Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985
Kjötsendingin til varnarliðsins:
Megnið af kjötinu
er niðursuðuvara
f I *f f &Sf~:
DANSKA kjötið, sem varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli pantaði í gegnum
íslenskt umboðsfyrirtæki og toll-
gæslan í Reykjavík gerði upptækt í
fyrra mánuði, var að stærstum hluta
soðin vara, sem leyfilegt er að flytja
til landsins. Af þeim 280 kflóum af
kjötmeti, sem tollgæslan gerði upp-
tæk, voru aðeins á milli 40 og 50
kfló hrámeti, að því er Jesper Peder-
sen, sölustjóri hjá Emborg Foods
A/S í Álaborg í Danmörku, sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær.
Kristinn ólafsson tollgæslu-
stjóri sagði í gær að tollgæslan
hefði stöðvað innflutning á um-
ræddum matvælum samkvæmt
ábendingu Páls A. Pálssonar yfir-
dýralæknis. „Við lögðum ekkert
mat á þetta sjálfir heldur fórum
alfarið eftir ábendingu yfirdýra-
læknis, sem þekkir þetta best allra
manna á landinu," sagði tollgæslu-
stjóri. „Það var algjörlega hans
ákvörðun hvað var tekið. Um
greiðslu fyrir þetta kjöt varðar
okkur ekkert - það er komið ólög-
lega inn i landið, samkvæmt skil-
greiningu fjármálaráðuneytisins,
og því er það gert upptækt og
verður brennt."
En yfirdýralæknir sagði að ein-
hver misskilningur hlyti að vera á
ferðinni. „Það fór ekkert á milli
mála að talsvert af þessu var nið-
ursoðin vara og hún var öll ræki-
lega merkt," sagði hann. „Sú vara
má fara inn í landið, enginn getur
bannað það. Sumt var hrátt kjöt
og það sagði ég tollinum að væri
bannvara. Nákvæmlega hvaða
kjötkassar voru stöðvaðir veit ég
ekki - ég fór á fund tollvarðar og
benti honum á í farmpappírum
hvað var bannvara og hvað ekki
samkvæmt lögunum um varnir
gegn gin- og klaufaveiki frá 1928.“
Jesper Pedersen sölustjóri
Emborg Foods A/S sagðist með
engu móti geta skilið í hverju
vandamálið með innflutning á
kjöti til hersins væri fólgið. „Við
höfum flutt matvöru til íslands
með skipum í fjölmörg ár, bæði til
herstöðvarinnar og til erlendra
sendiráða á íslandi, en nú virðist
allt í einu vera bannað að flytja
þetta inn með skipum. Ef ég skil
málið rétt er hægt að flytja kjöt
til varnarliðsins með flugvélum
vegna þess að þar hefur fjármála-
ráðuneytið og íslenska tollgæslan
ekki lögsögu. Þetta virðist ákaf-
lega mótsagnakennt.”
Um greiðslu fyrir kjötið, sem
tollgæslan í Reykjavík gerði upp-
tækt að kröfu fjármálaráðuneytis-
ins, sagði Pedersen að umboðs-
fyrirtæki Emborg Foods í Reykja-
vík hefði verið beðið að innheimta
greiðsluna. „Ég trúi ekki að
greiðslan geti orðið vandamál og
vissulega skil ég að varnarliðið
vilji ekki borga fyrir vöru, sem það
fær ekki. Það er þó ekki það versta
- það versta er að vita ekki hvernig
er hægt að haga innflutningi til
íslands á meðan ráðuneyti þar
geta ekki komið sér saman um
hvað er rétt og hvað ekki,“ sagði
Jesper Pedersen.
V-álma Landspítalans.
Stjóm ríkisspítalanna:
Rannsóknir á alnæmi meðal
áhættuhópa hefjist strax
STJÓRN Ríkisspítalanna hefur lagt
til við heilbrigðisyfirvöld, að þegar
verði hafíst handa um rannsóknir i
útbreiðslu ónæmistæringar eða al-
næmis hjá áhættuhópum, kynhverfu
fólki og fíkniefnaneytendum, og að
blóðgjafar gangist undir rannsókn
til að fyrirbyggja smithættu. Stefnt
er að því, að starf þetta geti haflst
í haust. Þá er lagt til, að rannsóknar-
stöð í veirufræði fái til bráðabirgða
inni í svokallaðri V-álmu Landsspít-
alans. Forstigseinkenni alnæmis
hafa þegar verið greind meðal nokk-
urra íslendinga. Tillögurnar hafa
verið lagðar fyrir heilbrigðisráðherra,
Matthías Bjarnason og hefur Land-
læknir fengið þær til umsagnar.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali
af heilbrigðisráðherra.
