Morgunblaðið - 27.04.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.04.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUCARDAGUR 27. APRÍL 1985 31 Brandt veitt „Þriðja heims verðlaunin“ WILLY Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands og handhafa friðarverölauna Nóbels, voru í gær veitt svonefnd „Þriðja heims verð- laun“ fyrir framlag sitt til friðar og samvinnu á milli iðnríkja og þróunarríkja. Verðlaun þessi, sem veitt hafa verið árlega frá 1980, nema 100.000 bandaríkjadölum (jafn- virði rúmlega 4.000.000 ísl. króna). Það er banki, sem aðset- ur hefur í Lúxemborg og nefnist „Bank of Credit and Commerce Internationar, sem stendur straum af verðlaunafénu. Stofn- andi bankans er Agha Hasan Abedi, auðkýfingur frá Pakist- an, en bankinn er nú rekinn af fyrirtækjum, sem eiga viðskipta- hagsmuna að gæta í hinum svo- nefnda „þriðja heimi“. Það var Shridath Ramphal, framkvæmdastjóri Breska sam- veldisins, sem afhenti verðlaun- in við athöfn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, en hann er formaður verðlaunanefndarinn- ar. Að auki fluttu Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Þing- mannasamtaka um heimsskipu- lag (PWO), ræður við athöfnina, en Þingmannasamtökin áttu þátt í að fjármagna ráðstefnu um „lífsmöguleika á kjarnorku- öld“, sem haldin er í tengslum við afhendingu verðlaunanna. í fyrirlestri, sem Brandt flutti er hann tók á móti verðlaunun- um, veik hann m.a. að fyrirhug- uðum fundi leiðtoga Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. „Þegar forseti Bandaríkjanna og leið- togi Sovétríkjanna hittast á eng- inn von á því, að þeir bindist vin- áttuböndum," sagði hann. „Hins vegar vonum við, að þeir bindi enda á þá ógn allsherjarátaka, sem yfir okkur vofir, og leiða mundi til ragnaraka.“ Morgunblaðið hafði samband við Hörð Helgason, sendiherra, fastafulltrúa íslands hjá SÞ, sem sat fundinn, þar sem verð- launin voru veitt. Hann sagði að Perez du Cuellar hefði flutt al- varlega áminningarræðu um al- vöru kjarnorkuógnarinnar og áréttað, að þessum vopnum mætti ekki beita. Jafnframt fagnaði du Cuellar viðræðum Bandaríkjamanna og Sovét- manna í Genf. Hörður sagði að ólafur Ragn- Willy Brandt ar Grimsson hefði lokið miklu lofsyrði á stjórnmálastarf Willy Brandts í ræðu sinni. Þá hefði hann fjallað um nauðsyn þess að berjst fyrir heimsfriði og fyrir breyttri afstöðu til þriðja heims- ins á Vesturlöndum. Leiðtogi andspymuhóps í Víetnam: Unnt að steypa Hanoi-stjórn- inni af stóli innan fimm ára Tókýó, 2«. aprfl. AP. LEIÐTOGI andspyrnuhreyfingar í Víetnam segir, að unnt sé, að steypa kommúnistastjórninni í Hanoi af stóli innan fimm ára, ef andstæðingar hennar fái nægi- legan stuðning. Hoang Co Minh, leiðtogi „Þjóðfylkingarinnar fyrir frels- un Víetnam" og varaaðmíráll í her Suður-Víetnams, sem leyst- ur hefur verið upp, segir að al- þýða manna í Víetnam vilji breytingar, baráttuþrek stjórn- arhersins sé lítið og andstæð- ingar stjórnarinnar séu að sam- einast gegn henni. „Sá tími er runninn upp í Ví- etnam að unnt er að skapa þar aðstæður, sem leiða til falls Hanoi-stjórnarinnar," sagði Minh í fyrirlestri á hádegisverð- arfundi hjá klúbbi erlendra fréttamanna í Tókýó í dag. Hann sagði að í Víetnam væru nú starfandi um 38 litlir hópar and-kommúnista, sem nauðsyn- legt væri að sameina. Margir fé- lagar þeirra væru fyrrum her- menn í her stjórnar Suður- Víetnams, sem kommúnistar steyptu af stóli fyrir tíu árum. Minh sagði að enginn þessara hópa nyti stuðnings erlendis frá ins hefur ákveðið, að utanríkisráö- herrar aðildarríkjanna, sem eru 21, komi saman til