Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 1
72SÍÐUR STOFNAÐ1913 274. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins J ****** !•* /fiJCT m*er £ AP/Símamynd Ungfrú heimur á Villa Park Ungfrú heiraur, Hólmfrídur Karlsdóttir, var viðstödd leik Aston Villa og Tottenham í enskn 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Fyrir leikinn afhenti hún hjónunum Ritu og John Bird ávísun upp á 1.000 sterlingspund, sem þau unnu i hlutaveltu félagsins og var þessi mynd tekin við þaó tækifæri. Tilefni þess að Hólmfríður var á Villa Park á laugardag var það að Halldór Einarsson, eigandi Henson, undirritaði þá samning við stjórnar- formann Aston Villa um stofnun fyrirtækis, sem mun sjá um sölu og fram- leiðslu Henson-sportfatnaðar um allan heim í framtíðinni. Grænland: Minni kvótar á árinu 1986 Kaupmannahöíii, 2. desember. Frá Nils Jörgei GRÆNLENSKA landstjórnin hefur ákveðið veiðikvótana fyrír næsta ár og eru þeir minni en á yfirstandandi ári. Rækjukvótinn við vesturströnd- ina verður 34.000 tonn, 4.000 tonn- um minni en í ár, og þorskkvótinn 15.000 tonn, 10.000 tonnum minni en á þessu ári. Við austurströndina verður þorskkvótinn 6.500 tonn, 450 tonnum meiri en nú. Um þessar mundir er verið að ræða um nýjan fiskveiðisamning milli Grænlendinga og Evrópu- bandalagsins. Þegar Grænlending- ar gengu úr bandalaginu var samið um, að skip frá aðildarþjóðum þess, í reynd eingöngu vestur-þýsk, fengju að veiða 4.000 tonn af þorski og 6.000 tonn af karfa gegn 214 milljón d.kr. greiðslu. Það var þó Bruun, fréttaritara Morjpinblaðsins. tekið fram, að Vestur-Þjóðverjar mættu aðeins veiða þann fisk, sem Grænlendingar gætu ekki sjálfir tekið, en á þessu ári hefur ekki verið þorskur aflögu upp í 214 milljónirnar. Fiskifræðingar vilja raunar stöðva þorskveiðarnar með öllu vegna þess hve ástand stofns- ins er slæmt. Grænlendingar hafa boðið samningamönnum EB karfa, grálúðu, steinbít og Kyrrahafslúðu en fyrir þessum fisktegundum eru þeir ekki ginnkeyptir. Vantrú og kvíði vegna sýknudóms Manila, Filippseyjum, 2. desember. AP. FABIAN C. Ver, hershöfðingi, og 25 menn aðrir, sem sakaðir voru um morðið á filippíska stjórnarand.stöðuleiðtoganum Benigno Aquino, voru í dag, mánudag, sýknaðir af öllum ákærum. Ekkja Aquinos fordæmdi sýkn- unina og sagði, að nú væri Ijóst, að sannleikurinn fengi ekki að koma fram svo lengi sem Marcos, forseti, væri við völd. Til nokkurra mótmæla kom í grennd við dómshúsið eftir að sýknudómurinn hafði verið kveð- inn upp og Jaime Sin, kaþólski erkibiskupinn í Manila, sagði, að málalokin gætu ýtt þjóðinni „út á hengiflug ofbeldis og örvænting- ar“. Ekkja Aquinos, Corazon, sagði, að nú væri endanlega ljóst, að sannleikurinn myndi ekki sigra meðan Marcos væri í forsetaemb- ætti. Sagði hún dóminn ekki skipta máli því að Marcos væri sjálfur „sökudólgurinn". Rétturinn sýknaði Ver, tvo aðra hershöfðingja, 22 hermenn og einn óbreyttan borgara af morði tveggja manna, Benigno Aquinos og Rolando Galmans, en talsmenn hersins héldu því fram, að Galman hefði skotið Aquino. Komst réttur- inn að þeirri niðurstöðu einnig og að hann hefði verið einn að verki. Þegar dómurinn hafði verið kveð- inn upp setti Marcos Ver aftur í embætti sem yfirmann heraflans. AP/Símamynd Yelena Bonner, til vinstrí, kveður vinkonu sína á Sheremelevo-flugvelli í Moskvu áður en hún lagði upp í ferðina. Óánægja í hernum Stokkhólmi. 2. deaember. Frá Erik Udeo, fréttariura Mormioblaósina. SAUTJÁN þyrluflugmenn í kaf- bátaeftirlitsdeild sænska sjóhers- ins hafa birt auglýsingar í dag- blöðunum þar sem þeir óska eftir nýju starfi. Fyrir skömmu létu þeir opinberlega í Ijós óánægju sína meó aðbúnaðinn og sögðu, að þeim væri gert ókleift að sinna því starfí aö finna og eltast við kafbáta innan lögsögunnar. Yfirmenn sjóhersins vilja ekkert um það segja, hvort mennirnir 17 ætli að hlaupast á brott úr hernum en þyrluflug- mennirnir hafa látið í ljós óánægju með hvernig að kaf- bátaeftirlitinu er staðið og þann búnað, sem til þess þarf. Segja þeir, að þyrlurnar séu gamlar og úreltar og þótt bryna nauð- syn beri til að skipta um vél f þeim hafi ekkert verið um það ákveðið. Tveggja ára bið er eftir nýrri vél. „Ég vil ekki vita af Andrei einum Sonur og tengdasonur Yelenu Bonner fögnuðu henni þegar hún kom til Ítalíu Mflanó, ÍUIfu, 2. deoember, AP. SONUR og tengdasonur Yelenu Bonner, eiginkonu sovéska andófsmanns- ins Andrei Sakharovs, fögnuðu henni í dag þegar hún kom til Mflanó á Ítalíu og fóru síðan með henni til Rómar þar sem hún mun gangast undir læknisaðgerð. í nærri tvö ár hefur Bonner ásamt manni sínum verið í útlegð í sovésku borginni Gorkí en til þeirrar borgar er öllum útlendingum bannað að fara. hyggju, sem þið hafið sýnt mér árum saman," sagði hún, „en ég hef undirritað skjal þess efnis, að ég megi leita mér lækninga erlend- is ef ég ræði ekki við nokkurn fréttamann. Ég mun því ekki tala við neinn. Ég ætla að koma aftur. Ég veit, að þið viljið ekki frekar en ég vita af Andrei Dmitrivich Bonner kvaddi vini sína í flug- stöðinni i Moskvu áður en hún lagði upp í ferðina og var hún að sögn mjög þreytuleg og tekin. Bar hún sig þó vel, brosti og veifaði til viðstaddra en vildi ekki svara spurningum erlendra frétta- manna, sem voru margir f flug- stöðinni. „Ég þakka ykkur fyrir þá um- einum í Gorkí," sagði Bonner. Tveir karlmenn og fjórar konur kvöddu Bonner mjög innilega áður en hún fór en fólkið vildi ekki fremur en hún ræða við frétta- í janúar 1980 var Sakharov rekinn í útlegð til Gorkí án þess, að efnt væri til réttarhalda yfir honum en skömmu áður hafði hann gagnrýnt innrás Sovétmanna í Afganistan. Snemma árs í fyrra var Bonner einnig dæmd til útlegð- ar í Gorkí í fimm ár fyrir „andsov- éskan óhróður". Nokkru fyrir fund þeirra Reagans og Gorbachevs var skýrt frá því, að Bonner fengi að leita sér lækninga á Vesturlöndum og hefur hún til þess þrjá mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.