Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Æxlun lífvera Bókmenntir JennaJónsdóttir Æxlun lífvera Höfundur: Rannveig Andrésdóttir, Stefán H. Biynjólfsson, Þorvaldur Örn Árnason. Myndir og útlit: Þóra Sigurðardótt- ir. Prentsmiðjan Oddi hf. Námsgagnastofnun. Menntamálaráðuneytið, skóla- rannsóknadeild 1985. Árlega sendir Námsgagna- stofnun frá sér bækur til lestrar og kennslu í grunnskólum lands- ins. Örar þjóðfélagsbreytingar, ný viðhorf og tækni kalla á sí- fellda endurnýjun á fræðslu- og lestrarefni. Lítið hefur verið fjallað um bækur Námsgagnastofnunar í blöðum. Hygg ég þar einkum tvennt til koma. Efni þeirra er yfirleitt búið að grandskoða og velja af hópi manna þar til nefndra, annað það að stór hópur tekur við þessum bókum og les þær í kjölinn. Þar er átt við nemendur, sem því miður hafa vanist því í skólakerfinu að taka við námsefninu án þess að æmta né skræmta. Bók ofvaxin skiln- ingi einstaks nemanda getur því gjarnan verið í höndum hans tvo til þrjá lærdómsvetur án þess að henni þrátt fyrir góða viðleitni læriföður. I heimilisleysi nútím- ans fer þetta oft fram hjá foreld- rum og forráðamönnum nemand- ans, sem ættu þó öðrum fremur að fylgjast með slíku og láta sig það varða. Því hlýtur að teljast jákvætt að vekja athygli á bókum Náms- gagnastofnunar sem og öðrum bókum. Æxlun lífvera kom út á þessu ári hjá Námsgagnastofnun. Bók- in er í stóru broti, 36 bls. Kápa hennar rauð, skemmtilega mynd- skreytt. Bókin er einkum fyrir nemendur í 8. bekk grunnskóla og er ætlað „að gefa nokkra hugmynd um æxlun ýmissa líf- vera allt frá einfrumungum til flókinna fjölfrumunga eins og spendýra". Bókin skiptist í 7 kafla og heita tveir hinir fyrstu: Kynlaus æxlun og kynæxlun. Fjölmargar teikningar prýða hverja síðu og taka þær oft jafn- mikið rúm og fræðslutextar og verkefni. Bókin er rituð á góðu og að- gengilegu máli sem felur í sér aðlögun að myndum er höfða mikið til texta hverju sinni. Þungur fróðleikur, sem oft er svo misvel fram settur í bókum ætti í þessari bók að vera áhuga- verður lestur fyrir nemendur og auðvelt námsefni til miðlunar í höndum kennarans. Það er því hugboð þess, sem kenndi náttúrufræði meir en tvo áratugi hér á árum áður, að Æxlun lífvera eigi að geta komið að fullum notum í kennslu og enginn nemandi verði þar útund- an um fræðslu við sitt hæfi ef rétt er að farið. Jón Vióar Jónsson Bók um lest- ur leikrita í RITAFLOKKNUM Frsðirit, sem gefinn er út á vegtim Bókmennta- fræðistofnunar Háskóla fslands, er komin út bókin Leikrit á bók eftir Jón Vióar Jónsson, leiklistarstjóra hjá Ríkisútvarpinu. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir, að eitt höfuðmarkmið bókarinnar sé að kynna og skýra helstu hugtök, sem notuð eru í greiningu og gagnrýni leikverka. „Fyrsti kafli ræðir almennt um þá spurningu, hvað sé drama, og hvað greini það frá öðrum bókmennta- formum. Næstu kaflar fjalla um hugtök eins og byggingu, persónu- sköpun, málfar, samfélagslýsingu og myndmál. Sérstakur kafli fjall- ar ítarlega um muninn á klass- ískri og nútimalegri leikritun. Þótt bókin sé ekki sögurit í venju- legum skilningi er brugðið upp svipmyndum í einstaka kafla frá ýmsum skeiðum leikbókmennta- sögunnar og gerð nokkur skil verkum leikskálda eins og Sófókl- esar, Shakespeares, Strindbergs, Becketts og Brechts. í kaflanum um málfar eru tekin dæmi úr verkum nokkurra íslenskra leik- skálda, þau skoðuð ofan í kjölinn og gefin hugmynd um, hvernig ís- lenskt leiksviðsmál hefur þróast frá upphafi til okkar daga,“ segir í fréttatilkynningunni. Bókin er um 150 bls. að stærð. Texti bókarinnar var' skrifaður inn á tölvudisk hjá Bókmennta- fræðistofnun, en prentun annaðist síðan Prentstofa Guðmundar Benediktssonar í Kópavogi. Mál og menning hefur dreifingu bókar- innar með höndum. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.