Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 35

Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIP, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 35 Leikfélag Reykjayíkur: Leitar að ungri stúlku með góða söngrödd LEIKFÉLAG Reykjavíkur leitar nú að unglingsstúlku til ad fara með stórt hlutverk í söngleik Kjartans Ragnarssonar og Atla Heimis Sveinssonar, Land míns föður. Söng- leikurinn verður frumsýndur í haust, en æfingar hefjast 17. maí og verður æft til loka leikárs, 20. júní. Þetta kemur fram í frétt frá Leikfélaginu. Þar segir einnig að umrædd stúlka þurfi að vera á aldrinum 13—17 ára, þurfi helst að hafa einhverja leikreynslu og góða söngrödd. Þær stúlkur sem áhuga hafa á að koma í viðtal og prófun eru beðnar að hafa sam- band við skrifstofu Leikfélags Reykjavíkur eða koma í Iðnó á mánudag kl. 20.30. 9 sæmdir orðum FORSETI íslands hefur í dag að til- lögu orðunefndar sæmt eftirtalda ís- lendinga riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaoröu: Árnínu Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing, Reykjavík, fyrir hjúkrunarstörf; Björn Jóns- son, deildarstjóra, Reykjavík, fyrir störf að flugmálum; Guðlaug Pálsson, kaupmann, Eyrarbakka, fyrir störf að verslunarmálum; Olaf Örn Arnarson, yfirlækni Landakotsspítala, Reykjavík, fyrir störf að heilbrigðismálum; Ragn- heiði Einarsdóttur, Reykjavík, fyrir störf að líknar- og heilbrigð- ismálum; Sigurð G. ísólfsson, organista, Reykjavík, fyrir tónlist- arstörf; Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmdastjóra, Akureyri, fyrir störf að sjómennsku og út- gerðarmálum; Þórarin Sigurjóns- son, alþingismann, Laugardælum, Hraungerðishreppi, fyrir störf að landverndar- og landbúnaðarmál- um. Ennfremur hefur forseti íslands í dag sæmt systur Maríu Hildeg- ard, fv. príórinnu, stórridd- arakrossi hinnar islensku fálka- orðu fyrir líknarstörf. Reykjavík, 25. aprfl 1985. Frá keppni yngstu stúlknanna í skólahlaupi ÚÍA Skólahlaup ULA: MorgunblaftiS/Albert Kemp Sýning á tölvubókum Keppendur Egilsstaða- skóla hlutu flest stig _*>o_n MÁNUDAGINN 29. apríl verður opnuð sýning á nýjum bókum um tölvur og tölvunarfræði frá Prent- ice-Hall Inc. í Félagsstofnun stúd- enta við Hringbraut. Fulltrúi Prentice-Hall, Frank O’Donel, verður á staðnum og mun veita upplýsingar um þessar og aðrar útgáfubækur forlagsins. Sýningin sem er haldin á vegum Bóksölu stúdenta stendur til 3. maí og verður opin frá klukkan 10.00 til 17.00 nema 1. maí frá kl. 13.00 til 17.00. FáskriíAefírAi 22. apríl HIÐ árlega skólahlaup ÚÍA var laugardaginn. Þátttakendur voru landi. Hlaupið var háð í mjög góðu veðri, glampandi sól og hita, og má segja að veðrið gerist oft ekki betra um hásumar. Egilsstaðaskóli hlaut flest stig eða 319. Næstur kom Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar með 273 stig og í Skagfirðingar óhressir með ftöluna: Ekki rétt að málum staðið hvorki stjórnunarlega né fag- lega gagnvart gróðurvernd — segir Egill Bjarnason, sem sagði af sér formennsku í gróðurverndarnefnd Hólum í HjalUdal, 24. aprfl. Frá Valdimar Kristinssyni, blaðamanni Mbl. SOGULEGUR fundur var haldinn í gærkvöldi í Miðgarði þar sem kynnt var ítölugerð fyrir Eyvind- arstaða- og Haukagiisheiði. Var nokkuð heitt í kolunum. Það gerð- ist meðal annars að Egill Bjarna- son, ráðunautur, sagði af sér for- mennsku