Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985
Heyrði greinilega hergöngumarsa
og þrammið í fótgönguliðinu!
— segir Kristján
Hálfdánarson,
sem hírðist í
32 tíma í
bráðnandi
jökulsprungu
á 15 metra dýpi
Á fostudagsmorgun, þegar þre-
menningarnir úr Flugbjörgunar-
sveitinni á Akureyri voru aö fara úr
tjaldstað í 1600 metra hæð og 30
stiga frosti á miðjum Vatnajökli,
sagði Rúnar Jónsson við féiaga
sína: „Jæja, það er víst allt í lagi
þótt ég segi ykkur þetta núna.“ Svo
sagði hann þeim frá draurai sínum
um nóttina: Hann dreymdi að hann
var við þriðja mann sunnarlega á
Vatnajökli þegar einn hrapaði í
sprungu og slasaðist. Hann þekkti
mág sinn Kristján en vissi ekki
hver sá þriðji var. Þetta átti eftir að
rifjast upp á meðan þeir biðu hjálp-
ar í 32 tíma, einn á snjóhafti á
fimmtán metra dýpi. Fjallamenn
vita að þessi hætta er alltaf fyrir
hendi en á fostudagsmorguninn
slógu þremenningarnir því kæru-
leysislega frá sér. Að minnsta kosti
á yfirborðinu.
Eigið aðgæsluleysi
Þessi föstudagsnótt var fimmta
nóttin þeirra á jöklinum. Þeir
höfðu farið upp á sunnudag og
legið fyrstu nóttina í tjöldum á
Breiðamerkurjökli. Kvöldið eftir
gistu þeir í skála i Esjufjöllum,
næstu nótt í tjaldi í 1450 metra
hæð vestan við Esjufjöll og svo
tvær nætur i tjaldi á miðjum
jökli í 25 og 30 stiga frosti og
skafrenningi. Þeir höfðu hugsað
þessa ferð sem skemmtiferð öðr-
um þræði enda útilífsmenn af lífi
og sál og jöklaferðir þeirra aðal-
áhugamál.
„Hver ferð er sambland af
mörgum óaðskiljanlegum þáttum
— skemmtun, þjálfun, sjálfspróf-
un — og það er af og frá að þetta
verði okkar siðasta ferð. En við
verðum kannski ekki svona kæru-
lausir í framtíðinni — lífsreynsla
af þessu tagi kemur af stað
ákveðinni hugarfarsbreytingu,
svo maður verður kannski var-
kárari á eftir," sagði Kristján
Hálfdánarson, 35 ára gamall
tæknifræðingur á Akureyri, sem
hímdi í jökulsprungunni á annan
sólarhring og hlustaði á „vatnið
gutla fyrir neðan mig og heyrði
feiknarlegar drunur í jöklinum
þegar hann var að sprengja sig,“
eins og hann orðaði það í samtali
við blaðamann Mbl. eftir heim-
komuna til Akureyrar.
„Þetta var óhapp," sögðu þeir
Kristján og Friðrik Sigurðsson,
tvítugur verkmenntaskólanemi,
„líklega vegna okkar eigin að-
gæsluleysis. Við vorum á ferð í
veðri sem nánast er ekki ferða-
veður, og búnir að ganga um
fjörutíu kílómetra án þess að sjá
nokkurntíma lengra en hundrað
metra. Það var kapp í okkur að
komast áfram — en þótt við vær-
um á réttri stefnu vantaði okkur
tvö hundruð metra til að komast
upp fyrir sprungusvæðið. Við vor-
um á réttri stefnu, þaö sann-
reyndum við síðar. En við vorum
ekki komnir jafn langt og við
óskuðum okkur.“
Hvarf á sekúndubroti
Þeir voru ekki bundnir saman
þar sem þeir fóru yfir, mikil
lausamjöll var á jöklinum og yfir-
ferðin hefur kannski náð 2V& km
á tímann. Kristján var fremstur,
þá Friðrik og aftastur Rúnar
MorgunblaðiÖ/Friðrik SigurÖsson
Rúnar Jónsson í byrginu, sem hann og Friðrik Sigurðsson gerðu sér á sprungubarminum á meðan þeir biðu eftir
Morgunblaöiö/Friörik SigurÖsaon
Kaldranalegt á Vatnajökli — Rúnar framan við byrgið með heita súpu á
aðstoð.
Jónsson, 29 ára eftirlitsmaður
hjá Vegagerðinni. Engar sprung-
ur sáust. En allt í einu hvarf
Kristján fyrir framan augun á
Friðriki. „Hann hvarf allt í einu á
sekúndubroti, ég sá hann steyp-
ast niður og hverfa. Sprungan gaf
sig við tærnar á mínum skíðum
— þetta hefur kannski verið fjög-
urra metra breitt stykki. Það er
talsverður hiti þarna undir enda
þunnt skæni ofan á öllu, fet þar
sem það var þykkast," sagði
hann.
