Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 16
16____________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985_ Opið bréf til Jóns Helga- sonar dómsmálaráðherra Ég leita til þín, herra dóms- málaráðherra, f.h. umbjóðanda míns, Þorgeirs Þorgeirssonar, Bókhlöðustíg 6b, Reykjavík, nnr. 9563—3005, vegna máls ákæru- valdsins á hendur honum nr. 3445/1983 fyrir Sakadómi Reykja- vikur, en ég er skipaður verjandi hans. Erindi mitt er tvíþætt. Annars vegar að óska eftir að þú skipir löghæfan mann til að endurupp- taka og gegna starfi saksóknara við ákvörðun um það hvort leyfa skuli ákærða, umbj. mínum, að skjóta til Hæstaréttar úrskurði Péturs Guðgeirssonar sakadóm- ara um að hann skuli ekki víkja sæti í málinu, sem upp var kveð- inn 25. sept. 1985. Ríkissaksóknari hefur neitað að veita þetta leyfi með bréfi, dags. 26.9.1985. Hinn þáttur erindisins er að gera þér grein fyrir helstu þáttum máls umbjóðanda mins og nokkr- um atriðum sem tengjast rekstri þess. Skipun sérstaks saksóknara. Bókuð hafa verið fjögur þing- höld í máli ákærða, öll í september 1985. í þriðja þinghaldi, 24. sept- ember, var ekki mætt af hálfu ákæruvaldsins í málinu, fremur en hin skiptin. Virðist dómari málsins hafa tekið að sér að reka málið fyrir hönd ákæruvaldsins fyrir Sakadóminum. Þá hafði dómarinn heldur ekki hirt um að koma til skila ábend- ingu ákærða í fyrra réttarhaldi þess efnis að ákærði teldi að fram- ið hefði verið lagabrot við gerð ák- ærunnar. Sem sagt það, að ákært hefði verið fyrir hluta setninga og einstakar setningar í greinum ák- ærða en ekki greinarnar í heild sinni. Taldi ákærði að í ákærunni fælust brot gegn ákv. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Sú háttsemi ákæruvaldsins að mæta ekki við réttarhöld í máli, sem höfðað var til refsingar, er talið brot á ákv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, en þar segir: „Ríkissaksókn- ari fer með ákæruvaldið.“ Kom auk þess fleira til. Telur ákærði brýnt að fá tækifæri til að gera Hæsta- rétti grein fyrir málinu. Ástæður þess að leitað er til þín, herra dómsmálaráðherra, út af þessu eru ákv. 22. gr. laga nr. 74/1974 en þar segir: „Þegar ríkis- saksóknari er svo riðinn við mál eða aðila, að hann mætti eigi gegna dómarastörfum í því, skal hann tilkynna það dómsmála- ráðherra. Nú berst ráðherra slík tilkynning eða hann fær vitneskju um það með öðrum hætti og skip- ar hann þá vararíkissaksóknara eða annan löghæfan mann, sbr. 2. mgr. 20. gr., til meðferðar þess máls.“ Þar sem málsskotsástæður ákærða til Hæstaréttar eru meint brot ríkissaksóknara, Þórðar Björnssonar, á þeim opinberum starfsskyldum hans að mæta eða láta mæta við rekstur opinbers máls í Sakadómi, auk meintra brota við gerð ákæru, er litið svo á að hann sé vanhæfur til að gegna störfum við ákvörðun um það hvort leyfa skuli kæru á synjunar- úrskurði Péturs Guðgeirssonar að víkja sæti í málinu. Ákærði telur aðra löglærða fasta starfsmenn ríkissaksóknaraembættisins einn- ig vanhæfa, vegna þess að þeir eru háðir stjórn ríkissaksóknara, hafa lengi starfað við þær aðstæður, sem hér eru taldar ólögmætar, og hafa sumir hverjir einnig haft bein afskipti af máli ákærða. Nokkur efnisatriði refsimáls Þorgeirs Þorgeirssonar Minnt er á að ákærði er talinn hafa brotið gegn ákv. 108. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940 með meintum ærumeiðandi aðdróttun- um í Morgunblaðinu. Fyrri grein- in bar aðalfyrirsögnina „Hugum nú að“ og undirfyrirsögnina „Opið bréf til Jóns Helgasonar, dóms- málaráðherra" og birtist hún 7. desember 1983. Seinni greinin bar fyrirsögnina „Neyttu meðan á nef- inu stendur ... “ og birtist hún 20. sama mánaðar og ár.