Morgunblaðið - 14.02.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.02.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Náttúruvernd og veiðistjórn — eftir Eystein G. Gíslason f Velvakanda Morgunblaðsins birtist nýlega lesandabréf frá þeim merka manni og náttúru- unnanda Þorsteini Einarssyni. Þar fjallar hann um væntanlega ráðningu nýs veiðistjóra og við- horf sín til náttúruverndar út frá því. Þó að undirritaður sé fyllilega sammála ýmsu sem þarna kemur fram, er því ekki að neita að annað orkar það mikið tvimælis, að óhætt ætti að vera að athuga fleiri hliðar á málinu. f greininni er talað um að val á manni í starf veiðistjóra standi á milli skotmanna annars vegar og líffræðinga hins vegar. Allir, sem annt sé um lífríki landsins, hljóti að kjósa líffræðing í starfið. Síðan koma vangaveltur sem virðast eiga að koma því inn hjá lesendum að lögum samkvæmt eigi veiði- stjóri að vera líffræðingur og hann skuli móta stefnu í um- gengni okkar við dýrategundir í landinu. Hann eigi jafnvel að sjá um lagasetningar og endurskoðun laga þar að lútandi. Þetta er ekki sagt beint, en eins og það er fram sett virðist það ekki þjóna öðrum tilgangi en að sanna að veiðistjóri verði að vera líffræðingur að mennt. Þarna sýnist óneitanlega vera gengið heldur langt í mál- flutningi. Því miður hef ég ekki við hönd- ina lögin um embætti veiðistjóra. Þó tel ég mig vita að þar standi ekki orð um að hann skuli vera líffræðingur og fráleitt er með öllu að þar sé staf að finna um að hann skuli annast lagasetningar, endurskoðun laga eða stefnumót- un um náttúruvernd af nokkru STJÓRN Neytendasamtakanna hcf- ur sent frá sér ályktun þar sem framleiðendur á kartöflum og gul- rófum eru fordæmdir fyrir stífni í sölu- og verðlagsmálum með því að lækka ekki verð á afurðum sínum vegna góðrar uppskeru á sl. sumri. Ályktunin fer hér á eftir: „Fyrir skemmstu var tíunduð sú frétt í fjölmiðlum, að uppskera á kartöflum og gulrófum hefði verið mjög góð á síðastliðnu hausti. Samtímis berast þær fréttir, að samtök framleiðenda muni ekki veita neytendum hlutdeild í þeirri auknu hagkvæmni, sem af þessari góðu uppskeru leiðir, með því að tagi. Ég biðst afsökunar ef ég fer þar með rangt mál. Ég stend hins vegar í þeirri trú að samkvæmt lögum og áunninni hefð sé veiði- stjóra ætlað fyrst og fremst og kannski eingöngu að sjá um fram- kvæmd laga og reglugerða urri varnir gegn vargdýrum og fækkun þeirra. í því starfi sem öðru er þekking á verkefninu og starfsreynsla væntanlega gott veganesti. En hvaða þekking og menntun hentar best í þessu starfi? Er það líffræði eða kannski lögfræði, ef maðurinn á að framfylgja lögum og halda uppi vissri löggæslu í náttúrunnar ríki. Ef sú löggæsla er hins vegar aðallega i því fólgin að halda fjölda vargdýra í skefjum vegna skaða sem þau annars vinna, er þá ekki töluvert atriði að hann kunni til verka við að fækka þeim og geti leiðbeint öðrum við það? Eigum við nokkuð að gera lítið úr kunn- áttu veiðimannsins þegar talið er nauðsynlegt að ráða verkstjóra við fækkun villtra dýra? Sjálfsagt færi vel á því að slíkur maður væri vel að sér í lögum og náttúruvís- indum samkvæmt framansögðu, en er þó ekki hitt aðalatriðið að hann kunni að framkvæma þau verk sem honum eru falin? Ekki er auðvelt að sjá að það hindri á nokkurn hátt líffræðinga eða aðra í að setja hver þau lög sem þeir vilja eða