Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985
Forgangspóstur:
Kostar 2500
krónur að
senda 1 kfló
til útlanda
EINS og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu befur Póst- og símamála-
stofnunin tekið upp þá nýbreytni að
bjóða upp á sérstaka þjónustu sem
felst í því að viðskiptavinir geta sent
vörur erlendis á skemmri tíma en nú
er.
Þannig sendingar kallast for-
gangspóstur og er gjald fyrir þær
hærra en á almennum sendingum.
Þannig kostar það 2500 krónur að
senda böggul sem er 1 kg að þyngd
og síðan bætast 200 krónur við
fyrir hvert kíló. Böggul, sem er 5
kg að þyngd kostar þvi 3300 krón-
ur að senda og 10 kg kosta 4300
krónur.
Takmarkanir eru á því hve
þungar sendingar mega vera sem
fara í forgangspóst. Til Finnlands,
Bretlands og Svíþjóðar mega
sendingar ekki vera þyngri en 20
kíló og til Frakklands, Hollands og
Lúxemborgar má þyngdin ekki
fara yfir 15 kíló. Enn sem komið
er er aðeins hægt að senda for-
gangspóst til þessara sex landa.
Frá síðasta kórmmóti Arneasprófastsdæmis.
- h.
■
Hátíðartónleik-
ar kirkjukóra-
sambands Árnes-
prófastsdæmis
Kirkjukórasamband Árnespró-
fastsdæmis gengst fyrir hátíðartón-
leikum í tilefni af 300 ára afmælis
Jóhannesar Sebastians Bach,
Gcorgs Fr. Hándel og Scarlattis,
sunnudaginn 28. aprfl nk. í Skál-
holtskirkju klukkan 13.30 og Sel-
fosskirkju klukkan 17.00.
Á efnisskránni er orgelleikur
organista úr héraðinu, einsöngv-
arar eru Guðrún Sigríður Frið-
bjarnardóttir og Guðmundur
Gíslason. Barnakór Þorlákshafnar
syngur og auk þess verður söngur
einstakra kóra og samsöngur kóra
í Árnesprófastsdæmi.
I sambandinu eru 14 kórar með
á milli 200 og 300 manns. Kirkju-
kórasamband Árnesprófastsdæm-
is var stofnað fyrir 38 árum að
forgöngu frú önnu Eiríksdóttur í
Fagurgerði á Selfossi og var hún
fyrsti formaður þess. Núverandi
stjórn sambandsins skipa: Ragn-
heiður K. Busk, formaður, Rann-
veig Pálsdóttir og Jón Ólafsson.
enginn aðgangseyrir er að tónleik-
unum á sunnudaginn.
(Úr fréttatilkynningu.)
Opið
til kI. 16
laugardag
í MJÓDDINNI
& STARMÝRI en til
í AUSTURSTRÆTI
Glæsilegt úrval
í matvöru!
- Góð verð og
góð þjónusta.
Fjölbréyttar
Vörukynningar
AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2
— MJÖDDINNI
Kammertónleikar
í Hallgrímskirkju
LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju
efnir til kammertónleika 1 Hall-
grímskirkju sunnudaginn 28. apríl
og hefjast þeir klukkan 17.00.
Á tónleikunum koma fram:
Kjartan Óskarsson, klarinettleik-
ari, Guðrún Sigríður Birgisdóttir,
Selfoss:
Bæjarstjór-
inn segir upp
Selfossi, 24. apríl.
STEFÁN Ómar Jónsson, bæjar-
stjóri á Selfossi, hefur i bréfi til
forseta bæjarstjórnar sagt starfi
sínu lausu. Uppsagnarbréf hans
var tekið fyrir á fundi bæjarráðs
í dag. Að sögn Stefáns er upp-
sögnin af persónulegum ástæð-
um og lögð fram með eðlilegum
fyrirvara.
Stefán mun láta af störfum í
september næstkomandi.
— Sig. Jóns.
flautuleikari, Þorkell Jóelsson,
hornleikari, Björn Árnason, fag-
ottleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir,
sellóleikari, og Hörður Áskelsson,
orgelleikari. Fluttir verða kvart-
ettar og tríó fyrir blásara eftir
Gabrieli, Mayer, Gassmann og
Rossini. Þá verður flutt í fyrsta
skipti á íslandi Tríó eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, sem hann skrifaði
á síðasta ári til flutnings á tón-
leikum í Dusseldorf í V-Þýska-
landi á tónleikaferð Mótettukórs-
ins um Þýskaland. Verkið er
kirkjusónata fyrir bassetthorn,
selló og orgel.
Þetta eru 3. áskriftartónleikar
Listvinafélagsins á yfirstandandi
starfsári, en félaginu er ætlað að
stuðla að blómlegu listalífi við
Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á
undan tónleikunum fer fram aðal-
fundur félgsins í safnaðarheimil-
inu, sem hefst klukkan 15.30. Fé-
lagar eru hvattir til að mæta á
fundinn og allir eru velkomnir á
tónleikana.
(Úr frétutilkynninjfu.)
Homilíubók-
in íslenska
N/ESTKOMANDI mánudag, 29.
þ.m., ræðir Stefán Karlsson hand-
ritafræðingur um íslensku homilíu-
bókina á fundi hjá Félagi kaþólskra
leikmanna í safnaöarheimilinu, Há-
vallagötu 16, kl. 20.30.
Flestir hafa heyrt homiliubók-
ina nefna, a.m.k. þeir sem hafa
fylgst með ritgerðum Halldórs
Laxness, en hann telur þessa bók
vera einn af gimsteinum fornbók-
mennta okkar, þótt henni hafi lít-
ill sómi verið sýndur hér á landi.
En hverskonar bók er homilíu-
bókin? Um það ræðir Stefán
Karlsson á mánudagskvöldið og
svarar fyrirspumum. öllum ep
Stefán Karlsson
heimill aðgangur að þessari um-
ræðu meðan húsrúm leyfir.
(Frá Félagi kaþólskra leikmanna.)
Aðalfundur Sögufélagsins á Duus
AÐALFUNDUR Sögufélagsins
verður haldinn I veitingahúsinu
Duus við Fischersund í dag, laug-
ardag, og hefst hann klukkan
14.00. Auk venjulegra aðalfundar-
starfa mun dr. Gunnar Karlsson,
prófessor, flytja erindi um stöðu
kvenna á þjóðveldisöld.
(Fréttatilkynning.)