Hvernig skyldi mönnum verða
við? „Ég hrökk ofboöslega við,“
sagði hann. „Öskraði á Rúnar um
að færa sig til hliðar og gerði
sjálfur hið sama. Svo reyndum
við að koma okkur fyrir þegar við
höfðum áttað okkur á sprungun-
um þarna — þær voru þvers og
kruss — ti-yggja okkur sem best.
Tókum af okkur pokana og skíðin
og gengum eins vel frá öllu og
okkur fannst best. Það hefur tek-
ið um hálftíma — þá fórum við að
kalla í hann, við heyrðum í hon-
um og hann sagðist vera heill á
húfi.“
„Ég var lengi að falla, fannst
mér,“ sagði Kristján. „Og verst
var það fyrst. Þá var það óvissan
um hvað hefði orðið af félögum
mínum, hversu illa ég var stadd-
ur og hvort ég væri meiddur. Síð-
an var þetta eins og þriðju gráðu
yfirheyrsla! Fyrst var ég á ícafi í
snjó, sá ekkert og heyrði ekkert,
úlpan hafði snúist upp um mig og
gleraugun farið af mér en ég gat
strax hreyft mig. Ég fór svo að
öskra en hljóð barst mjög illa upp
úr sprungunni — ísveggirnir hafa
dempað hljóðið."
Þeir sögðust fyrst af öllu hafa
gætt þess að halda stillingu. Þeg-
ar ljóst var að Kristján var
ómeiddur hífðu þeir upp búnað
hans og talstöð og sendu niður
hressingu og vatnsheldan fatnað.
„Við vorum með nóg af grannri
línu, sem þolir áreiöanlega tonn,“
sagði Kristján. „En okkur vantaði
tryggingarnar — ísskrúfur og
karabínur (láshringi). Það var
mat strákanna uppi að trygg-
ingarnar væru ekki nógu öruggar
og að þeir gætu lítið hjálpað mér
þegar og ef ég kæmist upp á
barminn. Ég vildi auðvitað kom-
ast upp sem fyrst en lét þá meta
það, okkur fannst ástæðulaust að
tefla á tvær hættur. Við ákváðum
því að biðja um hjálp við að ná
einum ómeiddum manni upp úr
sprungu ..."
„.... við báðum um kaðal og
tryggingar en það fylgdu 150
manns með því,“ skaut Friðrik
inní.
„Við viljum alls ekki áfellast
nokkurn mann — fólk gat ekki
brúsa handa Krístjáni í sprungunni.
vitað að hitastigið í sprungunni
væri fyrir ofan frostmark og að
mér var aldrei kalt,“ sagði Krist-
ján Hálfdánarson. „Ég fann það
fljótlega að þótt ég væri berhent-
ur var mér ekki kalt á höndunum.
Það var greinilega hiti þarna
undir — ég heyrði gutla í vatni
einum fimmtán metrum fyrir
neðan mig og mikla skruðninga í
jöklinum.”
.... þá hrundi syllan
Uppi reyndu félagar hans að
hlúa sem best að honum. Þeir
sendu honum Moon Boots til að
halda hita á fótunum, svefnpoka
og fleira. Sjálfur var hann vel
klæddur — i ullarnærfötum,
tvennum peysum, einangraðri
úlpu, fíberstakk og gorotex-galla
utan yfir. Hann var á syllu, 4—5
metra langri, sem stöðugt draup
af. Hann lagði sig um nóttina án
þess að vilja sofna („ég vildi ekki
hafa það of gott“), stöðugt á
varðbergi. Undir morgun stóð
hann upp og hreyfði sig. Þá
hrundi syllan, sem hann hafði
haft höfuð og herðar á fyrr um
nóttina. Ailan tímann sem hann
var niðri hélt syllan áfram að
minnka, snjórinn hrundi stöðugt
niður í myrkrið.
Friðrik og Rúnar gerðu sér
byrgi uppi við sprungubarminn.
„Fyrst átti það bara að vera vegg-
ur,“ sagði Friðrik, „en þegar við
sáum að við myndum verða þarna
um nóttina héldum við áfram að
dútla við byrgið. Okkur fannst
ekki taka því að setja upp tjaldið
— þótt hefði verið rýmra um
okkur hefði ekkert verið hlýrra.
Við höfðum náð sambandi við
Flugleiðavél um fimmleytið þeg-
ar fullreynt var að við næðum
honum ekki sjálfir. Svo höfðum
við kallsamband niður í sprung-
una á tveggja tíma fresti og stóð-
um vaktir til að litast um eftir
flugvélum fram til miðnættis.“
Hann sagði að þeir hefðu skolfið
eins og hríslur allan tímann. „Ef
okkur var orðið of kalt inni í
byrginu fórum við út og reyndum
að gera leikfimiæfingar á því litla
plássi, sem við töldum öruggt.“
Á Vatnajökli var skafrennings-
strekkingur. Skyggni fór niður í
ekki neitt. Þar var auðn og þögn.
