Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 7 Arndfe Björnsdóttir, kaupmadur, og hr. Lutz, fulltrúi framleidenda, í nýrri gjafavöruverslun í Austurveri. Ný gjafayöruverslun með vörur frá WMF NÝ GJAFAVÖRU- og búsáhaldaverslun hefur verid opnuð í Austurveri og nefnist hún WMF-Studiohúsið. Eigendur nýju verslunarinnar, Arndfe Björnsdóttir og Ottó Schopka, reka jafnframt Rosenthal-verslunina við Laugaveg. Arndís Björnsdóttir sagði, að WMF (Wúrttembergische Met- allwarenfabrik) væri þekkt vestur-þýskt fyrirtæki og meðal stærstu iðnfyrirtækja þar í landi. Framleiðsla þess nái m.a. yfir hnífapör, potta og pönnur, margvísleg eldhúsáhöld, glervör- ur, kristal og silfurgjafavörur. „Fyrirtækið hefur algera yfir- burði í framleiðslu og sölu hnífa- para í Vestur-Þýskalandi og má segja að með hátt í 60% mark- aðshlutdeild sé WMF leiðandi afl á þessu sviði," sagði Arndís. Vörur frá WMF hafa verið boðnar hér á landi undanfarin ár og hefur Rosenthal-verslunin m.a. selt hnífapör og kristalsvör- ur frá fyrirtækinu síðan 1978. „Framleiðsla WMF er mun fjöl- breyttari en svo að unnt sé að gera henni skil í versluninni við Laugaveg, svo við ákváðum að opna sérstaka verslun, sem ein- göngu býður upp á WMF-vörur. Nýja verslunin mun einkum leggja áherslu á úrval vandaðra hnífapara svo og potta og ann- arra eldhúsáhalda, en enn frem- ur verður þar á boðstólum borðbúnaðuf og gjafavörur úr kristal. Meðan birgðir endast er hægt að fá pottasett, kristals- kökudiska og fleira á sérstöku kynningarverði," sagði Arndís Björnsdóttir, kaupmaður, að lok- um. Legg ekki til að tilboði Hagvirk- is verði tekið — segir samgönguráðherra „ÉG MUN ekki leggja til að þessu tilboði Hagvirkis verði tekið,“ sagði Matthías Bjarnason, samgönguráð- herra, um tilboð fyrirtækisins um að leggja bundið slitlag á veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, gerði Hagvirki hf. ríkisvaldinu tilboð þessa efnis og áætlaði að verkið tæki 30 mánuði. Sögðust forráðamenn Hagvirkis hf. geta lagt slitlagið fyrir um 74% af kostnaðarmati Vegagerðar rikisins. Matthías Bjarnason sagði að vegaáætlun lægi fyrir nefnd á Al- þingi og sú áætlun byggðist á ákveðnum forsendum. „Eg tel ekki eðlilegt að einn vegur sé tekinn fram yfir og gerð hans hraðað en heilir landshlutar skildir eftir. Það verða allir að sitja við sama Þrír bankar tilkynntu vaxtalækkun BANKASTJÓRN Scðlabankans hef- ur beóið Morgunblaðið að birta eft- irfarandi: „Það voru þrír bankar, sem höfðu á miðvikudag tilkynnt vaxtalækkun, en því miður barst tilkynning Búnaðarbankans ekki til bankastjórnar Seðlabankans, fyrr en eftir að fréttatilkynning bankans hafði verið send út. Þetta voru mistök, Búnaðarbankinn hafði eins og Iðnaðarbanki og Landsbanki sent inn tilkynningu um vaxtalækkun." borð. Þar að auki á að fjármagna þetta með samkeppni við ríkis- valdið um peningana í landinu. Nú er verið að ganga frá lánsfjáráætl- un sem teflir í það lengsta í fjár- öflun innanlands og þetta eykur slaginn um peningana," sagði ráð- herra. Hann kvaðst telja eðlilegra að taka erlent lán til lengri tíma til þess fyrst og fremst að hraða þeim framkvæmdum, sem stefnt var að með langtímaáætlun. „Auðvitað hef ég ekkert á móti því að vega- framkvæmdum verði flýtt, en það væri sjálfsagt skrítið upplitið á öðrum vélaeigendum og verktök- um ef tekið yrði svona tilboði. Það verður því að fara eftir stefnu- mörkun í langtímaáætlun um vegagerð, en helstu grundvallar- atriði hennar eru að hraða gerð á milli þéttbýlisstaða, hvar sem er á landinu. Um þessi atriði voru menn sammála á sínum tíma,“ sagði samgönguráðherra að lok- um. Súgandafjörður: Hlaut ekki kosningu PRESTSKOSNINGAR fóru fram í Staðarprestakalli, Súgandafirði, Isa- fjarðarpófastsdæmi, síðastliðinn sunnudag. Atkvæði voru talin á biskupsstofu í gær. 286 voru á kjör- skrá og greiddu 175 atkvæði. Um- sækjandinn, séra Bjarni Th. Rögn- valdsson, hlaut 62 atkvæði. Auðir seðlar voru 106 og ógildir 7. Um- sækjandi hlaut því ekki kosningu. