Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 64

Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 64
HIBOQJRIHBMSKEÐJU LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Úrskurður ítölunefnda fyrir afrétti á Norðurlandi vestra: Morgunblaðið/Valdimar Kristinaaon Morgunblaðsskeifur afhentar í bændaskólunum Skeifukeppnin á Hólum var haldin síóasta dag vetrar. Skeifuna hlaut að þessu sinni Guðjón Sigurgeirsson frá Heydalsá en hann keppti á fjögurra vetra fola, Reyk, frá sama stað. Sumardaginn fyrsta héldu Hvanneyringar sinn skeifudag, sjá myndir og texta á bls. 5. Draga þarf úr upprekstri á heiðarnar Niðurstöðurnar valda deilum í héraði mögu- í vor en var fyrir samningagerð á liðnu hausti. „Því er brýnt að kannað sé hvaða möguleikar eru til þess að ná fram kauphækkunum þegar í vor. Miðstjórn ákvað að fela hópi formanna landssambanda að kanna þá möguleika í viðræðum við VSÍ og VMS“, segir í bréfinu. í lok bréfsins óskar miðstjórnin eft- ir að samböndin fjalli um þessi atriði og móti afstöðu þannig að þau megi taka fyrir á sameiginleg- um fundi fyrir miðjan maí. Er laxinn kominn? Vogum, 26. »príl. NOKKRIR bátar fengu lax í netum 8 sjómílur út af Garð- skaga fyrr í vikunni. Mun það mjög sjaldgæft og hefur það vakið nokkra athygli að a.m.k. tveir til þrir bátar hafi fengið lax, sem ef til vill gæti bent til þess að lax sé fyrr á ferðinni til > landsins að þessu sinni. Get- I gátur eru um að lax sé fyrr á j ferðinni en undanfarin ár 1 vegna htýmda Laxarnir sem veiddust út af Garðskaga voru stórir, sá stærsti um tuttugu pund. E.G. Björn Jónsson fyrr- verandi ráðherra og forseti ASÍ látinn BJÖRN Jónsson, fyrrverandi ráöherra og forseti Alþýöusambands íslands, lést í Landakotsspítala að morgni Tóstudagsins 26. apríl. Björn var um áratuga skcið meðal fremstu forystu manna verkatýðshreyfingarinnar og atkvcðamikill stjórnmálamaður. Hann tók við æðsta trúnaðarstarfi verkalýðshreyfingarinar á árinu 1971 er hann varð forseti Alþýðusambands íslands og gegndi því starfi fram til ársins 1978 er heilsu hans tók að hraka. Á árinu 1973 tók hann við emb- ætti félags- og samgöngumálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og gegndi því til vors 1974 er hann sagði af sér ráðherradómi. Björn Jónsson fæddist á Úlfs- stöðum i Blonouhlíð í Skagafirði, sonur Jóns Kristjáns Kristjáns- sonar barnakennara og fyrri konu hans, Rannveigar Sveinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 en vann aimenna verkamannavinnu þar frá árinu 1932. Hann var starfs- maður verkalýðsfélaganna á Akur- eyri árin 1946—1949 og aftur 1952— 1955. Ritstjóri Verkamannsins á Akureyri var hann á árunum 1952— 1956. Björn Jónsson var snemma kjör- inn til trúnaðarstarfa innan verka- lýðshreyfingarinnar og vann ötul- lega að málefnum hennar allt frá því er hann var kjörinn í stjórn Verkamannafélags Akureyrar árið 1944, en formaður þess varð hann árið 1947. Hann var kjörinn i mið- i stjórn Alþýðusambands Islands árið I 1954. Jafnhliöa starfi i forystusveit verkalýðshreyfingarinnar lét Björn mjög að sér kveða á vettvangi stjórnmálanna. Hann sat í bæjar- stjórn Akureyrar fyrir Sósialista- flokkinn og kjörinn í miðstjórn þess flokks 1957. Björn Jónsson var kjör- inn á Alþing sem landskjörinn þing- maður fyrir Alþýðubandalagiö árið 1956. Hann átti sæti á þingi alla tið síðan til ársins 1974. A árinu 1968 sagði hann sig úr Alþýðubanda- laginu en var kjörinn á Alþing á ný fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna