Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1985
53
Cornelius ('arter danskennari.
CORNELÍUS CARTER
„Er að hugsa um a6 setjast hér aö“
„íslendingar gætu orðið
dansarar á heimsmælikvarða“
hefur
sig í
Dansstúdíó Sóleyjar
fengið til liðs við
kennslu bandarískan mann að
nafni Cornelius Carter frá New
York. Hann spjallaði við okkur
stundarkorn einn góðviðrisdag-
inn.
— Ég lauk BA-prófi í dansi
frá Webster University. Það var
stíft og erfitt fjögurra ára náms-
efni en undanfarin tvö ár hef ég
verið hjá American Dance The-
atre.
— Er erfitt fyrir atvinnudans-
ara að fá vinnu við fagið?
— Nei og þó. Eftir að skorið
var niður fé til lista minnkaði
möguleikinn, en það eru þó alltaf
einkafyrirtæki sem ráða dans-
ara. Ég var búinn að ráða mig á
samning til Japans þegar ég
kynntist Sóleyju og ákvað að
rifta honum og skella mér til Is-
lands.
— Hvernig líkar þér hérna?
— Landið er frábært, loftið
svo hreint að ótrúlegt er og ynd-
islegt að geta gengið á götum úti
óhræddur um að verða fyrir
barðinu á einhverjum glæpa-
mönnum. Friðurinn og það sem
því fylgir er það dásamlegasta
sem þið hafið upp á að bjóða.
Mér líkar það vel hérna, að ég
hef verið að segja við vini og
kunningja að eftir að ég hef æft
mig úti í sumar, komi ég líklega
aftur og setjist alfarið að hérna.
Draumur minn er að setja upp
með Sóleyju fyrirtæki fyrir at-
vinnudansara sem við myndum
kalla „Dance Theatre of Sóley".
Við gætum auðveldlega fengið út
úr því dansara á heimsmæli-
kvarða. Islendingar eru mjög
hæfir og góðir dansarar. Það er
að vísu erfitt að likja þeim við
suma dansara heima sem æfa 8
til 10 klukkustundir á dag, en ef
íslendingar sumir hverjir fengju
sömu þjálfun er það engin
spurning að þar væru á ferðinni
dansarar á heimsmælikvarða.
— Erum við ekkert á etir í
dansi?
— Nei, síður en svo. Þið fylgist
mjög vel með því sem er að ger-
ast í dansmálum. Það er líka
nauðsynlegt að fylgjast vel með,
því eilífar breytingar eiga sér
stað og hættan á að staðna er
mikil ef maður er ekki alltaf vel
vakandi.
— Hvernig dans kennir þú?
— Jazz með áherslu á ballett-
tækni, en nota þó við það nýjar
aðferðir.
Þekktist
yarla í
pelsinum
Þetta par gat að
líta á götum
Parísar í kuldanum
þar á dögunum.
Voru menn ekki
fljótir að sjá hver
konan væri, enda
vanari að sjá hana
klædda sundbol eða
samkvæmis-
klæðnaði. í pels
þekkti hana varla
nokkur maður,
nema ljósmyndar-
inn sem myndina
tók. Þekkiði hana?
Þetta er Victoria
Principal með sín-
um tilvonandi ekta-
manni, Harry
Glassman skurð-
lækni, sem er ekki
ósvipaður klerki í
klæðaburði ...
.vöru
SYNIN6AR
FUTURE FASHIONS
SCANDINAVIA
Tískufatasýning
28.feb.-3.mars
B&BeNaCenter hópferð 26. feb.
Herra-, dömu- og barnafatnaður ásamt fylgihlutum og
útstillingum fyrir verslanir.
th Ho»e»A Restaurant TB14485
14.-18. apríl ||
æ
BeHaCenter
HÓPFERÐ 13. APRÍL
Áttunda alþjóðlega hótel- og matvælasýningin í Bella
Center.
★ Matvæli og drykkjarvörur.
★ Útbúnaður til matvælaiðnaðar
★ Vörur og útbúnaður fyrir hótel og veitingahús -
birgðaöflun o.fl.
★ Útbúnaður fyrir verslanir.
HSttiiMliiinviaii
FuniiiiiirFiiir
Norræn hi jsgagnasýning
8.-1 2. maí
BellaCenter
HÓPFERÐ 7. MAÍ
★ Yfir 500 sýnendur sýna það nýjasta í húsgagna-
framleiðslu og hönnun frá Norðurlöndunum.
★ Allar tegundir húsgagna í öllum verðflokkum, m.a.
svonefnd kit-húsgögn, þ.e. samsett húsgögn í
lágum verðflokki.
★ Áhersla er lögð á vel hönnuð, þægileg og hentug
húsgögn.
★ Nýjasta tækni og hagræðing í framleiðslu ásamt
tilfinningu fyrir efnum í vinnslu.
★ Viður, sérstaklega Ijós, norrænn viður er áberandi,
en einnig má sjá skemmtilega hönnun úr málmum
og í bólstruðum húsgögnum.
interzum
10.-14. maí
^Köln/Vlesse HÓPFERÐ 10. MAÍ.
★ Ein stærsta sýningin fyrir húsgagnaframleiðendur
í Evróþu.
★ Efni til húsgagnaframleiðslu, s.s. viðarplötur,
plastik, glerplötur, pappaborð o.s.frv.
★ Hálfunnar vörur, s.s. stóla- og sófaarmar, eldhús-
bekkir og vinnuborð, setur og hvers kyns hús-
gagnapartar og fittings.
★ Vörur, tæki og efni til vinnslu og samsetningar á
húsgögnum og til bólstrunar.
★ Fittings, lásar, höldur og skreytingar.
★ Innanhúshönnun, hurðir, speglar, rúllugardínur,
steingólf, hurðakarmar o.fl.
★ Mælitæki, pumpur, stálull, áhöld fyrir teiknara, tæki
til gólflagna og fyrir vinnustofur, verkfæri til vinnslu
á viði og málmum.
★ Einangrunarefni, málningarburstar og öryggisút-
búnaður og margt fleira.
^JFERÐA..
M MIDSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
BJARM DAGUR/AUGl TtlKNKTOFA