Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 5

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 5
MORGUÍJBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 5 Þrotabú Endurtryggingafélags Samvimmtrygginga: búið verða lík- hálfur milljarður Kröfur í lega um GJALDFALLNAR kröfur í þrotabú Endurtryggingafélags Samvinnu- trygginga eru taldar vera 405 millj- ónir og líklegt er talið að kröfurnar verði samtals um 500 milljónir, þeg- ar upp er staðið. Þetta upplýsti Ragn- ar Hall, skiptaráðandi hjá borgarfóg- etaembættinu í Reykjavík. Ragnar sagði að enn væri fjöldi trygginga- samninga I gildi, og ekki væri vitað hvaða kröfur myndu koma út úr þeim samningum. Frestur til að lýsa kröfum, rann út 27. janúar sl. og eru kröfuhafarnir geysilega margir, og nær undantekningalaust erlendir. Gjaldþrotamál þetta er það allra stærsta hérlendis um mjög langt skeið. „Þess er einnig að gæta, að það hefur ekki unnist tími til að stað- reyna allar þessar kröfur, og hvort þær eru réttar," sagði Ragnar Hall í samtali við blm. Mbl., „en ég gerir heldur ráð fyrir að þetta eigi eftir að hækka talsvert." Ragnar sagði að Endurtrygg- ingafélag Samvinnutrygginga ætti umtalsverðar kröfur á hendur er- lendum félögum, en ekki væri hægt að segja til um það á þessu stigi hversu mikið fjármagn myndir endurheimtast með þeim kröfum. Það væri nokkuð tafsamt að koma höndum yfir það fé, þar sem þeir sem kröfurnar væru gerðar til bæru gjarnan fyrir sig skuldajöfnuði. Þetta væru þó mun minni upphæðir en upphæð krafn- anna í Endurtryggingafélagið. Ragnar átti ekki von á því að það lægi ljóst fyrir hversu mikið fé Endurtryggingafélag Samvinnu- trygginga fengi úr kröfum sínum fyrr en síðar á þessu ári. Eiríkur Tómasson er skipta- stjóri þrotabúsins, og spurði blm. Mbl. hann hversu miklar eigur þrotabúið væri talið eiga: „Það er allt óljóst eins og sakir standa,“ sagði Eiríkur, „því það er svo mik- ið um útistandandi kröfur félags- ins á hendur öðrum og það er alls ekki ljóst hversu háar tölur það eru, eða hvernig þær muni inn- heimtast. Það er þó líklegt að þær nemi hundruðum milljóna." Eiríkur sagði að þótt ekki væri hægt að segja til um endanlegar upphæðir á þessu stigi, væri þó óhætt að fullyrða að þetta þrotabú væri af annarri stærðargráðu heldur en þau þrotabú sem komið hefðu til skipta síðustu árin. MR framleiðir fiskifódur Á föstudag hóf Mjólkurfélag Reykjavíkur að framleiða fiskifóður í fóður- blöndunarverksmiðjunni I Sundahöfn. Fiskifóður hefur ekki verið framleitt hér á landi um skeið en fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til framleiðslu þess á vegum annars fyrirtækis. Á myndinni eru Guðmundur Leifsson verksmiðjustjóri og Jón Guðmundsson formaður stjórnar MR með fyrstu pokana af silungafóðri sem MR framleiðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á ráðstefnu Félags háskólakennara voru flutt sjö erindi. Aðalumræðuefnin voru fjölgun nemenda í HÍ og tengsl háskólans við atvinnulífið. Ráðstefna Félags háskólakennara: „Auka ]>arf svig- rúm HI til að taka þátt í at- vinnulífinu" — sagði menntamálaráðherra „FRAMTÍÐ Háskólans — Framtíð Islands“ var yfirskrift ráðstefnu, sem haldin var á vegum félags há- skólakennara sl. föstudag í Háskóla- bíói. Tilefni ráðstefnunnar var öll sú umræða er staðið hefur yfir undan- farið um málefni háskólans svo sem tengsl háskólans við atvinnulífið, fjölgun ncmenda og fleira. Á ráðstefnunni var stuðst við skýrslu þróunarnefndar HÍ, en hún kom út í ágúst 1984. Jón Bragi Birgisson, formaður félags há- skólakennara, sagði i samtali við Mbl. að augljóst væri að auka þyrfti húsnæði háskólans verulega til að tengja skólann við atvinnu- lífið, jafnvel þó að allar rannsókn- ir yrðu kostaðar af atvinnulífinu. Fyrirlesarar voru sjö talsins: