Morgunblaðið - 03.10.1985, Side 3

Morgunblaðið - 03.10.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1986 3 Skipulagsbreytingar hjá SH: Fjögur stjórnsvið og fjórir fram- kvæmdastjórar STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefur samþykkt nýtt stjórn- skipulag fyrir Sölumiðstöðina, sem giidi tekur um áramót í því felst að yfirstjórn fyrirtækisins verður á fjórum aðalsviðum, sölusviði, mark- aðs- og flutningasviði, tækni- og þjón- ustusviði og fjármálasviði auk sér- stakrar þróunardeildar. Ráðnir hafa verið framkvæmdastjórar innan stofnunarinnar fyrir þrjú fyrst nefndu sviðin. Eyjólfur ísfeld Eyj- ólfsson, núverandi forstjóri, mun veita fjármálasviði forstöðu til ára- móta er hann lætur af störfum en stjórnandi þróunardeildar hefur ekki verið ráðinn. Framkvæmdastjóri sölusviðs og söluskrifstofu fyrirtækisins verður Benedikt Guðmundsson, markaðs- og flutningasviðs Ólafur Gunnars- son og Hjalti Einarsson verður framkvæmdastjóri tækni- og þjón- ustusviðs. Upplýsingamiðlun og almannatengsl mun Guðmundur H. Garðarsson annast. Jón Ingvarsson, formaður stjórn- ar SH, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þessar breytingar á skipulagi SH væru afrakstur end- urskoðunar á fyrirtækinu, en skipu- lagið hefði verið nær óbreytt frá árinu 1962. Samkvæmt hinu nýja skipulagi yrði aukin áherzla lögð á vöruþróun og sölu- og markaðsmál með sérstakri söluskrifstofu í Reykjavík. Þá yrðu tengsl milli markaða og framleiðenda aukin og þjónusta við framleiðendur efld og gerð sjálfstæðari. Þá væri gert ráð fyrir sérstakri þróunardeild, sem annaðist meðal annars vöru- og umbúðaþróun, en ekki væri búið að ráða mann í það verkefni. Jón sagðist hafa trú á því, að þessar breytingar myndu gera stjórn fyr- irtækisins markvissari, efla það og gera það betur í stakk búið til að mæta síharðnandi samkeppni. Ennfremur ætti það að geta veitt félagsmönnum og viðskiptavinum sínum betri þjónustu með þessu móti. Sjómaðurinn í Cuxhaven: Laus úr fangelsi ÍSLENSKA sjómanninum, sem hnepptur var í fangelsi í V-Þýskalandi í byrjun spetember, var sleppt úr fangelsi í gær eftir að mál hans var tekið fyrir í rétti í Cuxhaven. Maður- inn var sektaður um 1.200 mörk, eða sem svarar liðlega 18 þúsund íslenzk- um krónum. Málavextir voru þeir, að maður- inn fór ölvaður inn í verslun í Cuxhaven. Afgreiðslufólk taldi hann vera að stela og lyktaði orða- skiptum með átökum. Afgreiðslu- fólkið bar þjófnað á manninn og að hann hefði reynt að komast undan með þýfið. Lögregla náði honum skömmu síðar. Aftur upphófust átök og lauk þeim með því að sjó- maðurinn var yfirbugaður, en einn lögreglumannanna slasaðist lítil- lega. Eigendur verslunarinnar gerðu kröfu um að sjómaðurinn bætti um 700 marka tjón og lögreglan setti einnig fram kröfu vegna meiðsla lögreglumannsins. AP/Símamynd GEIR RÆÐIR VIÐ FORSETA ALLSHERJARÞINGSINS Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, ræddi á þriðjudag stuttlega við forseta alsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, Jamie de Pinnes. Þessi mynd var tekin er fundum þeirra bar saman og má sjá hvar Pinnes heldur fundarhamrinum á lofti. Loðnuveiðin: Sigurður og Eldborg með 1.400 tonn ÞOKKALEG loðnuveiði var síðastlið- inn miðvikudag, en þá höfðu 9 skip tilkynnt afla síðdegis, samtals 6.710 lestir. Á þriðjudag varð aflinn 2.770 lestir af 4 skipum. Eldborgin og Sigurður voru með stærstu farmana þessa daga, 1.400 lestir hvort skip fyrir sig. Eftirtalin skip voru með afla á þriðjudag; Dagfari ÞH, 70, Kap II VE, 700, Albert GK, 600, og Sigurð- ur RE 1.400 lestir. Síðdegis á miðvikudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt Loðnunefnd afla: Örn KE, 580, Bjarni ólafsson AK, 1.000, Pétur Jónsson RE, 500, Súlan EA, 780, Hákon ÞH, 720, Börkur NK, 650, Keflvíkingur KE, 520, Hilmir II SU, 560, og Eldborg HF 1.400 lestir. Þrjú fiskiskip seldu erlendis Þrjú íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á miðvikudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann í Ijósi þess, að mikið framboð er nú á fiski á mörkuðunum. ögri RE seldi 203,5 lestir í Brem- erhaven. Heildarverð var 6.480.800 krónur, meðalverð 31,84. Sigurfari II SH seldi 113,1 lest i Hull. Heild- arverð var 4.350.100 krónur, með- alverð 38,45. Sveinborg, sem nú er gerð út frá Siglufirði seldi 99,6 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3.414.400 krónur, meðalverð 34,27. LEIÐTIL AÐ AF ÐGN SINNI Hefurðu hugleitt að til eru fleiri en ein leið til þess að lifa af eign sinni. Spariskírteini rfldssjóðs er ein leiðin - örugg og auðveld. T.d. spariskírteini með vaxtamiðum, sem færa þér mjög góða ávöxtun greidda á 6 mánaða fresti og höfuðstóllinn stendur óskertur og verðtryggður eftir og heldur áfram að ávaxtast. AUÐVELDARI OG ÖRUGGARI LEIÐ ER VARLA TDL. Sölustaðir eru: Seðlabanki fslands. viðskiptabankarnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RIKISSJOÐUR ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.