sem þeir geta sýnt þjóð- inni fram á að nauðsynlegt sé að hafa í landi hér. Starf veiðistjóra mun hafa kom- ið til sögunnar laust fyrir 1960. Ekki er mér kunnugt um tildrög þess að það var upp tekið, en hef alltaf litið á það sem mjög eðlilegt spor í búnaðarsögu okkar. Á þeim tíma flæddi villiminkurinn óstöðvandi yfir landið, og virtist vera svo alvarleg ógnun við fugla- lækka verð á afurðunum. Þessi harka framleiðenda í verðlagningarmálunum mun hafa í för með sér, að stór hluti upp- skerunnar selst ekki. Neytendasamtökin samfagna framleiðendum vegna góðrar upp- skeru síðastliðins árs, en jafn- framt fordæma þau þá stífni sem samtök þeirra hafa sýnt í sölu- og verðlagsmálum. Neytendur taka ávallt fullan þátt í því, sem skattgreiðendur, að styðja við bakið á bændum í ha.ll- ærum. Það er þvi ekki nema sanngjarnt að neytendur njóti einnig ávaxta góðæranna." líf og annað náttúrufar að skipu- lagðar varnir væru nauðsynlegar. Svartbakur og fleiri mávategundir voru í mikilli sókn, svo og hrafn og fleiri vargfuglar sem ollu stór- skaða og röskun á ýmsum sviðum. Þá hefur sjálfsagt líka verið talið æskilegt að hafa heildarstjórn á grenjavinnslu í landinu, sem gerði kleift að fylgjast með stærð refa- stofnsins og halda honum innan ákveðinna marka. Varla fer á milli mála að starf veiðistjóra hafi komið að miklum notum, þó að sjálfsagt megi gera þar margt betur að fenginni reynslu. Það mun hafa verið Sveinn Einarsson sem kenndi mönnum að temja og nota hunda gegn minknum, þannig að menn stóðu ekki jafn varnarlausir og áð- ur. Hægt er nú að verjast honum á ákveðnum svæðum og bjarga þannig verðmætum varplöndum, til dæmis. Nú mun vera orðið fátítt að ref- ir leggist á lömb og annað sauðfé en við þann vanda, sem var oft mjög mikill, höfðu íslenskir bænd- ur löngum þurft að glíma. Sumir telja þetta stafa af breyttum bún- aðarháttum og má vera að nokkuð sé til í því, en aðrir segja að sá skaði sem refurinn gerir sé í beinu hlutfalli við stærð stofnsins. Þeir segja að á undanförnum árum hafi refum fækkað, sem er þá væntanlega árangur samræmdra aðgerða og þar með minnkað tjón af þeirra völdum. Ólíklegt sé að ekki mundi aftur sækja í sama horf ef stofninn stækkaði á ný. Vargfuglagerið er plága sem óþarft er að deila um að sé fyrir hendi. Hún er talin afleiðing af bruðli neysluþjóðfélagsins sem dreifir úrgangi og matarleifum á sjó og landi sem þessir fuglar síð- an nýta. Vissulega væri ánægju- legt að þurfa ekki að amast við þessum fleygu og fögru lífverum sem þrífa upp eftir okkur óþverr- ann. En svo einfalt er málið ekki. Fjölgun þeirra er jafnvægisröskun sem bitnar á öðrum þegnum líf- ríkisins. í samlögum við tófu og mink, og líka einir sér, hafa varg- fuglar skaðað og eyðilagt æðar- varp og annað fuglalíf á ýmsum svæðum og eru vandamál á mörg- um öðrum sviðum. Oft er því hald- ið fram að eina ráðið til að draga úr þessum vanda sé að eyða öllum úrgangi sem ekki er nýttur og muni þá fuglinum fækka. Aðrar fækkunaraðgerðir séu gagns- lausar og ómannúðlegar. Slíkar fullyrðingar fá þó varla staðist. Ýmis ráð eru til að fækka varg- fuglum og bægja þeim frá við- kvæmum svæðum en til þess þarf samræmdar aðgerðir. Að mannúð- legra sé að fækka dýrum með því að svelta þau en að aflífa þau á annan fljótvirkari hátt munu tæplega allir samþykkja. Hug- myndin að fækka fuglinum með Eysteinn G. Gíslason „Varla fer á milli mála að starf veiðistjóra hafi komið að miklum not- um, þó að sjálfsagt megi gera þar margt betur að fenginni reynslu.