„Við leggjum til að húsnæðis-
vandamál verði leyst til bráða-
birgða með þeim hætti, að AIDS-
rannsóknir verði í V-álmu Land-
spítalans, en núverandi starfsemi
rannsóknarstöðvarinnar verði
áfram á sama stað. Lögð verði
áhersla á næstu mánuðum að finna
frambúðarlausn á húsnæðisvanda
stöðvarinnar," sagði Símon Sigur-
jónsson, framkvæmdastjóri Rík-
isspítalanna, i samtali við Morgun-
blaðið.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær, er húsnæði rann-
sóknarstöðvar í veirufræði allt of
lítið og óhæft til alnæmisrann-
sókna og að Margrét Guðnadóttir,
forstöðumaður Rannsóknarstofu
Háskólans í veirufræði, hefði sagt
Borgarspítalinn:
Kaupir nýtt tæki
til æðarannsókna
BORGARRÁÐ hefur veitt Borgar-
spítalanum heimild til kaupa á nýju
æðarannsóknartæki. Tækið er af
gerðinni Siemens og kostar um 12,4
milljónir króna, en tvö lægri tilboð
bárust sem þóttu ekki fullnægjandi.
Kaupin á tækinu eru liður í
endurnýjun Borgarspítalans á
æðarannsóknardeildinni. Auk þess
eru möguleikar á kaupum á við-
bótarútbúnaði til hjartarann-
sókna, ef að því kæmi að Borgar-
spítalinn tæki upp slíkar rann-
sóknir.
starfi sínu lausu þar sem hún
treysti sér ekki til að taka faglega
ábyrgð á starfseminni vegna óvið-
unandi vinnuaðstöðu.
„Við, sem störfum á rannsóknar-
stöðinni - alls um 20 manns, höfum
ákveðið að vinna áfram til jóla í
trausti þess að gripið verði til
raunhæfra aðgerða til að leysa
húsnæðisvandann, en hættum
störfum frá áramótum liggi
ákvarðanir um lausn vandans þá
ekki fyrir,“ sagði Margrét Guðna-
dóttir í samtali við Morgunblaðið.
En á meðan Ríkisspítalarnir
hafa verið á hrakhólum með hús-
næði vegna alnæmisrannsókna,
hefur Borgarspítalinn skýrt heil-
brigðisyfirvöldum frá því, að að-
staða til slíkra rannsókna sé fyrir
hendi, aðeins vanti tæki. „Aðstaða
til rannsókna á smitnæmum sjúk-
dómum er betri á Borgarspítalan-
um, en annars staðar," sagði Jó-
hannes Pálmason, framkvæmda-
stjóri Borgarspitalans, í samtali
við Morgunblaðið. „Þegar það lá
ljóst fyrir, að AIDS óhjákvæmi-
lega bærist hingað til lands, sam-
þykkti stjórn Borgarspítalans, að
nýta húsnæði í kjallara G-álmu
spítalans til áhætturannsókna til
að tryggja öryggi starfsfólks.
Nú er búið að standsetja þetta
húsnæði og við óskuðum eftir fjár-
veitingum til tækjakaupa svo hægt
væri að hefja rannsóknir, en heil-
brigðisyfirvöld hafa ekki svarað
þeirri málaleitan. Við getum hafið
rannsóknir hér innan skamms ef
vilji er fyrir hendi. En ég vil ítreka
að engin metingur er milli sjúkra-
húsa um þessa aðstöðu. Ég tel að
bæði Landsspítalinn og Borgar-
spítalinn eigi að sinna þessu
starfi," sagði Jóhannes Pálmason.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Samsetning nýrrar ríkisstjórnar
rædd í þingflokki Framsóknarflokks
ef sjálfstæðismenn stokka upp ráðherralið sitt
„ÉG HEF NÚ átt von á því lengi að það yrði visst uppgjör innan Sjálf-
stæðisflokksins, sem mér sýnist þarna verða og ég hef oft lýst þeirri
skoðun minni að það væri heppilegra að formaður flokksins ætti sæti í
ríkisstjórninni. Sú skoðun mín er óbreytt," sagði Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, er Morgunblaðið náði tali af honum í Madrid í
gærkveldi.