Þórir Einarsson, formaður þróun- arnefndar, Guðmundur Magnús- son, rektor, Stefán ólafsson, lekt- or, Sveinbjörn Björnsson, lektor, Haraldur Ólafsson, dósent og alþingismaður, Jónas Haralz, bankastjóri og Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra. Síð- an voru pallborðsumræður. í þeim tóku þátt þrír alþingismenn, þrír kennarar og þrír atvinnurekend- ur. í erindi menntamálaráðherra kom fram að auka þyrfti svigrúm háskólans til að taka þátt í atvinnulífinu. Einnig benti hún á að ekki væri auðvelt að meta gildi þess, sem greiöa ætti fyrir. „Þeir sem taka á sig rannsðknir ættu að auglýsa sig og starf sitt betur en þeir gera. Taka þarf tillit til hvers virði rannsóknirnar eru, til dæmis hvort þær breytist strax í peninga eða hvort þær bæti menningarlífið frekar. Einnig þurfa rannsókn- armenn að sameinast um stærri verkefni til að auka skilning og áhuga á háskólanum. Stungið var upp á því í einum fjölmiðlinum að ríkið lánaði há- skólanum þjóðarbókhlöðuna, en ég vek athygli á að hún á að vera helsta vísindabókasafn landsins — háskólabókasafn," sagði menntamálaráðherra. Hún sagðist vilja að listnám yrði bundið við háskólanám hér á landi eins og víða er erlendis. „Ég get líklega ekki komið því fram að þrír listaskólar komist inn í há- skólakerfið í senn, en hugmyndin er svipuð og gerðist með kennara- háskólann á sínum tíma. Verður háskólinn ríki I ríkinu — já, ég tel að háskólinn eigi að hafa sem allra mest sjálfstæði. Ég sé háskólann sem öfluga stofnun — miðstöð, sem tengist atvinnulífi, skóla -og menningarlífi," sagði menntamálaráðherra á ráðstefn- unni. Jörð úr landi Ketils hængs og Marðar gígju til sölu Nýlega var auglýst til sölu jörðin Völlur II í Hvolhreppi, 100 hektara jörð u.þ.b. sex kflómetra frá Hvols- velli og fylgja veiðiréttindi í Rangá. Jörðin er vel byggð og mun hún eiga að kosta u.þ.b. flmm og hálfa milljón króna með öllu sem á henni er. Hér er um að ræða hluta af land- námsjörðinni Velli og heyrir undir austasta hlutann af landnámi Ket- ils hængs, sem nam Hvolhrepp all- an og bjó sjálfur að Hofi. Ketill hængur átti fimm sonu og tók einn þeirra, Hrafn, við búi á Hofi eftir föður sinn, en hinir skiptu með sér jörðum í Hvolhreppi og kom Völlur i hlut Helga Ketilssonar. Seinna bjó á Velli Mörður gígja, sem frægt er úr Njáls sögu og kem- ur bærinn oft við sögu í Njálu. Þá var Völlur sýslumannssetur á ár- unum 1822 til 1835 og aftur árin 1861 til 1890. Að sögn núverandi ábúanda á Velli I var búið að skipta jörðinni í nokkra hluta fyrir alda- mótin 1800. Stærstu hlutarnir voru þrír, Völlur I, Völlur II og Bakka- völlur, sem nú er í eyði. Eru þessar þrjár jarðir allar svipaðar að stærð, rúmir eitthundrað hektarar. Enn einn hluti jarðarinnar var Vallarhjáleiga, sem nú tilheyrir Árgilsstöðum. Það er m.a. að finna Hestaþingshól norður við Rangá, þar sem Gunnar á Hlíðarenda og Starkaðarsynir háðu hestavíg. Að sögn Jónínu Jónsdóttur, sem býr á Velli I ásamt manni sinum, Jóni Benediktssyni og börnum þeirra fimm, er talið að Mörður gígja sé heygður í landi Vallar I. En Jónína er þriðji ættliður ábú- enda á landi Vallar, barnabarn Gunnars Jónssonar, sem fluttist frá Bænum Stóra Hofi að Velli rétt fyrir síðustu aldamót og bjuggu börn hans þrjú hvert á sinni Vall- arjörð eftir hann. „Það er einnig sagt að móti fyrir blóthofi í túninu hjá okkur og það er mikið af tóftum í landareignum allra Vallarbæjanna. En aldrei hef- ur þó verið talið að það væru álaga- blettir og allt verið slegið," sagði Jónína. Á Velli II, sem er til sölu, búa nú hjónin Sigrún Sigurjónsdóttir og Gunnar Jónsson og hyggjast þau flytja búferlum til Reykjavíkur. * I il Si SAAB 900 VERÐ KR: 615.000 KOMDU OG KEYRÐANN TÖGCURHF. SAAB UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.