í sprungunni sat Kristján og beið.
„Auðvitað var ég bæði hræddur
og kvíðinn," sagði hann. „Hvernig
á annað að vera? En ég var þó
aldrei svo hræddur að ég væri
ekki fær um að hugsa skynsam-
lega. Málið var að gera það besta
úr stöðunni." Á meðan þeir biðu
töluðu þeir saman, fylgdust með
Kristjáni og hlustuðu á útvarp.
Fréttir á föstudagskvöld og svo
áfram — þannig fylgdust þeir
með framgangi björgunar-
sveitanna.
Hvað eftir annað töldu þeir sig
sjá ljósglampa og þrjá menn
koma út úr þokunni. „Við vissum
að það var blekking — vorum
ekki að gera okkur neinar gylli-
vonir. Við sáum það sem við vild-
um sjá, sem er auðvelt í þokunni,“
sagði Friðrik. Niður í sprunguna
bárust Kristjáni fregnir af því, að
björgunarþyrla af Keflavíkur-
flugvelli væri á leið til þeirra.
„Mér fannst ég heyra greinilega,
rétt eins og það væri raunveru-
legt, þramm í hergönguliði leika
hergöngumarsa,“ sagði hann.
„Það hafa verið þessi óhugnan-
legu hljóð í sprungunni, sem
villtu um fyrir mér.“
Þeir voru búnir að sætta sig við
að þurfa að vera aðra nótt við
sprunguna þegar Rúnar þóttist
sjá ljós úti í sortanum — í þveröf-
ugri átt við þá sem þeir töldu sig
vita að Austfirðingarnir kæmu
úr. Friðrik var inni f byrginu að
byrja að malla þegar Rúnar kall-
aði í hann. Þeir skutu upp neyð-
arblysi þegar snjóbilarnir tveir
komu upp brekkuna, sem þeir
voru í. „Þeir hægðu þá á sér, svo
við vissum að þeir höfðu séð blys-
ið. Við skutum svo öðru þegar
þeir nálguðust hvor úr sinni átt-
inni, líklega fjórum f allt,“ sagði
Kristján. „Við vorum óskaplega
fegnir — aðeins nýlega búnir að
heyra í fréttunum að þeir væru á
leiðinni. Þá vorum við eiginlega
búnir að afskrifa að það kæmist
til okkar bíll.“
Karabínur í kjallaranum
' A snjóbílunum tveimur voru
fimm menn. Einn þeirra, Björn
Ingvarsson, seig niður til Krist-
jáns og setti á hann sigstól. Það
gekk vel að ná honum upp og eftir
stutta stund sátu þeir i hlýjunni i
snjóbílnum. Hann var laus úr
prísundinni og þeir allir heilir á
húfi.
Þeir sögðust sárastir sjálfum
sér fyrir að hafa skilið trygg-
ingarnar — kaðal, fsskrúfur og
karabínur — „eftir heima i kjall-
ara. Það er okkur til hneisu að
hafa látið undir höfuð leggjast að
hafa þennan búnað með okkur.
Við vorum þarna fyrir ári og þá
með allan þennan búnað. Nú ætl-
uðum við að vera sem léttastir og
þá þarf að velja og hafna. Við
höfnuðum röngum hlutum,“ sagði
Kristján. „Kæruleysið byrjaði
líklega þegar ég var sannfærður
um þegar við fórum upp brekk-
una að við værum ekki á sprungu-
svæði."
Þótt ferðin endaði ekki vel
segjast þeir sáttir við æfingu sina
og árangur sé hægt að skilja það
frá. Þeir voru á réttri stefnu en
telja vafasamt að ferðalag f þessu
veðurfari geti talist sú skemmti-
ferð, sem þeir ætluðu i. „Við get-
um í sjálfu sér verið ánægðir með
útkomuna — maður tekur alltaf
einhverja áhættu en hér hefði
vissulega getað farið miklu verr.
Og svo var þetta kannski ágæt
æfing fyrir sveitirnar lika,“ sagði
hann í lok samtals okkar. „Það
sýndi sig að það er ekki hægt að
finna mann gangandi á jökli eins
og Bandaríkjamennirnir ætluðu
að gera. Það þurfti lórantæki eins
og eru í snjóbilnum Tanna.
Svo viljum við gjarnan koma á
framfæri hjartanlegu þakklæti
til allra þeirra fórnfúsu, sem
gerðu sitt besta til að aðstoða
okkur.“
- ÓV.