í gróðurverndarnefnd Skagafjarðarsýsíu. „Eg tel að ekki hafi verið rétt að þessum málum staðið, hvorki stjórnunarlega né faglega, gagn- vart gróðurvernd. Það hefði verið hægt að ná lengra á þessu sviði ef frjálsir samningar hefðu fengið að njóta sín áfram,“ sagði Egill í samtali við Mbl. um afsögn sína. „Þetta er einn angi af þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru gagnvart bændum og öðru lands- byggðarfólki af ofstjórnarliðinu á Reykjavíkursvæðinu. Liggur við að sagt sé sem svo: „Éttu matinn þinn Sámur minn, annars færðu ekki neitt og ef þú ekki þegir þá verður þú barinn." Er fundurinn í gær glöggt dæmi um vinnubrögð af þessu tagi," sagði Egill einnig. Mikil óánægja ríkir meðal manna hér með hvernig komið er í þess- um málum og töldu ýmsir að ekki ö INNLENT væri lögformlega að ítölunni staðið. Páll Dagbjartsson i Varmahlíð sagði i samtali við Mbl. að hann hefði verið í stöðugu sambandi við landgræðslustjóra í vetur til að leita leiða til samkomulags. Sagði Páll að þegar á reyndi hefði Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, ekki verið tilbúinn til að semja. Sagðist Páll vera óhress með að láta hafa sig að fífli allt frá því í fyrrasumar en sam- kvæmt samkomulagi sem gert var 1. ágúst sl. átti að leiða þessi mál til lykta með samningum. „Á fundinum í gær fór Sveinn allt í einu að bjóða samninga til fjög- urra ára um aðlögunartíma að ítölunni. Eg hef þá trú að honum sé ekki stætt á að bjóða slíka hluti. Mér finnst það skrítið að hann skuli fara að bjóða samn- inga nú, eftir að hafa hafnað samningum og síðan kveðið upp ítölu sem felur i sér enn eina skerðinguna á beitarþoli afrétt- arins," sagði Páll. Sýslumaður Húnvetninga birti hreppsnefndum Seylu- og Lýt- ingsstaðahreppa úrskurð ítölu- nefndar þrátt fyrir að þessir hreppar séu í Skagafirði. Telja Skagfirðingarnir það ekki rétta birtingu. Haft var samband við sýslumann Skagfirðinga og hann inntur eftir því hvort hann teldi að lögformlega hafi verið að þess- ari ítölugerð staðið og vildi hann ekkert um málið segja annað en það að hann vissi að gögn væru á leiðinni til sín sem hann kvaðst ætla að birta hreppsnefndunum. haldið á Fáskrúðsfirði nú á 181 frá 12 skólum á Austur- þriðja sæti var Grunnskóli Stöðv- arfjarðar með 252 stig. Urslit voru sem hér segir: Stúlkur 9 ára og yngri: 1. Sigríður Guðmundsdóttir, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. 2. Júlía Atladóttir, Grunnskóla Eskifjarðar. 3. Jóhanna Magnúsdóttir, Seyð- isfjarðarskóla. Drengir 9 ára og yngri: 1. Helgi Guðfinnsson, Nesskóla. 2. Davíð Hafþórsson, Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar. 3. Smári Skúlason, Grunnskóla Eskifjarðar. Stúlkur 10—11 ára: 1. Anna M. Ingimarsdóttir, Grunnskóla Stöðvarfjarðar. 2. Rannveig Þórhallsdóttir, Eg- ilsstaðaskóla. 3. Elfa Jónsdóttir, Nesskóla. Drengir 10—11 ára: 1. Jónas Friðrik Steinsson, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. 2. Ottó K. Ottósson, Egilsstaða- skóla. 3. Eysteinn H. Hauksson, Egils- staðaskóla. Stúlkur 12—13 ára: 1. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Seyði sfj arðarskóla. 2. Rósa G. Steinarsdóttir, Grunnskóla Stöðvarfjarðar. 3. Hjördís Ólafsdóttir, Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar. Drengir 12—13 ára: 1. Brynjar Elíasson, Nesskóla. f 2. Björn Kr. Bjarnason, Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar. 3. Sigurður Magnússon, Grunnskóla Eskifjarðar. Stúlkur 14—16 ára: 1. Lillý Viðarsdóttir, Alþýðu- skólanum Eiðum. 