Forsætisráðherra sagði að sér
þætti hins vegar heldur leitt að
fjárlög hefðu verið samþykkt í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins,
en örfáum dögum síðar væri sú
samþykkt tekin upp. Hann benti
á að framsóknarmenn vildu
gjarnan skera útgjöld ríkissjóðs
meira niður en fjárlög gerðu ráð
fyrir, en það hlyti fyrst og fremst
að vera vandamál ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem þeir
hefðu yfir 80% útgjalda ríkis-
sjóðs á sinni könnu.
„Ef sjálfstæðismenn stokka
upp sitt ráðherralið geri ég fast-
lega ráð fyrir því að við höldum
fund í okkar þingflokki og ræðum
samsetningu ríkisstjórnar,"
sagði forsætisráðherra, en bætti
við að engar áætlanir hefðu verið
gerðar um að breyta ráðherraliði
framsóknarmanna. Að öðru leyti
sagðist forsætisráðherra ekki
vilja ræða þetta mál að svo
stöddu.
„Þetta hefur ekkert verið rætt
hjá okkur, og mér persónulega
finnst þessi hugmynd vera nokk-
uð fjarlæg," sagði Páll Péturs-
son, formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins, í samtali við
Morgunblaðið í gær, er hann var
spurður hvort hann ætti von á
því að þingflokkur Framsóknar-
flokksins myndi hugsanlega
stokka upp ráðherralið sitt, ef
sjálfstæðismenn tækju ákvarð-
anir um mannabreytingar í rikis-
stjórn.
„Út af fyrir sig geta svo sem
komið til tals hjá okkur ein-
hverjar breytingar á ríkisstjórn,
en ég sé ekki að það verði alveg
á næstunni," sagði Páll. Páll
sagði jafnframt að framsóknar-
menn litu á þessa umræðu sem
„sérstakan magaverk sjálfstæð-
ismanna," og framsóknarmönn-
um óviðkomandi.
Morgunblaðið hefur hins vegar
heimildir fyrir því, að ef sjálf-
stæðismenn stokka upp ráð-
herralista sinn, og gera veruleg-
ar breytingar muni ungir fram-
sóknarmenn gera kröfu til slíks
hins sama í ráðherraliði fram-
sóknarmanna og beinast augu
ungliðanna þá einkum að þeim
Jóni Helgasyni, landbúnaðarráð-
herra, og Alexander Stefánssyni,
félagsmálaráðherra. Verði af
uppstokkun hjá framsóknar-
mönnum er Guðmundur Bjarna-
son talinn öruggur um ráðherra-
stól.
Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir
Ragnheiður
ráðin borgar-
minjavörður
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag að ráða Ragnheiði
Helgu Þórarinsdóttur í stöðu borgar-
minjavarðar. Var ráðning Ragnheið-
ar samþykkt með fjórum atkvæðum
fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, en fulltrúar Alþýðu-
bandalags og Kvennaframboðs sátu
hjá og vísuðu í tillögur sínar, um
Gunnlaug Haraldsson annars vegar
og Guðnýju Gerði Gunnlaugsdóttur
hins vegar. Áheyrnarfulltrúi Alþýðu-
flokks í borgarráði lýsti yfir stuðn-
ingi við ráðningu Ragnheiðar Helgu.
Ragnheiður Helga er fædd á
Eiðum 2. ágúst 1952 og ólst þar
upp til 12 ára aldurs. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð 1971 og stund-
aði síðan nám í sagnfræði og
norsku við Háskóla íslands og lauk
BA-prófi þaðan 1976. Hún lauk
cand. mag.-prófi í þjóðfræði við
háskólann í Osló 1977 og magist-
ersgráðu frá sama skóla 1982. Frá
1. júlí 1982 til 1. nóvember 1984
starfaði hún sem fjórðungsminja-
vörður og framkvæmdastjóri
Sagnastofnunar Austurlands.
Ragnheiður Helga hefur verið
settur borgarminjavörður frá 1.
100>1