fundar í Helsinki 10. ágúst nk. til að minnast þess, að liðin eru tíu ár frá undirritun Hels- inki-samkoniulagsins um öryggi og samvinnu í Evrópu. Júrgen Mollermann, aðstoðarut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sem skýrði fréttamönnum frá þessari ákvörðun í dag, sagði, að á ráðherrafundinum hefði verið og hann kvaðst ekki fara fram á vopn eða fjármagn, heldur fyrst og fremst siðferðilegan stuðning. „Víetnamar verða sjálfir að hvatt til þess, að menningarleg samskipti við ríkin í Austur- Evrópu yrðu efld í því skyni að efla veg sameiginlegrar menning- ararfleifðar Evrópuþjóða. Vonast er til þess að á fundinum í Helsinki mæti utanríkisráð- herrar allra ríkjanna 35, sem und- irrituðu Helsinki-samkomulagið á sínum tíma. Mollermann sagði hins vegar að svör þar að lútandi hefðu enn ekki borist frá stjórn- völdum í Austur-Evrópu. leysa sín mál,“ sagði Minh. „Eftir að Bandaríkjamenn yf- irgáfu Víetnam hafa Sovétmenn haslað sér þar völl og eru nú áhrifamesta herveldi í Asíu,“ sagði Minh. Kvað hann út- þenslustefnu Sovétríkjanna ógna öryggi Asíuþjóða. Til dæm- is um þetta benti Minh á flota- stöð Sovétmanna í Cam Ranh- flóa, 10.000 sovéska hernaðar- ráðgjafa í Víetnam, og hinn um- fangsmikla hernaðarlega stuðn- ing Sovétmanna við Hanoi- stjórn, sem hann kvað nema þremur milljónum bandaríkja- dala á dag. Minh sagði að þrátt fyrir stuðning Sovétmanna væri Hanoi-stjórnin sjálf veik og ein- angruð. „Víetnam er nú eitt fá- tækasta ríki heims, þar sem þjóðartekjur á mann nema 105 bandaríkjadölum á ári. Efna- hagskerfi landsins er í rúst, þjóðfélagið í upplausn, alvarleg átök eiga sér stað innanlands og um er að ræða víðtæka pólitíska kúgun.“ Evrópuráðið: Helsinki-sáttmálans verði minnst í ágúst Strasbourg, 26. aprfl. AP. RÁÐHERRAFUNDUR Evrópuráðs- Peking: Setuverk- fall í ráð- húsinu PekÍDiE, 26. «prfl. AP. UM 100 manns hafa verið í setu- verkfalli í ráðhúsi Pekingborgar í heila viku en þeir krefjast þess að fá að setjast aftur að í borginni eftir að hafa nauðugir viljugir unnið í 17 ár á landsbyggðinni Lögreglan hefur ekki látið til skarar skríða gegn fólkinu en hins vegar er fylgst vel með þeim er- lendu fréttamönnum, sem reyna að taka mótmælendurna tali. - Flest er fólkið í kringum 35 ára gamalt og hefur búið hálfa ævina við oft og tíðum ófullkomnar að- stæður úti á landsbyggðinni. Á dögum „menningarbyltingar ör- eiganna", þegar Maó formaður hvatti hina „menntuðu æsku“ til að læra af bændunum, fóru tvær milljónir Pekingbúa til vinnu á landsbyggðinni en flestir þeirra hafa nú snúið aftur til borgarinn- ar. Mótmælendurnir í ráðhúsinu segjast hins vegar vera á meðal þeirra, sem bannað hafi verið að koma aftur. Tvær spreng- ingar í Genf Genf, 26. aprfl. AP. TVÆR sprengingar urðu í Genf í dag, önnur við skrifstofur Líbýska flugfélagsins en hin varð í bíl í eigu sýrlenska sendiráðsins. Að sögn lögreglunnar meiddust fjórir menn lítillega í sprengingunum. Miklar skemmdir urðu á skrif- stofuhúsnæði Líbýska flugfélags- ins í Genf þegar sprengjan sprakk þar í nótt sem leið, og brotnuðu víða rúður í nærliggjandi húsum. Að sögn lögreglunnar er ekki enn vitað hverjir voru þarna að verki. Síðari sprengingin varð árla í morgun í bíl frá sýrlenska sendi- ráðinu. Var tvennt í bílnum, sendifulltrúi og kona hans, og voru þau stödd á mikilli umferð- argötu þegar sprengja sprakk. Rifnaði vélarlokið af og framrúð- an þyrlaðist yfir hjónin, sem tókst þó að komast út úr bílnum ómeiddum áður en hann varð al- elda. Nokkrir nærstaddir meidd- ust lítillega. OPIÐ í DAG 7-4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.