“ Síðan eru teknar úr greinunum meintar ærumeiöandi aðdróttanir í setningarhlutum og einstökum setningum og krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þótt ýmsum kunni að þykja þetta refsimál í minna lagi er ákærði annarrar skoðunar. Hann telur að með kæruaðgerðum Lög- reglufélags Reykjavíkur, rann- sókn Rannsóknarlögreglunnar, ákæru ríkissaksóknara og rekstri málsins fyrir Sakadómi Reykja- víkur eins og hann hefur verið, sé brotið gegn ákvæðum stjórnar- skrárinnar og ýmsum öðrum laga- ákvæðum. Er þar átt við ákvæði, sem eiga að tryggja ritfrelsi og faglega og vandaða meðferð refsi- máls fyrir hlutlausum dómstóli. I 108. gr. alm. hegningarlaga segir: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða æru- meiðandi aðdróttanir við opinber- an starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Ákærði telur að skilyrði skorti til að ákæra hann til refs- ingar samkvæmt þessari grein. Skulu eftirfarandi atriði rakin: 1. Hinum meintu ærumeiðandi aðdróttunum er ekki beint að neinum ákveðnum opinberum „Þótt ýmsum kunni að þykja þetta refsimál í minna lagi er ákærði annarrar skoðunar. Hann telur að með kæruaðgerðum Lög- reglufélags Reykjavík- ur, rannsókn Rann- sóknarlögreglunnar, ákæru ríkissaksóknara og rekstri málsins fyrir Sakadómi Reykjavíkur eins og hann hefur ver- ið, sé brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar og ýmsum öðrum lagaákvæðum.“ starfsmanni, vegna opinberra starfa hans. Fyrri greinin er opið bréf til þín, herra dómsmálaráð- herra, sem yfirmanns lögreglu- mála í landinu. Síðari greinin á að vísu við framgöngu Iögreglu- mannsins Einars Bjarnasonar í sjónvarpinu 13. desember 1983. Er af ákærða talið að þar hljóti Einar að hafa komið fram sem formaður Logreglufélags Reykjavíkur eða áhugamaður um réttarfar, en ekki sem opinber starfsmaður að vinna skyldustörf sín. Það stenst því ekki sem áskilið er í refsiákvæð- unum að hinum meintu aðdrótt- unum, sé beint að einhverjum ákveðnum opinberum starfsmanni vegna opinberra starfa hans. Enda hefur enginn slíkur gefið sig fram. Kærandinn er Lögreglufé- lag Reykjavíkur. 2. Með greinunum var ekki vegið að störfum lögreglumanna al- mennt. í fyrri greininni var fjallað um neikvæðustu þætti í störfum lögreglumanna, þ.e. alvarlega áverka, sem menn voru taldir hafa hlotið við lögregluaðgerðir. Taldi ákærði að skipa yrði óháða nefnd valmenna til að kanna málið. Opinbert vald kemur víða við. Mjög stórum hluta þjóðartekn- anna er eytt í samneyslu í krafti opinbers valds auk þess sem lög- reglunni er falið að stilla til friðar og grípa inn í þegar menn takast á eða fara sér að voða. Staðreynt er að við þessi erfiðu og margvíslegu störf lögreglunnar hafa orðið slys. Rithöfundi hlýtur að vera heim- ilt að fjalla almennt um fram- kvæmd opinbers valds og vara við að því sé beitt þannig að það valdi lff- og heilsutjóni. Honum hlýtur einnig að vera heimilt að viðhafa þau efnistök, orð og stíl, sem hann telur rétt meðan ekki er vikið að ákveðnum mönnum. Lesendur geta síðan látið sér líka vel eða illa. Þú, herra dómsmálaráðherra, svaraðir opnu bréfi ákærða til þín með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 9. jan. 1984. í því segir: „Af þessu tilefni er tekið fram, að vandamál þessi sæta nú margháttaðri um- fjöllun, en fyrir dyrum er umræða á Alþingi um þetta efni og er þess að vænta, að dómsmálaráðherra muni þar gera grein fyrir mati á þeim athugunum og ábendingum, sem þá liggja fyrir." Lögreglu- menn hafa einnig ályktað nýlega um að rétt sé að fjölga lögreglu- mönnum við framkvæmd ein- stakra verka til að tryggja betur slysalausa framkvæmd. 