2. Guðrún Sveinsdóttir, Egils- staðaskóla. 3. Valborg Jónsdóttir, Grunn- skóla Stöðvarfjarðar. Drengir 14—16 ára: 1. Frosti Magnússon, Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar. 2. Guðlaugur Jóhannsson, Stað- arborgarskóla. 3. Jónatan Guðnason, Grunn- skóla Eskifjarðar. Albert Itölunefndir á Norðurlandi vestra: Enn þarf að minnka beit á heiðunum ÍTÖLUNEFNDIR fyrir upprekstrarlönd á NorAurlandi vestra hafa lokið störfum og úrskurAur þeirra hafa veriA birtir viAkomandi hreppsnefndum. Nefndarmenn hafa kynnt niAurstöAurnar fyrir bændum á fundum i héraAi. ÚrskurAa ítöhi- nefndirnar að minnka þurfi beit á öllum upprekstrarsvæðunum sem um var fjallað, það er EyvindarstaAa- og HaukagilsheiAar, AuAkúluheiAi og Grímstungu- og HaukagilsheiAar. Hreppsnefnd Bólstaðarhlíðar- hrepps og Landgræðsla ríkisins kröfðust ítölunnar í fyrra m.a. vegna deilna um upprekstur hrossa á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheið- ar. ítalan felst í því að meta beitar- þol upprekstrarlandanna og skipta því á milli eigenda. Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri og Ólafur R. Dýrmundsson landnýtingarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands áttu sæti í öllum ítölunefndunum þrem- ur. Formaður nefndarinnar fyrir Eyvindarstaðaheiði var ólafur Magnússon hreppstjóri á Sveins- stöðum en formaður hinna nefnd- anna var Jóhannes Björnsson oddviti á Laugabakka. Sveinn Runólfsson sagði að á Ey- vindar- og Haukagilsheiði yrði að minnka upprekstur frá því sem ver- ið hefði á sl. sumri, það er úr 7.000—7.500 ærgildum í 6.500. Hann sagði svipaða sögu að segja um Auðkúluheiðina, þar þyrfti að létta beitarálagið niður í 8.400 ærgildi. Varðandi Grímstungu- og Hauka- gilsheiðar sagði Sveinn að lækka þyrfti beitarálagið enn meira, eða í 6.000 ærgildi, enda hefðu þar ekki verið gerðar sömu ráðstafanir til minnkunar beitarálags og á hinum heiðunum. ltalan kemur misjafn- lega við hreppana. Til dæmis er tal- ið að Svínvetningar þurfi að minnka upprekstur meira en bænd- ur í Torfalækjarhreppi sem eiga Auðkúluheiðina með Blönduós- hreppi. Sveinsstaðahreppur kemur á sama hátt verr en Áshreppur út úr ítölunni fyrir Grímstungu og Haukagilsheiðar sem þessir hrepp- ar eiga upprekstur á ásamt Þver- árhreppi. Varðandi Eyvindarstaða- heiði er áberandi að Bólstaðarhlíð'- arhreppur kemur vel út úr ítölunni en Seyluhreppur illa en þessir hreppar eiga upprekstur á heiðina ásamt Lýtingsstaðahreppi. „Úrskurðir okkar byggjast á at- hugunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og mati okkar ítölumanna á ástandi heiðanna,* sagði Sveinn. „Við teljum að þrátt fyrir þær ráðstafanir sem gerðar voru í fyrra hafi heiðin verið ofsett á sl. hausti. Á heiðunum er enn all- nokkur jarðvegs- og gróðureyðing og því verður að grípa til þessara ráðstafana. Þetta eru töluverð tímamót í gróðurverndarstarfinu þó ég telji alls ekki æskilegt að standa svona að málum. Æskilegast er auðvitað að heimamenn sjálfir leysi þessi mál, en þegar samningaumleitanir bera ekki árangur og ekki er farið eftir ábendingum gróðursérfræð- inga verður að grípa til þessa ráðs “ sagði Sveinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.