Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 28

Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. LAOGARDAGUR 27. APRlL 1985 IAF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Skilningsskortur á sögulegum og tilfinningalegum þáttum Hel- farar gæti orðið afdrifaríkur Beggja vegna Atlantshafsins magnast enn deilur og umrædur vegna heimsóknar Reagans Bandaríkjaforseta til Vestur-I'ýzkalands í næsta mánuði, eða réttara sagt vegna þeirrar ákvörðunar að Keagan komi í Bitburg-kirkjugarðinn þar sem eru grafir allmargra SS-foringja. Mál þetta hefur valdið svo miklu fjaðrafoki og hleypt af stað svo mikilli tilfinninga- öldu, að við borð liggur að ástæð- an fyrir heimsókninni hafi drukknað í þeim gauragangi. Segja má að allt málið sé undar- lega klaufalegt og megi rekja til lélegs undirbúnings aðstoðar- manna Reagans forseta. Þeir hafa reynt að bera af sér sakir og segja að það hafi verið snjór yfir öllu þegar þeir komu í Bit- burg-kirkjugarðinn fyrr í vetur, er undirbúningur ferðarinnar var hafinn. Þar af leiðandi hafi farið framhjá þeim að þarna væru grafir SS-foringja. Heldur þykja þetta blóðlitlar afsakanir eða útskýringar. Ronald Reagan hefur svo sjálfur haldið mjög svo kauðalega á málinu. Hann hefur slegið úr og í og hefur ekki þótt Reagan hlýðir angistarfuliur á Elie Wiesel. sannfærandi í málflutningi sín- um; sú röksemd, að SS-foringj- arnir hafi eins og aðrir sem féllu í stríðinu verið fórnarlömb naz- ismans og hér væri farið í sátta- ferð, fékk ekki hljómgrunn. Þegar greint var frá því að forsetinn færi til Bitburg að heiðra fallna hermenn þar, virð- ist hvorki hann né aðstoðarmenn hafa gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Háværar gagnrýnisraddir voru uppi og Reagan bætti í skynd- ingu inn á ferðaáætlunina heim- sókn til Bergen-Belsen-útrým- ingarbúðanna. Áður hafði hann strikað út af áætluninni uppá- stungu um að koma til Dachau og þegar allt fór síðan í háaloft út af Bitburg-heimsókninni, sagðist forsetinn hafa haldið að tillagan um að fara til Dachau hefði verið á vegum einkaaðila en ekki stjórnarinnar í Bonn og þar af leiðandi hefði hann ekki sinnt því. Það varð svo enn Reagan til Frá Bergen-Belsen. Elie Wiesel álitshnekkis að um tíma var sem hann hefði afráðið að sleppa hinni margumræddu kirkju- garðsheimsókn. En Helmut Kohl kanzlari hafði þá beint síma- samband við Reagan þar sem kanzlarinn lagði kapp á að telja Reagan hughvarf og reyndist það raunar ekki örðugt. Gyðingar í Bandaríkjunum hafa beitt miklum þrýstingi til þess að fá Reagan til að hætta við heimsóknina. Um þær mund- ir sem málið var að komast í brennidepil, fór fram sérstök at- höfn í Hvíta húsinu, þar sem Elie Wiesel, virtur og mikilsmet- inn bandarískur gyðingur, var heiðraður fyrir tápmikla baráttu í þágu gyðinga. Wiesel var á sín- um tíma í útrýmingarbúðum nazista en slapp lifandi. Hann notfærði sér að sjálfsöðgu það tækifæri sem honum gafst og hélt ræðu yfir Reagan, áhrifa- mikla og málefnalega, þar sem hann lýsti því sem gerðist í búð- unum. Hann sagðist einnig leyfa sér að hvetja Reagan til að finna aðra leið til þess að votta Þjóð- verjum skilning á þjáningum þeirra í styrjöldinni. „Sá staður er ekki í Bitburg, herra forseti," sagði Wiesel. „Yðar staður er hjá fórnarlömbum SS-sveitanna.