“ svelti er að auki ærið fjarlæg eða hvernig er unnt að hindra fæðu- framboð frá fiskveiðiflotanum að gagni? Onnur leið sýnist líklegri til árangurs. Hún er sú að veiði- stjóra, ásamt trúnaðarmönnum út um landsbyggðina, verði falið að stórfækka vargfugli um allt land með samræmdu átaki og sporna síðan við offjölgun á ný. Jafnhliða verði tekið fyrir fæðuútburð eftir föngum. Þarna er um hreint nátt- úruverndarmál að ræða. Náttúruvernd hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Við þær aðstæður er hætt við að fram komi margs konar sjónarmið sem deilt er um, jafnvel sérviska, kreddur og hreinar öfgar. Fjarri sé mér að gera lítið úr menntun líffræðinga eða gildi náttúruvísinda yfirleitt. Þó hefur víst fleirum en mér blöskrað sumt sem langskólageng- ið fólk hefur stundum látið fara frá sér. Þar hefur verið haldið fram að skaðsemi ákveðinna fugla og dýrategunda sé ímyndun ein, sprottin af lestri barna um vond dýr í ævintýrum. Ekki sé hægt að tala um neina skaðvalda í ís- lenskri náttúru nema þá helst æð- arfugl. Aðrir nefna seli. Ástæðu- laust og ósæmilegt að vera að am- ast við viðgangi refa, minka, svartbaka og hrafna. Þær tegund- ir eigi að fá að þróast í friði, og þá muni jafnvægi og friður ríkja að lokum. Samræmis vegna hlýtur það að gilda um fleiri tegundir, sem menn hafa lengi amast við, svo sem rottur og mýs, lús og kláðamaur, berkla, svartadauða o.s.frv. Ekki man ég betur en að 3umir líffræðingar, að minnsta kosti, hafi talið starf veiðistjóra óþarft og því skuli leggja það niður. Nokkur hópur fólks á landi hér ber fyrir brjósti gamla og merka atvinnugrein sem á í vök að verj- ast og trúir að hægt sé að efla verulega. Þar er átt við dúntekju en þar kunna tslendingar betur til verka en aðrar þjóðir og selja framleiðsluna háu verði erlendis. Óhætt er þó að afskrifa allar vengaveltur um viðhald og eflingu æðarvarps ef framangreindar hugmyndir um vargdýrafriðun ná fram að ganga. Og hvers vegna ættum við að vera að súta það? Er ekki amast við flestu sem hægt er að framleiða utan Reykjavíkur? Þeir sem vilja efla æðarvarp leggja hins vegar ekki til að starf veiðistjóra verði lagt niður, heldur gjarnan eflt til muna svo að það geti annast skipulagða vargdýra- fækkun betur en hingað til. Við myndum vilja geta kallað til veiði- stjóra og trúnaðarmenn hans þeg- ar á þarf að halda, ekki til að rannsaka vargdýr, semja lög eða marka stefnu í náttúruverndar- málum, heldur einfaldlega til aö fækka meindýrum. Þá skiptir mestu að mennirnir kunni það starf. Hvort veiðistjóri hafi há- skólapróf í líffræði létum við okkur í léttu rúmi liggja, enda þyrfti hann kannski ekkert frekar á því að halda en t.d. forstjóri Sláturfélags Suðurlands eða skip- stjóri á togara, sem líka hafa það hlutverk að stjórna niðurskurði dýrategunda að marki sem aðrir menn ákveða. Þessar hugleiðingar eru til orðnar vegna pistils Þorsteins Einarssonar, en eru ekki svar við því sem þar er sagt nema að litlu leyti. Því síður eru þær ádeila á skoðanir hans enda er ég þeim sammála á ýmsan hátt eins og áð- ur segir. Lífríki landsins þurfum við að vernda og nytja og koma þar í veg fyrir röskun og yfirgang tegunda. Vissulega þarf margt að rannsaka, lög þarf að setja og endurskoða