Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Morgunblaðið/Júlíus Litla stúlkan, sem hér er í fangi Hauks Ásmundssonar lögreglumanns, var flutt á slysadeild með væga reykeitrun — og Haukur sömuleiðis. Ungur herramaður var færður úr öllura háska ( fang lögreglumanna niður stigann. MorgunblaðiA/Július Eldur í fjölbýlishúsi: Bjargað af svölum — íbúðin full af reyk TVÖ börn og tvennt fullorðið — þar af einn lögregluþjónn — var flutt á slysadeild með væga reykeitrun aðfaranótt sunnudagsins. Eldur kom upp í geymslu fjölbýlishúss við Laugarnesveg í Reykjavík og barst mikill reykur upp um húsið. Var fólki bjargað af svölum á annarri hæð hússins vegna þess að ólíft var orðið í íbúðinni. Engin meiðsli hlut- ust af og skemmdir urðu aðeins af reyk og sóti nema í geymslunni, sem er mikið skemmd. Eldsins varð vart laust eftir miðnætti. Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og slökkti eldinn á skömmum tíma. Hjón með tvö börn voru komin út á svalir á efri hæð hússins og var þeim hjálpað niður um stiga, svo og einum íbúa á neðri hæðinni. óvíst er um eldsupptök, skv. upplýsingum Slökkviliðs Reykja- víkur. Morgunblaðið/Júllus Fjölskyldan á svölum fjölbýlishússins við Laugarnesveg um það leyti sem slökkviliðið og sjúkrabflar komu á vettvang. Eldur var í geymslu á neðstu hæðinni hinum megin í húsinu. Eysteinn og Ólafs saga Þegar Eysteinn Jónsson minnist á bók mína um ólaf Thors í æviminningum sínum sem Vilhjálmur Hjálmarsson hefur ritað er aldrei neinn brodd- ur í garð Ólafs sögu, miklu frem- ur rætt um hana af hlýju og tekið undir margt sem þar stendur. En Eysteinn vill að sjálfsögðu segja söguna af sínum sjónarhóli og hef ég ekkert við það að at- huga. Ég skrifaði ólafs sögu fordómalaust og mér vitanlega eru engar rangtúlkanir í ritinu, enda urðu engar deilur um það þegar bókin kom út. Hún hlaut góðar viðtökur, ekki sízt sagn- fræðinga. Ástæðan til þess ég tel mér skylt að minna á þetta eru þau orð Hannibals Valdimarssonar sem féllu hér í blaðinu sl. sunnu- dag að sumir segi eins og hann kemst að orði „að Eysteinn hafi ákveðið að láta skrásetja ævi- minningar sínar til að leiðrétta ýmis atriði sem hann telur að séu rangtúlkuð í ævisögu Ólafs Thors." Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr, sízt af öllu frá Eysteini Jónssyni. Hann nefnir stundum Ólafs sögu í minningum sínum, t.a.m. í tengslum við þingrofið og segir þegar hann hefur rifjað upp frá- sögn mína að hún „staðfesti (let- urbr. mín, M.J.) frásagnir um „rafmagnað" andrúmsloft í þing- rofsvikunni". Enn nota þeir Eysteinn nokkru síðar orðið lauk- rétt þegar vitnað er í frásögn mína. Eysteinn Jónsson minnist á frásögn mína af myndun Þjóð- stjórnar og mótmælir henni ekki þótt honum líki túlkun mín ekki alls kostar sem vonlegt er. Þá kemur það og fram hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni að Eysteinn tekur undir lýsingu mína á andrúms- loftinu innan Sjálfstæðisflokks- ins þegar Þjóðstjórnin hafði verið mynduð og síður en svo að hann hafi neitt við hana að at- huga. Um eiðrofsmálið svonefnda sem var ásamt þingrofsmálinu viðkvæmasta deilumál Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar á sínum tíma segja þeir Eysteinn Jónsson að „Matthias Johannes- sen hefur í bók sinni um Ólaf Thors tekið „eiðrofsmálið“ til meðferðar 1 samnefndum kafla og einkum frá sjónarhóli sjálf- stæðismanna sem eölilegt má kalla“ (leturbr. mín, M.J.). Þeir Eysteinn hafa góðan skilning á því að Ólafs saga fjallar um ævi Ólafs Thors en hún er engan veginn alhliða eða endanleg stjórnmálasaga landsins á því tímabili sem hún fjallar um, né verður slík saga nokkurn tíma skrifuð eins og ég bendi á í ævi- sögu Ólafs. f lok þessa kafla segist Eysteinn Jónsson ekki geta rifjað allt málið upp með Vilhjálmi Hjálmarssyni enda séu afstaða og málflutningur Ólafs Thors ítarlega rakin í bók minni eins og þeir benda á. Hvergi tala þeir um rangtúlkun, vitna miklu fremur í Ólafs sögu sér til trausts og halds. Ég tel að frásögn þeirra sé hófsöm og heiðarleg. Ef ritun ólafs sögu á einhvern þátt í æviminningum Eysteins Jóns- sonar, þá er það vel. En eitt er ólík söguskoðun, annað vísvit- andi ósannindi eða rangtúlkun. Matthías Johannessen NÝÁRSFAGNAÐUR í 1. januar 1986 Stórkost legas ta skemmtun ársins Adgöngumiöaverö kr. 3.900.- Þeir gestir sem voru ó síðasta nýórsfagnaði, og óska eftir að nýta sér forgangsrétt sinn hafi samband við veitingastjóra í síma 20221 milli kl. 14—17 fyrir 7. des.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.