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Síðastliðið ár var félaginu hagstætt í BYRJUN aprfl var aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur haldinn í hinu nýja húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Fram kom í skýrslu stjórnarinnar og í ársreikningum að síðasta ár var félaginu að mörgu leyti hagstætt og hagnaður af happdrættinu með mesta móti, en fræðslustarfsemi og happdrættisreksturinn eru höfuðviðfangsefni félagsins. Tveir fræðslufull- trúar í fullu starfi sinna nú fræðslustarflnu ásamt framkvæmdastjóra og læknancmum nokkrum. Undanfarið hefur fræðsluefni félagsins verið endurskoðað og að nokkru endurnýjað. Hafa helstu kvikmyndir í eigu félagsins verið settar á myndbönd og gefin hefur verið út skrá yfir myndefni sem ætlað er til útláns. Þá er fram- haldsskólum og félagasamtökum boðið upp á erindi og námskeið um krabbameinsvarnir. Fjármagn til fræðslustarfsem- innar og annarra verkefna kemur að mestu leyti frá happdrætti fé- lagsins, en opinberir aðilar, ríki og Reykjavíkurborg hafa tekið nokk- urn þátt í kostnaði við starfið í skólunum. Helmingur af ágóða happdrættisins rennur jafnan til félagsins sem ársgjald en auk þess er svo lagt fé til sérstakra við- fangsefna á vegum krabbameins- samtakanna s.s. í byggingarsjóð og til tækjakaupa. Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum. Var því fagn- að að framkvæmdir væru hafnar við K-byggingu Landspitlans, en byggingin mun gera það mögulegt að hægt verði að kaupa til lands- ins nýtt geislalækningatæki og línuhraðalinn sem Lionsmenn hafa verið að safna fyrir. Þá fagn- aði fundurinn samþykkt og gild- istöku nýju tóbaksvarnarlaganna. Að lokum skoraði aðalfundurinn á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að fé yrði veitt til kerf- isbundinnar leitar að brjósta- krabbameini hjá íslenskum kon- um því skipulögð leit meðal kvenna myndi auka möguleikana á að greina sjúkdóminn á byrj- unarstigi. Stjórn félagsins nú skipa þeir Tómas Á. Jónsson læknir, formað- ur, Baldvin Tryggvason spari- sjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Jón Þ. Hallgrímsson læknir, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríður Lister hjúkrunarfræðing- ur og Þórarinn Sveinsson yfir- læknir. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Þorvarður Örnólfsson. ROD OG REGLA SYSTEM® HILLUKERFI OG HENGJUR ÞYSK GÆÐI A GOÐU VERÐI ÓTRÚLEGIR MÖGULEIKAR TILVALIÐ í VORTILTEKTINA Útsölustaðir: Reykjavíkursvæði: BYKO Kópavogi, GOS Nethyl 3, Húsiö Skeifunni, JL-Byggingavörur Hringbraut, Málmur Hafnarfirði, VMJ Siðumúla Landið: Málningarþjónustan Akranesi, KB Borgarnesi, VlK Ólafsvik, Björk ísafirði, JFE Bolungarvik, Kf. Húnvetninga Blönduósi, Verzl. Sigurðar Pálmasonar Hvammstanga, Kf. Skagfiröinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, EINCO hf. Siglufirði, KÞ Húsa- vik, Kf. Fram Neskaupstað, Kf. Vestmannaeyja, KÁ Selfossi, Byggingavöruverslun Hveragerðis, Kf. Suðurnesja Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.