3. Ástæða þess að skrif ákærða vöktu athygli og eru talin hafa ærumeitt er sú að þau voru birt í Morgunblaðinu, sem kemur út í um fjörutíu þúsundum eintaka. Ólíklegt er að handrit ákærða ein sér valdi miklu. Ritstjórn Morgun- blaðsins ákvað birtingu greina ák- ærða í blaðinu og greiddi honum fyrir skrifin. Það er því í þessu tilviki Morgunblaðið sem „hefur í frammi" hinar meintu æru- meiðandi aðdróttanir. Fjölmiðlun- in er því hinn veigamikli þáttur hinna meintu brota almennu hegningarlaganna. Þetta er nefnt hér vegna þess að ekki er vitað til að ritstjórn Morgunblaðsins hafi sætt kæru eða ákæru, enda ekki ástæða til. Ef ákæruvaldinu var alvara með ákærunni er dapurlegt að beina ákærunni alfarið gegn einyrkja með ritvél, en sleppa öfl- ugum fjölmiðli, sem á þýðingar- mikinn hlut að sama verki. Réttarbrot opinberra starfsmanna sem tengj- ast máli ákærða Ákærði telur að í tengslum við réttmæt og stjórnarsícrárvarin skrif hans hafi hann sætt órétt- mætum og ólöglegum aðgerðum af hendi opinberra starfsmanna. Hér er ekki átt við einkaaðgerð- ir opinberra starfsmanna, svo sem áform Björns Sigurðssonar lög- reglumanns um að hafa rit- höfundartitilinn af ákærða. Held- ur brot, sem opinberir starfsmenn hafa framið við framkvæmd opin- berra starfa sinna. Skulu þessi nefndi nú: 1. Ákærði telur að forráðmenn sjónvarpsins hafi í útsendingu umræöuþáttar að kveldi 13. des. 1983 leyft neikvæða einhliða um- fjöllun um ritverk hans, án þess að honum gæfist tækifæri til að skoða gögn áður en þau voru lögð fram í þættinum eða svara fyrir sig í þættinum. Þetta telur hann að hafi verið brot á starfs- og hlutleysisreglum Ríkisútvarpsins. Einnig að framlagning og upplest- ur úr bréfi I sjónvarpsþættinum hafi verið óréttmæt vegna þess, að það hafi ekki átt við þau tilvik, sem þátttakendur töldu og átti að sanna meintar rangfærslur ákærða. 2. Ákærði telur að rannsókn opinbers máls, sem beinist að meintu opinberu broti ákveðins manns, skuli fara fram fyrir hlut- ( lausum dómstóli þar sem fulltrúar ákæruvalds og sakbornings fá að setja fram kröfur og rök, en hinn hlutlausi dómstóll sker úr ef ágreiningur verður milli þeirra. Er í þessu sambandi visað til grundvallarlaga, svo sem stjórn- arskrár og mannréttindasáttmála Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna. Telur ákærði að með rannsókn máls hans í lokaðri lög- reglustofnun hafi verið brotið gegn þessum ákvæðum. Auk þess telur ákærði sérstaklega að mis- tök hafi orðið við að afla og gefa upplýsingar um sjúkrahúsdvöl ákærða á árinu 1978, sem síðan hafi valdið því að rann- sóknaraðilar tengdu saman sjúkrahúsdvalir ákærða og annars manns, sem ákærði kannast ekki við að hafa hitt. Ákæra og fleiri réttargerðir í málinu hafi síðan byggst á þessum mistökum. 3. Éins og áður er að vikið telur ákærði að við gerð ákæru hafi ver- ið brotið gróflega ákvæði 2. mgr. 4. gr. höfundarlaga nr. 73/1972, en þar segir. „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.“ Hann tel- ur einnig að önnur ákv. höfundar- laganna valdi því að þetta ákvæði eigi m.a. við gerð ákæru, þar sem ákært er fyrir setningarhluta og fáar setningar, en ekki greinarnar í heild. 4. Ákærði telur að ekki hafi verið farið að réttum reglum í Saka- dómi Reykjavíkur. Skal fyrst nefnt að ákæran hefur ekki verið birt ákærða réttilega. Ákærði tel- ur þó mestu skipta að ekki hefur verið mætt í málinu af hálfu ákæruvaldsins. Það hefur orðið til þess að dómarinn hefur tekið að sér að vinna störf, sem réttara væri að fulltrúi ákæruvaldsins ynni. Ljóst er að ákæruvaldið get- ur ekki gegnt skyldum sínum eins og þeim er lýst í 79. gr. laganna um meðferð opinberra mála: „Hlutverk sækjanda er að stuðla að því að hið sanna og rétta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.