o.s.frv. Hvort slíkt er í verkahring veiðistjóra er bara allt annað mál. Við eigum Náttúrufræðistofn- un, háskóla, rannsóknastofnanir og tilraunastöðvar, Náttúruvernd- arráð, náttúruverndarnefndir, náttúruverndarsamtök og ýmiss konar áhugamannafélög um nátt- úruvemd, Alþingi, ráðuneyti og sjálfsagt mörg fleiri apparöt, auk fjölda vel menntaðra líf- og nátt- úrufræðinga sem um þessi mál fjalla. Vonandi verður því unnt að marka farsæla og skynsamlega stefnu í þessum málum jafnvel þó að veiðistjóri komi þar hvergi nærri. Eysteinn G. Gíslason er hlunninda- bóndi í Skáteyjum og stiórnarmað- ur í Æóarræktarfélagi Islanda. Stjóm Neytendasamtakanna: Fordæma hörku í verðlags- málum kartaflna og gulrófna Andleg Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: The Element of Crime — Eðli glæpsins ☆ Dönsk-ensk. Argerð 1984. Hand- rit: Lars Von Trier, Niels Vorsel. Leikstjóri: Lars Von Trier. Aðal- hlutverk: Michael Elphick, Es- mond Knight, Meme Lai. Það er fengur að fá að sjá þessa mynd sem Danir voru að monta sig með á Cannes-hátíð- inni í fyrra. Að því sögðu tek ég strax fram að Éðli glæpsins er bara mont, innantóm „listræn" sýndarmennska. Höfundurinn, Von Trier, sköllóttur unglingur sem kemur fram í myndinni sem sveittur hótelstjóri, skapar hér einhvers konar bastarð úr glýj- aðri háspeki Tarkofskís og leyni- lögreglusögu eins og Big Sleep vosbúð Howards Hawks. Og mikið gasa- lega er þetta leiðinlegt verk. Eins gott að Bogart þurfti ekki að taka þátt í þessu rugli. í stað- inn er enskur leikari með mal- arrödd, Michael Elphick, látinn vaða elginn, — yfirleitt í bók- staflegri merkingu, því myndin er til skiptis sviðsett í brakandi þurrki eða dynjandi vatnsviðri. Allt á það að vera voða voða symbólskt. Fyrsta skotið er af hesti (eða var það asni? Það væri meir við hæfi) að bylta sér afvelta í sandmekki. Það þýðir þurrk. Leynilögreglumaðurinn Fisher (symbólskt nafn, athugið það) snýr aftur til Egyptalands eftir að hafa tekið að sér rannsókn á morðmáli, svokölluðum Happ- drættismorðum, í Evrópu, að því er virðist Þýskalandi, sem orðið er að símyrkvuðu flóðasvæði. Þá sjáum við afhausaðan hest í vatnsbúri (það er sýmbólskt vel að merkja). Núnú, Fisher á í kröggum með sálina í sér eftir Evrópumálið og myndin er síðan afturhvarf, upprifjun hans í dá- leiðslusvefni hjá feitum Egypta, trúlega sálfræðingi, á rannsókn þessa morðmáls. Upprifjunin lýtur lögmálum draums, mar- traðar, skotin í gullinni lita- áferð, og er allt á kafi í vatni í flestum atriðum þar sem Fisher Meme Lai, sem gulleit hóra, og Michael Elphick, sem Fisher leyni- lögreglumaður, reyna að eðla sig í bleytunni í The Element of Crime. rekur sig eftir löngum, þröngum og blautum göngum mestanpart. Gamall lærifaðir hans í glæpafræðum sem byggt hefur kenningakerfi um „eðli glæps- ins“ kemur mjög við sögu, svo og meintur fjöldamorðingi sem Fisher fer sjálfur að líkjast meir og meir eftir því sem líður á rannsóknina og undir lokin verða eiginlega allir þrír að ein- um og sama þættinum í „eðli glæpsins". Þetta hefur höfund- um fundist býsna slungin flétta. Hún er það bara ekki. Eðli glæpsins er bíómynd sem tekur sig ákaflega alvarlega. En í henni er fátt sem er þess virði að taka alvarlega. Þetta er mynd sem framkallar lítið annað en kvef hjá leikurum og höfuðverk hjá áhorfendum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.