi milli þingfunda“: Eyjólfur Konráð Jónsson, Albert
Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Birgir fsl. Gunnarsson, Pétur Sigurðsson, Matthías Bjarnason og Þorvaldur
Garöar Kristjánsson.
Stuttar þingfréttir
Fundir vóru í báðum þingdeild-
um í gær. í neðri deild mælti Jón
Helgason, dómsmálaráðherra,
fyrir stjórnarfrumvarpi um Al-
mannavarnir. Þar var og fram-
haldsumræöa um frumvarp þing-
manna Alþýðubandalags um
„verndun kaupmáttar", sem sner-
ist mikið til um húsnæðislánakerf-
ið. — í efri deild vóru tvö laga-
frumvarp afgreidd til neðri deildar
(umferðarlög/áfengislög). Karl
Steinar Guðnason (A) mælti fyrir
frumvarpi um afnám ríkiseinokun-
ar á vindlingapappír og eldspýtum.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S) mælti
fyrir þingsályktun um „rétt skil af-
urðasölufyrirtækja til bænda". Þá
fór og fram umræða um frumvarp
til breytinga á umferðarlögum, þ.e.
um notkun bílljósa.
Atvinnuleysis-
tryggingar
Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp til breytinga á lög-
um um atvinnuleysistryggingar.
Það er flutt til að efna fyrirheit í
sambandi við síðustu heildar-
kjarasamninga. Frumvarpið
kveður á um greiðslukvöð vinnu-
veitenda, 1% af útborguðu viku-
kaupi, til atvinnuleysistrygg-
ingarsjóðs. Breytingin frá fyrri
lögum er sú að miða við viku-
kaup í dagvinnu við störf í al-
mennri fiskvinnu í stað tilvísun-
ar til 8. launaflokks A hjá VMSÍ.
Úttekt á stöðu
hjúkrunarfræðinga
Kolbrún Jónsdóttir og Kristín
Kvaran, þingmenn BJ, flytja til-
lögu til þingsályktunar, þessefn-
is, að heilbrigðisráðherra skipi
nefnd til að gera úttekt á stöðu
hjúkrunarfræðinga. Nefndin
kanni m.a.: 1) Hvaða ástæður
liggi að baki því að skortur er á
hjúkrunarfræðingum til starfa,
2) hvaða leiðir séu færar til úr-
bóta. Gerð verði áætlun um þörf
fyir hjúkrunarfræðinga tíu ár
fram í tímann.
Fjárfestingar-
sjóður launamanna
Ragnar Arnalds og tveir aðrir
þingmenn Alþýðubandalags
flytja frumvarp til laga um fjár-
festingarsjóð launamanna. Sam-
kvæmt frumvarpinu skulu
vinnuveitendur greiða framlag,
fjórðung úr prósenti af heildar-
launum, til fjárfestingarsjóðsins
1986. Framlagið hækki síðan um
V*% á ári unz það nær 2%.
Greiðsla frá atvinnurekstri til
fjárfestingarsjóðsins skal færð á
reining viðkomandi launamanns
og teljast inneign hans hjá
sjóðnum. Að átta árum liðnum
fær hann hálfa upphæðina
endurgreidda en endanlegt upp-
gjör fari fram að tólf árum liðn-
um og skulu endurgreiðslur
færðar til gildandi verðlags í
samræmi við breytingar á
lánskjaravísitölu. Tilgangur er
sagður að stuðla að sparnaði og
fjárfestingu í atvinnurekstri.
Hækkun einstakra liða
framfærsluvísitölunnar
KAIJPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í febrúarbyrjun 1985 eins og
frá var greint í Morgunblaðinu í gær. í eftirfarandi yfirliti er sýndur grundvöllur vísitölunnar í febrúarbyrjun 1984
miðað við 100.000 kr. heildarútgjöld, svo og niðurstöður útreiknings hennar í byrjun nóvember 1984 og febrúar 1985,
ásamt vísitölum einstakra liða.
Febr.
1984
Matvörur ......................................... 21.338
Þar af: Mjöl, grjón bakaðar vörur ................. 2.706
Kjöt, kjötvörur ........................... 4.577
Fiskur, fiskvðrur .......................... 932
Mjólk, rjómi, ostar, egg .................. 4.169
Feitmeti, olíur ........................... 1.122
Grænmeti, ávextir, ber, o.fl............... 2.756
Kartöflur, vörur úr þeim .................... 377
Sykur ....................................... 197
Kaffi, te, kakó, súkkulaði .................. 647
aðrar matvörur ............................ 3.855
Drykkjarvörur, tóbak .............................. 4.497
Þar af: Gosdrykkir, ðl ............................ 1.239
Áfengi .................................... 1.147
Tóbak ..................................... 2.111
Föt, skófatnaður .................................. 8.537
Rafmagn ........................................... 2.606
Húshitun .......................................... 2.848
Húsgögn, heimilisbúnaður .......................... 8.818
Heilsuvernd ....................................... 1.692
Flutningstæki, ferðir, póstur og sími ............ 18.830
Þar af: Eigin bifreið ............................ 15.635
Símaútgjöld ............................... 1.086
Tómstundaiðkun, menntun .......................... 10.123
Vörur og þjónusta ót.a. o.fl...................... 9.671
Vísitala vöru og þjónustu ........................ 88.960
Húsnæði ........................................ 11.040
Framfærsluvísitala alls ......................... 100.000
Vísitala með grunn 2. janúar 1981 ............
Vísitala með grunn 2. janúar 1968 ............
UtKjaldaskiptinK miftuft vift 100.000 Vísitölur
kr. heildarútgjöld á Krunntíma Febr. ’84 = 100
Nóv. Febr. Nóv. Febr.
1984 1985 1984 1985
25.350 28.665 119 134
2.987 3.393 110 125
5.893 6.501 129 142
1.129 1.433 121 154
5.191 5.918 125 142
1.357 1.554 121 139
2.927 3.157 106 115
522 595 138 158
169 186 86 94
751 875 116 135
4.424 5.053 115 131
5.385 6.867 120 153
1.148 1.260 93 102
1.467 1.901 128 166
2.770 3.706 131 176
9.354 10.455 110 122
2.597 2.969 100 114
2.899 3.222 102 113
9.288 10.533 105 119
2.364 2.570 140 152
19.991 23.064 106 122
16.616 19.446 106 124
1.086 1.091 100 100
11.646 12.735 115 126
10.954 12.209 113 126
99.828 113.289 112 127
11.961 13.187 108 119
111.789 126.476 112 126
444 502
14.391 16.282