i þingkosningum 1971. Björn Jónsson gekk í Alþýðuflokkinn 1974 og sat í stjórn þess flokks um skeið. Bjöm Jónsson gegndi mörgum öðr- um trúnaðarstörfum auk þeirra sem hér hefur verið getið. Morgunblaðið vottar minningu Björns Jónssonar virðingu sína og eftirlifandi konu hans, Þórgunni Kristbjörgu Sveinsdóttur, og börn- um þeirra dýpstu samúð. samflots í væntanlegum samninga- viöræðum þar sem fjallað verði um „meginlínur í kaupmætti og trygg- ingu kaupmáttar“. I bréfi ASl til Iandssambanda sinna og svæðasambanda segir að það hafi verið samdóma álit mið- stjórnarmanna að við komandi samningagerð hljóti megináhersl- an að vera á tryggingu þess kaup- máttar sem um semst. Samningar verði að stefna að því að kaup- máttartap síðustu ára vinnist upp í aföngum. Um vinnubrögð í komandi samningaviðræðum segir orðrétt í bréfinu: „I framhaldi af þessum umræðum ákvað miðstjórn að kanna afstöðu landssambanda og svæðasambanda til sameiginlegra samningaviðræðna þar sem á sameiginlegu borði verði fjallað I um meginlínur í kaupmætti og ! tryggingu kaupmáttar. Jafnhliða í verði á vettvangi hvers sambands og félags eftir atvikum fjallað um l sérmái “ I bréfinu segir að ef ekki komi til neinar kauphækkanir fyrr en á næsta hausti, væri fyrirséð að kaupmáttur falli frá mánuði ti) mánaðar og verði um mánaðamót- in ágúst/september 3—4% lakari ÍTÖLUNEFNDIR sem í vetur hafa metið beitarþol nokkurra afrétta á Norðurlandi vestra og skipt því á milli eigenda telja að draga þurfi verulega úr beit á heiðunum. Niður- stöður þeirra koma misjafnlega við þá hreppa sem um ræðir og eru skiptar skoðanir meðal bænda um ágæti ítölunnar, ekki síst í Skaga- firði. Egill Bjarnason, ráðunautur, hefur m.a. sagt af sér formennsku í gróðurverndarnefnd Skagafjarðar- sýslu til að mótmæla vinnubrögðum við ítölugerðina, sem hann sagði ekki rétt að staðið. „Þetta er mikil skerðing frá því sem verið hefur og hún kemur okkur algerlega í opna skjöldu þar sem við töldum okkur vera að leysa málin með því að taka hross- in af heiðinni í fyrra,“ sagði Er- lendur Eysteinsson bóndi á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi en Torfalækjarhreppur á upp- rekstur á Auðkúluheiði ásamt Svínavatnshreppi og Blönduós- hreppi. Hann sagði að menn væru óhressir með ítöluna, enda hefði hún eingöngu verið gerð vegna brota nokkurra einstaklinga á reglum um upprekstur á heiðina. Bólstaðarhlíðarhreppur í Austur-Húnavatnssýslu og Seylu- og Lýtingsstaðahreppar í Skaga- firði eiga upprekstur á Eyvindar- staðar- og Grímstunguheiðar. Skoðanir eru mjög skiptar meðal eigenda heiðanna um niðurstöður ítölunnar. Erla Hafsteinsdóttir á Gili í Svartárdal, oddviti Bólstað- arhlíðarhrepps, sagði í gær að niðurstöður itölunnar væru eins og hún hefði búist við. Væri réttur hreppsins til uppreksturs á heið- ina meiri en farið hefði á fjall það- an undanfarin ár. Hinsvegar þyrftu Skagfirðingarnir að draga úr upprekstri, einkanlega bændur í Seyluhreppi. Sjá einnig bls. 35. Miðstjóm ASÍ: Viðræðunefnd kanni leika á kauphækkun MIDSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands ákvað á fundi sínum í gær að fela bópi formanna landssambanda innan ASÍ að kanna möguleika á að ná fram kauphækkunum þegar í vor með viðræðum við Vinnuveitenda- samband íslands og Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Mið- stjórnin ákvað einnig að kanna af- stöðu aðildarsambanda sinna til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.