Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 15 Safnvörður segir frá Bókmenntir Erlendur Jónsson Elsa E. Guðjónsdóttir: ÍSLENSK- UR CTSAUMUR. % bls. Veröld. Reykjavík, 1985. Einhvern tíma var sagt að menningin hæfist þar sem hinu nauðsynlega sleppti. Vafalaust er í því fólgið sannleikskorn — út frá einhverju sjónarmiði séð. En varla á það við um nytjalist þar sem leitast er við að sameina notagildi og fegurð. Elsa E. Guðjónsson safnvörður hefur kannað rækilega vefjar- og útsaumslist íslenskra kvenna á fyrri öldum. Árangurinn er svo lagður fram í þessari bók. Er hún í öllu tilliti stórfróðleg þvi auk textans fylgja margar myndir af gömlum útsaumsverkum. Þar eð hver varð að búa að sínu á fyrri tímum var íslenska ullin langmest notuð til útsaums og vefnaðar. Til litunar voru líka notuð náttúrleg, innlend efni. Flest, sem varðveist hefur, er prýtt einhvers konar reglulegu mynstri. En andlits- eða manna- myndir koma líka fyrir. Það voru einkum myndir af ásjónu háemb- ættismanna þjóðarinnar sem konur tóku sér þannig fyrir hendur að varðveita með þræði sínum og nál. í bókinni gefur meðal annars að líta andlit Þor- láks Skúlasonar Hólabiskups. Vafalaust er sú mynd trúverðug — sé á grófu drættina litið. Elsa E. Guðjónsson segir að það hafi einkum verið efnaðar konur sem lögðu stund á útsaum. Eigi að síður telur hún »greini- legt af varðveittum munum, að alþýðukonum hefur einnig, á stundum að minnsta kosti, gefist tækifæri til slíkrar listiðj u.« Af verkum þeim, sem myndir eru af í bókinni, sést að þær hafa ekki verið eftirbátur hinna stöndugri. Þótt útsaumur hafi verið frí- stundaiðja mestanpart telur Elsa E. Guðjónsson engum vafa undirorpið að stundum hafi á öldum áður verið þegin laun Elsa E. Guðjónsson fyrir. í því sambandi minnir hún á »að verðlag á útsaumi, þ.e. á hverja alin af líni saumaðri með lit, er tilgreint í handriti af Búa- lögum frá seinni hluta 15. aldar.« Þess ber svo að geta að auk hins sögulega fer höfundur grannt ofan í hið verklega eða faglega — lýsir með öðrum orð- um vinnuaðferðum við hverja tegund útsaums. Hygg ég að þær útlistanir muni vera næsta fróð- legar fyrir þá sem vit hafa á — og áhuga. Og víst er hér á ferðinni hinn ákjósanlegasti leiðarvísir fyrir hvern þann sem leggur leið sína um íslensk minjasöfn í þeim vændum að skoða handverk ís- lenskra kvenna frá fyrri öldum. Rækjumiðin við Dohrnbanka: Staðarákvörð- un erfið „ÞAÐ getur skakkaö talsverðu á stað- setningu samkvæmt Loran-C mæling- um á rækjumiðunum við Dohrnbanka. Það stafar aðallega af fjarlægð stöðv- anna frá miðunum og innbyrðis af- stöðu þeirra. Einnig virðist einhver munur á sjókortum hvað varðar miðlín- una milli Islands og Grænlands," sagði Þröstur Sigtryggsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var rækjuskipið Hafþór tekið af danska varðskip- inu Fyllu fyrir meintar ólöglegar veiðar vestan miðlínunnar milli fslands og Grænlands síðastliðinn föstudag. Skipstjórinn á Hafþóri, Aðalbjörn Jóakimsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástæða þess virtist fyrst og fremst vera mismunandi staðsetningar varðskipsmanna og rækjuskip- verja á þessum slóðum. Þröstur Sigtryggsson sagði enn fremur í samtali við Morgunblaðið, að það skakkaði mest um það bil einni sjómílu til eða frá á staðsetn- ingu miðlínunnar á milli mælinga fslendinga og þýzkra sjókorta, sem mikið væru notuð á þessum slóð- um. PSSSSSSS.....geturðu þagað yfir LEYNDARMÁLI? P.S. Þegar við segjum SJÓNVARP þá meinum við PHILIPS - og ekki orð um það meir. <8> Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500 GOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.