Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 33

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 33 FYRRVERANDI hershöfdingi, Manuel Francisco Sosa Rivila, var myrtur úr sendibfl þegar hann stöóvaöi bifreið sína við umferð- arljós í Guatemalaborg í gær. Son- arsonur hans fékk nokkur skotsár og var fluttur í sjúkrahús. Sosa Avila var yfirmaður ríkislögreglunnar 1966—1968 og síðar hermálafulltrúi í sendiráði Guatemala í Mexíkóborg. Systir hans, Maria Teresa, er gift fyrrverandi forseta Guatemala, Efrain Rios Montt, hershöfð- ingja, sem kom til valda í marz 1982 og var steypt af stóli í ágúst 1983. Annar kunnur maður var myrtur í Guatemala um helgina: Hector Orlando Gomez Calito, leiðtogi samtaka sem reyna að afla vitneskju um ættingja sem hafa horfið. Samstarfsmenn hans segja að lík hans beri þess merki að hann ERLENT Skæruliðar segi skilið við Pol Pot New York, 1. apríl, AP. HUN Sen, forsætis- og utanríkisráðherra Kambódíu, segir í viðtali við banda- ríska tímaritið Newsweek, að finna megi stjórnmálalega lausn í Kambódíu ef leiðtogar skæruliða segi skilið við Pol Pot, leiðtoga Rauðra khmera. „Þeir, sem vilja taka höndum saman við okkur, verða að hætta öllu samneyti við Pol Pot. Við get- um rætt við Sihanouk fursta en ef hann slítur ekki sambandinu við Pol Pot jafngilti það fyrir okkur að setjast að samningaborðinu með Hitler," segir Hun Sen í Newsweek. Hun Sen segir, að ef pólitísk lausn finnist í Kabódíu sé unnt að flytja víetnamska herliðið, 180.000 manns, á brott mjög fljótlega en að öðrum kosti gæti það dregist í 5-10 ár. í útvarpi Rauðra khmera var sagt frá því á laugardag, að þá hefðu 63 víetnamskir hermenn verið felldir þegar átta þorp nokk- uð fyrir norðan höfuðborgina, Phnom Penh, hefðu verið „frels- uð“. Drottningarheimsókn Elísabet Bretlandsdrottning var í opinberri heimsókn í Portúgal í síð- ustu viku. Mynd þessi var tekin við komu hennar til Portúgals, en þar tók Antonio Ramalho Eanes forseti á móti henni með mikilli viðhöfn. Forsætis- og utanríkisráðherra Kambódíu: Herforingi myrt- ur í Guatemala hafi verið pyntaður. Likið fannst hjá brú fyrir sunnan höfuðborg- ina. Vopnaðir menn stöðvuðu Gomez Calito skömmu eftir að hann fór frá fundi samtaka sinna, „Gagnkvæm aðstoð". Mannréttindanefnd Guate- mala í Mexíkó telur að 35.000 manns hafi horfið í Guatemala siðan 1963, helmingurinn síðan 1978. íbúar landsins eru 7,5 milljónir. Tvær Herkúles-flugvélar í loftárekstri: Kræktu saman vængjum og hröpuðu til jarðar Kdmonton, 30. marz. AP. Tíu hermenn fórust með tveimur Herkúles-flutningaflugvélum kanadíska flughersins er þær rák- ust á í lofti á árlegri flugsýningu flughersins. Mennirnir voru í áhöfn flugvélanna, sem ráku sam- an vængi í lágflugi í útjaðri Edmonton. Yfirmaður Namao-flugstöðv- arinnar, bækistöðvar flugvél- anna, sagði flugmennina afar reynda. Að sögn vitna voru þrjár Herkúles-flugvélar i samflugi er tvær þeirra ráku saman vængi, með þeim afleiðingum að þær steyptust til jarðar í eldhnetti. Flugvélarnar hröpuðu niður á vöruhús í eldsneytisbirgðastöð herstöðvarinnar. Kom þar upp mikið bál. Vindurinn stóð hins vegar af eldsneytisgeymunum og þykir það mesta mildi. Flugvél- arnar eru gjörónýtar. Bretland: Námamenn hætta yfir- vinnubanni ShefTield, 29. mars. AP. FORYSTUMENN námuverka- manna í Bretlandi samþykktu í gær að binda enda á 17 mánaða gamalt bann við yflrvinnu námamanna. Var þetta gert í því skyni að greiða fyrir ýmsum atriðum varðandi laun og önnur kjaramál, sem óleyst voru, er verkfalli námamanna lauk. Arthur Scargill, leiðtogi kola- námamanna, sagði í gær, að fram- kvæmdaráð sambands náma- manna hefði fallizt á að falla frá þessu banni í þeirri von, að teknar yrðu upp að nýju hið bráðasta samningaviðræður við stjórn kolanámanna. Danskar herþotur í árekstri Kaupmannahöfn, 1. aprfl. AP. TVÆR orrustuþotur danska flughersins rákust á í lofti í nágrenni bæjarins Ribe. Hröp- uðu þær til jarðar, en flugmönn- unum tókst að bjarga sér í fall- hlíf. Engan sakaði á jörðu niðri. Orrustuþoturnar voru af gerð- inni F-16* Verðhækkanir í Júgóslavíu Belgrid. Júgóslaviu. I. apnl. í MORGUN urðu aftur miklar verðhækkanir í Júgóslavíu, m.a. hækkuðu járnbrautarfargjöld og farmflutningsgjöld um 50—66%. Á laugardag hækkaði bensín um 3—9%. Gasverð hækkar venjulega, er aðrar vörur hækka í verði. Verðbólga er nú u.þ.b. 70%, hin mesta í Evrópu. Duglegir og sparney tnir vinnubílar frá PEUGEOT ,4 vmtíN*. TALBOT 1100 VF 2 PEUGEOT 504GR PICK-UP Vélastærð 1118-3 55 HA Vélastærðir: 1796-380HA Benzín Fr amhj óladrifinn 2304-370HA Diesel Sjálfstæð fjöðrun Afturhjóladrifinn Flutningsrými 2600 lítrar „Splittað drif" Burðargeta 500 kíló Pallstærð 1,45 x 2,00 M. Kostar kr. 279.500,00 Burðargeta 1400 KG. Kostar frá kr. 398.000,00 HAFRAFELL símar 685211 - 683537 Tollgengi 1. marz '85 UMBOЩ Á AKUREYRI VÍKINGUR SF. FURUVOLLUM 11 SÍMI: 21670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.