Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 13

Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 13 Bolli Björnsson Doktor f rafmagns- verkfræði ÞANN 26. nóvember sl. varði Bolli Björnsson doktorsritgerð f raf- magnsverkfræði við Lekniháskólann í Darmstadt í V-Þýskalandi. Doktorsritgerð Bolla heitir: „Vorausbestimmung stabilitáts- stutzender Massnahmen im Dreh- strom — Gleichstrom — Netzver- bund“. Hún fjallar um stöðug- leikarannsóknir á raforkudreifi- kerfum og möguleikum til þess að bæta slík kerfi með hjálp afkasta- mikilla stýritölva. Bolli Björnsson er fæddur í Reykjavík 1948, stúdent frá MR 1968. Stundaði nám i rafmagns- verkfræði við tækniháskólann í Darmstadt og útskrifaðist þaðan 1975. Vann síðan við verkfræði- störf í Mannheim til 1979. Frá 1979 til 1984 vann hann við rann- sóknar- og kennslustörf í tækni- háskólanum í Darmstadt. Hann starfar nú hjá A.E.G.-Telefunken í Frankfurt am Main við hönnun og uppsetningu á stýritölvum i sjálfvirkar efna- og bflaverk- smiðjur. Bolli er sonur hjónanna Helgu Þórðardóttur og Björns Pálssonar, deildarstjóra hjá Reykjavfkur- höfn. Bolli er kvæntur Constanze Björnsson, fædd Halfpap, lög- fræðingi og búa þau í Bensheim. Norræna húsið: Sýning á sænskum silfurmunum SÝNING á silfurskartgripum og öðr- um silfurmunum verður opnuö í and- dyri Norræna hússins, sunnudaginn 28. maí. Verða þar sýnd verk sænsku silfursmiðanna Rosa Taikon og Bemd Janush, sem sýnt hafa gripi sína víða í Svíþjóð. Þekktasta sýning þeirra er sú, sem haldin var í Nationalmuseet í Stokkhólmi 1969 undir heitinu „Sígaunahefð í skartgripagerð", og var hún liður í mannréttinda- baráttu sígauna í Svíþjóð. Rosa Taikon er sjálf sígauni og lærði hefðbundna silfursmfði ættflokks síns af föður sínum og kenndi manni sfnum, Bernd Jan- ush, handverkið. Þau nota bæði mikið víravirki i list sinni og hafa þróað þá tækni á sinn eigin hátt. Hún vinnur aðallega skartgripi, en hann smíðar einnig aðra muni. Sýningin verður opin 28. apríl — 12. maí á venjulegum opnunar- tíma Norræna hússins. (FrétUUIkynninf.) Daihatsul bílasyning Akranesi, Kalmannsvöllum 3 Sími 2099. í dag og sunnudag SÝNUM EFTIRTALDAR BIFREIÐIR • DAIHATSU ROCKY 4x4 DIESEL TURBO • DAIHATSU CHARADE • DAIHATSU CHARADE TURBO • DAIHATSU 1000 CAB VAN 4x4 • POLONEZ Akurnesingar, kynniö ykkur Daihatsu-línuna á heimavelli, góöur tími til aö spá og spekúlera. Daihatsu-umboðið, Ármúla 23, Reykjavík, s. 91-68 58 70. Umboðsmaður á Akranesi: Páll Jónsson, Kalmannsvöllum 3, Sími 2099. Sýningarsalur okkar að Ármúla 23 er einnig opinn í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.