“ Þeir sem voru viðstaddir þessa athöfn segja, að engum geti blandazt hugur um, að Reagan hafi þótt afar óþægilegt að hlýða á mál Wiesels. Reagan getur heldur ekki látið gagnrýni bandarískra gyðinga eins og vind um eyru þjóta og forsetinn gerir sér ugglaust grein fyrir því. Á hinn bóginn er ógerningur að sjá hvernig forsetinn getur bjargað sér út úr þessari fárán- legu stöðu, sem hann er kominn í. Stjórnmálaskýrendur í Banda- ríkjunum segja, að þetta séu al- varlegustu pólitísku afglöp sem Reagan hafi orðið á á forseta- ferli sinum. Þeir benda á, að for- setinn þurfi á öllu sínu að halda þegar hann fer í Þýzkalands- heimsóknina og efamál hvort það dugi. Hvert orð og hver at- höfn Reagans þar verða skoðuð og skilgreind á annan hátt en nokkrar aðrar gerðir hans frá því hann varð forseti. Eftir fréttum að dæma eru það ekki einvörðungu gyðingar, sem gagnrýna forsetann. í gær, föstudag, samþykkti rösklega helmingur bandarískra þing- manna fulltrúadeildarinnar áskorun til Reagans og Kohls um að hætt yrði við Bitburg- heimsóknina. f Þýzkalandi eru einnig skipt- ar skoðanir á gildi heimsóknar- innar til Bitburg og margir hafa orðið til aö tjá þá skoðun sína að koma Reagans geti ekki úr því sem komið er þjónað þeim til- gangi að verða til að sýna hina endanlegu sáttfýsi. Með það í huga, að Reagan hefur nýlega orðið fyrir mótbyr vegna Nicaragua og skýrt hefur verið frá í fréttum, er augljóst að hann á undir högg að sækja, kannski í fyrsta sinn síðan hann varð forseti. Og margir hafa orðið til að brjóta heilann um, hvernig gat á því staðið að slík skyssa var gerð. Það er sjálfsagt ekkert ein- hlítt svar við því. Vegna þess að á Vesturlöndum eru deildar meiningar um hversu miklu máli það skipti að halda Helförinni vakandi í hugum fólks. Þjóðverj- ar vilja gleyma því. Þeir sem sættu ofsóknum og upplifðu Hel- förina vilja flest á sig leggja til aö halda minningunni vakandi, óbornum kynslóðum til varnaðar og lærdóms. Og hvað sem orðum líður hafa gyðingar ekki fyrir- gefið. Kannski er það heldur ekki í mannlegu valdi að fyrir- gefa Helförina. Skilningsskortur Ronalds Reagan á sögulegum og tilfinningalegum hliðum hennar er vissulega ekki einsdæmi. En því óheppilegra vegna þess að hann er forseti Bandaríkjanna. (Heimildir: Newsweek, Time, AP.) New York Times: „Hrafninn“ fær lofsam- lega dóma í BLAÐINU „The New York Times“ sl. fimmtudag, 25. aprfl, skrifar Janet Maslin gagnrýni um kvikmyndina „Þegar hrafn- inn flýgur“, sem nú er verið að sýna í New York. Fer hún mjög lofsamlegum orðum um mynd- ina og höfund hennar, sem hún segir, að standi í þakkarskuld við þá Sergio Leone og Shake- speare, Sam Peckinpah og Ak- ira Kurosawa. Maslin segir, að Hrafn Gunnlaugsson sé góður sögu- maður, sem gefi myndinni hægan og angurværan blæ en mikinn og vaxandi þunga. Segir hún að myndin sé mjög vel tekin auk þess sem stór- skorin náttúra eldfjallaeyj- unnar íslands geri sitt til að auka áhrifin. Maslin rekur nokkuð gang sögunnar og myndarinnar og fjallar að lokum um frammi- stöðu leikaranna, sem hún gefur góða einkunn. Mest þykir henni þó koma til and- litanna sjálfra, ráðleysislegr- ar ásjónu Eiríks (Flosa Ólafssonar), slægðarinnar, sem skíni út úr Þór (Helga Skúlasyni) og sviphörku Gests (Jakobs Þ. Einarsson- ar), sem með sitt rauða hár sé sannkallaður kelti. Film: ‘Raven’ From Iceland By JANET MASLIN THE dark, craggy beaches of Iceland are the setting for “When the Raven Flies," a lOth-century saga that owes equal debts to Sergio Leone and Shakespeare. It is from Mr. Leone, not to mention Sam Peckinpah and Akjra Kurosawa, that the Irelai. .iC wrriter-director Hrafn Gunnl .ngsson géts his strong, silent hero and much of this tough guy’s modus operandi. Gest (Jacob Thor Einarsson) is a young Irishman who 20 years earlier stood by helplessly as Vikings mur- dered his parents and kidnapped his sister. The film, which begins with a brief depiction of these events in Ire- land, charts Gest’s revenge. “When the Raven Flies," which opens today at the Film Forum I, is more than just a curiosity (though it certainly is that, since Icelandic films are so rare here). Mr. Gunnlaugsson is a skillful storyteller, and he gives the film a slow, brooding style and an irreversible momentum. Once Gest arrives in Iceland, hid- ing among Vikings who are them- selves exiled from Norway, the film prpceeds inexorably toward a violent cohfrontation. Gest is able to breed suspicion between Thor (Helgi Skula- son) and Erik (Flosi Olafsson), two warriors who are blood brothers and who both participated irt the murder of his parents. To add to the story’s potential for tragedy, ironic coinci- dence and intemecine warfare, Gést’s sister reappears, as Thor’s mistress and the mother of his child. "When the Raven Flies’’ has a starkly handsome visual style, greatly enhanced by the bleak beauty of the volcanic landscape. Its action seiquences revolve around Gest’s method of vanquishing enemies by throwing dagger after tiny dagger, weapons that often seem to material- ize from nowhere, as does he. Gory as the film is, Mr. Gunnlaugsson imbues it with a slow, determinéd grace. The performers, who have neither the need nor the occasion for much dia- logue, have unforgettable faces: the round, pitiable Erik, the hauntingly vulpine Thor, and the remorseless Gest, whose blue eyes and red hair mark him unmistakably as a Celtic stranger. Afganistan: Ný atlaga gegn frelsissveitum Islamabad, 26. aprfl. AP. Löggjafarsamkunda Afganistan samþykkti í gær áætlun, sem hefur það að markmiði að sverfa að frels- issveitunum, m.a. með því að loka landamærunum við íran og Pakist- an. f samþykkt þingsins segir að Sovétmenn séu reiðubúnir að veita Veður víða um heim Lægit Hœst Akureyri +2 úrkoma Amsterdam 0 5 heiðskírt Aþena 12 25 skýjaö Barcelona vantar Beiiín 0 6 skýjaö Brusael 0 10 heiöskírt Chicago 5 22 rigning Dublín 4 12 heiöskírt Feneyjar 9 rígning Frankfurt 1 11 skýjaö Genf 1 15 heiöskirt Helsinki -3 2 skýjað Hong Kong 22 27 rígning Jerúsalem 8 18 akýjað Kaupm.höfn +1 5 snjók. Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 9 18 heióskirt London 2 11 heióskirt Los Angeles 20 28 heiðskirt Luxemborg 4 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Miami 24 26 skýjaó Montreal 8 14 skýjaó Moskva 10 20 rigning New York 10 16 heiðskírt Osló +3 6 skýjaö Paris 2 15 skýjaó Peking 8 21 heióskirt Reykjavík 4 hálfsk. Rio de Janeiro 16 29 skýjaó Rómaborg 8 19 skýjaó Slokkhólmur -r2 5 heiöskírt Sydney 14 21 rigning Tókýó 13 23 skýjað Vínarborg 3 15 skýjaö bórshöfn 2 hélfsk. alla þá aðstoð, sem nauðsynleg sé í þessu skyni. Samþykkti samkundan að lagt skyldi til harðrar vopnaðrar at- lögu gegn frelsissveitunum, sam- kvæmt fréttum í útvarpinu í Kab- úl, sem heyrðust í Pakistan. Ákveðið var að loka þannig landamærunum, að frelsissveit- irnar gætu ekki athafnað sig handan þeirra, eins og stjórnin í Kabúl ætlar. Jafnframt hvatti samkundan frelsissveitarmenn til uppgjafar með loforðum um sakaruppgjöf. Reynt er að táldraga viðkomandi með loforðum um verðlaun fyrir uppgjöf, svo sem íbúð, landskika, vinnu eða peningum. Vestrænir sérfræðingar, sem fróðir eru um afgönsk málefni, áætla að mikill sovézkur liðsauki sé á leiðinni til Afganistan og að í uppsiglingu sé umfangsmikil sókn gegn frelsissveitunum. Átök í Nígeríu: Óttast um líf hundraða manna London, 26. aprfl. AP. ÓTTACT er að hundruð Nígeríum- anna liggi í valnum eftir skotbard- aga lögreglu og útlægs flokks mú- hameðstrúarmanna í borginni Gombe í austurhluta Nígeríu. Hersveitir voru sendar til Gombe þegar út spurðist að slegið hefði í bnrýnu milli lögreglu og múhameðstrúarmanna þegar reynt var að handtaka Yusufu Adamu, leiðtoga Maitatsine- trúflokksins. Að sögn hálfopinberrar frétta- stofu Nígeríu liggja engar tölur um mannfall fyrir, en óttast væri að hundruð óbreyttra borgara, lögreglumanna og múhameðstrú- armanna lægju í valnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.